Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2000 13 Fréttir Mikil aukning varö á sölu flugelda fyrir áramótin: Hleypur á hundruðum milljóna „Þaö varð mikil aukning í sölu á flugeldum hjá okkur og myndi ég giska á að hún hafi numið frá 15-20 og allt upp í 50%,“ segir Kristbjörn Óli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar. „Það er hins vegar ómögulegt að giska á Flugeldasalar eru sammála um að flugeldasala hafi verið mun meiri en áður fyrir nýliðin áramót.. Örn Árnason leikari: Kem út í plús um hver áramót - miðað við vini mína sem reykja „Eigum við ekki bara að segja að ég hafi eytt innan við 100.000 krón- um um þessi áramót í ílugelda," seg- ir Örn Árnason leikari sem er mik- ill áhugamaður um flugelda. „Ég veit ekki hvað það er sem er svona gaman við þetta en þetta hefur alltaf höfðað til mín. Við fjölskyldan höf- um gert það undanfarin ár að fara upp í sveit með fullan bíl af flugeld- um til þess að skjóta upp í kyrrð- inni. Það er miklu skemmtilegra að gera þetta uppi í sveit því þá heyrir maður allt betur og fmnur lyktina. Verða menn aldrei of gamlir fyrir flugeldana? „Ég óska alla vega engum þess að verða gamall fyrir aldur fram og hætta að hafa gaman af því að skjóta upp flugeldum." En er þetta ekki of dýrt sport? „Ég hef oft sagt að ég komi út í plús um hver áramót miðað við marga vini mína sem reykja. Alla vega einn vinur minn sem verður að teljast stórreykingamaður fer með yfir 100.000 krónur á ári og tel „Þetta hefur alltaf höfðaö til mín,“ segir Örn Árnason leikari. ég betra að eyða þessu bara á einu bretti um áramótin," segir Örn Ámason. -hdm hvað fslendingar hafa eytt miklu í flugelda um þessi áramót, ég hef séð slíka útreikninga og aðferða- fræðin viö þá er ekki merkileg." Fjölmargir aðilar standa að sölu á flugeldum og samkvæmt heimild- um DV er allur gangur á því hversu mikið er gefið upp til skatts. En er eitthvað til í þeirri gagnrýni sem komið hefur fram varðandi öryggisreglur um flug- elda? „Það er alveg ljóst að þörf er á hertum reglum varðandi flug- eldasölu og reyndar er reglugerð um málið í smíðum. Við viljum meina að við séum stærstir á sviði flugeldasölu hérlendis og höfum við fylgt ströngum öryggis- reglum um söluna. Málið er bara það að mjög margir standa að flugeldasölu hérlendis og höfum við meira að segja rekið okkur á það að flugeldar hafa verið keypt- ir hjá okkur undir því yflrskini að nota ætti þá til sýninga en þeir svo verið seldir," segir Kristbjörn Óli. „Mér virðist sem aukningin hafl að meðaltali verið um 20-30% í sölunni í ár,“ segir Lúðvík Ge- orgsson, framkvæmdastjóri KR- flugelda. „Ég treysti mér nú ekki til að slá á hversu miklu þjóðin hefur eytt í flugelda í ár en eigum við ekki að segja það hlaupi á hundruðum milljóna. Það hefur verið söluaukning í gegnum árin sem hélt áfram núna en árið 2000 hefur spilað töluvert inn í þetta árið,“ segir Lúðvík. Spurður um hverju einstaklingar hefði verið að eyða mest í flugelda um þessi áramót sagði Lúðvik það hlaupa á hundruðum þúsunda. -hdm formi a ný Aríð 2000 Ný tafla í afgreiðslu • Tækjawlur • Body Max • Tæbo • Skvass • Eróblkk • Spinmng Körfuboiti Ljósabekkur Cufuboð VSCGSPOftT Storhöfda 17, v. Gullinbrú 577 5555 577 5566 »] irrt|á. —3K j EVRÓPA JÁKN UM TRAU5T' www.evropa.is rTT <Mm b© m\-m: flw# PM rwtn Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566 Nú lækkum við verðið svo um munar - glæsileg tilboð á bílum í eigu umboða og einstaklinga. Öll almenn bílalán - bílasamningar - 100% lán. Fislétt fjármögnun á nýjustu bílunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.