Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Side 16
16 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2000 JL>V %enning Tímapollar í skessupottum Vignir Jóhannsson lætur ekki deigan síga. í lok síðasta árs sýndi hann koparskúlptúra í Galleríinu hjá Sævari Karli og á laugardaginn var opnaði hann sýningu á málverkum og ljósainnsetningu í Ásmundarsal. Sýningarnar eru innbyrðis tengdar en sömu hvelfdu, kringl- óttu (eða misjafnlega sporöskjulöguðu) formin endurtaka sig í verkunum á þeim báöum og báðar bera sama titil, Tímapollar. Þó tímapollarnir i málverkum Vignis séu afar reglulega skomir í spegilsléttan, gljáandi flöt, sem minnir helst á málm eða lakk, munu þeir eiga sér samsvöran í náttúrunni í fyrir- bærum sem kallast skessupottar. Skessupott- arnir eru kringlóttar holur sem myndast hafa á yfirborði máðra steina og þegar vatn flæðir yfir, t.d. alda í fjöruborði, situr hluti vatnsins eftir í botnum pottanna. Vignir, eins og reynd- ar fleiri, líkir tímanum við vatnið og leikur sér að því að forma þessa potta sem gegna því hlut- verki að halda utan um það sem eftir situr af tímanum, dreggjarnar eða eilífu andartökin, hvemig sem á það er litið. Hvernig líður tíminn? Nú þegar alls staðar er keppst við að festa hönd á því sem stendur upp úr á öldinni sem var og sjá hitt fyrir sem gerast mun á þeirri næstu er ákveðinn léttir í svo óhlutbundnum vangaveltum um byggingu og háttalag þessa merkilega fyrirbæris, tímans. Hvað vitum við svo sem fyrir víst um tímann? Hvemig líður hann? Streymir hann fram og er horfinn jafn- óðum og hann er orðinn til? Hleðst hann upp og geymist í stöflum? Eða fellur hann að og fjarar út og skilur eftir leifar í lægðum hér og þar, rétt eins og hafið? Vignir Jóhannsson: Tímapollar. Myndlist Áslaug Thorlacius Hugmyndin um tímapollana, eins og lista- maðurinn sjálfur sagði mér frá henni, þykir mér falleg og spennandi. Sá galli er hins vegar á framkvæmdinni að hún kemst illa til skila. Verkin eru í sjálfu sér ólíkleg til að vekja með áhorfandanum einhverjar djúpar vangaveltur um tímann og þó svo minnst sé á kenningar Einsteins 1 textanum sem fylgir sýningunni er maður litlu sem engu nær eftir lestur hans. Sömuleiðis þykir mér það veikja sýningarn- ar hve margþættar þær eru. Sérstaklega átti það við fyrri sýninguna en þar gat að líta ýms- ar mjög ólíkar útfærslur á skálarforminu. Mál- verkin mynda vissulega meiri heild enda er myndefnið sams konar á þeim öllum, tilbrigð- in eru í lit, stærð og lögun málverkanna sem slíkra. Málverkin eru ágætlega máluð en þau segja manni afskaplega fátt. Innsetningin í gryfjunni er skemmtileg tilraun og í sjálfu sér er óáþreifanlegt ljósið ekki svo galið efni. Vatnslitamyndimar á ganginum em samt einu myndimar sem mér finnst augljóst að fjalli á einhvem hátt um tíma en þær birta manni undarleg frosin augnablik. Einhverjum kann að þykja rangt að gera svo stífar kröfur um að sýning skili hugmynd en fóik hlýtur að fá meira út úr sýningum sem hníga í ákveðna átt og vekja til einhverrar um- hugsunar. Listamaður sem hefur eitthvað fram að færa verður hins vegar sjálfur að reyna að skilja kjarnann frá hisminu áður en hann sýn- ir verk sín. Það er útilokað að ætla að leggja slíka frumvinnu á áhorfendur. Kannski er full- djúpt í árinni tekið að segja að hér sé illa að verki staðiö en að mínum dómi er hér illa far- ið með góða hugmynd. Sýning Vignis Jóhannssonar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu stendur til 23. janúar og er opin alla daga nema mánud. kl. 14-18. Sýning á íslenskri hönnun Stór hönnunarsýning verður haldin að Kjar- valsstöðum í haust á vegrnn samtakanna FORM ÍSLAND. Sýningin er liður í Reykjavík menningarborg árið 2000 og samstarfsaðilar eru Kjarvalsstaðir og nýstofnað Hönnunarsafn. Þessa dagana er verið að leita eftir verkum á sýninguna, bæði gömlum og nýjum, og munu sýningarstjóramir Michael Young og Katrín Pétursdóttir velja úr innsendu efni. Sýningin á Kjarvalsstöðum er tvíþætt, ann- ars vegar verður ljósi varpað á sögulegan arf íslenskrar hönnunar og í fyrsta sinn skoðuð þróun hennar á 20. öld. Hins vegar skipar ís- lensk nútímahönnun veglegan sess á sýning- unni og skyggnst verður inn í það sem fram undan er á 21. öldinni. Stefnt er að því að sá þáttur sýningarinnar geti staðið sem sjálfstæð sýning sem auðvelt verði að setja upp hérlend- is og erlendis þegar sýningunni á Kjarvalsstöð- xun lýkur. Lögð verður áhersla á að sýna mikilvægi góðrar hönnunar í daglega lífinu og sýningar- gestum verður veitt innsýn i það margvíslega ferli sem liggur frá hugmynd að framleiðslu með sérstakri áherslu á hugmyndavinnuna. Hönnun er einn af vaxtar- broddum í íslensku at- vinnulífi og íslenskir hönn- uðir starfa í alþjóðlegu starfsumhverfi þar sem landamæri eru engin en markmið sýningarinnar verður ekki síst að skoða hvort íslensk hönnun hafi einhver séreinkenni þrátt fyrir áhrif víða að. í tengsl- um við sýninguna flytja þekktir innlendir og erlend- ir hönnuðir fyrirlestra fyrir lærða og leika, og vegleg sýningarskrá verður gefm út þar sem rakin verða at- riði úr íslenskri hönnunar- sögu í máli og myndum. Félög hönnuða sem að FORM-ÍSLAND standa eru Félag húsgagna- og innan- hússarkitekta, Félag is- lenskra teiknara, Leirlista- félagið, Félag íslenskra gull- ^l Stóllinn Jaki eftir Erlu Sólveigu Ósk- arsdóttur, húsgagna- og iönhönnuö, sem hlaut Menningarverölaun DV fyrir listhönnun 1998. smiða, Textílfélagið, Félag íslenskra lands- lagsarkitekta, Félag iðn- hönnuða og Arkitektafélag fslands auk ófélagsbund- inna hönnuða. Þetta er í fyrsta skipti sem allir þess- ir ólíku hönnuðir leggja saman krafta sína og er sýningunni ætlað að sýna hvemig þessar ólíku hönn- unargreinar tengjast sam- an. Hönnuðir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýn- ingunni eða vita um verk sem erindi eiga á hana em beðnir að senda inn upp- lýsingar um verkin, helst ljósmyndir eða litskyggnur ásamt stuttri lýsingu á verkinu fyrir 1. febrúar 2000, merkt: FORM ÍS- LAND, pósthólf 1584, 121 Reykjavik. Ef veður leyfir Snjókirkjan frá 1997. Hún veröur ennþá stærri í ár. Eitt af því ótalmarga sem gert verður í Helsinki, höfuðborg Finnlands, í tilefni af því að hún er ein af menningarborgum Evrópu árið 2000 er að reisa kirkju úr snjó á Senattorginu. Á því torgi reis mikil timburkirkja árið 1727 sem liður í endurreisn borgarinnar eftir branann mikla árið 1713 og var nefnd eftir sænsku drottningunni Úlriku Eleonóra. Þá kirkju lét Alexander fyrsti keisari rifa árið 1812 þegar hann hugðist skipu- leggja nýja borgarmiðju í Helsinki og reisa þá dómkirkju sem enn þá stendur. Fyrir þremur áram reis kirkja Úlriku Eleonóru að nýju á torginu sínu en nú úr snjó og núna í þessari viku verður byrjað að byggja úr snjó enn- þá stærri eftirlíkingu af gömlu kirkjunni - það er að segja ef veður leyfir - og meiningin er að hún standi fram í mars. Gestir Helsinki á menningarárinu þurfa ekki að láta sér leiðast - frekar en í Reykjavík. Þar hafa verið skipulagðar um 450 uppákomur og at- riði af öllu hugsanlegu tagi, innlend og fjölþjóðleg. Þeir segjast raunar hugsa þetta ár fjórfalt og hafi undirbúið fjögur „ár“. Fyrst er „ár barnanna“, fullt af viðburðum til að taka þátt í. „Ár allra“ gerir ráð fyrir þátttöku alls almennings í sínum uppákomum. „Ár listarinnar" hyggst opna fólki sýn inn í nýja reynslu og kynna listræna atburði af ýmsu tagi. „Álþjóðlega árið“ kynnir svo við- burði sem unnir era í samvinnu við hinar menn- ingarborgirnar átta. Þar á meðal era Raddir Evr- ópu og Björk sem halda tónleika í Helsinki 31. ágúst þegar þau era búin að koma fram í Reykja- vik og uppsetningin á Baldri eftir Jón Leifs sem verður þar snemma í september, líka á eftir Reykjavík. Erfltt er að nefna eitthvað úr þessu óhóflega úrvali en við sláum okkur niður á stórviðburði á óperasviðinu. I mai og júní sýnir flnnska þjóðar- óperan Niflungahring Wagners í heilu lagi undir stjóm Götz Friedrich og Leifs Segerstam og um miðjan september verður frumsýnd ný ópera um Lé konung eftir Aulis Sallinen; það er bassa- söngvarinn Matti Salminen sem syngur titilhlut- verkið. Norræn barnabókamessa 18.- 20. febrúar verður haldin Nor- ræn bamabókamessa í Öksnehallen (ekki langt frá aðaljámbrautarstöð- inni) í Kaupmannahöfn og hefst á mál- þingi með spennandi dagskrá að morgni föstudagsins 18. Sænski rithöfundurinn Ulf Stark byrjar málþingið og heitir fyrirlestur hans „Hvorfor er det særligt at skrive for bom?" (eða „Hvað er svona merki- legt við það að skrifa fyrir börn?“). Á eftir stýrir hinn þekkti danski bama- bókafræðingur Torben Weinreich, pró- fessor við Dansk Center for Bornelitt- eratur, umræðum þriggja norrænna barnabókahöfunda, Gro Dahle frá Nor- egi, Ulf Nielsson frá Svíþjóð og Kim Fupz Aakeson frá Danmörku, um hver munurinn er nákvæmlega á þvi að skrifa fyrir börn og fullorðna: „Hvor- for bliver grænsen mellem borne- og voksenlitteratur mere og mere flydende, og hvad er den primære for- skel pá at skrive for born og for voksne?" Torben flytur sjálfur stuttan inngang að þessu spjalli. Eftir hádegi þennan föstudag verða gefln yfirlit yfir norskar, sænskar og danskar barnabókmenntir og danska leikkonan Ghita Norby les kafla úr bamabókum að eigin vali. Frestur til að skrá sig á málþingið er til 20. janúar; sjá heimasíðuna http://home.worldonline.dk/~kultkom/ nordisk_boemebogmesse.htm Á bamabókamessunni sjálfri munu norrænir bamabókaverðir segja frá daglegum störfum sínum og ýmsum at- hyglisverðum verkefnum. Það gera þeir í svokölluðum „bókasafnabás" þar sem verður hægt að nálgast upp- Týsingar um bamadeildir norrænna bókasafna. íslenskir bókaútgefendur verða einnig með bás á mess- unni. Rithöfundarnir Andri Snær Magnason, Kristín Steinsdóttir, Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson og Þórarinn Eldjám kynna og lesa úr verkum sínum. Að- alsteinn Ásberg og Anna Pálína Árnadóttir veröa með söngdagskrá. Einnig verður farandsýn- ingin Veganesti á staðn- um, sýning á 57 barnabók- um sem var form- lega opn- uð í Stavanger í nóv- ember síðastliðnum og fer á milli bóka- safna í Noregi. Nánari upplýsingar er einnig hægt að fá hjá Kristínu Viðars- dóttur og Þorbjörgu Karlsdóttur, aðal- safni Borgarbókasafns, s. 552 7155. This is Greenland Bókaútgáfan Greenland Resources A/S hefur gefiö út bókina This is Greenland, fyrsta alhliða upplýsinga- ritið sem út kemur um landiö, fram- leiðslu þess og þjónustuaðila. Það er heimastjómin í Grænlandi sem stend- ur að útgáfunni í samvinnu við danska utanríkisráðu- neytið. Bókinni er ætlað að vera lykill að Grænlandi. Þar eru skráð nærri 1700 grænlensk fyrirtæki og fjöldi danskra og erlendra fyrirtækja sem hafa tengsl við Grænland. Landfræðilegi hlutinn er myndskreyttur og leggur ríkulega áherslu á samfélagiö í landinu, fólkið, náttúruna og atvinnuvegina. Grænlenskt samfélag hefur tekið örum breytingum á undanfömum árum, og nú er reynt þar í landi eins og hér að skjóta fleiri stoðum undir efnahaginn en fiskveiðum. Landið er geysilega stórt en íbúafjöldinn innan við 60 þúsund manns og ritið á ekki síst að kynna landið og möguleika þess fyrir öðrum þjóðum meö framtíöar- samvinnu í huga. Umsjón SiljaAðalsteinsdótdr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.