Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Page 14
14
MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2000
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum tyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Leitin mikla
Samfylkingin hefur ekki átt góða daga frá síðustu al-
þingiskosningum. Eftir að vonir um sterkt stjómmála-
aíl urðu að engu í kosningunum voru vonir bundar við
að þingmönnum Samfylkingarinnar tækist að ná vopn-
um þegar Alþingi kom saman á liðnu hausti. Þær von-
ir urðu að engu þó tækifærin væru til staðar.
Þingmönnum Samfylkingarinnar hefur ekki tekist
að reka sannfærandi stjórnarandstöðu. Þeim eru mis-
lagðar hendur í nær öllu því sem þeir taka sér fyrir
hendur. Deilan um Fljótdalsvirkjun hefði getað orðið
vatn á myllu þeirra en varð ekki. Afgreiðsla fjárlaga
fyrir yfirstandandi ár gaf stjórnarandstöðunni kær-
komið tækifæri til sóknar. Tækifærið var ekki notað
heldur fengu gamlar úreltar hugmyndir um að allt
væri hægt að leysa með íjáraustri að brjótast upp á yf-
irborðið.
Stjórnmálamenn með nýjar og ferskar hugmyndir
hefðu náð að nýta sér vandræðaganginn og skipulags-
leysið sem einkennir íslenskt heilbrigðiskerfi. Þing-
menn Samfylkingarinnar hafa engar slíkar hugmyndir
og hafa því ekkert nýtt fram að færa til að blása til
sóknar í heilbrigðismálum, annað en að auka fjáraust-
urinn.
Allt þetta skynja kjósendur ágætlega og þess vegna
hafa þeir margir snúið bakinu við Samfylkingunni.
Tæplega helmingur þeirra sem í liðnum kosningum
höfðu trú á Samfylkingunni eru orðnir henni afhuga.
Ekki vegna þess að Samfylkingin er ekki formlegur
stjórnmálaflokkur. Ekki vegna þess að fyrir Samfylk-
ingunni fer ekki sérstakur foringi, heldur talsmaður
sem Sighvatur Björgvinsson útnefndi til að koma í veg
fyrir að Jóhanna Sigurðardóttir tæki forystuhlutverk-
ið. Fylgishrunið er vegna þess að kjósendur hafa áttað
sig á að þegar allt kemur til alls hefur sameining
vinstri manna mistekist og Samfylkingin er aðeins
gamalt vín á nýjum belgjum.
í stjórnmálum leyfist mönnum hins vegar að lifa í
voninni. Nú á formleg stofnun stjórnmálaflokks í mars
og kjör formanns að bjarga öllu fyrir Samfylkinguna,
sem er ekki orðið annað en gamli Alþýðuflokkurinn
þegar sæmilega áraði. í hugum kjósenda mun það engu
skipta hvort Samfylkingin er formlegur stjórnmála-
flokkur eða ekki, enda hafa fæstir áhuga á því. Það sem
máli skiptir er að stefnan, sem boðuð er, sé trúverðug
og að þar sé að finna nýjar hugmyndir, nýjar lausnir
að vandamálum nýrra tíma. Og kjósendur verða að
hafa trú á þeim körlum og konum sem taka að sér að
boða stefnuna. Þingmenn verða að njóta trúnaðar og
traust kjósenda til að ná árangri. Ekkert bendir til að
forráðamenn Samfylkingarinnar séu þessa umkomnir,
þvert á móti.
Stærstu mistök Samfylkingarinnar, frá því hún var
brædd saman úr nokkrum flokkum, verða ekki leiðrétt
á fyrsta flokksþinginu í mars. Hin nýja stjórnmála-
hreyfing varð aldrei traustvekjandi með öll gömlu and-
litin í framboðssætunum. Gömlu andlitin verða áfram
fyrir augum kjósenda eftir flokksþingið. Hver svo sem
fær það erfiða hlutverk að leiða flokkinn, sem eitt sinn
átti að vera sameiningartákn vinstri manna, verður
ekki öfundsverður af verkinu með óbreytta áhöfn. Svo
kann því að fara að leitin mikla að foringja Samfylking-
arinnar skipti engu, þegar hugmyndimar og ferskleik-
inn eru ekki til staðar.
Óli Björn Kárason
„Barn byrjar sumsé aö vera eins árs viö fæöingu og hættir aö vera eins árs þegar haldiö er uppá eins árs af-
mæliö...“, segir Siguröur m.a. í grein sinni.
Ar til aldamóta
Aldamótaárið 2000 er
gengið í garð, síðasta ár
20stu aldar. Um næstu ára-
mót hefst hitt aldamótaár-
ið og verða þá að sjálf-
sögðu bæði aldamót og ár-
þúsundaskipti. Þetta virð-
ast furðumargir íslending-
ar eiga harla bágt með að
skilja, enda hafa allar
helstu mannvitsbrekkur
fjölmiðla, auglýsingafyrir-
tækja, höndlunar og
menningarstofnana hamr-
að á því, að ný öld sé geng-
in í garð. Jafnvel Þjóðleik-
húsið lét sér sæma að aug-
lýsa fyrir jólin ‘síðustu
sýningu aldarinnar’!
Helgi Háifdanarson brá
á það snjallræði að hvetja
menn til að telja á sér tær
og fíngur, ef verða mætti
til þess að þeir áttuðu sig á
þeirri grundvallarreglu, að
í hverjum tug eru tíu ein-
ingar, en ekki níu, og í
hverju hundraði eru tíu en
ekki 9,9 tugir. Þessu dæmi
verður ekki hnikað með
tilvísun til hitamæla eða
tommustokka né heldur til
þeirrar almennu málvenju
að hlaupa yflr fyrsta ævi-
árið þegar aldur manna er
reiknaður. Barn byrjar
sumsé að vera eins árs við fæð-
ingu og hættir að vera eins árs
þegar haldið er uppá eins árs af-
mælið, en er síðan sagt vera eins
árs næstu tólf mánuði.
Hvað segja sérfræðingar?
Það þykir góður siður að leita
til sérfróðra manna þegar upp
koma vandamál sem virðast tor-
veld úrlausnar. Nærtækast er því
Kjallarinn
Sigurður A.
Magnússon
rithöfundur
að fletta upp í
Almanaki Þjóð-
vinafélagsins.
Sérfræðingarnir
sem að því
standa eru ekki í
vafa um að
næsta öld og ár-
þúsund hefjist
lsta janúar árið
2001. Sama er að
segja um þá sér-
fræðinga vestan-
hafs sem treyst
er til að fylgjast
með tímanum.
Á vefsíðu Hvíta
hússins í Was-
hington birtist á
liðnu hausti
svohljóðandi til-
„Helgi Hálfdanarson brá á það
snjallræði að hvetja menn til að
telja á sér tær og fingur, ef verða
mætti til þess að þeir áttuðu sig
á þeirri grundvallarreglu, að í
hverjum tug eru tíu einingar, en
ekki níu, ogíhverju hundraði eru
tíu en ekki 9,9 tugir.“
kynning: „Samkvæmt stjörnuat-
hugunarstöð bandaríska flotans,
þess aðila sem fylgist með tíman-
um í Bandaríkjunum, eru lok ann-
ars árþúsunds, það er að segja
20stu aldar, og upphaf þriðja ár-
þúsunds, eða 21stu aldar, þann
lsta janúar 2001.
Þessi dagsetning er grundvölluð
á almanaki, sem gefið var út i
Róm á því herrans ári 526, sem nú
er viðurkennt um allan heim.
Fremuren byrja á árinu 0 byrjar
almanakið á 1. janúar árið 1 (eitt).
Þarafleiðandi hefst nýtt árþúsund
ekki opinberlega fyrren lsta janú-
ar 2001. Þráttfyrir þessa staðreynd
er mikið af hátíðahöldum, sem
ráðgerð eru, stílað uppá 31sta des-
ember 1999, þegar ártalið breytist í
2000.
Stórmerkilegt ár
Ýmsir mætir menn hafa orðað
það við íslenska sérvisku eða jafn-
vel útúrboruhátt að telja aldamót-
in ókomin, en þeir hinir sömu
virðast ekki fylgjast ýkjavel með
tímanum, þó þeir tolli kannski í
þeirri fárániegu tísku líðandi
stundar sem fjölmiðlar eru ötulast-
ir við að halda að landslýðnum.
Kannski má riija upp, að
forfeðurnir héldu síðustu
aldamót hátíðleg lsta janú-
ar 1901, og hin vinsælu yfir-
litsrit Iðunnar um Aldimar
heijast öll á árinu 1 (eitt) á
hverri nýrri öld, enda er
árið 0 öfugmæli og hefur
hvergi verið til nema í hug-
arórum þeirra sem af ein-
hverjum duldum ástæðum
eiga erfitt með að telja upp-
að Uu.
Árið 2000 er fyrir margra
hluta sakir stórmerkilegt.
Bæði er það afmælisár kristnitöku
á íslandi og landafunda í vestri,
heilagt ár í kaþólskum sið og ógn-
vænlegt mörgum tölvunotendum.
Ærin ástæða var til að fagna því
með sérstökum hætti um áramót-
in, en þarf síðasta ár 20stu aldar
endilega að vera ómerkilegra en
fyrsta ár 21stu aldar? Spyr sá sem
ekki veit.
Sigurður A. Magnússon
Skoðanir annarra
Fiskveiðistjórnunarkerfiö
á enda runnið
„Sjávarútvegurinn þarf á því að halda að festa og
öryggi riki í málefnum hans. Það er líka ákaflega
mikilvægt fyrir fjármálamarkaöinn og eigendur
hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum að allri óvissu
sé eytt. Hvernig bregst markaðurinn við vaxandi lík-
um á því, að staða sjávarútvegsfyrirtækjanna gjör-
breytist í kjölfarið á hugsanlegum Hæstaréttardómi
í Vatneyrarmálinu. Hvaða áhrif hefur það á fjár-
málakerfl þjóðarinnar? Óbreytt fiskveiðistjómunar-
kerfi hefur runnið sitt skeið á enda.“
Úr forystugrein Mbl. 7. janúar.
Ávísun á verri lífskjör
Kvótadómurinn er ávísun á verri lífskjör og í
framhaldinu er ekkert því til fyrirstöðu að menn
haldi til veiða án þess að eiga kvóta. Sérstaklega þeir
sem trúa því að Hæstiréttur staðfesti dóminn. Niður-
staða héraðsdóms Vestfjarða þýðir að það sé ekki
hægt að úthluta veiðirétti á einstök skip og gangi
dómur þessi eftir í Hæstarétti þá sé það ávísun á
stórkostlega lífskjaraskerðingu, enda verði þá ekki
hægt að reka sjávarútveginn með hagnaði og þeirri
hagkvæmni sem sé samfara núgildandi kerfi.“
Haft eftir Helga Laxdal, form. Vélstjórafélags ís-
lands, í Degi 7. janúar.
Fræðilegri umfjöllun
um dómsmál
„Þegar sú staða kemur upp að einstök mál vekja
upp miklar umræður, þá mætti vera fræðilegri um-
fjöllun um þau opinberlega, en verið hefur. Við dóm-
arar hér við Hæstarétt teljum til dæmis, að það hefði
verið mikið gagn í því ef prófessorar lagadeildar Há-
skóla íslands hefðu strax tekið þátt í þeirri umræðu
sem skapaðist vegna sýknudómsins í áðumefndu
kynferðisbrotamáli með því að lýsa dóminum fyrir
almenningi, greina hann og útskýra hvemig sönn-
unarbyrði væri háttað í slíkum málum vegna þess
að dómarar taka ekki þátt í slíkri umræðu þar sem
álit þeirra liggur þegar fyrir.“
Garðar Gislason, forseti Hæstaréttar, í viðtali við
Mbl. 7. janúar.