Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Page 21
I
FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000
Fréttir
Homfirðingar funda með vamarliði og utanríkisráðuneyti:
Viljum frekar fleiri störf:
|
I
i miklu úrvali
Friform
HÁTÚNI6A (í húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420
Mengandi öskuhaugar
og asbestkofar hverfi
- varnarliðið hugsar úrræði fram á vor
DV, Hornafirði:
Pau fengu viðurkenningu frá stjórn Hitaveitu Suöurnesja.
Hitaveita Suðurnesja 25 ára:
Þriggja milljarða orkuver
Mörg ár eru síðan vamarliðið
fór af Stokksnesi og húsin hafa síð-
an staðið auð og án alls viðhalds,
að frátöldu húsi þar sem Ratsjár-
stofnun er með sína starfsemi.
Öskuhaugar og asbestklædd hús
valda Hornfirðingum áhyggjum.
Bæjarráð Homafjarðar hélt nýlega
fund á Hótel Höfn með fulltrúum
utanríkisráðuneytisins, vamar-
málaskrifstofu og Ratsjárstofnun-
ar. Einnig kom fulitrúi frá Heil-
brigðiseftirliti Suðumesja og full-
trúar vamarliðsins. Efni fundarins
voru málefni tengd mannvirkjun-
um á Stokksnesi og hugsanleg
mengtm frá gömlu ruslahaugunum
þar og eins hvort hugsanlegt væri
að asbestmengun væri í bygging-
unum.
Bæjarráð benti á slysahættu
vegna bygginga á Stokksnesi
vegna foks og lýta í landslaginu og
var spurt um möguleika á notkun
á þeim eða þær væm rifnar og fjar-
lægðar. Áhersla var lögð á að þetta
svæði hefði talsvert aðdráttarafl
fyrir ferðamenn og því áríðandi að
umgengni þar væri tii sóma. Bæj-
arfélagið hefur ekki áhuga á að
nýta byggingamar en einstakling-
Frá Stokksnesi. Mörg húsanna eru farin aö láta á sjá og ekki vanþörf á heiidarúrbótum á svæðinu sem er fallegt og
höfðar til útivistarfólks. Þessar myndir voru teknar á velmektardögum stöðvarinnar fyrir fimmtán árum, en eins og
sjá má er umhverfið tignarlegt. DB-mynd PK
ar hafa sýnt áhuga á einhverjum
húsum þarna. Talsmenn varnar-
liðsins sögðu að vænta mætti til-
lagna frá þeim í vor varðandi
lausn þessa máls, bæði hvað varð-
ar ónotuðu mannvirkin og það
svæði sem úrgangur hefur í gegn-
um tíðina verið losaður á.
-JI
DV, Suðurnesjum:
Hitaveita Suðumesja framleiðir
raforku vel umfram það sem íbúar
svæðisins þurfa - fyrirtækið hefur
stóraukið afkastagetu sína og fram-
leiðir inn á landskerfið. „Við seljum
rafmagnið ódýrt og kaupum það
dýrt aftur, þannig er þetta á pappír-
unum,“ sagði Júlíus Jónsson, for-
stjóri Hitaveitu Suðumesja. Fyrir-
tækið skilar framleiðslu sinni í
Hamranesi við Krýsuvíkurveg, þar
enda línur Hitaveitu Suðurnesja og
Landsvirkjun tekur við orkunni.
„Við erum að endurbyggja gamalt
og úrelt og í leiðinni nýtum við okk-
ur þá reynslu og þekkingu sem við
höfum náð á tímabilinu og stórauk-
um afkastagetu, sérstaklega á raf-
magni en líka í varma,“ sagði Júlí-
us Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suð-
umesja.
Um áramótin voru liðin 25 ár frá
stofnun Hitaveitu Suðumesja. Á af-
mælishátíð fyrirtækisins, sem hald-
in var í Eldborg í Svartsengi, var
formlega tekið í notkun 30 mega-
vatta orkuver, Orkuver 5. Heildar-
kóstnaður vegna framkvæmdanna
nemur um þremur milljörðum
króna.
Stöðvarhús ásamt tengibyggingu
Börnin tvö, Viktoría Á. Halldórsdóttir
orkuverið við hátíðlega athöfn.
eru um 4000 fermetrar. Vél Orku-
vers 5 er frá Fuji Electric framleidd
í Kawasaki í Japan og framleiðslu-
geta rafala er 30 MW og hámark 31,5
MW. Endanleg verklok nýja orku-
versins eru áætluð um mitt næsta
sumar þegar frágangi lóöa lýkur. Þá
voru boraðar fjórar holur á Svarts-
engissvæðinu, ein gufuhola 448 m
djúp og tvær tvífasa holur 1855 og
1600 m djúpar, auk þess sem boruð
var ein niðurdælingarhola, 1260 m.
Garðar Gíslason úr Njarðvík, ræstu
Ljósmyndir Oddgeir Karlsson
Hitaveita Suðumesja var áður
með 10 gufuhverfla í rekstri í
Svartsengi með ástimplað afl 16,4
MW auk hverfils á Reykjanesi sem
er 0,5 MW og var áæ'tluð fram-
leiðslugeta um 130 GWst.
Upphaf raforkuframleiðslu Hita-
veitu Suðurnesja má rekja aftur til
ársins 1978 en þá var gangsettur
fyrri hverfill af tveimur 1 MW AEG
gufuhverflum en þeir voru ein-
göngu ætlaðir til eigin nota. -AG
og
I BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
I BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík
Gylfaflöt 32
í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og bygging-
arlaga er hér með auglýst til kynningar tillaga um
stækkun lóðarinnar Gylfaflöt 32.
Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipulags- og
Byggingarfulltrúa, Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl.
10:00 - 16:00 frá 18. febrúartil 17. mars 2000.
Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til
Borgarskipulags eigi síðar en 30. mars 2000.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan
tilskilins frests, teljast samþykkir.
Stækkun Norðuráls:
Skapar 50
ný störf
DV, Grundartanga:
Framkvæmdir við stækkun ál-
vers Norðuráls á Grundartanga úr
60.000 tonna ársframleiðslu í 90.000
tonn ættu að hefjast á vormánuðum.
Að sögn Tómasar Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra tækni- og um-
hverfissviðs Norðuráls á Grundar-
tanga, áttu framkvæmdir að hefjast
um áramót, en hafa tafist lítiilega.
„Þó má segja að verkefhið sé kom-
ið í fúllan gang þar sem búið er að
semja við Landsvirkjun, helmingur
keranna hefúr verið pantaður er-
lendis frá og í þessari viku hefjast
framkvæmdir viö starfsmannahús,"
segir Tómas en verktaki í því verki
er Trésmiðjan Kjölur á Akranesi.
Að sögn Tómasar er heildarkostn-
aður við stækkun verksmiðjunnar
áætlaður 6 milljcirðar króna. Margir
verktakar koma að byggingarfram-
kvæmdum bæði innlendir og erlend-
ir. Verklok eru óákveðin en talað er
um seinni hluta þriðja ársfjórðungs
2001. í dag starfa 168 manns hjá ál-
verinu og áætlað er að bæta við tæp-
lega 50 manns eftir stækkun. -DVÓ
Árni Johnsen:
Breytingar á að
gera í samráði
við heimafólk
- segir Árni Johnsen
„Við viljum fá á þessu skýringar
og viljum ræða um aðrar hugmynd-
ir við stjómendúr íslandspósts en
þær sem hafa
birst í fréttum.
Við erum enn
ekki búnir að fá
formlega til-
kynningu frá
fyrirtækinu um
fyrirhugaðar
breytingar á
starfsemi stöðv-
anna,“ sagði
Ámi Jón Elías-
son, oddviti Skaftárhrepps, við DV.
í V-Skaftafellssýslu hefur verið í
gangi þróunarverkefni til styrkingar
byggð og atvinnu í samvinnu við At-
vinnuþróunarsjóð Suðurlands og
Byggðastofúun, heimamenn vilja
koma að málinu í gegnum verkefúið.
„Eitt af hlutverkum verkefúisins
er verkefnaflutningur, og við viljum
ræða þetta í því samhengi og okkur
fmnst þetta skjóta skökku við yfir-
lýst markmið rikisvaldsins í þeim
efnum,“ sagði Ámi Jón.
„Það er ástæða til að farið sé var-
lega í öllum breytingum á opinberri
þjónustu, sérstaklega á veikari svæð-
unum. Ég hef rætt við forystumenn
Islandspósts um að við leggjum höf-
uðáherslu á að þær breytingar séu
geröar í samráði við heimamenn,"
sagði Árni Johnsen, 1. þingmaður
Sunnlendinga. „Það er miklu frekar
ástæða til þess að krefjast þess að Is-
landspóstur reyni að afla fleiri sókn-
arfæra í samstarfi við aðra frekar en
að draga úr starfsemi og reyna að
koma henni yfir á annarra hendur,“
sagði Ámi Johnsen. -NH
*
■*