Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2000
Spurningin
Hvernig fannst þér
áramótaskaupið?
Ragnar Unnarsson áhugaleikari:
Það var ágætt.
Guðlaugur Aðalsteinsson nemi:
Það var betra en oft áður.
Ari Fenger nemi: Mjög gott.
Hörður S. Bjarnason nemi: Það
var alveg ágætt.
Birgir Kristinsson nemi: Þunnt,
svipað og alltaf.
Ellert Jósteinsson nemi: Mér
fannst það ágætt. Betra en í fyrra.
Lesendur
Hugleiðing um nýtt
ræktu nar takmark
- ábending til Hrossaræktarsamtaka Suðurlands
Ingimar Baldvinsson, Selfossi,
skrifar:
Fyrirhugaðar eru breytingar á
ræktunartakmarki íslenska hests-
ins og veitir ekki af þar sem við höf-
um ekki verið að rækta i samræmi
við óskir markaðarins - til dæmis í
Bandaríkjunum og Kanada - sem á
eftir að verða okkar stærsti markað-
ur í framtíðinni.
Þar erum við fyrst og fremst að
keppa við ýmis ræktunarafbrigði af
„Quarter horse“, þar sem aðaltak-
markið er fallegur hestur með lang-
an og þunnan háls.
Okkur vantar að rækta falleg
hross, bollétt og framfalleg með
hreint tölt, toppgeðslag og góðan
vinnuvilja, ekki harðviljug hross
meö misjafnt geðslag og jafnvel
byggingu sem frekar minnir á naut
og allt of oft bundið hægatölt. Það er
ekki það sem vantar.
Samkvæmt nýja ræktunartak-
markinu verður vægi byggingarinn-
ar minnkað verulega en vægi fegurð-
ar í reið, vilja og geðslagi aukið veru-
lega og það lagt á herðar dómara að
vinna úr þessu huglæga mati. Þá
minnkar áhersla á höfuð, bak og
lend, ásamt réttleika og fótagerð
verulega. Þetta tel ég varhugavert og
ekki vænlegt til að skila okkur fal-
legri hrossum í framtíðinni. Frítt
höfuð og falleg yfirlína hlýtur að
vera mikilvægt, ásamt réttri og góðri
fótagerð.
Ég tel ekki ráðlegt að raska hlut-
fóllum byggingar og hæfileika svona
mikið í byrjun en hækka hins vegar
vægi háls, herða og bóga verulega í
byggingareinkunn en vægi fegurðar i
reið, vilja og geðslagi minna. (Það
vantar betri leið til að dæma vilja og
geðslag.) Þó mun hækkað vægi feg-
urðar í reið gera dómurum kleift að
hafa meiri áhrif í samræmi við höf-
uðburð, útgeislun og fas en jafnframt
þessu þarf að hækka vægið á hreinu
hægatölti. Með þessu móti getum við
tryggt okkur fallegri, fasmeiri og
hreingengari hross í framtíðinni.
Ég vil svo að lokum benda Hrossa-
ræktarsamtökum Suðurlands á að
hugsa um komandi kynslóðir í
hrossarækt. Þegar íslendingar verða
búnir að tapa forystunni i markaðs-
og sölumálum íslenska hestsins sök-
um óhefts aðgangs útlendinga í okk-
ar bestu erfðaefni, að sækja um inn-
flutningsleyfi fyrir sæði úr íslensk-
um hestum um leið og þeir sækja um
útflutningsleyfið fyrir það.
Kostir og sköpulag hesta
Sköpulag er nú verður gæti oröiö Kostir er nú veröur gætl orðið
Höfuð 5 2,5 2,5 Fet O 0 O
Háls, heröar 10 10 15 Tölt 14,3 15 15
og bógar Brokk 5,7 8 7
Bak og lend 7,5 2,5 5 Skeið 7,2 9 8
Samræmi 7,5 7,5 5 Stökk 4,3 5,5 5
Fótagerö 7,5 5 5 Vilji 8,6 12,5 lund 10 lund
Réttleiki 5 2,5 5 Geöslag 4,3 -
Hófar 7,5 7,5 5 Fegurð f reiö 5,7 12,5 10
Samtals 50% 37,5% 45% Samtals 50% 62,5% 55%
„Okkur vantar aö rækta falleg hross, bollétt og framfalleg meö hreint tölt, toppgeöslag og góöan vinnuvilja, ekki
haröviljug hross meö misjafnt geöslag..."
Lestruflanir - ekki lesblinda
Marjatta ísberg skrifar:
Síðasti pistillinn minn í kjallara-
greinum DV um
lestrarerfiðleika
og áhrif þeirra
olli mikilli
kátínu hjá ein-
um lesenda. TK
sem ritar DV les-
endabréf flnnst
augljóslega lítil
rökhyggja vera
fólgin í því að ég
tali á móti alþjóðaoröum í daglegri
notkun, en grípi samt til grískætt-
aða orðsins dyslexía. Hann/hún
bendir á að dyslexia þýðir einfald-
lega lestruflun og hefði vel mátt
nota það.
Þetta er hárrétt, en allar lestrufl-
anir eru ekki dyslexía. Kennarar
hafa almennt talað um sértæka
lestrarerfiðleika - þau orð notaði ég
í pistli mínum - meðan læknar nota
orðið sértæk lesröskun, en það er í
samræmi við Alþjóða tölfræðiflokk-
un sjúkdóma, íslenska þýðingu frá
árinu 1996.
Þar sem gamla orðið lesblinda er
mjög villandi hafa æ fleiri farið að
nota alþjóðaorðið dyslexía fyrir
þetta fyrirbrigði.
Sem pistlahöfundur reyni ég að
nota mál sem allur almenningur
skilur, ekki mál sem er bundið við
ákveðna stétt. Tilgangur minn var
að skýra orsök og afleiðingar ákveð-
innar tegundar lestruflana. Til að
vera viss um að allir lesendur skilji
hvað ég var að fjalla um, fannst mér
öruggast að nefna öll þau orð sem
eru í algengri notkun, jafnvel þó að
ég sjálf telji þau ónothæf í íslensku.
Stundum brýtur nauðsyn lög. - Með
kveðju
Marjatta ísberg.
Óþolinmót eða aldamót?
„Þessi áramót hafa því verið sannkölluö óþolin-
mót,“ segir Sigurjón í bréfi sínu.
Sigurjón Þorbergsson skrifar:
Hugsum okkur að komið væri t.d.
árið 2005. Og einhver spyr: Er þetta
ekki fimmta ár nýrrar aldar? Ég er
handviss um að svarið yrði hjá
hverjum manni: Jú, auðvitað er
2005 fimmta ár aldarinnar. Það
tiökast nefnilega ekki að byrja taln-
ingu á núlli.
En á árinu 1999 virtust menn
vera snarruglaðir í tímatalinu og
ætluðu að fagna nýrri öld 1. janúar
árið 2000. Þeim var það auðvitað
heimilt, svona með almennu sam-
komulagi, en fyrir alla muni ljúgið
þvi ekki að sjálfum ykkur eða öðr-
um að raunverulega hafi aldamót
verið á þeim degi. Þetta óþol á ekk-
ert skylt við vísindi nú undir lok
vísindaaldar. Þessi áramót hafa þvi
verið sannkölluð óþolinmót.
Strax og árinu 2000 lýkur og sér-
vitringar eins og ég - sem höfum
100% rétt fyrir okkur - förum loks
njgg^íftUjp)^ þjónusta
allan sólarhringinn
Lesendur geta sent mynd af
sér með bréfum slnum sem
blrt verða á lesendasíðu
að fagna aldamótum, já nýrri þús-
öld, ætla hinir líklega að halda því
fram að þá sé að renna upp annað
ár aldarinnar. Treysta þeir sér í al-
vöru til þess?
Á þessu ári munu
vafalaust margir
merkir atburðir ger-
ast í heiminum og
hér heima. Halda
menn að sagnfræð-
ingar framtíðar
muni telja þá gerast
á 21. öld? Nei, auðvit-
að ekki, þeir gerast á
síðasta ári 20. aldar.
Það er furðulegt að
visindi víki fyrir
hjátrú eða henti-
stefnu nú þegar lok-
ið er mestu vísinda-
öld sem heiminn hef-
ur hent. Eða eru
menn orðnir svo vís-
indalega þenkjandi
að þeir hugsi eins og
tölvur? Óneitanlega
er talan 2000 merk í
tölvuheiminum og
stendur þar í ýms-
um. En tölvan min
er Macintosh og í
henni er enginn
2000-vandi.
Að lokum óska ég mínum sam-
ferðamönnum árs og friðar á nýju
ári - sem er merkilegt fyrir þeirra
hluta sakir að það verður síðasta ár
20. aldar!
KEA yfirgefur
samvinnuformið
Bóndi í Eyjafirði hringdi:
Nú er hún Snorrabúö stekkur, segi
ég og fleiri í minni sveit. KEA hefur yf-
irgefið formlega samvinnuformið og
býður upp á hlutafélagavæðingu nú
þegar. Ég er hræddur um að við marg-
ir sjáum ekki mikinn gleðigjafa í
þessu nýjasta brölti þeirra KEA-
manna. Satt að segja hefur KEA ekki
bleytt sig mikið í réttlætispyttinum
undanfarið. Ég nefni Hríseyjardæmið,
útgerð þess á Dalvík, og sleppi öllu
öðru í bili. Ég reikna ekki með að
bændur hér í Eyjafírði verði spenntir
fyrir að selja mjólk sína til KEA. Þeir
geta allt eins sent sína mjólk beint til
Reykjavíkur eða Blönduóss. Ég veit
um þó nokkra bændur sem hafa reynd-
ar nú þegar ákveðið að gera þetta. Það
er einhver feigðarblær yfir þessum
brölti KEA i byijun aldar.
Tölvur hljóta að
lækka í verði
Ásgeir skrifar:
Nú eru stóru símafyrirtækin að aug-
lýsa frían aðgang að Netinu, en tölvu-
verslanir halda áfram að taka fram í
sínum auglýsingum svo og svo marga
mánuði* mnifalda í verði þeirra tölva
sem þær selja. Nú er mál að tölvu-
verslanimar hætti að mgla um þessa
fríu áskrift að Netinu sem er orðin frí
hjá símafyrirtækjunum hvort sem er,
þannig að tölvuverslanir ættu fremur
að auglýsa lækkað verð á tölvunum
sínum því verslanimar þurfa ekki
lengur að kaupa aðgang að Netinu hjá
símafyrirtækjunum. Hann er nú tölvu-
notendum algjörlega að kostnaðar-
lausu. Tölvur ættu nú að lækka í verði
svo um munar.
Skjár einn
- lofsvert framtak
Gunnþórunn sendi þessar línur:
Ég má tii með að þakka framtak
þeirra sem standa að sjónvarpsstöðinni
Skjá einum. Þarna er um tímamóta-
framkvæmd að ræða - að það skuli
vera hægt að fá alveg fría dagskrá í
sjónvarpstækið með þó þetta góðum
sprettum sem þar er að finna. Ég opna
ævinlega fyrir Skjá einn þegar ég er
orðin uppgefm á að leita að efni við
mitt hæfi á Ríkissjónvarpinu, sem ég
greiði þó fyrir nauðug og ég hef ekki
efni á að greiða fyrir tvær sjónvarps-
stöðvar. Skjár einn er þvi hrein himna-
sending fyrir marga, það er ég viss um.
Þaö kvað þvi vera mikið að gera við
uppsetningu á örbylgjuloftnetum þessa
dagana. Ég var svo heppin að hafa feng-
ið það í upphafi útsendinga Skjás eins.
Og ég votta Ská einum og þeirra liði
virðingu mína fyrir fnnnkvæði þeirra
sem er í raun ómetanlegt í allri Qöl-
miðlaflóru ljósvakamiðlanna.
Landsbréf óaðgengi-
leg í síma
Gulli skrifar:
Ég reyndi ítrekað að ná til Lands-
bréfa í síma 535 2000 daginn fyrir gaml-
ársdag til að fá upplýsingar um hvaða
fyrirtæki þar væru í þeim hlutabréfa-
sjóðum sem þau buðu, en án árangurs.
Ég hringdi ítrekað i áðumefnt númer
og svo í aðalsíma Landsbanka Islands
sem reyndi hvað hægt var að komast í
samband við Landsbréf. Allt án árang-
urs. Nú er þetta orðið of seint. En mér
fannst símaþjónusta Landsbréfa ekki
upp á marga fiska. Ég bað blaðamann á
DV að prófa sjálfan eftir að hafa hringt
til hans þegar mér blöskraði, en veit ég
ekki hvemig honum gekk. En þetta var
ekki þjónusta tU að treysta, finnst mér.
Takk, Kolbrún
og Auður
Sæmundur hringdi:
Ég þakka Kolbrúnu og Auði fyrir
þátt þeirra á Rás 2 hvem sunnudag
sem guð gefur. Þama er verulega
áheyrilegur þáttur með fádæma fínni
tónlist og sögum um annaðhvort við-
komandi flytjendur eða tónskáldin am-
erísku sem gefið hafa heiminum þessi
sígUdu lög sem nánast aUir kunna. Og
svo er Auðar þáttur Haralds ekki síðri,
kaldhæðinn en oft raunsannur og
stingur í stúf við Kolbrúnar-þáttmn
þannig að þama er rétt kryddblanda í
sunnudagslærið og við hæfi. Svona
eiga útvarpsþættir að vera.