Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Blaðsíða 10
10 ennmg MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2000 JjV Fikrar sig yfir í Wagner „Því alltaf má fá annað skip - og annað fóruneyti,“ hljómar um Sal- inn með djúpri, heillandi rödd Kristins Sigmundssonar þegar blaðamaður læðist inn á æfinguna fyrir tónleikana annað kvöld. Kristinn situr hjá píanóinu sem Jónas Ingimundarson leikur á með honum. Sitjandi er Kristinn ekkert miklu minni en ýmsir söngvarar eru uppréttir, en þegar hann rís upp gnæfir hann yfir flygilinn enda tveir metrar á hæð. Röddin er þó jafnvel ennþá voldugri enda hef- ur hún nú komið eiganda sínum alla leið á svið Metropolitan-óper- unnar í New York þar sem hann mun syngja á móti Placido Dom- ingo i Valkyrjunni eftir Wagner í vor - og lengra verður varla kom- ist í óperuheiminum. Kristinn sagðist hafa stundað líkamsrækt þar sem hann söng í Þýskalandi, Sviss og víðar til að halda sinni miklu beinagrind beinni en svo fór hann að vinna á Spáni og missti þráðinn. „Ég fann enga líkamsræktarstöð í Barce- lóna með nógu stórum tækjum! Þau voru öll miðuð við Spánverj- ana sem eru varla hálfdrættingar á við mig. Ég hef að vísu alltaf geng- ið mikið og synt svolítið en núna fyrir jólin byrjaði ég aftur í alhliða líkamsrækt sem er hverjum manni nauðsynleg - ekki sist þeim sem þarf að hlaupa um og syngja um leið.“ Allur skalinn - Á hvaða leið er röddin þín núna? Er hún að verða styrkari? „Já, ég held það. Ég flutti mig úr barítón yfir í bassa fyrir nokkrum árum en röddin hefur ekki breyst að ráði. Þó hefur hún kannski stækkað. Ég hef verið að syngja í svo stórum húsum að ég hef oröið að hafa allt opið upp á gátt tO að ná vel aft- ur í sal, tO dæmis í Bastillunni í París sem er eitt mesta gímald sem maður syngur í. En dýptin hef- ur alltaf verið og nú er ég hægt og rólega að flkra mig yfir i Wagner. Þetta er ekki eitthvað sem ég ákveð heldur virðist eins og leiðin liggi þangað." - Þarftu þá að loka fyrir einhverjar rásir þeg- ar þú syngur í litlu rými eins og hér í Salnum? „Ég geri það ekki, tO dæmis syng ég óperuarí- urnar eins og ég myndi gera í BastOlunni. Ef ég fer að loka verður röddin þvinguð og hljómar Heimssöngvarinn Metropolitan. hógværi, Kristinn Sigmundsson. í ekki rétt. En þetta er kannski of lítið rými fyrir þessar stóru aríur. Ljóðalögin gera aðrar kröfur, þar reyni ég stundum að syngja eins veikt og ég get.“ Segja má að Kristinn fari aOan skalann á tón- leikunum, frá því veikasta veika og upp í það sterkasta. Jónas gerði tilraun á æfmgunni með að láta Kristin syngja „Þess bera menn sár“ efst uppi á svölum Salarins tO að athuga hvort veik- ustu tónarnir bærust aOa leið niður á svið. TO- raunin tókst; hvert einasta atkvæði heyrðist. Hver einasti stafur. „Það skemmtOega við þennan sal er að textinn berst svo vel og gaman að gera tilraunir með hljóðið," segir Kristinn. „Hvað getur maður sung- ið veikt áður en hættir að heyrast tO rnanns." Hefði fórnað meiru Meðal þess sem Kristinn hefur sungið undan- farið er greifmn í Evgeni Onegin í óperunni í MontpeOier í Frakklandi. Hún var flutt á frum- málinu, rússnesku, og aOir aðalsöngvararnir voru Rússar - fyrir utan Islendinginn! ÖO tungumál leika í munni þessa stóra manns og sannarlega hljóm- aði rússneskan hans unaðslega sannfærandi þegar hann tók aríu greifans á æfingunni. Fram undan hjá Kristni er hlut- verk Alidoro í Öskubusku Rossin- is í Dresden næstu tvær vikur. Síðan tekur við önnur ópera eftir Rossini í París, ítalska stúOían í Alsír; þar syngur hann hlutverk Mustafa soldáns sem er stór og mikill karl og góður með sig. Þá kemur hlutverk Bancos í Macbeth eftir Verdi í Köln - og þaðan fer hann til New York að syngja í Val- kyrjunni á móti Domingo undir stjórn James Levine. Hvernig kom það tO? „Aðalumboðsmaðurinn minn er enskur," segir Kristinn, „en hann vinnur með bandarískum um- boðsmanni og sá hringdi tO mín einn daginn í haust og sagði mér að þetta stæði mér tO boða. Og ég sló tO.“ - Þurftirðu að hafna einhverju sem þú varst búinn að bóka? „Já, en ekki miklu, einni tón- leikaferð með frönsku hljómsveit- inni ChapeOe Royale og einni sýn- ingu í Köln. Þetta var ekki mikO fórn en ég hefði fórnað heilmiklu fyrir þetta tæki- færi. Ég hef aldrei sungið með Domingo fyrr.“ - Er hægt að spyrja að lokum hvort þú eigir þér eftirlætishlutverk? „Ég á mörg,“ segir Kristinn, stafflrugur. „Eitt er auðvitað Don Giovanni. Annað er Mustafa í Itölsku stúlkunni áðurnefndu. Svo á ég tvö uppá- haldshlutverk sem ég á eftir að syngja á sviði. Það er Filip í Don Carlo sem ég syng í Stokkhólmi næsta haust og barón Ochs í Rósariddaranum eft- ir Richard Strauss, stórt og mikið grínhlutverk sem ég syng í Köln eftir tvö ár.“ - Þannig að aOir draumar þínir rætast! „Nei, kannski ekki alveg, en það er margt að gerast núna og mikið pensúm fyrir næsta ár.“ Tónleikagestir annað kvöld eiga veislu í vænd- um. Almenn miðasala á tónleikana var opnuð í morgun, fram að því gengu áskrifendur tónleika- raðarinnar fyrir og sjálfsagt er strax orðið erfitt að fá miða. Vonsvikna má hugga með því að tónleik- arnir verða endurteknir - en aðeins einu sinni vegna anna söngvarans - þann 28. janúar. ár liggur leiöin á DV-mynd Hilmar Þór Beint frá hjartanu Eitt ár er nú liðið síðan Sal- urinn í Tónlistarhúsi Kópavogs var tekinn í notkun og hefur hann á þessu ári sannað nota- gildi sitt og fært aukinn þrótt í islenskt tónlistarlíf. Á þessu eina ári hafa verið haldnir þar um 120 tónleikar af ýmsum toga og hefur dagskráin ein- kennst af miklum metnaði og er útlit fyrir að ekki verði hún siðri á þessu misseri. „Hin fagra tónlistarskúta Kópavogs- búa hefur nú lokið sinni jóm- frúarferð,“ sagði Vigdís Ézra- dóttir, framkvæmdastjóri húss- ins, í ávarpi sínu, „og ekki ástæða til annars en að líta framtíðina björtum augum.“ Fyrstu tónleikana í nýrri Ti- bráröð bar einmitt upp á af- mæli Salarins á sunnudags- kvöldið en þar komu fram Sif Tulinius fiðluleikari og Stein- unn Bima Ragnarsdóttir píanó- leikari. Efnisskráin var fjöl- breytt, samansett af nokkrum þekktum verkum tónbókmennt- anna og hófst hún á Sónötu í A Dúr fyrir fiðlu og píanó ópus 30 nr. 1 eftir Beet- hoven sem var flutt æsingslaust og yfirvegað með sterkri persónulegri túlkun. Leikur þeirra var heillandi og einkenndist öðru fremur af skilningi og miklu músíkaliteti sem kom út i heilsteyptri og sannfærandi túlkun þannig að við og við gleymdi maöur stað og stund. Sam- bandið milli þeirra var oftast mjög gott en þó var leikur Sifjar ögn flngerðari en Steinunnar. Stundum brá þó við smáhörku í leik Steinunn- ar sem kannski má skrifa á reikning hljóðfær- isins en mér fannst áberandi hversu illa mattur Sif Tulinius og un. Steinunn Birna Ragnarsdóttir: Blæbrigöarík og lifandi túlk- DV-mynd Hilmar Þór Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir diskantur Bösendorfersins hljómaði, líkt og vantaði allt klang í hann. Steinunn átti síðan stórgóðan leik í undurfal- legri Chacconnu Handels í G Dúr og lék hún hana ástríðufullt og af miklu öryggi. Þó - ef ég leyfi mér að vera smásmuguleg - hefði hún alveg mátt sleppa öryggisnetinu, það er að segja nótunum. Ekki vantaði heldur tilfinningahitann i leik Siijar í kröfuharðri Fjórðu einleikssónötu belgíska fiðlusnillingsins Eugénes Ysaýe. Þar var kafað til hotns, músíkin sett á oddinn og fékk hún notið sin í allri sinni dýrð. Hápunktur kvöldsins var þó flutning- urinn á sónötu Leos Janáceks fyrir fiðlu og píanó. Janácek varð skyndilega tískutónskáld fyrir nokkrum árum þeg- ar tónlist hans var notuð ógleymanlega í myndinni Óbærilegur léttleiki tilver- unnar, meðal annars síðasti þáttur þess- arar sónötu. Tónlist hans er engri lík, sérstæð blanda impressjónisma og róm- antíkur undir sterkum þjóðlegum tékk- neskum áhrifum, einstök tónlist sem vart lætur nokkurn ósnortinn ef vel er leikin. Sú var raunin á þessum tón leikum og var túlkun þeirra Sifj- ar og Steinunnar blæbrigða- rík og lifandi þar sem leikið var öllu fremur á mannlega tilfmningastrengi, tilgerðar- laust og beint frá hjartanu. Hver hending var þrungin meiningu þannig að maður sat sem bergnuminn út allt verk- iö. Hið fræga Tzigan eftir Ra- vel var svo endapunkturinn á þessum afmælistónleikum; þar flæddu blóðheitar ástríður óheftar i stórglæsilegum leik þessara tveggja listakvenna þar sem tilfinningunum var ýtt út á ystu nöf eins og vera ber með virtúósískum bravúr. Hitt kynið Rannsóknarstofa í kvennafræðum við Háskóla íslands hefur geflð út bókina Simone de Beauvoir. Heim- spekingur. Rithöfundur. Femínisti, undir ritstjórn Sigríðar Þorgeirs- dóttur og Irmu Er- lingsdóttur í tilefni þess að hálf öld er nú liðin frá frum- útgáfu tímamóta- verksins Hitt kyn- ið (Le deuxiéme sexe) eftir Simo- ne de Beauvoir (1908-1986). Bókin var um- deild frá upp- hafi en hefur æ síðan gegnt þýö- ingarmiklu hlutverki í kvenna- baráttu og femínískum fræðum. Með hinni fleygu setningu „maður fæðist ekki kona heldur verður kona“ átti Simone de Beauvoir drjúgan þátt í að breyta því hvernig við hugsum um konur og karla og samskipti kynjanna. Framlag hennar til heim- speki, bókmennta og femínisma er nú til umræðu og endurmats víða um heim með hliðsjón af spurning- um sem eru í brennidepli í hugsun og fræðum samtímans. í tilefni af flmmtíu ára afmæli Hins kynsins stóö Rannsóknarstofa í kvennafráeðum fyrir málþingi þar sem fjallað var um fjölbreytt höfund- arverk de Beauvoir og konuna sjálfa sem skapaði það. í greinasafninu sem ber nafn hennar eru erindi þingsins ásamt íslenskri þýðingu Torfa H. Tulinius á inngangskafla Hins kynsins. Höfundar efnis eru: Dagný Kristjánsdóttir sem skrifar greinina „Úr ástinni í eldinn“, Irma Erlingsdóttir sem skrifar um viðtök- ur bókarinnar í Frakklandi, Sigríð- ur Dúna Kristmundsdóttir sem skrif- ar um áhrif Hins kynsins á íslenska kvennabaráttu, Sigríður Þorgeirs- dóttir sem á greinina „Konur og lík- aminn“ og Vilhjálmur Ámason sem ber saman heimspeki Simone de Beauvoir og vinar hennar og elsk- huga um áratugi, Jean-Paul Sartre. Tónlist úr draumaborg- inni Vín Nú fer í hönd hið árlega Vínarfár Sinfóníuhljómsveitar íslands. Fyrstu tónleikamir af sex í Háskólabíói (sem er nýtt met!) verða I kvöld kl. 20, hinir seinni eru 6., 7. og 13. jan. kl. 20, 8. jan. kl. 17 og 14. jan. kl. 18.30. Nýmæli er að nú fá Egilsstaðabú- ar og aðrir Austfirðingar líka tæki- færi til að hlýða á þessa undurvin- sælu tónlist frá hjarta Evrópu því á sunnudaginn (9. jan.) kl. 16 verða tónleikarnir haldnir í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Strauss-feðgar eru í fyrirrúmi á þessum tónleikum. Sungnar verða aríur úr Leðurblökunni, Sígauna- baróninum, Vínarblóði og Kátu ekkjunni úr smiðju þeirra, auk stakra verka og aríu úr Brosandi landi eftir Lehár. Einsöngvarar eru Margarita Halasa sópran og Wol- fram Igor Derntl tenór. Stjómandi er Gert Meditz. Sinfóníuhljómsveitin hélt sína fyrstu Vínartónleika 1972 og gekk miðasala ágætlega þá strax. Ekki var tilraunin þó endurtekin fyrr en níu árum seinna en þá reyndist áhuginn svo mikill að Vínartón- leikar hafa verið árviss viðburð- ur síðan og tónleikunum hefur Qölgað jafnt og þétt uns nú er svo komið að þeir verða haldn- ir alls sjö sinnum í tveimur landsfjórðungum. Enda er þetta einstaklega ljúf tón- list sem flytur áheyrendur inn í annan, bjartari og skrautlegri heim en við eigum að venjast um þetta leyti árs. Úr uppsetningu ís- lensku óperunnar á Kátu ekkjunni 1997. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.