Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR
Sport
Meiðsli herja á leikmannahóp
Arsenal um þessar
mundir. Hollensku
landsliðsmennirnir
Dennis Bergkamp
og Marc Overmars
eru báðir á sjúkra-
listanum svo og
enski landsliðsmað-
urin Ray Parlour
og ekki er búist við því að þeir verði
með í bikarleiknum gegn Leicester
um næstu helgi.
Magnus Andersson, landsliösmaður
Svía í handknattleik og leikmaður
meö Drott í Svíþjóð, er stiginn upp úr
meiðslum og verður með Svíum í úr-
slitakeppni Evrópumótsins í hand-
knattleik sem fram fer í Króatíu síð-
ar í þessum mánuði. Andersson
meiddist illa á hné í leik gegn Red-
bergslid í nóvember en hann lék að
nýju með Drott í fyrrakvöld þegar lið-
ið tapaði fyrir Savehof, 22-21.
Norski knattspyrnumaðurinn Har-
ald Brattbakk er á leið frá Celtic til
danska liðsins FC Copenhagen.
Danska liðið greiðir um 60 milljónir
fyrir Brattbakk sem er 28 ára gamall
framherji en hann var keyptur til
Celtic fyrir tveimur árum á 230 millj-
ónir.
Norski skíöakappinn Lasse Kjus
getur ekki tekið þátt í skíðamótum í
janúar en kappinn á við veikindi aö
stríða. Hann fékk skæða inflúensu í
um miðjan síðasta mánuð og hefur
ekki náð að losa sig viö hana. Kjus er
handhafi heimsbikarsins í saman-
lögðum greinum og nú þykir víst að
hann verði aö láta þann titil af hendi.
Kristinn Björnsson tekur upp þráð-
inn að nýju í heims-
bikarkeppninni á
skiðum næsta
sunnudag en þá fer
fram í Charmonix í
Frakklandi fjórða
svigmótiö í heims-
bikarkeppninni.
Eins og menn muna
hefur Kristinn náð
frábærum árangri á tveimur af þeim
þremur mótum sem búin eru. Hann
varð i 9. sæti í fyrsta mótinu í Park
City og geröi enn betur í þriöja mót-
inu sem fram fór í Kranjska Gora
þegar hann hafnaði í 4. sæti.
Þetta góóa gengi hjá Kristni gerir
það að verkum að hann lækkar í rás-
röðinni. Hann var með rásnúmer 43.
á mótinu í Kranjska Gora en verður í
kringum 25 á mótinu í Charmonix á
sunnudaginn. Kristinn er í 9. sæti í
stigakeppninni um heimsbikarinn í
svigi með 79 stig en jafnir í 1. sæti
eru Svisslendingurinn Thomas Stan-
gassinger og Didier Plaschy með
200 stig.
Viktor Kolotov, sem var fyrirliði
knattspyrnuliös Dynamo Kiev þegar
félagið varð í fyrsta skipti Evrópu-
meistari árið 1975, lést úr hjartaslagi
í gær, 50 ára gamall. Kolotov lék 218
leiki með Dynamo Kiev á 11 árum og
skoraði 62 mörk. Þá iék hann 53
landsleiki fyrir Sovétríkin sálugu.
Ekkert verður af því að norski knatt-
spyrnumaöurinn Erik Mykland,
samherji Helga Sigurössonar hjá
gríska liðinu Panathinaikos, gangi í
raðir Liverpool. Erik Soler, umboðs-
maður Myklands, segir að fyrir hjá
Liverpool séu Qórir leikmenn sem
leika í stööu Myklands, sem er inni á
miösvæðinu, og því er hætt við að
engin not verði fyrir leikmanninn.
Old Trafford, heimavöllur Manch-
ester United, er
kominn í eina við-
gerðina enn. Völlur-
inn var orðinn eitt
drullusvað, eins og
sást berlega þegar
United lagði Brad-
ford í síðasta heima-
leik sínum sem var
á öðrum degi jóla. Þetta er í þriðja
skipti síðan í sumar sem gera þarf
endurbætur á vellinum og í sjötta
skiptið síðan 1998 en þá var skipt um
gras á honum. Næsti heimaleikur
United er 24. janúar og fram aö þeim
tíma munu vallarstarfsmenn á Old
Trafford vinna hörðum höndum við
að koma vellinum í samt lag.
-GH
íkvöld
1. deild kvenna i körfuknattleik:
Keflavík-ÍS .................19.30
KR-Grindavík.................20.00
1. deild karla í körfuknattleik:
Selfoss-ÍR ..................20.00
Norðurlandamótið í knattspyrnu:
Eyjólfur ekki með
- óvíst um leikmenn frá Bretlandi og meginlandinu
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari
í knattspymu, er þessa dagana að
smíða leikmannahóp sem leikur fyr-
ir íslands hönd á Norðurlandamót-
inu i knattspyrnu sem hefst í La
Manga á Spáni í lok þessa mánaöar.
„Ég veit ekki á þessari stundu
hvaða atvinnumönnum ég get teflt
fram á mótinu. Það verður erfitt að
fá strákana sem leika í Bretlandi og
í Grikklandi enda stift prógramm í
báöum löndum á þessum tíma og þá
er það orðið ljóst að Eyjólfur Sverr-
isson verður ekki með. Deildin í
Þýskalandi hefst um mánaðamótin
og stutt verður í að meistaradeildin
hefjist. Við förum með 18 manna
hóp sem mun verða úti á Spáni all-
an tímann og svo er möguleiki á að
menn geti komiö og spilaö einhvern
af þessum þremur leikjum," sagði
Atli við DV í gær.
Fyrsti leikur íslendinga á mótinu
verður gegn Norðmönnum mánu-
daginn 31. janúar, miðvikudaginn 2.
febrúar verður leikið gegn Finnum
og þriðji leikurinn er gegn Færey-
ingum fóstudaginn 4. febrúar. Allir
þessir leikir verða spilaðir á La
Manga.
Aðeins Norðurlandaleik-
menn og Helgi öruggir
Atli getur einungis verið öruggur
með að leikmenn frá Norðurlanda-
liðum geti spilað alla þrjá leikina,
ásamt Helga Kolviðssyni sem á ekki
fyrsta leik á árinu í þýsku B-deild-
inni fyrr en 13. febrúar. Hjá þeim
sem leika í Englandi, Skotlandi,
Belgíu og Grikklandi eru leikir um
báðar helgarnar og hjá sumum
þeirra gæti staðan verið sú að þeir
kæmust aðeins í leikinn gegn Finn-
um á miðvikudeginum. Leikmenn-
irnir frá Englandi eru þó þokkalega
settir, nema einhverjir þeirra lendi
í aukaleikjum í bikar eða frestuðum
deildaleikjum í sömu vikunni og
spilað er á La Manga. Hætt er þó við
að félög þeirra séu ekki hrifin af
þeirri hugmynd að þeir spili þrjá
landsleiki í sömu vikunni.
Norðurlandamótið heldur áfram
þegar Svíar koma til íslands og
leika á Laugardalsvellinum í ágúst
og síðasti leikur íslendinga í þessari
fyrstu Norðurlandakeppni verður
gegn Dönum ytra í innanhússhöll í
janúar á næsta ári. -GH/VS
Stelpurnar af
stað í kvöld
1. deild kvenna í körfuknatt-
leik hefst á ný í kvöld með
tveimur leikjum þar sem ÍS og
Grindavik sækja topplið Kefla-
víkur og KR heim. Keflavík og
KR hafa verið í nokkrum sér-
flokki ásamt ÍS í vetur en hætt
er við því að ÍS sé veikara nú
þar sem besti leikmaður liðsins,
Signý Hermannsdóttir, er farin
utan í nám. Það lítur því út fyr-
ir að Keflavík og KR heyi einvígi
um titlana í ár.
Staðan í l.deild kvenna
Keflavík 10 9 1 765-514 18
KR 9 8 1 631-398 16
Is 10 8 2 609-466 16
KFÍ 10 3 7 566-738 6
Tindastóll 10 2 8 559-756 4
Grindavik 13 1 12 601-859 2
Stigahæstar að meðaltali:
Ebony Dickinson, KFÍ.............31,8
Jill Wilson, Tindastóli..........20,3
Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík . . 18,3
Guðbjörg Noröfjörð, KR ..........14,8
Sólveig Gunnlaugsd., Grindavík 13,7
England:
Jafnaði tvisvar
á sömu mínútu
Coventry og Chelsea skildu jöfn,
2-2, í ensku A-deildinni í knatt-
spymu í gærkvöld og var atburða-
rásin í meira lagi óvenjuleg.
Eftir tilþrifalítinn leik náði
Coventry forystu á 55. minútu með
marki frá Cedric Roussel. Chelsea
byrjaði á miðju, geystist í sókn og
Tore Andre Flo jafnaði metin, 1-1.
Þegar 8 mínútur voru eftir skor-
aði Robbie Keane fyrir Coventry,
2-1, og sigurinn blasti við heimalið-
inu. Ekki lengi, því Chelsea jafnaði
aftur á nákvæmlega sama hátt,
nokkrum sekúndum síðar, og Tore
Andre Flo var aftur á ferðinni, 2-2.
-VS
Guðjón bíður
Guðjón Þórðarson, knattspymu-
stjóri Stoke, sagði við blaðið Sentin-
el í gær að það færi eftir úrslitum
leikja liðsins næstu vikur hvort
hann óskaði eftir meiri peningum
frá stjórn félagsins til leikmanna-
kaupa. „Þetta fer allt eftir því hvort
leikmennirnir sjálfir leggja nógu
mikið á sig á næstunni. Ef þeir gera
það er óvíst að við þurfum að
styrkja leikmannahópinn frekar,"
sagði Guðjón. -VS
Tore Andre Flo, norski sóknarmaðurinn hjá Chelsea, skoraði tvívegis í gær-
kvöld og á hér í höggi við Paul Villiams hjá Coventry. Reuter
Grískur Kani til Snæfells
Úrvalsdeildarlið Snæfells úr Stykkishólmi í körfuknattleik heldur
áfram að fá til sín erlenda leikmenn. Nú hafa Hólmarar samið við Tony
Pomonis, bandarískan skotbakvörð með grískt ríkisfang. Pomonis er 1,82
m á hæð og lék í B-deildinni í Grikklandi. -VS
Flest fráköst i leik:
Ebony Dickinson, KFÍ.............18,3
Svanhildur Káradóttir, Grindav. 11,7
Jill Wilsón, Tindastól...........11,1
Signý Hermannsdóttir, ÍS.........11,0
Anna María Sveinsdóttir, Keflav. 9,0
Flestar stoðsendingar í leik:
Anna María Sveinsdóttir, Keflav. 5,8
Kristín Blöndal, Keflavík ........5,2
Hanna B. Kjartansdóttir, KR .... 4,7
Alda Leif Jónsdóttir, Keflavík ... 4,3
Jill Wilson, Tindastól............3,7
Flestir stolnir boltar í leik
Alda Leif Jónsdóttir, Keflavík ... 4,9
Ebony Dickinson, KFÍ .............4,4
Jill Wilson, Tindastóli...........3,8
Linda Stefánsdóttir, KR ..........3,8
Jófríður Halldórsdóttir, ÍS ......3,2
Flest varin skot í leik:
Alda Leif Jónsdóttir, Keflavík ... 2,3
Signý Hermannsdóttir, ÍS..........2,1
Svanhildur Káradóttir, Grindav. . 2,0
Hafdís Helgadóttir, ÍS............1,9
Besta vítanýting:
Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík.... 89,1%
Anna María Sveinsdóttir, Keflav. 84,2%
Alda Leif Jónsdóttir, Keflavík ... 83,3%
Sólveig Gunnlaugsdóttir, Grindav. 79,3%
Besta 3ja stiga nýting:
Helga Ingimarsdóttir, KFt . . . 46,2%
Guðbjörg Norðfjörð, KR........38,7%
Ebony Dickinson, KFÍ ...........37,5%
Hafdís Helgadóttir, ÍS .........37,5%
Besta skotnýting:
Hanna B. Kjartansdóttir, KR . 58,0%
Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík 55,9%
Birna Valgarðsdóttir, Keflavik 55,1%
Alda Leif Jónsdóttir, Keflavik ... 532%
Fyrsta heimsmeistarakeppni félagsliða hefst í kvöld:
Hálfur milljarður í boði
- Manchester United og Real Madrid þykja sigurstranglegust
Flautað verður til leiks í fyrstu
heimsmeistarakeppni félagsliða í
knattspyrnu í Brasilíu í kvöld. Átta
félög taka þátt í keppninni og er
þeim skipt í tvo riðla.
í A-riðll sem leikinn verður í Sao
Paulo leika:
Real Madrid (Spáni)
A1 Nassr (Sádi-Arabíu)
Corinthians (Brasilíu)
Raja Casablanca (Marokkó)
Fyrstu tveir leikirnir í A-riðli
verða háðir í kvöld. Real Madrid
leikur gegn A1 Nassr og Corinthians
mætir Raja Casablanca.
Tekst Real Madrid að rétta
gengið af?
Real Madrid er eitt af stærstu og
sigursælustu félögum heims. Ekk-
ert lið hefur hampað Evrópumeist-
aratitlinum oftar eða 7 sinnum, tví-
vegis hefur liöið unnið UEFA-
keppnina og tvisar sinnum hefur
það unnið heimsmeistaratitil félags-
liða. Madridarliðinu hefur ekki
vegnað sem best á þessari leiktíð en
toppleikmenn eru í hverri stöðu og
í herbúðum félagsins hafa menn
gert tilkall til þessa titils.
Al-Nassr hefur 22 sinnum hamp-
að meistaratitlinum í Sádi-Arabíu
og það sigraði i Asíu-bikarkeppn-
inni. Liðið er talið léttleikandi en
flestir reikna þó með að á brattann
verði að sækja fyrir það.
Lið Corinthians er besta félags-
liðs Brasilíu. Liöið hampaði heims-
meistaratitli félagsliða árið 1998 og
hefur tvívegis orðið meistari í Bras-
ilíu. Bestu leikmenn liðsins eru
markvörðurinn Dida og Kólumbíu-
maðurinn Freddy Rincon.
Raja Casablanca er fulltrúi Afr-
íku en liðið sigraði í meistara-
keppni Afríku í fyrra. Liðið hefur
sex sinnum orðið meistari í heima-
landi sínu.
í B-riðli sem spilaður verður í
Rio de Janeiro leika:
Manchester United (Englandi)
Necaxa (Mexíkó)
Vasco da Gama (Brasilíu)
South Melbourne (Ástralíu)
Fyrstu leikirnir í B-riðli verða
annað kvöld en þá mætir Manchest-
er United liði Necaxa og Vasco da
Gama leikur gegn South Mel-
bourne.
Enn einn titill til United?
Lið Manchester United er
kannski óþarfi að kynna. Árið 1999
var einstakt í sögu félagsins en fjór-
ir stórir titlar komu í hlut þess,
Evrópumeistaratitillinn, Englands-
og bikarmeistaratitlarnir og heims-
meistaratitillinn. Alex Ferguson,
stjóri United, lagði mikla áherslu á
að vera með í þessari keppni og
fórnaði meðal annars þátttöku í
bikarkeppninni. Ferguson og
lærisveinar hans vilja gjarnan bæta
enn einum titlinum í safn sitt.
Del Necaxa varð Mexíkómeistari
árið 1998 og í fyrra hampaði það
Mið-Ameríkubikarnum. Besti leik-
maður liðsins er Alex Aguina,
landsliðsmiðherji Ekvador, en hann
er sagður vera besti erlendi leik-
maðurinn í Mexíkó.
Lið South Melbourne frá Ástralíu
er Eyjaálfumeistari og hefur fjórum
sinnum orðið Ástralíumeistari og
þar af tvö síðustu árin. Frægasti
leikmaður félagsins frá upphafi er
gamli markvarðahrellirinn frá
Englandi, Malcolm McDonald, en í
dag er Paul Trimboli besti leikmað-
ur liðsins sem margir segja að komi
til með að eiga erfitt uppdráttar í
þessari keppni.
Hvað gera Romario og
Edmundo?
Lið Vasco da Gama kom inn bak-
dyramegin í keppnina en skipu-
leggjendur hennar vildu hafa tvö lið
frá Brasilíu, annað frá Sao Paulo og
hitt frá Rio en Vasco da Gama er
þaðan. Liðið teflir fram tveimur öfl-
ugum framherjum sem þekktir eru
utan heimalands síns en það eru
Romario og Edmundo.
Flestir reikna með að slagurinn
um heimsmeistaratitilinn komi til
með að standa á milli Manchester
United og Real Madrid en þó gætu
brasilísku liðin Corinthians og
Vasco da Gama sett strik í reikning-
inn. Mikill hiti er í Brasilíu á þess-
um árstíma og það gæti hæglega
gert Evrópumeisturum Manchester
United erfitt fyrir.
Það er mikið í húil fyrir sigurveg-
arana í þessari keppni en það félag
sem kemur til með aö hampa heims-
meistaratitlinum fær i sinn hlut
nálægt hálfum milljarði kröna.
-GH
+
MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 2000
17
DV
Sport
Spenna
- körfuboltinn af staö að nýju á morgun
Körfúknattleiksáhugamenn bíða
eflaust spenntir eftir því að úrvals-
deildin hefjist að nýju annað kvöld
að loknu jólafríi. Deildin hefur ekki
í mörg ár verið jafnari og verður
fróðlegt að fylgjast með framvindu
mála í seinni hlutanum.
Friðrik Ingi Rúnarsson, lands-
liðsþjáifari og þjálfari Njarðvíkinga
er viss um að spennan haldist
áfram og slagurinn um sæti í úr-
slitakeppninni verði ansi harður.
„KR-ingar eru tfl alls líklegir á
n>ju ári. Þeir hafa ekki tapað leik
síðan í október en með tilkomu
Keith Vassel fékk liðið mikinn
kraft. Ef hann er heill hefur hann
þau áhrif á liðið að það leikur
glimrandi vel. Það verður gaman að
fylgjast með því í vetur.“
„Tindastóll er eitt af þessum lið-
um sem heldur betur hefur stimpl-
að sig inn. Lið þeirra er töluvert
breitt frá því í fyrra og í vetur hafa
þeir sýnt mikinn styrk. Ég held að
þeir verði f efri kantinum og Valur
Ingimundarson nær vel út úr þess-
um strákum."
„Grindvíkingar byijuðu gríðar-
lega vel og eftir að Brendon kom til
þeirra gerði hann ótrúlega hluti fyr-
ir þá. Þeir unnu leik eftir leik og
léku vel. Síðan kom smábakslag í
leik þeirra en undir lokin fyrir jól
sýndu þeir að þeir voru ekki alveg
að gefa þetta frá sér. Grindvíkingar
eiga eftir að gera fma hluti og verða
í efri kantinum."
„Þórsaramir lentu I óhöppum í
byrjun með erlenda leikmenn og
fengu einnig erfitt prógramm í
fyrstu umferðunum þannig að þetta
leit ekki gæfúlega út fyrir þá. Þeir
fengu sterkan útlending og fóru að
vinna sig upp. Ég held að þeir verði
í baráttunni um það að komast í úr-
slitakeppnina."
„Keflvíkingar hafa lent í svolitl-
um hremmingum. Þeir koma aftur
upp en þátttakan í Evrópu-
keppninni tók á þá eins og
Njarðvikinga. Þeir verða í efri hlut-
anum þegar líður á og ekki má
gleyma því að liðið á heimaleiki eft-
ir gegn öllum sterkari liðunum.
Staðan þeirra nú segir ekki allt.
„ísfirðingar byijuðu illa enda
með breytt lið frá því í fyrra. í síð-
ustu fjórum leikjum fyrir áramót
voru þeir famir að sýna það sama
og oft á síðasta tímabili. Þeir eiga
eftir að stíga eitthvað upp töfluna."
„í Njarðvfk getum við ekki ann-
að en verið sáttir við okkar hlut-
skipti. Óheppni með útlendinga
setti strik i reikninginn hjá okkur
en á ákveðnum timapunkti ákváðu
menn að snúa bökum saman. Við
lékum sfðustu sex leikina án út-
lendings og við ætlum að standa
okkur í þeirri baráttu sem fram
undan er.“
„Skallagrímur lenti í ákveðnum
hremmingum framan af en fyrir jól
sýndu þeir að það er líf í liðinu.
Þeirra markmið hlýtur að vera að
leika betur í seinni hlutanum og
komast í úrslitakeppni. ÍA-liðið
mætti til leiks með alveg nýtt lið og
því var ljóst að þeir hefðu ekki
styrk til að komast í úrslit eða
halda sér uppi. Samt eru þar innan
um mjög efnflegir leikmenn.
Snæfefls-liðið gæti orðið skeinu-
hætt hvaða liði sem er enda hefur
það styrkt sig. Hamar á sterkan
heimavöll og hefur skapað sér
skemmtflega umgjörð. Haukar
mæta sterkari leiks en fyrir ára-
mót.“ -JKS
Gamlárshlaup Ungmennafélags Ak-
ureyrar var haldið á síðasta degi árs-
ins. í flokki karla 16-39 ára sem hlupu
4 km kom Erlingur Guömundsson
fyrstur í mark á 17,17 mín, í flokki
karla 5o-59 ára sigraði Stefán Ing-
ólfsson á 20,35 mín.
Hjá konum í flokki 16-39 ára sigraöi
Sigriöur Einarsdóttir á 19,20 mín. í
flokki 13-15 ára karla sigraði Andri
Steindórsson á 16,33 mín og hjá 12
ára og yngri sigraði Vilhjálmur R.
Kristjánsson á 21,00 mín. Ása Hilm-
arsdóttir sigraði i í flokki 13-15
flokki stúlkna á 26,49 mín og Elín I.
Bragadóttir í flokki 12 ára og yngri
á 23,49 mín.
Þórleifur Stefán Björnsson sigraöi í
flokki karla 16-39 ára sem hlupu 10
km en hann kom í marka á 40,45 mín.
Karl Halldórsson sigraöi i flokki
karla 40-49 ára á 42,00 mín. Sigurður
Bjarklind sigraði í 50-59 ára flokki á
39,40 mín og í flokki karla 70 ára og
eldri kom Jón Guðlaugsson fyrstur í
mark á 56,07 mín. Lilja Gisladóttir
sigraði í flokki kvenna 16-39 ára á
1:1,13 klukkustundum og í flokki
kvenna 50-59 ára sigraði Lina Gunn-
arsdóttir á 55,27 mín.
Sammy Mcllroy, fyrrum leikmaður
Manchester United og norður-írska
landsliðsins, hefur verið ráðinn
landsliðsþjálfari Norður-íra í knatt-
spyrnu. Hann stýrir liðinu i und-
ankeppni HM en þar er það einmitt i
riðli meö Islandi.
Ray Graydon, stjóri enska B-deildar-
liðsins Walsall, ætlar að losa sig við
flmm leikmenn af launaskrá en hann
fékk á dögunum þrjá nýja leikmenn í
hópinn. Islendingarnir hjá Walsall,
Siguröur Ragnar Eyjólfsson og
Bjarnólfur Lárusson, virðast ekki
þurfa aö óttast neitt því þeir eru ekki
í hópi fimmmenninganna. Þeir félag-
ar ættu að fá tækifæri gegn Gilling-
ham í bikarnum um næstu helgi því
nýju leikmennirnir þrír, sem ýttu
þeim út úr leikmannahópnum gegn
Bolton á mánudag, eru ekki löglegir í
þeirri keppni.
Diego Maradona, fyrrum knatt-
spyrnusniilingur, var lagður inn á
gjörgæsludeild sjúkrahúss í Uruguay
í gærkvöld með óreglulegan hjartslátt
í kjölfar kókaínneyslu. Hann var ekki
í lífshættu. -GH/VS
þáttum í úrvalsdeildinni
Stigahæstir að meðaltali:
Brenton Birmingham, Grindav.. 33,8
Clifton Buch, KFÍ ............28,8
Kim Lewis, Snæfell.............25,9
Chris Dade, Haukum............20,6
Guðmundur Bragason, Haukum 18,2
Teitur Örlygsson, Njarðvík .... 17,2
Jónatan Bow, KR ...............16,8
Flest fráköst í leik:
Kim Lewis, Snæfell.............13,8
Clifton Buch, KFl .............13,7
Guðmundur Bragason, Haukum 11,6
Chianti Roberts, Keflavík ....10,2
Brenton Birmingham, Grindav. . 9,9
Hlynur Bæringsson, Skallagr. ... 9,2
Flestar stoðsendingar i leik:
Tómas Holton, Skailagrími......7,1
Brenton Birmingham, Grindav. . 5,6
Örlygur Sturluson, Njarðvík .... 5,3
Kim Lewis, Snæfell..............4,7
Flestir stolnir boltar i leik
Brenton Birmingham, Grindav. . 4,1
Chianti Roberts, Keflavik ......4,0
Kim Lewis, Snæfell..............3,7
Shawn Myers, Tindastóli ........3,6
Magnús Guðmundsson, ÍA.........3,2
Flest varin skot í leik:
Friðrik Stefánsson, Njarðvík ... 1,6
Clifton Buch, KFÍ..............1,4
Guðmundur Bragason, Haukum . 1,4
Besta vitanýting:
Marel Guðlaugsson, Haukum ... 94,4%
Ingvar Guðjónsson, Haukum .... 90,0%
Sune Henriksen, Tindastól....88,6%
Teitur örlygsson, Njarövík ..86,7%
Besta 3ja stiga nýting:
Brenton Birmingham, Grindav. 50,0%
Kristján Guðlaugsson, Keflavík 50,0%
Guðjón Skúlason, Keflavik .... 47,5%
Gunnar Einarsson, Keflavík ... 47,0%
Jónatan Bow, KR .............45,2%
Besta skotnýting:
Maurice Spillers, Þór Ak.....70,6%
Skarphéðinn Ingason, Hamri . 65,4%
Chianti Roberts, Keflavik -.... 64,7%
Páll Kristinsson, Njarðvík . . . 64,6%
Brenton Birmingham, Grindav. 60,6%
Jónatan Bow úr KR er í hópi þeirra stigahæstu og
þeirra sem eru með besta skotnýtingu.
Spánverji í Skallagrím
Skallagrímur úr Borgarnesi
gekk í gær frá samningi við
spænska körfuknattleiksmann-
inn Enrique Chaves um að leika
með félaginu í úrvalsdeildinni út
tímabilið.
Chaves er 24 ára framherji,
1,92 m á hæð, og hefur leikið með
liðum í B- og C-deildunum á
Spáni. Hann er væntanlegur um
miðjan mánuðinn og verður lög-
legur þegar Skallagrímur sækir
KFÍ heim 28. janúar.
„Við höfum skoðað leikmann-
inn af myndbandi og hann ætti
að falla vel inn í lið okkar og
styrkja okkur fyrir baráttuna
sem fram undan er. Við þurfum
að bæta leik okkar og takist það
er stutt í að komast í úrslita-
keppnina," sagði Birgir Mikaels-
son, formaður körfuknattleiks-
deildar Skallagríms, við DV í
gærkvöld. Þór er í 8. sæti með 8
stig en Skallagrímur, Snæfell og
KFÍ eru í 9.-11. sæti með 6 stig.
-VS
Úrvalsdeild karla aftur af stað á fimmtudaginn:
Magnaður mánuður
- allt að sjö leikir á lið í janúar
Úrvalsdeild karla fer aftur í gang á
morgun. í fyrsta sinn í 4 ára sögu nú-
verandi fyrirkomulags eru fjögur lið
búin að vinna átta leiki (Njarðvík, KR,
Tindastóll og Grindavik) og mörg félög
ættu því að berjast um titilinn í ár.
Hér skiptir heimavöllurinn miklu
máli, eins og sést á því að þrjú af þess-
um fjórum liðum eru taplaus á heima-
velli og alls hafa liðin fjögur unnið 21 af
22 heimaleikum í vetur.
Það má telja líklegt að línurnar
skýrist nokkuð í fyrsta mánuði ársins
því alls fara fram fimm umferðir í
deildinni i janúar og tvær umferðir ( 8
lið og undanúrslit) í bikarkeppninni.
Þegar tölfræði deildarinnar er skoð-
uð kemur margt skemmtilegt i ljós en
efstu menn i tölfræði eru hér til vinstri.
Brenton áberandi í vetur
Brenton Birmingham hefur reynst
Grindvikingum mikill happafengur og
hann er á sjö af níu, topp tíu listum töl-
fræðinnar, þar af er hann bestur í
þremur og í öðru sæti í þeim fjórða.
Guðmundur Bragason er efstur íslend-
inga bæði í stigaskori og í fráköstum.
Haukarnir sterkir á vítalínunni
Leikmenn Hauka hafa nýtt vítin lang-
best allra liða eða 80,8% og eru sem
stendur yfir meti Grindvíkinga frá þvi í
fyrra (79,7%). Haukar hafa hitt betur en
80% í átta af 11 leikjum og þá hefur liðið
bætt vítanýtinguna þegar liðið hefur á
og voru Haukar með 86,4% nýtingu í des-
ember og hafa leikið 6 leiki í röð með
yfir 80% vítanýtingu. Haukar eiga einnig
tvo efstu menn í vítanýtingu og sex leik-
menn liðsins eru yfir 80%.
Keflvíkingar hitta langbest í 3ja stiga
skotum, liðið hefur gert 11,8 körfur að
meðaltali með 43% hittni. Keflvíkingar
hafa einnig skorað flest stig að meðal-
tali eða 96,5 en eru samt aðeins í sjötta
sæti deildarinnar. Keflavík (50,8%) er
líka eina liðið ásamt Grindavík (51,0%)
sem hefur hitt yfir 50% af skotum.
Stólarnir grimmir í fráköstum
Tindastólsmenn eru sterkastir i frá-
köstum í deildinni en Stólamir hafa
tekið 54,3% frákasta sem hafa verið í
boði í leikjum þeirra, næstir koma
Haukar með 53,1% og þriðju eru KR-
ingar með 52,9%. KR-ingar taka aftur á
móti hæsta hlutfall frákasta undir sinni
eigin körfu (72,3%) en Snæfellingar eru
öflugastir í sóknarfráköstum, hafa tek-
ið 37,6% frákasta í boði þar. Slakastir í
fráköstum eru Hamarsmenn sem hafa
tekið aðens 45,9% frákasta í vetur.
Kalt á línunni í nýja húsinu
Athygli vekur að slakasta vítanýting-
in í vetur í íþróttahúsum úrvalsdeildar
karla og 1. deildar kvenna er í nýja KR-
húsinu. í sex úrvalsdeildarleikjum hafa
leikmenn aðeins nýtt vítin 64,4% og hjá
konunum er vítanýtingin aðeins 57,1%
í húsinu. Besta vítanýtingin í úrvals-
deild er í Strandgötu (76,1%) en í Kefla-
vik (70,1%) hjá konunum. Besta 3ja
stiga nýtingin er aftur á móti í báðum
deildum á Sauðárkróki, 40,7% i úrvals-
deild og 31,4% í 1. deild kvenna.
Bestu varnarlið tölfræðinnar
Þegar varnartölfræðin er skoðuð sést
að KR-ingar hafa fengið á sig fæst stig í
vetur (69,7), gegn Njarðvíkingum hitta
liðin verst (42,4%), Keflvíkingar þvinga
flesta tapaða bolta (23,8%) og Njarðvík-
ingar verja flest skot (3,9). -ÓÓJ
¥
NBA-DEILDIN
.87-91
.96-88
Úrslitin í nótt:
Indiana-New Jersey......116-111
Miller 24, Smits 22 -
Kittles 33, Marbury 26.
Toronto-Portland........90-114
McGrady 18, Christie 17 -
Stoudemire 22, Smith 19.
Cleveland-Sacramento . . .107-111
Sura 26, Kemp 21 -
Webber 37, Williams 18.
Miami-Vancouver........
Mashburn 21, Brown 14 -
Bibby 22, Abdur-Rahim 20.
New York-Boston .......
Houston 37, Sprewell 16 -
Pierce 23, Anderson 22.
Milwaukee-Atlanta.......116-113
Robinson 36, Allen 25 -
Jackson 30, Coles 25.
Minnesota-SA Spurs........91-88
Sealy 22, Garnett 21 -
Duncan 27, Johnson 17.
Houston-Seattle..........96-103
Francis 27, Bullard 20 -
Payton 29, Baker 19.
Denver-Dallas.........
McDyess 27, McCloud 19 -
Finley 28, Trent 20.
Phoenix-Charlotte ....
Robinson 30, Day 13 -
Campell 18, Wesley 18.
LA Clippers-LA Lakers . . .98-122
Odom 22, Nesby 22 -
O'Neal 38, Bryant 29.
.98-96
.86-80
+