Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Page 17
16 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 25 Sport Sport Indiana Pacers setti félagsmet í fyrrinótt þegar liöiö vann sinn 18. heimasigur í röö. Liðið hóf tímabiliö illa en hefur vaxiö ásmegin svo um munar á síöustu vikum. Indiana leiö- ir miðriðilinn og hefur þriðja besta vinningshlutfaUið i NBA^deUdinni. Þeir skírteinishafar sem ætla á und- anúrslitaleik Fram og HK í bikar- keppninni í kvöld fá miða afhenta í dag frá kl 15.00-17.00. Þess má geta að stuðningsmenn HK geta fengið far með rútu frá Digranesi sem fer klukkan 19.30 í kvöld. Nýr styrleikalisti á evrópsku liðun- um var gefinn út í gær. Lazio situr áfram í efsta sæti en AC Milan færð- ist upp um tvö sæti og er annað í röð- inni. Juventus er áfram í þriðja sæti en Bayern Múnchen féU úr ööru í það fjórða. AS Roma er í fimmta sæti og Manchester United í þvi sjötta. Franski varnarmaðurinn Bixente Lizarazu hjá Bayern Múnchen verð- ur fjarri góðu gamni vegna meiðsla í kvöld gegn Bayer Leverkusen. V!f Kirsten verður ekki með Leverkusen vegna hnémeiðsla. Luiciano Spalletti var í gær öðru sinni á sama tímabili rekinn úr starfi sem þjálfari 1. deUdarliðs Venezia. Brottvikningin kemur í kjölfar, 5-0, taps gegn Roma um síöustu helgi. Francesco Oddo, fyrrum þjálfari Sal- ernitana, tekur við Venezia-liðinu. Sagan endalausa um Stan Collymore er að taka enda og nú er ákveðið að hann fer frá Aston Villa tU Leicester. Félögin hafa komist að samkomulagi og veröur Leicester að greiða ViUa 500 þúsund pund ef CoUymore nær því að leika 50 leiki fyrir Leicester. Það er því nokkuö ljóst að enn þreng- ir að Arnari Gunnlaugssyni hjá Leicester og virðist hann litla framtíð eiga hjá félaginu. Nú er ljóst að Steffen Iversen, fram- línumaður Tottenham, leUcur ekki meö liðinu næstu vikurnar. Norð- maðurinn meiddist á ökkla í leik með Tottenham um síðustu helgi og er fjarvera hans mikið áfaU fyrir Totten- ham enda er Iversen markahæsti leikmaöur liðsins á leiktíðinni. -JKS/SK ^ Handbolti: Átta félög í leikbann? Eins og komið hefur fram í DV er fjárhagsleg staða margra handknattleiksdeilda félaganna i Nissandeildinni gríöarlega erfið svo vægt sé til orða tekið. Átta félög í Nissandeildinni hafa ekki getað greitt Hand- knattleikssambandi íslands það sem sambandinu ber, t.a.m. í keppnisgjöld, og samkvæmt heimildum DV nemur heildar- upphæðin um 8 milljónum króna. Nú er þolinmæði HSÍ þrotin og félögin sem ekki verða búin að gera hreint fyrir sínum dyrum fyrir næstu helgi fá ekki að leika í deildinni. Fjárhagur HSÍ er bágur og sambandið má ekki viö því að félögin trassi að greiða skuldir sínar. -SK NBA-DEILDIN Úrslit í nótt: Toronto-Atlanta ..........109-88 Carter 36, Christie 16, Curry 14 - Mutombo 22, Rider 12, EUis 9. New Jersey-Boston........131-113 Van Horn 30, Marbury 30, Gill 19 - Walker 27, Pierce 17, Anderson 16. San Antonio-Seattle.......79-77 Duncan 22, Robinson 19, Johnson 8 - Baker 18, Payton 17, Barry 12. Houston-Cleveland .........91-83 Anderson 23, WUliams 17, Thomas 14 - Kemp 23, MUler 21, Murray 14. Phoenix-Vancouver.........94-76 Longley 20, hardaway 13, Gugliotta 12 - Dickerson 19, Rahim 13, Bibby 12. Sacramento-Chicago.......119-80 Webber 22, Anderson 19, Divac 16 - Brand 25, Kukoc 12, Hawkins 9. Patrekur Jóhannesson: Nettelstedt og Hameln með tilboð - hann sýnir þeim ekki áhuga Patrekur Jóhannesson, landsliðsmaður i hand- knattleik, sem undanfar- in ár hefur leikið með þýska liðinu Tusem Essen hefur undir hönd- um tilboð frá Nettelstedt, sem leikur í bundeslíg- unni og 1. deildarliðinu Hameln. Patrekur sagði að áhugi hans fyrir þessum tilboðum væri ekki tak- markaður. Hann mun í næstu viku setjast niður með Klaus Schorn, for- seta Essen, og þá ætti að koma i ljós hver framtíð Patreks er hjá félaginu. Patrekur hefur verið óánægður með veru sína hjá Essen og lengst af eingöngu tekið þátt í varnarleik liðsins. Hann vill komast til liðs þar sem hann fær einnig að njóta sin í sókninni. -JKS Uppgjör í þýsku knattspyrnunni í kvöld: Leverkusen vinnur okkur aldrei heima - segir Uli Höness, framkvæmdastjóri Bayern Sannkallað uppgjör fer fram í lýsku Bundeslígunni í knatt- spymu í kvöld en þá leiða saman íesta sina tvö efstu lið deildarinn- ir Bayern Múnchen og Bayer Leverkusen. Liðin er jöfn að stig- im en Bæjarar teljast ofar á betra narkahlutfalli. Mikil spenna rikir fyrir þessum lag og verður hvert sæti skipað á ilympíuleikvagnum i Múnchen. Uli Höness, framkvæmdastjóri Bayern, var ekkert að skafa af hlutunum í gær og sagði að Leverkusen myndi ekki takast að leggja Bæjara að velli í Múnchen. Þess má geta að Leverkusen hef- ur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Bæjara í Múnchen en 11 ár eru síðan að lið- ið vann þar síðast sigur. -JKS Enski boltinn í gærkvöld: Eiður með sigurmark - og Bolton vann en Stoke tapaði Eiður Smári Guðjohnsen reyndist Bolton betri en enginn í gærkvöld er hann skoraði sigurmark liðsins. Bolton mætti þá Port Vale á útivelli og var mark Eiðs Smára eina mark leiksins. Eiður Smári fékk þrjú önnur góð tækifæri til að skora en tókst ekki. Mikið rok setti mark sitt á leikinn og var hann lítið fyrir augað. Guðni Bergsson lék allan leikinn í vöm Bolton. Stoke City, undir stjóm Guðjóns Þórðarsonar, tapaði á heimavelli Luton Town, 2-1. Stoke var yfir i leikhléi en Luton jafnaði fljótlega í siðari hálfleik eftir þunga sókn. Það var svo á sömu mínútunni sem Eiður Smári var að skora og tryggja Bolton sigurinn gegn Port Vale í 1. deildinni að Luton Town skoraði sigurmarkið. Gengi Stoke er dapurt þessa dagana. Brynjar Bjöm Gunnarsson lék allan leikinn en þeir Sigursteinn og Einar Þór ekki í leikmannahópnum. -SK Knattspyrnusamband íslands stendur vel: 36 milljónir - í hagnað á síðasta rekstrarári Eggert Magnússon, formaður KSf, gat ekki annað en brosað út í bæði eyru á blaðamannfundi á skrifstofu KSÍ i gær en þá var til- kynnt um 36 milljón króna hagnað hjá sambandinu á síðasta ári. Hagnaður af reglulegri starfsemi var þó aðeins tæpar 4 milljónir en með tilliti til fiármagnsliða og af- komu Laugardalsvallar var hagn- aðurinn rúmum 38 milljónum betri en árið á undan þegar sam- bandið kom út í 2 milljón og 650 þúsund króna mínus. 12 tíma veisla Á sama blaðamannafundi var tilkynnt um þriggja ára samning KSÍ við Reykjanésbæ um afnot af nýju knattspymuhöllinni í bæn- um fyrir leiki í deildabikarkeppni karla og æfingar fyrir landslið en það verða Keflavík og ÍR sem leika fyrsta opinbera deildabikarleikinn þar þegar þau mætast í Reykjanes- höllinni 3. mars. Strax á eftir leika íslands- og bikarmeistarar KR-inga við Njarð- vík en daginn eftir fer fram 12 tíma knattspyrnuveisla ,í nýju höllinni því alls 6 leiki munu fara fram frá því klukkan 10 um morg- uninn til tíu um kvöldið og verð- ur þar með lengsta samfellda notk- un á sama leikvellinum í sögu ís- lenskrar knattspymu. Nýtt framfaraskeið Eggert Magnússon segir þennan samning byijun á nýju framfara- skeiði i íslenskri knattspyrnu og líkti því við tilkomu fyrsta gras- vallarins 1959 og fyrsta gervi- grasins, 1985. -ÓÓJ Afall hjá Celtic Celtic tapaði í gær, 3-1, a heimavelli fyrir 1. deildarliðinu Invemess Caledonian Thistle í þriðju umferð skosku bikarkeppninnar. Þessi úrslit verða teljast eitt mesta áfall í 113 ára sögu félagsins og líklegt er að John Barnes, knattspyrnustjóri Celtic, sé orðinn valtur í sessi. karkeppni kvenna í handbolta í gær: 'furliði að Hlíðarenda í gær Valur i urslit i sjötta sinn Valskonan Sigurlaug Rúnarsdóttir skorar eitt af sex mörkum sínum án þess að þær Anna Blöndal og Nína K. Björnsdóttir hjá Stjörnunni komi vörnum við. Valskonur komust í úrslit í sjötta sinn með 27-22 sigri og mæta þær Gróttu/KR 19. febrúar í Höllinni. DV-mynd Hilmar Þór Valur hafði öll völd gegn Stjörn- unni í undanúrslitum bikarkeppninn- ar, en liðin mættust að Hlíðarenda í gær. Valur byrjaði leikinn af miklum krafti og hafði þriggja marka forskot eftir tæplega 10 mínútna leik, 4-1. En Stjaman kom sterk inn i leikinn, jafn- aði 7-7 en náði aldrei að taka foryst- una og leiddi Valur 14-12. Baráttan og viljinn Valur sýndi mátt sinn og megin i seinni hálfleiknum, liðið lék skipu- lagðan og skemmtilegan handknatt- leik þar sem baráttan og viljinn til að komast í úrslitaleikinn geislaði af lið- inu. Brynja Steinsen fyrirliði var langbest i liði Vals, skoraði 6 mörk, átti Qölmargar stoðsendingar og varði eins og berserkur í vörninni. Einnig áttu Gerður Beta Jóhannsdóttir og Sigurlaug R. Rúnarsdóttir góðan leik, likt og reyndar Valsliðið allt. Á sama tíma náði Stjaman aldrei takti við leikinn. Aðeins Nína K. Björnsdóttir og Guðný Gunnsteins- dóttir léku af getu, aðrir leikmenn náðu sér engan veginn á strik og mun- aði þar mestu að Ragnheiður Stephen- sen skoraði aðeins tvö mörk í leikn- um, og munar um minna. „Við vorum staðráðnar í að standa okkur í þessum leik enda höfum við ekki verið að sýna okkar besta leik í janúar. Það verður frábært að mæta Gróttu/KR í úrslitunum," sagði Brynja Steinsen, fyrirliði Vals. Vonbrigði „Ég varð fyrir mjög miklum von- brigðum. Mér fannst við vera vel stemmdar fyrir þennan leik, en ein- hvern vegin datt botninn úr leik okk- ar og ég kann enga skýringu á þvi. Fyrri hálíleikurinn var allt í lagi en svo gerist eitthvað í seinni hálfleikn- um. Við náum aldrei að vinna maður á móti manni og töpum leiknum á því,“ sagði Guðný Gunnsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar. Mörk Vals: Gerður Beta Jóhannsdóttir 7/3, Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir 6, Brynja Steinsen 6/1, Anna Steinsen 3, Ama Gríms- dóttir 2, Hafrún Kristjánsdóttir 2, Eivor Pála Blöndal 1. Varin skot: Berglind íris Hansdóttir 13, Alda Hrönn Jóhannsdóttir 1/1. Mörk Stjörnunnar: Nína K. Bjömsdótt- ir 9/2, Guðný Gunnsteinsdóttir 4, Margrét Vilhjálmsdóttir 2, Anna B. Blöndal 2, Ragn- heiður Stephensen 2, Sigrún Másdóttir 1, Inga Steinunn Björgvinsdóttir 1. Varin skot: Sóley Halldórsdóttir 12/2, Lijana Sad- son 2. -ih Grótta/KR í úrslit í fyrsta sinn • • Jóhann Ingi Gunnarsson spáir í undanúrslitaleikina í handboltanum: Onnur lögmál ÍR-stúlkur voru Gróttu/KR allt annað en auðveldur mótherji í und- anúrslitaleik liðanna í gær. Baráttuglaðar stúlkur úr Breið- holti málaðar í stríðsmannastíl héldu Gróttu/KR við efnið allt fram í miðjan seinni hálfleik er heima- stúlkur sigu fram úr og tryggðu sér 6 marka sigur, 23-17. ÍR byrjaði vel, komst meðal ann- ars í l^í, en Grótta/KR jafnaði flótt og þrjú mörk í röð fyrir hálfleik skilaði þiggja marka forustu í leik- hléi, 10-7. í seinni hálfleik hafði Grótta/KR ávallt frumkvæðið en kláraði ekki leikinn fyrr en síðustu 10 mínútumar. Hjá ÍR börðust allar saman sem einn maður, níu skoruðu og Jenný Ásmundsdóttir varði vel, 11 af 23 fyrstu skotum Gróttu/KR en hélt ekki út og Grótta skoraði 10 mörk úr 12 síðustu skotum stnum. Hjá Gróttu/KR fór sóknin fyrst að ganga þegar Eva Hlöðversdóttir kom inn i leikstjómendahlutverkið í seinni hálfleik og Eva átti stoðsendingar í 6 af síðustu 10 mörkum Gróttu/KR og Jóna Björg raðaði inn þrumuskotum, gerði alls 6 af 7 mörkum af 9 metrunum. Ágústa dró vagninn yfir erfiðar upphafsminútur. Mörk Gróttu/KH: Jóna Björg Pálma- dóttir 7, Ágústa Edda Bjömsdóttir 5, Ragna K. Sigurðardóttir 3, Alla Gokorian 3, Eva Þórðardóttir 2, Edda Hrönn Krist- insdóttir 1, Kristín Þórðardóttir 1, Selma Grétarsdóttir 1. Varin skot: Fanney Rún- arsdóttir 15. Mörk ÍR: Ingibjörg Jóhannsdóttir 4, Katrín Guðmundsdóttir 4, Inga Jóna Ingimundardóttir 2, Hrund Sigurðardótt- ir 2, María Másdóttir 2, Anna M. Sigurð- ardóttir 1, Björg Fenger 1, Jóna Ragnars- dóttir 1, Áslaug Þórsdóttir 1. Varin skot: Jenný Ásmundsdóttir 11. -ÓÓJ Undanúrslit í bikarkeppni HSÍ - hallast Stórleikir verða í handboltanum í kvöld þegar undanúrslitaleikirnir í karlaflokki fara fram. Annars vegar eigast við Fram og HK og hins vegar Víkingur og Stjarnan og hefiast báðar viðureignimar klukkan 20.30. Það verður ekkert gefið eftir á báðum víg- stöðvum enda mikið í húfi, sæti í sjálfum úrslitaleiknum sem verður í Laugardalshöllinni um aðra helgi. Jóhann Ingi Gunnarsson, marg- reyndur þjálfari og mikill handbolta- spekúlant fékkst til að spá í leiki kvöldsins og segir hann engan vafa á því að barátta og spenna muni ein- kenna leiki kvöldsins. Heimavöllurinn sterkur það sé kominn einhver með- byr með HK með tilkomu Sigurðar Sveinssonar en á sama tíma verða Framarar fyrir því að tapa fyrir HK í deildinni um síðustu helgi. Ég held að Framarar geri sér grein fyrir því að þeir verða að gera eitthvað í bikam- um. Þeir hafa líklega misst af lestinni hvað varðar deildarbikarinn þannig að það verður mikilvægt fyrir þeirra stolt og framhaldið allt i deildinni að vinna sigur í kvöld. Það yrði mjög erfitt fyrir þá að glima við þá stað- reynd kannski að tapa fyrir sama lið- þó að því að Fram og Stjarnan fari í úrslitin inu í deild og bikar á nokkrum dög- um. Ég á svona frekar von á því að Fram merji sigur. í öllu falli verður viðureignin tvísýn en þarna eru á ferð lið sem geta hæglega unnið hvort annað. Heimavöllurinn ætti skilyrðislaust að leika stórt hlut- verk í þessum leik,“ sagði Jóhann Ingi. „Um leikinn í Víkinni má segja að ef þetta væri ekki leikur í bikar yrði viðureignin klárt dæmi fyrir Stjöm- una. Bikarkeppnin hefur hins vegar sín lögmál sem eru afskaplega ein- kennileg stundum," segir Jóhann Ingi. getur komið fyrir getur það reynst þeim Efallt gengur upp hjá Stjörnunni þá klárar hún þennan leik. Mitt mat er þvi að til úrslita i keppninni leiki Fram og Stjarnan. Fram er gamalt stórveldi í hand- boltanum og það yrði gaman fyrir fé- lagið að komast í alvöruúrslitaleik. Sfiaman hefur ágæta hefð á bak við sig og Víkingar eiga ennfremur forna frægðarsögu aftur í tímann og Þor- bergur Aðalsteinsson var hluti af því tímabili. Þannig að í bikarkeppninni getur allt gerst en ef ég á að spá þá er það mín tilfinning að Fram og Stjarn- an fari áfram. Það er hægt að ná upp rosalegri stemmningu og óvæntu hlutimir geta gerst og þess vegna getur þetta orðið alveg öfugt, bara vegna þess að þetta er bikarkeppni," sagði Jóhann Ingi Gunnarsson í spjallinu. -JKS Þorbergur er laginn í því að finna stemmningu „Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari Víkings, er mjög laginn í því að finna stemmningu fyrir leiki sem þessa. Hann er mjög góður á svona lið með unga og friska stráka. Hann getur verið sannfærandi og hann á örugg- lega eftir að fá þá vel á tærnar. Stjömumenn em með mjög gott lið og hafa lengi haft lið sem á að gera stóra hluti. Reyndar hefur verið talað um það í mörg ár en þegar öllu er á botninn hvolft þá em þeir liklegri gegn Víkingum sem sýnd veiði en ekki ge Út frá getu, á Stjarn að vinna en ef hugai farið er ekki rétt eins í handknattleik karla kl. 20.30 í Framhúsinu í Safamýri. Mætuxn öll og styðjum okkar menn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.