Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Page 28
36 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 T>V onn Ummæli Sækja og ekki sækja „Maður er oft spurður hvort liðið manns ætli að sækja í hinum og þessum leiknum og i við þvi er einfalt , svar því liðið sækir ^ þegar það er með boltann. Það er ekki enn búið að finna leið til að sækja þeg- ar mótherjinn er með botann." Atii Eðvaldsson landsliðs- þjálfari, í Morgunblaðinu. Ræktarstöðvar „Kirkjan er trúræktarstöð sem skiptir ekki síður máli en líkamsræktarstöð varnar. “ Örn Bárður Jónsson prestur, ÍDV. Grunntónninn er sá sami í nasismananum „Þetta getur þróast í ranga átt og endað með skelfingu. 1 þess- ari þróun má finna sama grunntóninn og í nasisma Hitlers í Þýskalandi." Toshíki Toma prestur, um for- dóma gagnvart þeim sem tala ekki lýtalausa islensku, í DV. Landsliðsmenn sem eru ekki landsliðsmenn „Því miður eru í landsliðinu leikmenn sem hafa margsann- að að þeir eru ekki landsliðs- menn.“ Brynjar Harðarson, fyrrv. handknattleiksmaður, í DV. Náttúruperlur „Náttúruperlur þurfa ekki að vera í vondum höndum komist þær í eigu einstak- linga, ríkið fer ekki endilega bet- ur með landið en einstaklingar, það sjáum við í virkjana- og stór- iðjustefnu ríkisstjórnarinnar.“ Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur, í Degi. Landgræðsla og lífrænn úrgangur „Það liggur ljóst fyrir að Sorpa lítur ekki á sig sem land- græðslusamtök. Á sama hátt hafa aðilar eins og Landgræðsl- an ekki litið á sig sem sorp- hirðufyrirtæki. Það hefur gert að verkum að þetta að taka líf- rænan úrganga og nýta hann til landgræðslu, hefur ekki komist á vegna þröskulda í stjómkerfinu." Björn Guðbrandur Jónsson, hjá Gróður fyrir fólk í land- námi Ingólfs, í Degi Gylfi Árnason, fjármálastjóri Kaupfélags Borgfirðinga: Ein fjallaferð á ári heldur manni við efnið DV, Borgarnesi: „Mér líst alveg ágætlega á að takast á við nýja starfið," segir Gylfí Ámason, nýráðinn ijármála- og skrifstofustjóri Kaupfélags Borgfirð- inga í Borgamesi. Gylfi tók um ára- mótin við starfinu af Georg Her- mannssyni sem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hymunnar í Borgamesi. „Starf fjármálastjóra er viðbót við mitt fyrra og áframhald- andi starfssvið í tengslum við um- sjón tölvumála og áætlanagerðar hjá deildum KB og dótturfélögum þess. Það sem að minu mati gerir starfið áhugavert er að yfirleitt kemst mað- ur ekki nær því að halda um púlsinn á fyrirtækjum en að reyna hafa stjóm á peningalegu og upplýsinga- legu flæði þess. Upplýsingavæðing fyrirtækja er oftar en ekki þyrnum stráð og fjármálastjórn er sjaldnast dans á rósum svo eitthvað á þetta eftir að hreyfa við manni á stund- um.“ Gylfi er viðskiptafræðingur frá Há- skóla íslands 1989 og fór haustið 1997 í mastersnám þegar fyrst var gefinn kostur á því í viðskiptadeildinni. „Á árinu 1998 tók ég hluta af masters- náminu við Verslunarháskólann í Árósum. Það var skemmtilegur og áhugaverður tími. Ég fór með fjöl- skylduna í þessa „siglingu" og höíðu allir gagn og gaman af dvöl- inni hver á sinn hátt. Ég hef komið víða við sem getur bæði verið kost- ur og galli. Ég er búinn að vera lið- lega eitt ár hjá KB, þrjú ár fram- kvæmdastjóri hjá Afurðastöðinni í Búðardal, eitt ár hjá DV-mynd: Daníel Olís og þar áður hjá Aðalbókhaldi SíS og síðar hjá dótturfélagi þess, Jötni hf.“ Hvemig sérðu KB fyrir þér í fram- Maður dagsins tíðinni? „Borgames er alveg einstaklega vel staösett til að reka verslun og ýmsa þjónustustarfsemi. Því verður ekki annað séð en að nýjar höfuð- stöðvar við þjóð- braut, sem koma til með að hýsa aðal- verslun KB, auk margara annarra verslana, geti gert það virki- lega gott í framtíðinni. Ég hef verið áhugamaður um knattspyrnu frá þvi að ég man eft- ir mér og þótti efnilegur leikmaður. Nú snýst knattspymuáhuginn helst um frammistöðu sonanna sem æfa með Skallagrími. Ég leik badminton og hleyp reglulega. Ég fer í eina fjalla- ferð á sumri með góðum félögum frá menntaskólaárunum. Þessar fjalla- ferðir gera kröfu um maður sé þokkalegu formi, annars lendir mað- ur í vandræðum, og slíkt lætur mað- ur ekki gerast nema einu sinni. Það verður þó að segjast eins og er að það gefst ekki mikill tími til tómstunda þegar maður er í krefjandi starfi og á þrjú börn. Ferðalög til útlanda hafa yfirleitt mótað sumarfrí fjölskyld- unnar síðustu ár, það er afskap- lega notalegt að fljúga af skerinu við og við.“ Eiginkona Gylfa er Guðrún Vala Elísdóttir, mannfræðingur og kennari í Grunnskólanum í Borgarnesi. Hún stundar einnig nám við framhaldsdeild Kenn- araháskóla Islands. Þau eiga þrjú böm: Sölva, f. 1988, Nökkva, f. 1989, knattspymuáhugamenn og Liverpool-aðdáendur, og Salvöru Svövu, f. 1997, og, að eigin sögn, heldur hún líka með Liver- pool. Borg og náttúra Umhverfis- og byggingar- verkfræðiskor verkfræði- deildar Háskóla íslands heldur máistofu á morgun kl. 16 að Hjarðarhaga 2-6, stofu 158. Á fundin- um mun Trausti Valsson skipulags- fræðingur segja frá bók sinni, Borg og náttúra, sem komin er út hjá Háskólaút- gáfunni. Bókin er Trausti skrifuö í tengslum Valsson. við þema Menning- arársins, Menning og nátt- úra, og fjallar um hvemig skipulag borgarinnar og borgmenning getur eflst af nánum tengslum við náttúr- una. Reykjavík er umlukin fögrum og hreinum nátt- úrusvæðum - strönd og hafi með sundum og eyjum og víðáttumiklu baklandi með heiðum, vötnum og fjöllum. Lykiiatriði til að náttúran og borgin nái aö tengjast og varpa ljóma á hvort annað er að jaðram- ir, þar sem borgin mætir náttúrunni, t.d. ströndin og jað- ar borgarinnar inn til landsins, séu beint aðgengilegir fyrir íbúðarbyggð og útivist. Að loknu inngangserindi Trausta munu Páll Skúlason rektor og Pétur H. Ármannsson arki- tekt segja nokkur orð og taka síðan þátt í pall- borðsumræðum með frum- mælandanum um þema fundarins. Myndgátan Kollsteypa Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsorði. Jan Opalach syngur í Lúkretía svfvirt. Hádegistónleikar Á tónleikum i íslensku óper- unni í dag kl. 12.15 flytur Jan Opalach, bass-barítón, lög eftir Charles Ives og Carl Loewe, ásamt píanóleikaranum Gerrit Schuil. Tónleikamir standa yfir í u.þ.b. 35 mínútur. Jan Opalach syngur hlutverk Júníusar í uppfærslu Is- lensku óperunnar á óperu Benja- mins Brittens, Lúkretía svívirt, undir stjóm Gerrit Schuil. Jan Opalach hefur sungiö víða og á verkefnaskrá hans eru jafnt alvarleg sem grínhlutverk ópem- bókmenntanna. Hann er tíöur gestur við New York City Opera. Einnig hefur------------- hann sungið Tónleikar i Metropolit-____________ an-ópemnni og öðmm þekktum óperuhúsum í Bandaríkjunum og utan þeirra. Jan Opalach vann til fyrstu verðlauna i hinni virtu söngvakeppni sem kennd er við Walter M. Naumburg og einnig í alþjóölegri keppni í Hertogen- bosch í Hollandi. Fjölmargar hijóðritanir hafa komið út með söng hans Gerrit Schuil hefur búið og starfað hér á landi undanfarin ár og tekið virkan þátt í tónlistarlífi íslendinga, bæði sem píanóleikari og hljómsveitarstjóri. Bridge Þegar þetta spil kom fyrir í stóru peningamóti i tvímenningi í Dan- mörku á dögunum sáust tölur af öllu tagi. Botninn í NS kom í hlut parsins sem spilaði 5 lauf í NS!? Suður var á leiðinni í hálf- eða alslemmu í rauð- um lit og stökk í fimm lauf til að sýna eyðu í þeim lit. Norður mis- skildi þá sögn og passaði, suðri tfl lítillar gleði. En toppurinn í NS kom eftir mikfl átök í sögnum, vestur gjafari og aflir á hættu: * G5 <4 ÁD9 * Á1054 * KD43 KD964 8 8 1098765 N v A 4 Á108 W K10754 ♦ KDG96 * - 732 » G632 ♦ 732 * ÁG2 Vestur Norður Austur Suður 24 dobl pass 3* pass 4* pass 4 4 pass 54 pass 5 grönd pass 6» pass 7 4 pass p/h pass dobl redobl Opnun vesturs var „tartan-sagn- venjan“, eða öðru naíni Jón og Sím- on eins og fleiri kannast við, 5 spað- ar og minnst 4 spO í láglit til hliðar og undir opnunarstyrk. Suður sagði þrjá spaða tO að sýna tvOita hönd sína og sýndi síð- an tígul og hjarta með fjögurra tígla sögn sinni. Fimm grönd var spuming um ása og 6 hjörtu sýndu tvo ása og tromp- drottningu. Suð- ur gat ekki verið viss um hvora ásana hann átti en skaut á 7 tígla. Austur sá að vömin gat hugsanlega tekið slag á lauf og doblaði tO að fá vestur til þess að spOa út í litnum. Suður var nokkuð viss um að austur ætti ás i laufi og redoblaði. Vestur spOaði hlýðinn út laufi en sagnhafi var ekki í vand- ræðum með að taka 13 slagi. Fyrir 7 tígla redoblaða á hættunni þáði hann 2660 í sinn dáik. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.