Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 Fréttir Anne Kristine neitaöi aö ræða viö nýbúa í útvarpi: er ekki nasisti - frændi minn lenti í útrýmingarbúðum „Ég vel sjálf mína viðmælendur. Staðreyndin er sú að hlustendur hafa ekki úthald til að hlusta lengi á fólk í útvarpi sem talar bjagaða íslensku. Fyrir því hef ég reynslu," sagði útvarpskonan Anna Kristine Magnúsdóttir, um- sjónarkona útvarpsþáttarins Milli mjalta og messu á Bylgjunni. Prestur nýbúa á Biskupsstofu, Japaninn Toshiki Toma, hefur í blaðagrein lýst áhyggjum sínum vegna fordóma íslendinga í garð þeirra sem ekki tala lýtalausa ís- lensku eftir að Anna Kristine neit- aði að ræða við hann í þætti sín- um. „Mér fannst Toshiki Toma einfaldlega ekki nógu spennandi efni fyrir þátt minn. Ég hafði fal- ast eftir þvi að fá Helgu Þórólfs- dóttur í þáttinn vegna starfa henn- ar fyrir Rauða krossinn erlendis. Helga gerði þá kröfu á móti að ég Anna Kristine Magnúsdóttir. talaði líka við Tos- hiki Toma en því neitaði ég,“ sagði Anna Kristine. „Ég hef ekkert á móti ný- búum enda sjálf hálf- ur Tékki. Faðir minn var fyrsti tékkneski flóttamaðurinn sem kom til íslands 1948 og uppáhaldsfrændi minn lenti sjálfur í útrýmingarbúðum nasista. Hann slapp þaðan á ævintýrleg- an hátt og flutti til Ástralíu 1 kjölfarið. Þannig að það hljóta allir að sjá að ég er hvorki kynþáttahat- ari né nasisti." Helgu Þórólfsdótt- ur sem hér er vitnað < Prestor innflytjendar^ Varar við nasisma Tos.bi.ki Tqum. 5 fíÍcikU3»íW.TOfii, ! .“KKií &FffóOWZO rkki t.ib iýtalaö! Á Töfr luki þtir sid ínn- tökuin á íungö JBálttm *ru fyr ir fcrtwíftíð sumpi- aðir vríti armars ftokks jwgnar IJkit Tí»hikí 'viö- hortl Isfcs-tdiaga skurð^iðasíý rk un ísiíar aíkíðtn«ar: Rvíur pr ensíoö nxcfi ste M að hwra þctía saaw Totítiw TonWL Frétt DV um áhyggjur Toshiki Toma. til er nú verkefnis- stjóri borgarinnar um málefni nýbúa: „Það er vissulega áhyggjuefni þegar svo er komið að ís- lendingar hafi ekki þolinmæði til að hlusta á aðra en þá sem tala lýta- lausa islensku. Hitt er jafnvíst að íslendingar eru fordómafullir í garð útlendinga sem taka gjaman þann pól í hæðina að láta lítið fyrir sér fara hér á landi,“ sagði Helga Þórólfsdóttir. -EIR Formaður grænlensku heimastjórnarinnar: „íslenskur" hund- ur besti ráðgfafinn - syngur sálma með landstjóranum DV, Nuuk: „Huppur er besti ráðgjafi minn en það er vegna þess að hann er sá eini sem er alltaf sammála mér,“ segir Jonathan Motzfeldt, formað- ur grænlensku landstjómarinnar, og hlær. Jonathan heldur hund likt og starfsbróðir hans Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði til skamms tíma. Mikil vinátta er milli hunds- ins Hupps og landstjórans. Huppur sækir nafn sitt til Vestfjarða eða nánar tekið að Hjalla i Skötufirði þar sem afi og amma Kristjönu, eiginkonu Jonathans, héldu sam- nefndan hund. Þó hann eigi upp- runa sinn að rekja til Grænlands má segja að hann sé „íslenskur" sé litið til nafnsins. Hinn vestfirski Huppur þótti merkishundur á sinni tíð og þegar húshóndi hans, Kristján Guð- mundsson á Hjöllum, féll frá varð að aflifa hundinn sem yfirbugaður af sorg hvorki át né drakk. Land- stjórahjónunum þótti tilvalið að nefna hund sinn eftir hinum vest- flrska. Hundurinn Huppur er mjög fylgispakur húsbónda sínum og þegar Jonathcm, sem er fyrrver- andi prestur, tónar ákveðinn nýárssálm þá tekur Huppur undir. Jonathan segir hundinn ekki gefa hinum gamla Huppi eftir að viti og gott að bera erfið pólitísk mál und- ir hann. „Þetta er sannur félagi sem mót- mælir mér aldrei og hlustar vel,“ segir Jonathan. -rt Hundurinn Huppur ásamt húsbónda sínum, landstjóranum. Jonathan leitar gjarnan ráða hjá hundinum og þeir syngja saman sálm. DV-mynd Reynir Sómi borgarstjórnar að veði Heimiliskattaveiðarnar í Reykjavík hafa nú staðið á aðra viku. Þykja þær hafa gefið góða raun. Þeir kettir sem í búr meiri- hluta borgarstjómar hafa ratað hafa allir sem einn verið merktar kisur góð- borgara, vinir barna jafnt sem fullorðinna. Þær hafa aðeins fengið að viðra sig með hækkandi sól en hlot- ið þessi örlög. Til stóð að vísu að fanga villiketti í vesturbænum en fram til þessa hefur ekki einn ein- asti flækingsköttur ratað í búr borgarstjórnarmeiri- hlutans. Þykir kattafong- urum það að vonum sárt en fagna því þó að afla- leysið er ekki algert. Heimiliskettirnir bjarga því sem bjargað verður. Borgaryfirvöld hafa lagt metnað sinn og sóma í kattamálið. Það var kvart- að undan kattamjálmi og breimi og því varð að sinna. Sú merka nefnd borgarapparatsins, um- hverfis- og heilbrigðisnefnd, tók atlöguna gegn flækingsköttunum aö sér. Helgi Pétursson borg- arfulltrúi fór fyrir sem formaður nefndarinnar. Hann ákvað að taka kattapláguna með trompi, tvöfaldaði mannafla í vUlikattadeild borgarinnar, og lét búa til sérstök búr fyrir villidýrin. Þau sáu hins vegar við bragðinu en ekki saklausir heim- iliskettimir. Helgi harmaði það því ekki þegar félagi hans, Hrannar B. Amarsson, tók við formennskunni. Hrannar, annálaður kattavinur og eigandi þriggja katta, situr því eftir sem formaður heim- iliskattaveiðinefndar Reykjavíkurborgar. Hlut- verk Hrannars felst aðallega í því að sansa óða kattaeigendur sem sækja þurfta heimilisdýrin í Kattholt. Þar þurfa þeir að reiða fram hálft þriðja þúsund króna í hvert eitt sinn því sumir heimil- iskettir álpast í búrin oftar en einu sinni. Illar tungur segja raunar að ekkert kattavanda- mál hafi verið i borginni, að minnsta kosti ekki villikattavandamál. Það er þó ótrúlegt enda hefur ein helsta nefnd borgarinnar undirbúið veiðam- ar í langan tíma. Því er samt ekki að neita að ár- angurinn er vart boðlegur, ef aðeins er litið til flækingskattanna. Borgin hratt hinu mikla verk- efni af stað og úr því sem komið er verður ekki aftur snúið. Yfirvöld geta að vonum ekki búið við það að þegnamir geri gys að athöfhunum og eiga því þann kost einan að herða aðgerðimar. Það verður aö segja köttum i borginni stríð á hendur, herja á þá með öllum tiltækum aðgerðum. Eigi að ná til villikattanna er auðvitað hætta á nokkru falli meðal heimiliskatta en það er sú aukaverkun sem fylgir öllum stríðsrekstri. Beita verður öflugri vopnum en búrunum. Þau skila ekki tilætluðum árangri. Eftirlitsmenn verða að skríða um garða og bak við öskutunnur vel vopn- um búnir. Sómi borgarstjórnar er í veði. Hann er nokk- urra heimiliskatta virði. Það skal finnast þó ekki væri nema einn villi- köttur. Dagfari sandkorn Á spýtunum Þjóðfræðaáhugamaðurinn og uppeld- isbróðir Álftagerðisbræðra, Guðlaugur Tryggvi Karlsson, leggur nú síðustu hönd á kvikmynd sína er nefnist Heim til Hóla. Hann mun hafa myndina viða- mikla og með sögulegu ívafi þar sem riðið er inn í söguna. Meðal persóna á leið heim til Hóla eru Egill Skallagrlmsson úr Mosfellssveit, Þor- geir Ljósvetninga- goði, Jón Arason og Jónas Hallgrímsson . Þegar fé- lagi Guðlaugs í hestamennskunni, Guðni Ágústsson ráðherra, heyrði af þessu krafðist hann strax að leika Jón Arason. Nú velta Ámesingar því fyrir sér hvemig Guðni líti út á trjánum á eftir hestinum, dreginn um Kjalhraun og vötnin í Skagafirði, á Hríshálsi og þegar Líkaböng, klukkan í Hóladóm- kirkju, fer að hringja í þann mund er hersingin heldur inn Hjaltadalinn... Fleiri ellismelli Tveir aldraðir íþróttamenn komu nokkuð við sögu í íþróttunum hér heima um síðustu helgi. I Laugardals- höUinni lét hinn fertugi Alexander Ermolinskij til sín taka en hann var öðr- um fremur maöurinn á bak viö sigur Grind- víkinga á KR-ingum í úrslitaleik bikar- keppninni í körfu. Hinn var Sigurður Valur Sveinsson, handboltaþjálfari HK, sem hætti að keppa í fyrra, fertugur að aldri . Sig- urður fór í gömlu skóna í leik gegn Fram og var maðurinn á bak við sigur HK. Evrópumeistaralið Svía er háaldr- að lið og það var mikið grátið i her- búðum íslenska liðsins í Króatíu á dögunum að þeir skyldu hafa hætt á besta aldri Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson. Því heyrast raddir um að hækka eigi meðalaldur hand- boltalandsliðsins... Steini lostnar í Degi var sagt frá því að stripparar hafi sýnt framhaldsskólanemum listir sínar á dögunum. Þá rifjaðist upp frá- sögn af rauðvínskvöldi í Listaháskóla íslands sem fram fór fyrir helgi i umsjá textíldeildar. Þar eru ailir nemendur konur utan einn. Kvöldið leið á ljúfum nótum eins og við var að bú- ast. Loks var há- punktur kvöldsins kynntur og kom þá fram listdansmey af súlu- kyni sem ætlað var að erta og striða eina karlinum í hópi textílkvenna. í fyrstu var mikið hlegið og flissað i hópi kvenna sem fannst gaman að koma karlinum í opna skjöldu. Hins vegar var ekki gert ráð fyrir að dansatriðið gengi jafnlangt og raun bar vitni og munu hinar frjálslyndu textílkonur hafa starað opinmynntar og steini lostnar á það sem fyrir augu bar... Skrapp úr vinnu... Gullkom má stundum finna í minn- ingargreinum og ekki laust við að menn brosi út í annað þótt tilefnið sé ekki gleðilegt: Hér eru nokkur: „Hann skrapp úr vinnu til að fara í þrekpróf hjá Hjartavemd en þaðan kom hann liðið lík ... þegar Július tekur tösku sína fulla af góðum fyrirbænum og þakklæti og hef- ur sig til flugs af brautinni rísum við samstarfsmenn hans úr sætum og veifum til hans og þökkum fyrir sam- vemstundimar ... þeir sem guðimir elska deyja ungir. Þessi orð koma mér í huga þegar ég minnist afa. Hann var á 93. aldursári þegar hann lést... Umsjón: Gylfi Kristjánsson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.