Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Page 36
Nýr 7 manna bíll Opel Zafira FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Borgarstjórn: Breytingar í Borgar- -> leikhúsi Málefni Borgarleikhússins voru rædd sérstaklega á kvöldfundi borg- arstjómar í gær og kom þar fram krafa um breytingar á skipulagi og starfsháttum leikhússins. Má fastlega gera ráð fyrir að borgarstjóm endur- skoði fjárframlög sín til leikhússins ef kröfu um skipulagsbreytingar verður ekki sinnt. Tilkynnt verður síðdegis i dag hver tekur við stöðu leikhússtjóra Borgar- leikhússins en eins og fram kom í fréttum DV er Páll Baldvin Baldvins- son, formaður Leikfélags Reykjavíkur og einn umsækjenda um leikhús- stjórastöðuna, úr leik. Samkvæmt heimildum DV verður það fyrsta verk nýs leikhússtjóra að taka upp merki Viðars Eggertssonar, fyrrum leikhús- stjóra, og taka ærlega til í Borgarleik- húsinu en sú tiltekt kostaði Viðar sem kunnugt er starfið á sínum tíma. „Það hefur enginn talað við mig. Ég veit ekkert,“ sagði Guðjón Peder- sen leikstjóri í morgun en Guðjón þykir líklegastur til að hreppa hnoss- ið og verða næsti leikhússtjóri í Borg- arleikhúsinu. -EIR Jakob segir frá Jakob Frímann Magnússon verður í opinskáu viðtali í Helgarblaði DV á morgun. Þar ræðir hann um baráttu umhverfisvina og strandhögg þeirra í Noregi, bananalýðveldið ísland og per- sónuleg málefni sín. Blaðamaður DV fer í heimsókn til Guðlaugs Lárusson- ar sem berst við hávaðamengun við Miklubraut og lögsækir borgaryfirvöld vegna þess. Fjallað er um samtök gegn einelti og rætt við fómarlamb og rætt við séra Sigurð Áma Þórðarson um mjúka menn sem hann telur úrelta. Einnig er viðtal við Þóm Einarsdóttur sópransöngkonu sem slær í gegn í Bretlandi og ítarleg grein um leiðindi er í blaðinu. Þessi ungi sveinn, sem nemur viö Vesturbæjarskóla, sá ekki námsefni sitt fyrir sólinni. Sólin skein skært á nema sem aöra Reykvíkinga í fyrradag, þó var kalt í veöri og kannski eins gott aö halda sig inni í hlýrri kennslustofunni og læra. DV-mynd Hilmar Þór Hrafn himinlifandi heim frá Berlín: Myrkrahöfðinginn á Bandaríkjamarkað Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndaleikstjóri er kominn heim af kvikmyndhátíðinni í Berlín með gleðifregnir lifs síns í fartesk- inu: „Þetta hefur aldrei gerst áður með íslenska kvikmynd. Banda- ríska kvikmyndafyrirtækið Zeit- geist Films hefur keypt Myrkra- höfðingjann til dreifingar á Banda- ríkjamarkað og ætla að hefjast handa strax í haust,“ segir Hrafn Gunnlaugsson sem sér nú fram á bjarta daga eftir dræma aðsókn að Myrkrahöfðingjanum og misjafna dóma gagnrýnenda hér heima. „Það mætti segja mér að það ætti eftir að fara eins fyrir Myrkra- höfðingjanum og Hrafninn flýgur. Þegar Hrafninn var frumsýndur í Háskólabíói fékk ég aðeins um 6 þúsund áhorfendur og myndin var rökkuð niður af ákveðnum gagnrýnendum vegna þess að hún þótti sóðaleg, grimm og í hana vantaði hunda. Eft- ir að hún sló í gegn í Svíþjóð og var þar kjörin mynd árs- ins endurfrumsýndi ég hana í Nýja bíói og þá komu 50 þúsund áhorfendur.“ Hrafn segir Bandaríkja- markað þann erfiðasta í heimi þegar komi að dreif- ingu kvikmynda enda vilji Bandaríkjamenn helst ekk- ert sjá annað en amerískar Hrafn Gunnlaugsson kampa- kátur með sölu á Myrkrahöfö- ingjanum til Bandaríkjanna. DV-mynd Teitur myndir: „Það kostar margfalt meira að dreifa Myrkrahöfðingjan- um í Bandaríkjunm en það kostaði að gera myndina sjálfa þannig að við erum að tala um menningar- sögulegan sigur,“ segir Hrafn og er að vonum ánægður með árangur ferðarinnar á kvikmyndahátíðina í Berlín sem opnaði Myrkrahöfð- ingjanum leið inn á stærsta og dýrasta kvikmyndamarkað heims með ófyrirsjáanlegum möguleik- um fyrir alla sem að gerð kvik- myndarinnar komu. „Ég er ánægður. Þessi mynd tók tvö ár af lífi mínu og nú er ég að sjá árangur. Þeir eru búnir að gefa myndinni enskt heiti og nú heitir hún Witchcraft," segir Hrafn Gunnlaugson og horfir í vestur. -EIR Veðriö á morgun: Suðaustanátt og snjókoma sunnan- og vestanlands Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 15-20 m/s og snjókoma sunnan- og vestanlands síðdegis en skýjað og þurrt norðaustan til. Frost víða 3 til 8 stig, en hlánar við suðurströndina. Veðriö í dag er á bls. 37. SYLVANIA Cirnilegur 115 g Áningarborgari, franskar, súperdós, Piramidelle-súkkul., kr. 590. Bæjarlind 18 - 200 Kópavogi sími 564 2100 Netfang: midjan@mmedia.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.