Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í sfma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2000
Steingrímur J.:
Fara saman við
gott gengi
„Menn eiga nú aö forðast að horfa
'•fOf mikiö á einstaklingana en meira á
málefnin. Að því
leyti set ég fyrir-
vara við svona
vinsældakannanir
en ég býst við að
þessi niðurstaða
falli að einhverju
leyti saman við
gott gengi okkar í
skoðanakönnun-
um,“ segir Steingrímur J. Sigfússon,
formaður VG, um niðurstöðu skoð-
anakönnunar DV sem sýnir að hann
er annar vinsælasti stjórnmálamaður
landsins. Sú breyting varð frá síðustu
könnun að Steingrímur skaut Hall-
dóri Ásgrímssyni aftur fyrir sig.
*______________________
Yfirkennarinn
floginn
„Um brotthvarf mitt úr starfi vil
ég ekki segja eitt einasta orð,“ sagði
Sigurður Jónsson, veðurfræðingur
og yfirkennari Flugskóla íslands,
sem lét skyndilega af störfum um
áramótin. Sem kunnugt er varð
gríðarlegt fall nemenda í einkaflug-
mannsprófi hjá skólanum nýverið
, ^n ekki er ljóst hvort það tengist á
einhvern hátt starfslokum yfirkenn-
arans.
„Yfirkennarinn sagði upp með eðli-
legum fyrirvara og ekkert meira er
um það að segja,“ sagði Halldór Krist-
jánsson, skrifstofustjóri í samgöngu-
ráðuneytinu, sem jafnframt er stjóm-
arformaður Flugskóla íslands. -EIR
Nýr e-töflumaöur
Fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík fékk í gær mann um tvítugt
úrskurðaðan í gæsluvarðhald til 19.
janúar í tengslum við nýtt e-töflumál
sem kom upp rétt fyrir áramótin.
Tveir aðrir sitja inni vegna sama
máls - annar þeirra er Guðmundur
Ingi Þóroddsson, 25 ára, sem sagði
fikniefnalögreglunni til Kio Briggs.
-Ótt
Bifreiö valt eftir aö hafa veriö ekiö á
vegg viö undirgöngin við Vestur-
landsveg og Viðarhöfða um sjöleyt-
iö í gærkvöld. Aö sögn lögreglu-
manns á vettvangi var þarna greini-
lega um aö ræöa hraöakstur en öku-
%maöur og farþegi slösuðust lítillega
og voru fluttir á slysadeild. Bifreiðin
var fjarlægö meö kranabíl.
DV-mynd HH
Tugir barna vöktu Heiðrúnu Hákonardóttur, kórstjóra í Snælandsskóla í Kópavogi, í morgun með söng enda er Heiörún fertug í dag. Krakkarnir voru mætt-
ir fyrir allar aldir og hófu upp raust sína, kórstjóranum til ómældrar ánægju. Svo heldur afmælið áfram í dag og þá verður ekki minna sungið.
DV-mynd Teitur
Eftirprófapartí og ölvun síöasta vor reyndist örlagaríkt fyrir tvö ungmenni:
17 ára í fangelsi fyrir
að nauðga jafnöldru
17 ára piltur hefur verið dæmd-
ur í 15 mánaða fangelsi fyrir að
nauðga jafnöldru sinni í partli í
tveggja hæða húsi á Norðurlandi
við próflok síðastliðið vor. Hann
er jafnframt dæmdur til að greiða
stúlkunni 400 þúsund krónur í
skaðabætur, réttargæslumanni
hennar 100 þúsund krónur og
verjanda sinum 200 þúsund krón-
ur.
Óumdeilt var í máli þessu að
stúlkan var orðin ofurölvi um
klukkan átta að laugardagskvöldi
í maí þegar prófum lauk og marg-
ir jafnaldrar hennar höfðu ákveð-
ið að gera sér glaðan dag. I
tveggja hæða húsi var haldið
partí þar sem stúlkan kom m.a.
með kærasta sínum. í gögnum
málsins kemur síðan skýrt fram
hjá fjölda vitna að í ölvunarvimu
sinni gerði hún sér sérstakt far
um að kyssa pilta.
Ákærði var einnig með sinni
kærustu í partíinu. Framan-
greind stúlka hafði einnig kysst
hann. Þegar leið fram yfir mið-
nætti voru flestir farnir úr hús-
inu en sumir höfðu komið aftur,
m.a. umrædd stúlka og ákærði.
Kærasti stúlkunnar var þá ann-
ars staðar en kærasta piltsins var
enn i húsinu.
Stúlkan greindi þannig frá að
hún hefði ekki munað hvemig
hún fór inn í svefnherbergi á
neðri hæð hússins þar sem hún
hitti ákærða né heldur hvernig
hún fór úr flestum fotum sínum.
Á hinn bóginn hélt hún því skýrt
fram að eftir að samfarir höfðu
haflst hefði hún gert ákærða það
ljóst að hún vildi slíkt ekki. Hann
hefði hins vegar haldið áfram,
m.a. með því að halda i hár henn-
ar þangað tO vinkona stúlkunnar
kom inn. Hætti þá pilturinn, fór
út, sagðist elska kæmstu sína og
hélt síðan heim með henni.
Stúlkan fór til lögreglu ásamt
kærasta sínum um tveim klukku-
stundum eftir atburðinn í partí-
húsinu. Kæra var síðan lögð
fram. Pilturinn var handtekinn
tmdir morgun. Hann neitaði fyrst
að hafa yfírhöfuð haft samfarir
um nóttina. Eftir nokkrar klukku-
stundir í fangaklefa óskaði hann
síðan eftir að greina frá því að
hann hefði gert nokkuð, sem
hann gerði sér grein að væri
nauðgun, gagnvart stúlkunni sem
kærði hann. Pilturinn viður-
kenndi verknaðinn á sig.
Þegar málið kom fyrir dóm
Veðrið á morgun:
Vaxandi vindur
suðvestanlands
Á morgun verður minnkandi
norðanátt og litils háttar él norð-
austan til fram eftir morgni en
annars léttskýjað víðast hvar.
Suðvestanlands fer að þykkna
upp með vaxandi austanátt og
hlýna siðdegis. Vindur að austan,
18-23 m/s og fer að snjóa suðvest-
an til undir kvöld. Hiti verður
kringum frostmark suðvestan til
síðdegis en annars eins til fimmt-
án stiga frost, kaldast í innsveit-
um.
Veðrið í dag er á bls. 29.
kom annað hljóð í strokkinn. Pilt-
urinn kvaðst þá hafa látið undan
og játað vegna ummæla lögreglu
um að hann væri í slæmri stöðu
og tals um gæsluvarðhald. En
mikilvægt vitni, vinkonan sem
kom að stúlkunni og ákærða í
svefnherberginu, bar að greini-
legt hefði verið að samfarirnar
fóru ekki fram með samþykki
stúlkunnar.
Pilturinn var sakfelldur og
þótti breyttur framburður hans
ótrúverðugur.
Ekki liggur fyrir hvort sak-
borningurinn áfrýjar til Hæsta-
réttar. Rétt er að taka fram að í
þeim dómsgögnum sem DV hefur
fengið í hendur hefur þess vand-
lega verið gætt að afmá nafn sak-
borningsins. Þess vegna er ekki
unnt að birta það hér. -Ótt
Egilsstaðir
MERKILEGA MERKIVELIN
brother pt 1
islenskir stafir
5 leturstærðir
8 leturgerðir
6, 9 og 12 mm prentborðar
Prentar í tvær Ifnur
Verð kr. 6.603
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
/
/
/
/
/
/
/
/