Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2000 Fréttir 50 40 30 20 10 0 -10 -20 -30 -40 Vinsælustu og óvinsælustu Stcingrímur J. Slgfússon stjórnmálamennirnir - samkvæmt skoðanakönnun DV 28.-29. desember 1999 - Halldór Ásgrímsson Rnnur Ingólfsson _ Margrót Össur — Frímannsdóttlr Skarphéðinsson Geir H. Jóhanna Haarde Sigurðardóttir Páll Skoðanakönnun E39 Bornar eru saman vin- sældir og óvinsældir tíu umdeildustu stjómmála- mannanna samkvæmt skoöanakönnun DV. Grænu súlumar sýna niðustöðu síðustu skoðanakönnunar en hún var gerð 1 september '99 Davíð Oddsson enn og aftur langvinsælasti stjórnmálamaður landsins: Finnur slær oll met - Steingrímur J. ýtir Halldóri niður í 3. sæti vinsældalistans Finnur Ingólfsson, nýskipaður seðlabankastjóri, fyrrverandi iðn- aðar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokks- ins, slær öll met í óvinsældum í skoðanakönnun DV um vinsældir stjórnmálamanna. Ríílega helm- ingur þátttakenda i könnuninni, 52,7%, segist hafa minnst álit á Finni úr hópi stjómmálamanna. Hingað til hafa um 20% nægt til að hljóta þennan vafasama heiður. Finni fylgja því fremur kaldar kveðjur inn í Seðlabankann. Það er þó huggun harmi gegn að Finn- ur lendir i 5. sæti vinsældalistans. Davíö Oddsson er sem fyrr lang- vinsælasti stjórnmálamaðurinn, 10. könnunina í röð og lendir í 2. sæti óvinsældalistans. Hann nýtur því þess heiðurs að vera umdeild- asti stjórnmálamaður landsins, nokkuð sem túlkað er sem óska- Aðrir óvinsælir Halldór Blöndal 5 Jóhanna Sigurðardóttir 5 Árni Johnsen 4 Ögmundur Jónasson 4 2 atkvæði: Guðmundur Bjarnason, Guðmund- ur Árni Stefánsson, Hjálmar Árna- son, Rannveig Guðmundsdóttir, Sólveig Pétursdóttir og Valgerður Sverrisdóttir. I atkvæði: Arnbjörg Sveinsdóttir, Björn Bjarnason, Guðni Ágústsson, Hjör- leifur Guttormsson, Kristinn H. Gunnarsson, Kristján Möller, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, Sighvatur Björgvinsson, Steingrímur Her- mannsson, Sturla Böðvarsson og Svavar Gestsson. staða hvers stjórnmálamanns. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður vinstri-grænna, hefur ekki veriö jafnvinsæll í könnunum DV, er nú í öðru sæti og 8.-9. sæti óvin- sældalistans. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar, verður að láta sér nægja 3. sæti vinsældalistans eftir að hafa vermt 2. sætið i átta und- angengnum skoðanakönnunum DV. Halldór er í 5.-7. sæti óvin- sældalistans. Könnun DV var gerð 28.-29. des- ember. Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt á milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar, sem og kynja. Spurt var: Á hvaða stjórn- málamanni hefur þú mest álit um þessar mundir? Og síðan: Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú minnst álit um þessar mundir? Við fyrri spurningunni voru nefnd 32 nöfn en 33 viö þeirri síð- ari. 33% voru óá- kveðin eða svöruðu ekki fyrri spuming- unni en 37,3% seinni spuming- unni. Fram- sóknar- blús Athygli vekur að á eftir Davíð og Stein- grími í efstu sætunum koma þrír framsóknar- ráðherrar: Halldór, Siv Friðleifs- dóttir og Finnur Ingólfsson. Er það betri útkoma fyrir ráðherra flokksins á vinsældalistanum en í undangengnum könnunum. Siv og Finnur voru þannig í 8.-10. sæti í könnun DV í september. Hins vegar koma ráðherrar Framsóknar afar illa út á óvin- sældalistanum. Finnur slær öll met, Siv er i 3. sæti, Páll Pétursson í 4. sæti, Halldór Ásgrímsson í 5.-7. sæti og Ingibjörg Pálmadóttir í 8.-9. sæti. Valgerður kemst ekki á blað, vart orðin ráðherra þegar könnunin var gerö. Meðan framsóknarráðherrar fjölmenna á listunum er Davíö þar heldur einmana sem sjálfstæðis- maður. Geir H. Haarde fjármála- ráðherra er einn um að halda Dav- íð félagsskap á vinsældalistanum, í 8.-11. sæti og langt er í næsta sjálfstæðismann. Enginn sjálfstæð- ismaður er á óvinsældalistanum. Jón Baldvin á blaöi Margrét Frímannsdóttir kemst lengst samfylkingarmanna á vin- Aðrir vinsælir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 5 Steingrímur Hermannsson 5 Björn Bjarnason 4 3 atkvæði: Kolbrún Halldórsdóttir, Páll Pét- ursson og Pétur Blöndal. 2 atkvæði: Guðni Ágústsson, Ingibjörg Pálma- dóttir og Sverrir Hermannson. I atkvæði: Ágúst Einarsson, Einar K. Guð- finnsson, Guðjón A. Kristjánsson, Halldór Blöndal, Hjálmar Árnason, Isólfur Gylfi Pálmason, Július Vífill Ingvarsson, Kristján A., Ólafur Örn Haraldsson, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böðvarsson og Sturlaugur Þorsteinsson. iixa Vinsælustu stjórnmálamennirnir - innan sviga eru niöurstööur DV- könnunar í sept. 1999 - Sæti 1. (1.) Nafn Davíö Oddsson Atkvæöi 181 % af heild 30,2 (27,2) % þeirra sem tóku afstööu 45,0 (45,5) 2. (3.) Steingrímur J. Sigfússon 60 10,0 (6,0) 14,9 (10,1) 3. (2.) Halldór Ásgrímsson 59 9,8 (7,3) 14,7 (12,3) 4. (8.-10.) Siv Friöleifsdóttir 13 2,2 (1,2) 3,2 (2,0) 5. (8.-10.) Finnur Ingóifsson 10 1,7 (1,2) 2,5 (2,0) 6.-7. (5.) Margrét Frímannsdóttir 7 1,2 (2,8) 1,7 (4,7) 6.-7. (-) Össur Skarphéöinsson 7 1,2 (0,3) 1,7 (0,6) 8.-11. (4.) Geir H. Haarde 6 1,0 (3,5) 1,5 (5,9) 8.-11. (6.) Jóhanna Siguröardóttir 6 1,0 (1,7) 1,5 (2,8) 8.-11. (-) Jón Baldvin Hannibalsson 6 1,0 (0,2) 1,5 (0,3) 8.-11. (-) Ögmundur Jónasson 6 1,0 (0,2) 1,5 (0,3) liVi Sæti 1. (2.) Óvinsælustu stjórnmálamennirnir - innan sviga eru niöurstöður DV- könnunar T sept. 1999 - Nafn Atkvæöi % af heild % þelrra sem tóku afstööu Finnur Ingólfsson 198 33,0 (7,8) 52,7 (15,9) 2. (1.) Davíð Oddsson 43 7,2 (12,3) 11,4 (25,0) 3. (3.) Siv Friöleifsdóttir 20 3,3 (7,2) 5,3 (14,5) 4. (8.) Páll Pétursson 12 2,0 (1,7) 3,2 (3,4) 5.-7. (10.) Halldór Ásgrímsson 10 1,7 (1,3) 2,7 (2,7) 5.-7. (5.) Margrét Frímannsdóttir 10 1,7 (2,5) 2,7 (5,1) 5.-7. (-) Sverrir Hermannsson 10 1,7 (0,3) 2,7 (0,7) 8.-9. (4.) Ingibjörg Pálmadóttir 7 1,2 (3,0) 1,9 (6,1) 8.-9. (-) Steingrímur J. Sigfússon 7 1,2 (1,0) 1,9 (2,0) 10.-12. (7.) Ingibjörg S. Gísladóttir 6 1,0 (1,8) 1,6 (3,7) 10.-12. (-) Kolbrún Halldórsdóttir 6 1,0 (-) 1,6 (-) . 10.-12..(-) Ossur Skarphéöinsson 6 1,0 (0,3) 1,6 (0,7) sældalistanum, er í 6.-7. sæti. At- hygli vekur að Jón Baldvin Hanni- balsson, sendiherra og fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, kemst á blað, deilir 8.-11. sæti með Jó- hönnu Sigurðardóttur, Ögmundi Jónassyni, nýliða á lista, og Geir H. Haarde. Hef- ur Jón Bald- vin ekki sést á vinsælda- listanum síð- an í oktbér 1997, þá í 3. sæti. Össur Skarphéðins- son kemst í fyrsta skipti í efstu sæti þessarar könnunar, er í 6.-7. sæti á vinsældalista og 10.-12. á óvinsældalistanum. Sverrir Hermannsson er ekki vinsæll frekar en Ingibjörg Pálma- dóttir. Kolbrún Halldórsdóttir, ný- liði á þingi, er í 10.-12. sæti óvin- sældalistans. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er eini borgarpólitíkusinn sem lætur aö sér kveða í þessari könnun, er í 10.-12. sæti óvinsældalistans og bankar á vinsældalistann. Júlíus VífUl Ingvarsson er nefndur einu sinni. Heiliar konur Steingrímur Hermannsson er ekki af baki dottinn þó langt sé síð- an hann vermdi efstu sæti vin- sældalista DV, eða 7 ár. Fimm þátt- takendur gáfu Steingrími atkvæði sitt, jafnmargir og borgarstjóranum. Þess skal getið að einungis konur nefndu Steingrím. -hlh Stuttar fréttir i>v Feguröarrimma Ólafur Laufdal í Broadway og aörir aöstandendur Fegurðarsam- keppni Islands hafa brugðist hart við fyrir- hugaðri fegurð- arsamkeppni fyrirtækisins „Ungfrú ís- land.is“ og því að Linda Pét- ursdóttir, fyrrum alheimsfegurð- ardrottning, hafi náð umboðinu fyrir Miss World-fyrirtækið. Dag- ur greindi frá. Krefst fangelsis Saksóknari í Amsterdam hefur krafist þriggja og hálfs árs fang- elsis yfir íslendingi, sem var tek- inn meö tæp 16 kUó af kókaíni í fórum sínum á Schiphol-flugvelli. RÚV greindi frá. Fyrsta síldin Beitir NK varð fyrstur til að landa sUd á árinu. Hann kom með tæplega 300 tonn tU SUdarvinnsl- unnar i Neskaupstað í gærmorg- un. Mbl. greindi frá. Hættulegar rakettur Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra segir Mbl. að skoðaðar verði sérstaklega ábendingar um drög að nýrri reglugerð um með- ferð og sölu skotelda, þar sem að- gangur almennings að öflugustu skoteldunum verður takmarkað- ur vegna slysahættu. Ágreiningur Djúpstæður ágreiningur er í bæj- arstjórn Húsavíkur um sameiningu Fiskiðjusamlags Húsavikur hf. og Ljósavíkur hf. Dagur greindi frá. 20 þúsund tonn Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið, í samræmi við bráða- birgðatillögu Hafrannsókna- stofnunarinnar sl. vor, að heild- arafli úthafs- rækju skuli vera 20 þúsund tonn á yfir- standandi fisk- veiðiári. Mbl. greindi frá. Útboðsgögn klár Stefnt er að því að útboðsgögn vegna Fljótsdalsvirkjunar verði til- búin í næsta mánuði, að sögn Þor- steins Hilmarssonar, upplýsinga- fulltrúa Landsvirkjunar. Mbl. greindi frá. Unglingadeild á Vogi SÁÁ opnaöi unglingadeild á Vogi á nýársdag. Á deildinni verða meðferðarpláss fyrir 11 unglinga á aldrinum 14 til 19 ára. RÚV greindi frá. Slátrun til og frá Frá og með nýliðnum áramótun leggst af stórgripaslátrun hjá Kjöt- iðjunni ehf. á Húsavík og flyst hún til Akureyrar. Á móti kemur að sauðfjárslátrun flyst frá Akureyri til Húsavíkur. Dagur greindi frá. Hærra verö Meðalverð á innfluttum þorski til vinnslu var rúmlega 89 krónur á kíló árið 1998. Það hafði þá hækkað rúm 40% frá árinu áður og samtals rúmlega 64% á tveim árum. Dagur greindi frá. Óánægja meö laun Rösklega helmingur þeirra sem tóku þátt í launakönnun PriceWa- terhouse Coopers í desember er óánægður með laun sín en rúm 46% eru sáttir við þau. Mun ekki leiða „Ég hef margsagt að ég muni ekki leiða Sam- fylkinguna þeg- ar hún verður stofnuð á næstu mánuðum," sagði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgar- stjóri við Morg- unblaðið. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.