Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 33 Myndasögur Fréttir Kaup Akraneskaupstaöar á stúkuhúsinu innsigluö. Frá vinstri: Þorgils Stef- ánsson, Höröur Pálsson, Gísli Gísiason, bæjarstjóri á Akranesi, og Helga Helgadóttir. DV-mynd Daníel 100 ára stúkustarf heyrir sögunni til: Útgerðarrisinn var fyrsti æðstitemplar DV, Akranesi: í vikunni voru undirritaðir samn- ingar á milli Akraneskaupstaðar og góðtemplarastúkunnar Akursblóms um kaup þess fyrrnefnda á húsnæði stúkunnar. Félagar stúkunnar Akurs- blóms eru allir komnir á efri ár og engin endurnýjun hefur orðið í stúkunni og vildu félagarnir hætta starfínu með reisn. Stúkuhúsið var tekið í notkun í febrúar 1950 og hafði áður verið notað sem útihús. Fyrsta stúkufélagið var stofnað árið 1887 og hét það Vorblóm- ið. Árið 1898 var annað félag stofnað og hét það Akurlilja . Akurlilja og Vorblómið voru síðan sameinuð í Ak- ursblóm þann 17. nóvember 1910. Dagsetning á stofnuninni er engin tilviljun því að fyrsti æðstitemplarinn í Akursblómi var Haraldur Böðvars- son útgerðarmaður sem stofnaði HB&Co þann 17. nóvember 1906 er hann festi kaup á sínum fyrsta báti, Helgu Maríu. -DVÓ Leifssafn í Búðardal: Óskað eftir meira fé DV, Dalabyggð: í fjárlögum Alþingis á yfirstand- andi ári er gert ráð fyrir 20 millj- ón króna framlagi til að ljúka upp- byggingu að Eiríksstöðum. Jafn- framt eru 10 milljónir ætlaðar til að helja byggingu Leifssafns í Búð- ardal. Forsætisráðherra, menntamála- ráðherra og fjármálaráðherra hafa verið send erindi þar sem óskað er eftir viðræðum um áframhaldandi fjármögnun verkefnisins. Ánægja er með góðar viðtökur fjárveit- ingavaldsins við beiðnum sveitar- félagsins um stuðning við hin ýmsu verkefni. -DVÓ Húnaþing: Barátta gegn fíkniefnum DV, Húnaþingi: Lögreglan á Blönduósi hefur látið útbúa bækling um fíkniefnamál og byrjaði í dag að dreifa honum á öll heimili í umdæminu, sem nær yfir báðar Húnavatnssýslur. í bæklingn- um eru margar gagnlegar upplýs- ingar um fikniefni og afleiðingar af vímuefnaneyslu. Kristján Þor- björnsson, yfirlögregluþjónn á Blönduósi, sagöi í samtali við DV að lögreglan yrði vör við fikniefni í auknum mæli í héraðinu og þess vegna hefði verið ákveðið að gefa þessum málaflokki aukinn gaum og reyna að leggja sitt af mörkum til þess að spoma við þessum vágesti. í bæklingnum er upptalning á helstu fikniefnunum, lýsing á þeim og afleiðingum af neyslu þeirra. Þar er hvatning til fólks um að hafa samband við lögreglu ef það verður vart við þessi efni í gangi og skýrt er út hvað nafnleynd þýðir. Fjöl- margt fleira kemur fram í bæk- lingnum. Lögreglumenn munu fara með þennan bækling í alla skóla héraðs- ins og þar munu þeir kynna fyrir nemendum í 8-10 bekk þá vá sem neysla fíkniefna er. -MÓ Blaðbera vantar í eftirtaldar qötur: Austurbrún Njálsgötu Norðurbrún Grettisgötu Áhugasamir hafi samband við afgreiðslu blaðsins í síma 550 5777.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.