Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Blaðsíða 26
26 MIÐVTKUDAGUR 5. JANÚAR 2000 Afmæli Kolbrún Stefánsdóttir Kolbrún Stefánsdóttir, útibússtjóri hjá Landsbanka íslands, Höfðabakka- útibúi, Jöklafold 43, Reykjavík, varð fimmtug á mánudaginn var. Starfsferill Kolbrún fæddist í Reykjavík en ólst upp á Raufarhöfn. Hún stundaði nám í Lundi í Öxarfirði i kvöldskóla, við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, stund- aði starfsnám við VÍ, tók einkaflug- ' mannsprófi 1986 og útskrifaðist sl. vor í rekstrar- og viðskiptafræði frá End- urmenntunardeild HÍ. Kolbrún hefur gegnt ýmsum störf- um á Raufarhöfn t.d. kennslu við Grunnskóla Raufarhafnar, var gjald- keri hjá útgerðarfélaginu Jökli, starf- aði við gæslu á leikskólanum, var við verslunarstörf , síldarsöltun og fisk- vinnslu en lengst af hefur hún verið bankastarfsmaður eða í tuttugu ár. Kolbrún tók við afgreiðslu Lands- bankans á Raufarhöfn 1984, varð úti- bússtjóri við útibú Landsbankans á Hellissandi 1989, tók við útibúi Landsbankans í Ólafsvík 1992 og rak þessi tvö útibú til 1996 er hún flutti til Reykjavíkur og tók við útibúi bank- ans á Suðurlandsbraut 18. Hún stýrði því þar til það var sameinað Múlaúti- búinu 1999 og tók þá við Höfðabakka- útibúinu. Kolbrún hefur sinnt ýmsum félagsmálum á Raufarhöfn. Hún var m.a. kórfélagi í Kór Raufarhafn- arkirkju og í slysavama- deild SVFÍ i yfir tvo ára- tugi, sat í úthlutunarnefnd atvinnuleysisbóta og í sveitarstjórn Raufarhafnar frá 1982 og þar til hún flutti burt 1989. Kolbrún var stofnfélagi í Soroptimista- klúbbi Snæfellsness 1991 og er núna í Soroptimista- klúbbi Grafarvogs. Fjölskylda Dætur Kolbrúnar em Birgitta, f. 11.7. 1969, bankastarfsmaður hjá Landsbanka íslands í Breiðholti, gift Ingimar Sigurðssyn, f. 7.6 1964, bíla- sala og eiga þau tvo syni, Sigurð Jóel, f. 23.1. 1993, og Viktor Erni, f. 22.9. 1997; Brimrún, f. 4.7.1980, starfsmaður hjá heildverslun Ágústs Ármanns hf. Systkini Kolbrúnar eru Særún, f. 26.6. 1952, húsmóðir á Raufarhöfn, en sambýlismaður hennar er Róbert Þor- láksson, f. 25.3. 1943, og sonur hennar er Stefán Jan, f. 14.2. 1973, nemi í Tækniskólanum; Guðrún, f. 8.10.1957, innkaupa- og sölustjóri hjá Ágústi Ár- mann heildverslun, gift Benedikt Valssyni, fram- kvæmdastjóra Papco hf., og era börn þeirra Daniel, f. 17.11. 1981, nemi og Eva, f. 29.10. 1984; Magnús, f. 17.6. 1959, málari og trommari, en dætur hans eru Milla Ósk, f. 18.10. 1990, og Vala Rún, f. 6.10. 1994. Foreldrar Kolbrúnar era Stefáns Magnússonar, f. 17.11.1924, fyrrv. útgerðar- maður, og Kristjana Ó. Kristinsdóttur, f. 3.6. 1921, húsmóður og fiskverkakona. Ætt Stefán er sonur Magnúsar frá Skinnalóni, bróður Guðmundar, b. á Harðbak á Melrakkasléttu, sem er afi Guðmundar prófessors og yfirlæknis á Landspítalanum, Gests Þorgeirsson- ar, hjartalæknis á Borgarspítalanum, Guðmundar Þóroddssonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, og Arnþrúð- ar, ömmu Vigdísar Grímsdóttur rit- höfundar, og Hildar, langömmu Jónasar Friðriks skálds, Kristínar Norðfjörð lögfræðings og Árna Péturs og Kjartans leikara Guðjónssona. Magnús var sonur Stefáns Jónssonar, Sigurðssonar, bónda í Skinnalóni, og Þorbjargar Stefánsdóttur, ættmóður Skinnalónsættarinnar. Móðir Stefáns var Hólmfríður, dóttir Guðmundar Stefánssonar b. og Sigríðar Jónsdóttur. Kristjana er dóttir Kristins Jóels, málarameistara í Hafnarfirði, sem var bróðir Guðna, fóður Eiríks seðla- bankastjóra og Birgis, málarameistara í Hafnarfirði. Kristinn Jóel var sonur Magnúsar, b. í Garðbæ i Njarðvíkum, Pálssonar á Minni-Borg undir Eyja- fjöllum, Jónssonar í Nesi í Selvogi, Magnússonar á Efra-Hvoli, Jónssonar. Móðir Stefáns var Steinunn, dóttir Ólafs í Rófu í Leiru, Jónssonar í Kampholti í Flóa, Jónssonar. Móðir Steinunnar var Guðný Vilhjálmsdótt- ir, b. í Kirkjuvogi, Brandssonar, Guð- mundssonar, hreppstjóra, skipasmiðs, og skálds í Kirkjuvogi, Brandssonar á Víkingalæk, Bjarnasonar, ættfóður Víkingslækjarættar, Halldórssonar, forfóður Daviðs forsætisráðherra, Jó- hönnu Sigurðardóttur alþm., Árna Sigfússonar, forstjóra Tæknivals, og Guðlaugs Tryggva. Móðir Krisfjönu var María, dóttir Alberts sem var bróðir Oddnýjar, ömmu Kjartans Helgasonar ættfræð- ings og langömmu Hjördísar Gissur- ardóttur á Vallá, Sigurðssonar, Jóns- sonar á Ormsvelli. Kolbrún Stefánsdóttir. Magnús Ágúst Magnússon Magnús Ágúst Magnússon við- skiptafræðingur, Nesbala 104 b, Sel- tjarnamesi, varð fimmtugur á gaml- ’ ársdag. Með afmælisgrein sem birtist um hann í áramótablaði DV birtist röng mynd. Greinin er því birt hér aftur með réttri mynd og Magnús beð- inn velvirðingar á mistökunum. Starfsferill Magnús fæddist i Reykjavík og ólst þar upp, fyrst í vesturbænum en síðar í Sogamýrinni þar sem hann gekk í barnaskóla og gagnfræðaskóla. Hann lauk landsprófi frá Réttarholtsskóla 1965, stúdentsprófi frá MR 1969 og við- skiptafræðiprófi frá HÍ 1974. Á námsárunum starfaði Magnús hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur 1970-71 og í Tónabæ 1970-74. Þá stund- aði hann kennslu við Iðnskólann j 1971-72 og við Gagnfræðaskólann við Lindargötu 1971-73. Magnús var sér- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun 1974-76, hóf hann þá störf hjá Félagi íslenskra iðnrekenda og var þar m.a. skrifstofustjóri 1976-77, var deildar- stjóri hjá Olíufélaginu Skeljungi hf. 1977-79, framkvæmdastjóri Gráfeldar hf. 1979-80, fjármálastjóri og síðar markaðsstjóri hjá Hafskipi hf. 1980-84, síðan framkvæmdastjóri á skrifstofu félagsins í Ipswich í Bret- landi 1984-85, starfaði á söludeild Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 1986-90, á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík en auk þess sumarlangt hjá skrifstofu samtakanna í París, starf- aði hjá Marbakka hf. 1990-98 viö sölu fiskafurða á erlenda markaði og var síðan sölustjóri hjá Plastos-umbúðum. Nú, starfar Magnús við bókhald og endurskoðun hjá Þórarni Þ. Jónssyni, löggiltum endurskoðanda. Magnús lék í unglingahljómsveit- um á unglingsárunum, m.a. skóla- hljómsveit MR sem reyndar er enn að koma fram. Þá hafði Magnús umsjón með þáttum um popptónlist í ríkisút- varpinu á árunum 1975-77. Fjölskylda Magnús kvæntist 28.2. 1970 Hrafn- hildi Ingólfsdóttur, f. 12.3.1949, banka- starfsmanni. Hún er dóttir Ingólfs Finnbogasonar, f. 12.7. 1911, húsa- smíðameistara í Reykja- vik, og k.h., Soffiu Ólaf's- dóttur, f. 11.10. 1911, hús- móður. Börn Magnúsar og Hrafnhildar eru Ingólfur Amar, f. 25.5. 1972, raf- virki hjá íslenskum aðal- verktökum hf. á Keflavík- urflugvelli, í sambúð með Guðrúnu K. Gunnarsdótt- ur, f. 16.2.1972, hjúkrunar- fræðingi, og er dóttir þeirra Hrafnhildur, f. 16.1. 1999; Kristín, f. 17.10. 1976, bankastarfsmaður, 1 sambúð með Andra J. Heide, f. 26.4. 1970, háskóla- nema. Systkini Magnúsar eru Amdís Ragnheiður, f. 11.9.1944, kaupmaður í Keflavík, en eiginmaður hennar er Gunnar Kristjánsson; Sverrir Salberg, f. 25.1.1958, verkstjóri hjá Svansprenti hf., en eiginkona hans er Svala Jóns- dóttir; Sævar, f. 26.12.1959, sölumaður hjá Gunnari Kvaran ehf., en eigin- kona hans er Halla Stephensen; Halla Björk, f. 5.6. 1965, starfsmaður við Tyssedal Hotel 1 Noregi, en eiginmaður hennar er Thorsten Ólason. Foreldrar Magnúsar: Magnús Hjörtur Stefáns- son, f. 28.1. 1916, d. 16.4. 1984, jámsmiður í Reykja- vík, og Kristín Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 1.5. 1924, húsmóðir í Hafnarfirði. Ætt Foreldrar Magnúsar Hjart- ar voru Stefán Bjömsson, sýsluskrifari og hrepp- stjóri í Borgamesi, síðast í Reykjavík, og Ragnheiður Jónasdóttir, húsfreyja í Flatey á Breiðafirði og í Borgamesi. Stjúpfaðir Magnúsar Hjartar var Magnús Ágúst Sigurðsson, verkamað- ur og sjómaður í Flatey og Borgar- nesi. Foreldrar Kristínar Hólmfríðar vom Magnús Magnússon, verkamað- ur á Siglufirði, og k.h., Salbjörg Jóns- dóttir húsmóðir. Magnús Ágúst Magnússon. Guðmundur Þ. Benediktsson Guðmundur Þór Benediktsson aö- albókari, Aðalgötu 27, Ólafsfirði, varð sjötugur á sunnudaginn var. , Starfsferill Guðmundur fæddist á Siglufirði en ólst upp á Ólafsfirði. Hann hefur verið sýsluskrifari, aðalbókari og fulltrúi bæjarfógeta- og sýslumanns- embættisins í Ólafsfirði frá 1949 eða í rúm fimmtíu ár. Guðmundur hefur setið í yfirkjör- stjórn Norðurlandskjördæmis eystra fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem aðal- og varamaður frá 1959, var varabæjarfulltrúi fyrir flokkinn í bæjarstjórn Ólafsfjarðar tvö kjör- tímabil, fundarritari bæjarstjómar Ólafsfjarðar í sextán ár, hefur verið r stjómarmaður ýmissa félaga um árabil, t.d. einn af stofnendum Leik- félags Ólafsfjarðar og hefur verið endurskoðandi reikninga fyrir ýmis félög um langt árabil, s.s. Sparisjóð Ólafsfjarðar. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 2.6. 1968 , Clöru Jenny Arnbjörnsdóttur, f. 12.3. 1941, verslunarmanni. Hún er dóttir Arnbjöms Marteins Stefáns- sonar, verkamanns á Dalvík, og Laufeyjar Emeliu Jónsdóttur hús- móður en þau eru bæði látin. Fóstursonur Guðmundar og son- ur Clöru er Ambjörn Arason, f. 1.12. 1958, bakari á Dalvík, en kona hans er Soffia G. Húnfjörð, f. 23.9.1958, og eiga þau saman þrjú böm auk þess sem Árnbjörn á tvö börn frá því áð- ur. Börn Guðmundar og Clöru eru Dagur Óskar, f. 3.6.1963, sjómaður á Ólafsfirði, en kona hans er María Guðmundsdóttir, f. 31.5. 1965, og eiga þau þrjú börn; Fylkir Þór, f. 8.10. 1968, skrifstofustjóri á Akur- eyri, en kona hans er Matthea Sig- urðardóttir, f. 17.1. 1970 og eiga þau tvö böm. Hálfsystkini Guömundar, sam- feðra, eru Sigurður Líndal, f. 1930, verkfræðingur i Reykjavík; Guð- björg Malling, f. 1931, húsmóðir í Danmörku; Guðmundur Líndal, f. 1932, verkstjóri á Álfsnesi; Einar Líndal, f. 1934, bifvélavirki í Hafnar- firði, kvæntur Lovísu Lúthersdótt- ur;Ragnar Líndal, f. 1939, yfirsím- virkjaverkstjóri í Reykjavik, kvænt- ur Guðrúnu Ámadóttur. Hálfsystir Guðmundar, sam- mæðra, er Árndís Ólöf Pálsdóttir, f. 1932, húsmóðir á Ólafsfirði, en mað- ur hennar er Guðjón Sigurðsson verkamaður. Foreldrar Guðmundar voru Bene- dikt Einarsson, f. 1906, d. 1980, vél- stjóri og verksmiðjustjóri, og Mar- grét Halldóra Guðmundsdóttir, f. 1905, d. 1987, húsmóði og verkakona. Ætt Benedikt var sonur Einars, b. í Tungu í Stíflu í Fljótum, Halldórs- sonar, b. þar, Jónssonar, pr. á Hvanneyri á Siglufirði og á Barði í Fljótum, Jónssonar, b. á Bjarnastöð- um, Jónssonar, b. á Tungufelli í Ytrihreppi í Ámessýslu. Móðir Jóns prests var Dýrleif Eyj- ólfsdóttir, ættuð undan Eyjafjöllum. Móðir Halldórs var Guðrún Péturs- dóttir, yfirprentara á Hólum í Hjaltadal, Jónssonar og Sigríðar Halldórsdóttur, pr. á Völlum í Svarf- aðardal, Þorbergssonar. Móðir Benedikts var Svanborg Rannveig Benediktsdóttir, b. á Stóra-Holti í Fljótum, Jónssonar, b. á Núpskötlu á Sléttu, Illugasonar, b. á Ásmundarstöðum, Arasonar. Móð- ir Jóns var Ingveldur Mikaelsdóttir, b. í Grjótnesi á Sléttu, Grímssonar. Móðir Ingveldar var Helga Péturs- dóttir, b. á Krossi í Óslandshlíð, Jónssonar. Móðir Benedikts í Stóra- Holti var Sigríður Benediktsdóttir, b. í Laxárdal í Þistilfirði, Benedikts- sonar, b. á Hermundarfelli, Þor- steinssonar, b. á Ljósalandi i Vopna- firði, Kolbeinssonar. Móðir Svan- borgar var Margrét Bjamadóttir, b. á Staðarhóli á Siglufirði, Arasonar, b. í Leyningi, Sveinssonar, pr. á Knappsstöðum í Stíflu. Móðir Mar- grétar var Guðrún Ámadóttir, b. í Neðri-Stíflu og Siglufirði, Ámason- ar, b. á BúrfeUi. Margrét Halldóra var dóttir Guð- mundar, verkamanns á Ólafsfirði, Steinssonar, b. á Hrúthóli í Ólafs- firði, Þórðarsonar. Móðir Guðmund- ar var Guðrún Oddsdóttir, pr. á Kvíabekk, Jónssonar, Oddssonar, Sæmundssonar. Móðir Margrétar Halldóru var Aðalbjörg Þórey Ólafsdóttir, b. á Reykjum, Guðmundssonar. Móðir Aðalbjargar var Ólöf Eiríksdóttir, b. í Neskoti í Vestur-Fljótum, Ás- mundssonar, b. þar, Jónssonar, b. á Bjarnarstöðum í Unadal, Ásmunds- sonar. DV Tll hamingju með afmælið 5. janúar 85 ára Jón Eyþór Guðmundsson, Kaplaskjólsvegi 61, Reykjavik. 80 ára Guðrún Sveinbjamardóttir, Hafnargötu 125, Bolungarvík. Hulda G. Bjömsdóttir, Kjartansstaðakoti, Sauðárkróki. 75 ára Guðmunda M. Friðriksdóttir, Kirkjuvegi ld, Keflavík. Guðmundur Már Brynjólfsson, Háagerði 77, Reykjavík. Kristín Bjaraadóttir, Hólavegi 11, Sauðárkróki. 70 ára Guðrún Daníelsdóttir, Skarðsbraut 17, Akranesi. Hólmfríður Jónsdóttir, Hraunkoti 2, Húsavik. Sigurlína Kristjánsdóttir, Lindasíðu 2, Akureyri. 60 ára Ásta Sigurbjömsdóttir, Foldahrauni 41e, Vestmannaeyjum. Iðunn Steinsdóttir, Sundlaugavegi 20, Reykjavík. Kristján Jón Ágústsson, Hraunbæ 18, Reykjavík. 50 ára Ásgeir Óskarsson, Hagamel 53, Reykjavík. Bjöm Sveinsson, Fífuseli 36, Reykjavík. Edvald Geirsson, Suðurengi 22, Selfossi. Jóninna M. Hólmsteinsdóttir, Dvergholti 11, Mosfellsbæ. Selma Guðmundsdóttir, Háholti 32, Akranesi. Sigríður Hjálmarsdóttir, Grettisgötu 18, Reykjavík. Sigrún Högnadóttir, Byggðarholti 19, Mosfellsbæ. Stefanía Ingólfsdóttir, Stóragarði 6, Húsavík. Steinunn Harðardóttir, Háaleitisbraut 111, Reykjavík. 40 ára Ásta Sigurðardóttir, Borgarlandi, Stykkishólmi. Díana Oddsdóttir, Bæjartúni 12, Kópavogi. Elfa Gunnarsdóttir, Strandaseli 5, Reykjavik. Guðjón Hróar Óskarsson, Melabraut 19, Seltjarnarnesi. Gunnar Thorberg Sveinsson, Stararima 37, Reykjavík. Heiðrún Hákonardóttir, Daltúni 29, Kópavogi. Magnea Rannveig Hansdóttir, Viðarrima 22, Reykjavík. María Þorgrímsdóttir, Ásgarði 5, Keflavík. Ólafur Kjartan Tryggvason, Vættaborgum 25, Reykjavík. Thomas Jean Correa, Laugavegi 62, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.