Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Blaðsíða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2000
Sviðsljós
Mel býður Jimmy
1 milljón punda
Harrison er
mjög þreyttur
George Harrison, bítillinn fyrr-
verandi, á langt í land enn áður
en hann nær sér að fullu af
hnífstungunum sem óboðinn gest-
ur veitti honum á heimili hans
fyrir áramótin. „George er ákaf-
lega þreyttur og hvílist. Við ger-
um ekki ráð fyrir að hann fari út
fyrir hússins dyr fyrr en eftir
langan tíma,“ sagði talsmaður
Harrisons í vikubyrjun. Vinur
Harrisons og eiginkonu, sem
einnig slasaðist í átökunum, sagði
aö þau hefðu barist hetjulega við
óboðna gestinn og bjargað lifi
sínu.
Hopkins vill aft-
ur mannakjöt
Breski stórleikarinn Anthony
Hopkins er tilbúinn að taka að sér
hlutverk mannætunnar Hanni-
bals Lecters á ný ef samningar
takast um kaup og kjör. Áform
eru uppi um að gera framhald
myndarinnar Lömbin þagna frá
árinu 1991. Hopkins hefur lesið
handritið og virðist sætta sig við
það. Fjármálin eru því hið eina
sem getur komið í veg fyrir þátt-
töku hans. Mótleikari hans í
Lömbunum, Jodie Foster, vill
ekki vera með.
Kryddpían Mel G býður eigin-
manni sínum, Jimmy Gulzar, 1
milljón punda vegna skilnaðar
þeirra en hann vill miklu meira, að
því er bresk slúðurblöð greina frá.
Mel og Jimmy mistókst um jólin
að lappa upp á hjónabandið sem
verið hafði stormasamt allt frá þvi
að þau giftu sig fyrir 15 mánuðum.
Fyrir 10 mánuðum eignuðust Mel
og Jimmy dótturina Phoenix Chi en
nú er öllu lokið og foreldrarnir búa
sig undir hatramma forræðisdeilu.
Að sögn breska blaðsins Daily
Mail er Mel harðákveðin í að fá for-
ræðið yfir dótturinni þrátt fyrir
kröfu Jimmys um að hann fái að
hafa bamið hjá sér á meðan Mel og
hinar Kryddpíurnar verða á tón-
leikaferðalagi síðar á þessu ári.
Samkvæmt frásögnum breskra
blaða lauk hjónabandinu með látum
á nýársdag. Frásagnir blaðanna eru
þó ekki á einn veg. Fullyrt hefur
verið að Mel hafi fleygt Jimmy út
en því hefur einnig verið haldið
fram að hún hafi stungið af úr
glæsivillunni utan við London heim
til mömmu sinnar í Leeds og að hún
hafi ekki i hyggju að snúa heim fyrr
en Jimmy hafi flutt út. „Þetta er
mjög leiðinlegt. Við reyndum en
það gekk ekki upp,“ hefur eitt
bresku blaðanna eftir Mel.
Að sögn vina parsins er Jimmy
enginn blábjáni og því þykir það al-
veg víst að hann muni ekki sætta
sig við 1 milljón punda eða rúmar
100 milljónir íslenskra króna við
skilnaðinn. Talið er að eignir
Kryddpiunnar nemi um 3 milljörð-
um íslenskra króna.
Áður en Mel G, sem áður kallaði
sig Mel B, tók saman við Jimmy var
hún með íslendingnum Fjölni Þor-
geirssyni. Samkvæmt frásögnum er-
lendra blaða krafðist Mel þess að
Fjölnir undirritaði samkomulag um
að segja ekki frá ástarsambandi
þeirra.
Sarah Jessica vill
ekki ræða um
kynlíf utan vinnu
Þó að Sarah Jessica Parker leiki
aðalhlutverkið í sjónvarpsmynda-
flokknum Sex and the City, þar sem
allt snýst um kynlíf, er hún ekki
reiðubúin að ræða slík mál þegar
slökkt er á myndavélunum. í þátta-
röðinni ræðir leikkonan án þess að
blikna um getnaðarvamir og allt
sem tilheyrir kynlífinu en á fundi
með fréttamönnum á dögunum
roðnaði hún þegar reynt var að
færa slíkt í tal við hana. Sarah
Jessica Parker, sem er gift leikaran-
um Matthew Broderick, reynir líka
að forðast notkun ljótra orða. Hún
segist ekki vera neitt tepruleg eða
betri en aðrir þó hún blóti ekki.
Hún hafi bara sinn hátt á að tjá sig
um málin.
Sarah, sem er orðin 34 ára, 1,62 á
hæð og vegur 46 kíló, býr nú á Man-
hattan i New York með manninum
sínum og er hæstánægð með líflð
og tilveruna. Áður átti hún vingott
viö Robert Downey yngri og
Nicolas Cage.
Búast má viö hatrammri deilu Mel G og Jimmys um peninga og forræöiö yfir
iitlu dóttur þeirra. Dóttirin litla, Phoenix Chi, er ekki nema 10 mánaða.
Símamynd Reuter
Aukin ökuréttindi:
á leigubíl, hópferðabíl, vörubíl og eftirvagn.
Nýtt námskeið byrjar á hverjum miðvikudegi.
Góð kennsluaðstaða.
Frábærir kennarar og góðir bílar.
Leitið upplýsinga! ••
Þarabakki 3, Mjóddinni QKj[J
Upplýsingar og bókanir f $KOI,INN
í síma 567-0300 V* | MJODD
Nýr umboðsmaður
í Neskaupstað
Klara Sveinsdóttir
Sími 477 1489
Seinfeld slapp
með skrekkinn
Jerry Seinfeld slapp með
skrekkinn þegar hann lenti í
árekstri í sfðustu viku. Ökumaður
hins bílsins slapp einnig án meiðsla
en Mercedes-bifreið grínistans
laskaðist talsvert.
Nú vonast hinn nýkvænti grínisti
til að það takist að gera við
glæsikerruna sem er tveggja ára.
Bílar eru ein af ástríöum Seinfelds
og hann fann því svolítið til þegar
Mercedes-bifreið hans skemmdist.
Fyrir nokkrum mánuðum keypti
grínistinn iðnaðarhúsnæði, þar sem
starfsemi hefur verið hætt, til að
geyma bílasafnið sitt í.
Að sögn blaða i Catskill bar hinn
ökumaðurinn sök á árekstrinum.
Hann virti ekki biðskyldu og ók inn
í hlið bifreiðar Seinfelds, rétt fyrir
framan sæti ökumanns. Seinfeld,
sem kvæntist Jessicu Sklar 18.
desember síðastliðinn, var einn í bíl
sínum þegar óhappið varð.
Jerry Seinfeld. Símamynd Reuter
DV
Caine vill leika á
móti ungpíum
Michael Caine vill ekki minni
maður vera en Sean Connery.
Hann hefur látið kvikmyndafram-
leiðendur vita aö hann taki ekki í
mál að leika í rómantiskum atrið-
um nema mótleikkonan sé miklu
yngri. Eins og Connery og
Katazeta í Entrapment. „Nú um
stundir óttast ég það mest að sam-
þykki ég að leika hlutverk þar
sem ég kræki í stúlkuna verði
stúlkan eins og Margareth
Ruthe'rford, eða þannig. Ég vil
ekki leika i ástaratriði þar sem
konan lítur út eins og ég,“ segir
hinn 66 ára gamli Caine.
Kevin játar á sig
gagnkynhneigð
Bandaríski leikarinn Kevin
Spacey segist núna iðrast þess að
hafa ekki viljað svara spuming-
um fréttamanns um kynhneigð
sína fyrir tveimur árum. Þá var á
kreiki þrálátur orðrómur um að
hann væri samkynhneigður.
Spacey segir hins vegar í viðtali
við breskt kvennablað að hann
hafi átt kærustu nýlega og að þau
hafi meira að segja talað um bam-
eignir. Leikarinn vill að vísu ekki
nafngreina konuna. Þá varð held-
ur ekkert úr bameignum þar sem
leikarinn var störfum hlaðinn.
Jennifer farin að
tala við mömmu
Vinaleikkonan Jennifer Ani-
ston ku víst aftur vera farin að
tala við mömmu sína, að því er
þekktur slúðurdálkahöfundur í
New York segir. Hermt er að
mæðgumar hafi ræðst við yfir há-
tíðamar. Þær höfðu þá ekki virt
hvor aðra viðlits í þrjú ár.
Mamma gamla, Nancy heitir hún,
sendir einmitt frá sér nýja bók
innan skamms og svo skemmti-
lega vill til að hún fjallar um iyr-
irgefninguna. Um það hafa þær
mæðgur einmitt rætt.