Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2000 25 Myndasögur Fréttir Hvernig Ifst þér á þennan górilluapa eða smyglara? I u m y*3 Það er greinilegt að enginn vill fagna með mér klukkan þrjú að nóttu till }H 0 rH rH 2 œ ffi TJ :0 W -0 }-H T3 í°- en dásamiegtf ... Kannski et J betra að hafa ekki hátt um það?^ ' Það er satt. - - En þú mátt J ^segja mömmu (þinniþaðl) Dalvíkurbyggö: Fleiri flóttamenn - fjarkennsla í íslensku gengur vel DV, Dalvík: Þrír flóttamenn frá Kosovo bættust í hóp nýbúanna í Dalvíkurbyggð á dögunum, bræðumir Bekim og Nuhi, sem fyrir eiga tvo bræður á Dalvík, og náfrændi þeirra Tefik, en hann á móð- ur og systkini á Dalvík. Nýlega fóm ílestir nýbúanna frá Kosovo til Akureyrar þar sem komið var á fjarkennslufundi ásamt löndum þeirra í Hafnarfirði. Fór kennslan fram á íslensku, og vakti furðu hversu vel íslenskunámið gengur. Að fundin- um loknum var síöan haldið á flug- völlinn, þar sem tekið var á móti ætt- ingjunum. Óhætt er að segja að þar hafi orðið fagnaðarfundir, enda búið að bíða lengi eftir að þessi stund rynni upp. Þá var haldið upp á þjóðhátíðardag Albana. Þá komu allir nýbúarnir sam- an ásamt stuðningsfjölskyldum og .. áttu notalega stund. Sungið var, bæði á íslensku og albönsku og sitthvað fleira var til skemmtunar. -HIÁ Berglind Aöalsteinsdóttir úr Keflavík hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi. Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Útskrifaði 43 á haustönn DV, Suðurnesjum Fjörutíu og þrír nemendur voru út- skrifaðir frá Fjölbrautaskóla Suður- nesja við hátíðlega athöfn í skólanum 18. desember sl. Vom það 28 stúdent- ar, tveir meistarar og 17 af styttri brautum en fjórir af þeim útskrifuð- ust einnig af stúdentsbraut. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Berg- lind Aðalsteinsdóttir úr Keflavík. Yf- irlit yfir störf annarinnar flutti Krist- ján Ásmundsson aðstoðarskólameist- ari og Ólafur Jón Ambjömsson skóla- meistari ávarpaði nemendur og af- henti prófskírteini. Við útskriftina léku þær Edda Rut Björnsdóttir og Fjóla Jórunn Guð- mundsdóttir nýstúdentar á trompet við undirleik Sigrúnar Sævarsdóttur verkið „Friður frelsarans" og Edda Rut lék einnig „Ó helga nótt“. Anna Lea Björnsdóttir, sviðsstjóri samfélagssviðs, sá um verðlaunaaf- hendingu fyrir hönd FS. Geirmundur Kristinsson spari- sjóðsstjóri afhenti verðlaun frá Spari- sjóðnum í Keflavík en þau hlutu: Berglind Aðalsteinsdóttir, fyrir góðan árangur í raungreinum og íslensku og fyrir hæstu einkunn á stúdents- prófi, Ásta Vigdís Bjarnadóttir, í er- lendum tungumálum, Halla Björg Evans, í viðskipta-, hagfræði- og sam- félagsgreinum og Eyjólfur Alexand- ersson, fyrir góðan árangur í verk- námsgreinum. Frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja hlutu eftirtaldir viðurkenningar: Ás- dís Vigdís Bjarnadóttir, fyrir góðan árangur í ensku, Gunnhildur Eva s Arnoddsdóttir, í ensku og dönsku, Berglind Aðalsteinsdóttir, i stærð- fræði, raungreinum, íslensku og þýsku, Halla Björg Evans, fyrir störf í þágu nemenda skólans og Jóhann Már Jóhannsson, fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppni framhaldsskól- anna en hann lenti í 5.-6. sæti í yngra stigi yfir landið. Þá hlaut Jórunn Björk Magnúsdóttir einnig viður- kenningu fyrir góðan árangur í þýsku. -A.G. Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2000. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofhana og annarra aðila er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vemd þeirra verðmæta lands og menningar sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruvemdar á vegum Náttúmvemdarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fomminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminjasafhs.1' Að öðru leyti úthlutar stjóm sjóðsins ráðstöfunarfé hveiju sinni í samræmi við megintilgang hans og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa sem getið, er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna sem styrkt era en verði ekki til þess að lækka önnur framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau. Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar 2000. Eldri umsóknir ber að endumýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefúr ritari sjóðsstjómar, Sveinbjöm Hafliðason, í síma 569 9600. Reykjavík, 28. desember 1999. Þjóðhátíðarsjóður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.