Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Síða 17
'JtFiSF”'"'
I
I
|
MANUDAGUR 10. JANUAR 2000
wnning
Nýstárlegar ljóðasleppingar
Ef þetta eintak er af einhverjum
ástœðum staðsett í bókahillu þá
máttu taka það með þér án þess að
láta eiganda bókahillunnar vita, því
enginn á þessa bók og enginn mun
nokkru sinni fá aö eiga hana.
Fyrstu bók ársins kalla þau hana,
ungskáldin sem standa ásamt
Menningarborg 2000 og bókaútgáf-
unni Nykri að hinni sérstæðu Bók í
mannhafið {láttu hana ganga {. Eig-
inlega er þessi útgáfa líka félags-
fræðileg athugun - aðstandendur
hennar segjast vera að kortleggja
ljóðagenin í þjóðinni með henni.
Hún verður nefniiega ekki seld og
enginn má eigna sér hana heldur
verður henni dreift i Bónusi til
þeirra sem vilja við henni taka og
síðan á hún að ganga milli manna.
Aftast í hverju eintaki er gestabók
þar sem fólk skráir nafn sitt og hvar
og hvenær það fann bókina („fund-
arstað“!) og eftir nokkur ár verður
hægt að lesa þessar gestabækur og
sjá hverjir eru ljóðavinir og hvar
þeir hafa verið staddir á ákveðinni
stundu.
„Það býr sama að baki hér og við
seiðasleppingar, við ætlum að gá
hvernig þetta skilar sér,“ segir
Andri Snær Magnason, ritstjóri og
hugmyndasmiður bókarinnar. „Við
íhuguðum að hafa á bókunum gervi-
hnattamerki eins og sett verður á
Keikó þannig að við gætum til dæm-
is „séð“ að nú væru tíu bækur í
Hlíðunum, tvær á Akureyri og ein á
leiðinni yfir hnöttinn en það reynd-
ist of dýrt. Þess vegna treystum við
á að fólk skrifl nafn sitt og aðrar
upplýsingar í gestabókina. Við
ræddum lauslega að setja vúdúbölv-
un á bókina ef hún skyldi lenda í
bókahillu og Sindri Freysson lagði
til að við settum veggjatítlur í lítið
hólf sem opnaðist ef hún væri lengi
Sigurbjörg Prastardóttir:
Ást
Æðarnar eins og
sprengiþráður úr teikni-
mynd eða síðari heims-
styrjöld. og við snertingu
hleypur neisti í kveikinn
fuðrar upp eftir framrétt-
um handleggnum eins og
blóðeitrun eftir blýstungu
áfram hraðar frá oln-
boga upp að öxl í skarp-
an vinkil og inn undir
rifbein þangað til hjarta-
laga púðurdósin spring-
ur og þá er sannarlega
brýnt að þú haldir fyrir
eyrun.
kyrr á sama stað en báðum tillögum
var hafnað.“
Andri Snær hefur gert tilraun af
þessu tagi áður með ljóðabók sína
Ljóðasmygl og skáldarán. Hann
sendi að vísu aðeins um tíu eintök á
flakk á móti um 2000 eintökum nú
en hann segist núna, fimm árum
seinna, enn fá fréttir af þeim. Síðast
frétti hann af einu eintaki inni á
salemi á TölvuMyndum og gesta-
listi þess var orðinn langur og
skrautlegur, það hafði til dæmis
fundist í strætó og á sólbaðsstofu,
einhver hafði rétt hana öðrum í
Hljómskálagarðinum og einn hafði
hitt hana í Þorlákshafnarrútunni.
„Fólk hefur gaman af að skilja
eitthvað eftir sig á þennan hátt,“
segir Andri Snær. „Vonandi verður
þetta stærsti og lífseigasti viðburð-
ur menningarársins því bókinni er
ætlað að velkjast um alla eiiífð og
þetta er eflaust eini viðburðurinn
sem allir geta tekið með sér heim og
upp í rúm.“
í Bók í mannhafið eru ljóð eftir 13
skáld, öll núlifandi. Þau eru: Sigur-
björg Þrastardóttir, Sindri Freys-
son, Kristján Þórður Hrafnsson,
Andri Snær Magnason, Ása Marin
Hafsteinsdóttir, Vala Þórsdóttir,
Gerður Kristný, Sigtryggur Magna-
son, Davíð Stefánsson, Kjartan H.
Grétarsson, Margrét Lóa Jónsdóttir,
Bergsveinn Birgisson og Steinar
Bragi.
Bók
mann
íiatlu hana ganga)
hafið
Og þú manst: Ef þú finnur hana
þá læturðu hana ganga - að lestri
loknum.
PRÍFANDI VINNUÞJARKUR
ÓSKAR EFTIR STARFI.
4X4 ENGIN FYRIRSTAÐA.
Rekstrarleigusamningur
Engin útborgun
50.572 kr. á mánuSi
Rekstrarleiga er miðuð er við 24 mánuði og 20.000 km akstur á ári. Fjármögnunarleiga er miðuð við 60 mánuði
og 25% útborgun, greiðslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreiðslur en viðkomandi fær hann endurgreiddan
ef hann er með skattskyldan rekstur. Allt verð er án vsk.
Fjármögnunarleiga
Utborgun 479.920 kr.
29.610 kr. á mánuði
ATVINNUBÍLAR
FyRiRTÆKJAÞJÓNUSTA
Grjóthálsi 1
Sfmi 575 1200
Söludeild 575 1225
HYunoni