Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 einelti Margrét Birna Auðunsdóttir, forsvarsmaður samtaka um einelti, og Jóhann Ingi Sigurðsson, fórnarlamb, lýsa reynslu sinni Einelti er nokkuö sem sjaldnast er rætt utan heim- ilisins og í flestum tilfellum lífsreynsla sem einstakling- um hættir til aö byrgja inni í sjálfum sér. Rœtur og or- sakir þess liggja oft djúpt og má í flestum tilfellum rekja til barnœsku þess sem hlut á að máli. Afleiöingarnar geta oft og tíðum veriö miklar og sett œvarandi mark sitt á sálarlíf einstaklingsins, jafn- framt því að verða honum fjötur um fót þegar fram í sækir á lífsleiðinni. Einelti á þannig sinn þátt í að móta ekki aðeins persónuleika við- komandi heldur einnig skap- gerö einstaklingsins og þeir sem hafa orðið fyrir því að vera lagðir í einelti segja margir hverjir að möguleik- ar þeirra sem verða fyrir andlegu ofbeldi séu oft og tíöum minni en þeirra sem ekki hafa kynnst slíkum hremmingum. Kir rúmu ári voru samtök lenda eineltis stofnuð með ð í huga að opna umræðu um málið, bæta úr aðstöðuleysi sem blasað haföi við þolendum eineltis fram að þeim tima og jafnframt að skapa griðastað þar sem fólk ætti kost á að ræða tilfmningar sínar og lífs- reynslu í hópi sem hefði svipaðan bak- grunn. í kjölfarið var samtökunum fundinn staður í húsi Geðhjálpar að Túngötu 7 og þar eru nú haldnir viku- legir fundir þar sem fólk kemur saman og ræðir þessi viðkvæmu mál. Notast við tólf spora kerfi AA „Við miðum stofndag samtakanna venjulega við 7. nóv- ember 1998, en þann dag hittumst við Krist- in Vilhjálmsdóttir í fyrsta skipti ásamt fleira fólki sem hafði sett sig i samband við okkur eft- ir að við stigum fram sem þolendur eineltis," segir Margrét Bima Auðuns- dóttir, önnur af tveimur konum sem hrintu hugmyndinni um stofnun sam- taka af þessu tagi í framkvæmd. Þegar talið berst að því hvemig fundimir gangi fyrir sig segir Margrét þá byggða á tólf spora kerfi AA en sjáif hefur hún um árabil verið meðlimur i Al-Anon sem era samtök aðstandenda alkóhólista og byggjast á sama grunni. „Inntakið í því kerfl er að sætta sig við það sem við fáum ekki breytt. Við ber- um ekki ábyrgð á framkomu annarra og við eigum heldur ekki að þurfa að bera skaðann af henni. Það er grand- vallaratriði þess að byggja upp heil- brigt sjálfstraust að hætta að kenna sjálfum sér um gerðir einhvers ann- ars.“ Margrét segir ástæðu þess að böm og fúllorðnir verði fyrir einelti oft vera þá að alið sé á blygðunartiiflnningu þess sem fyrir einelti verður. Viðkom- andi fái skilaboð um að hann sé ekki samþykktur og geri sér þá upp ýmsar ranghugmyndir og verði að lokum sannfærður um að hann sé öðravísi en annað fólk. „Fólk spyr sig gjaman: „af hveiju ég?“ og heldur þá kannski að það tengist klæðaburði, gleraugum, vaxtarlagi eða öðra, þó svo að það hafi kannski ekkert með það að gera.“ Auðveldara að ræða tilfinningar annarra Margrét leggur áherslu á að samtökin séu véttvangur fyrir fólk sem vill sættast við fortíðina þar sem hlutimir séu ræddir í góðu tómi. „Við tölum um það sem er hafði vafalaust haft það upp úr einni bardaga- myndinni.“ Lasíkaopvið skákkluKKuna Jóhann segist hafa dregið sig inn í skel á þessum árum. Foreldrar hans voru með gervihnattadisk og hann notaði því tækifærið og horfði mikið á sjónvarpið í stað þess að vera úti með leikfélögum. „Níu ára gamall var ég orðinn flug- fær í ensku af sjónvarpsglápi. Ég átti einn góðan vin en hann þurfti beinlinis að draga mig út úr húsi þegar hann spurði eftir mér, enda leitaði ég fast í einveruna.“ Jóhann segir eineltið hafa kom- ið niður á sér á marga vegu. Hann hafi m.a. verið orð- inn sannfærður um að hann væri „ljótasta gerpi sem uppi hefði verið“, haft andstyggð á sjálfum sér, auk þess að telja sig ónytjung sem ekkert hefði fram að færa. „Ég átti erfitt með að læra að lesa. Kennslubækur í lestri, sem við notuðum í Búðardal, vora allt of erfiðar og þær sömu og ég notaði nokkrum árum síðar í Kársnesskóla. Þetta gerði mér náttúrlega enn þá erf- iðara fyrir. Pabbi var líka strangur við mig, sagði mér að ég þyrfti að standa í eigin fætur, manna mig upp og takast á við vandann. Ég man þegar hann sótti einu sinni segulbandstæki og skákklukku og skipaði mér að lesa á meðan hann kveikti á segulbandinu og setti skákklukkuna af stað.“ Jóhann Ingi segir eineltið ekki hafa versnað þegar hann byijaði í gagn- fræðaskóla en þá hafi líka skaðinn ver- ið skeður og hann farinn að leggja sjáifan sig í einelti. „Mig langaði til að líða illa og því verr sem mér leið því betra. Dreymir um frama á fjölunum Aðspurður um hvort samtök þolenda eineltis hafi hjálpað honum telur Jóhann svo vera og segist betri í fram- komu og skapferli en áður. „Ég held að mörgum hafi staðið ógh af mér sem ekki vissu hver ég var.: Ég var þung- lyndur og kaldur i viðmóti. Ég held að ég sé farinn að opna niig betur fyrir fólki núna. Ég á ekki marga vini en það er gott að geta hitt aðra með svip- aða reynslu eins og ég geri á fundum samtakanna og ég veit að það hefúr hjálpað mér.“ Um nútíð og framtíð segir Jóhann Ingi eftirfarandi: „Ég er ekki haldinn neinni sérstakri útþrá eins og margir íslendingar. Ég mun byija á því að klára Iðnskólann, taka mér svo frí í einhver ár og vonandi, ef draumar minir rætast, fara í Leiklistarskóla ís- lands og starfa sem leikari í framtíð- inni. Það er nokkuð sem blundar djúpt í mér. Mig hefur alltaf langað til að leika á fjölunum, nú, eða fara til Hollywood og leika 1 kvikmyndum, það væri toppurinn," segir Jóhaim að lokum. -KGP Margrét Birna varð sjálf fyrir einelti í barnæsku og er ein þeirra sem komu samtökunum á. að angra okkur og reynum að láta okk- ur líða betur. Takmark okkar er að sópa vandamálunum undan teppinu og taka skynsamlega á þeim. Sumir era að nefna erfiðar minningar upphátt í fyrsta skipti á ævinni og það er gott að geta talað um þær og fengið þann skilning sem aðeins þeir hafa sem þekkja einelti af eigin raun.“ Margrét segir glórulaust að ætla að fá einhvem til að tala án þess að hann fmni þörfina hjá sjálfum sér. Það sé undir einstaklingnum komið hvort hann vilji tjá sig um sína reynslu eða ekki og því ekki í verkahring annarra meðlima samtakanna að ráðleggja öðr- um. „Fólk á alltaf svo miklu auðveld- ara með að ræða tilfmningar annarra en sínar eigin. Fyrir flestum er alveg nýtt að beina athyglinni að sjálfum sér og sinni eigin líðan.“ Margrét bendir á að á fundunum sé alltaf leitast við að skapa þægilegt and- rúmsloft, þó svo að fundimir hafi á sér ákveðið yfirbragð. „Það er venjulega einn sem leiðir umræðumar og svo skiptast menn á að tala. Við hvetjum nýliða til að segja frá sjálfum sér en engin skylda er að segja nokkuð. Það getur líka verið gott að koma bara til að heyra að fleiri hafi upplifað það sama, að maður sé ekki einn um þessa upplifun." Geðhjálpar Margrét segir á bilinu 3 til 20 manns sækja fundina í viku hverri og yfirleitt séu konur í meirihluta, þó svo að karlmenn séu líka alltaf duglegir að mæta. „Þegar þátturinn Titringur var sýnd- ur í Sjónvarpinu í fyrra, þar sem samtökin voru rækilega kynnt, jókst aðsókn á fundi til muna og við feng- um margar fyrirspumir frá fólki sem hafði áhuga á því sem við voram að fást við. Þegar leið að vori dróst að- sóknin hins vegar saman en jókst svo aftur síðastliðið haust. Það má því segja að aösókn á fundi fari rokk- andi eftir árstíðum og eins skiptir jöfn og stöðug umfjöllun fjölmiðla gríðarlegu máli.“ Margrét tekur fram að samtökin séu ekki með sima enn sem komið er en hins vegar séu fastir fundir á þriðjudögum, klukkan átta, í húsi Geðhjálpar og þeir fundir jafnan aug- lýstir í dagblöðum. „Við vorum svo ótrúlega heppin á sínum tíma að Geðhjálp var reiðubúin að lána okk- ur húsnæði sitt undir fundi. Að öðr- um kosti hefði þetta aldrei gengið upp. Við fáum engin framlög neins staðar að og eini peningurinn sem rennur í samtökin eru nokkrar krón- ur úr eigin vasa fyrir kaffi og öðra meðlæti á fundum. í framtíðinni væri gaman að koma á fót símalínu." lilgangurínn ekki að koma í veg fyrir einelti Þegar talið berst aö því hvemig unnt sé að koma í veg fyrir einelti, t.a.m. í skól- , um, og hvort samtök- in muni beita sér í fornvamarstarfi í framtíðinni hefur Margrét þetta að segja: „Auðvitað þyrfti að fara fram fræðsla í skólum um ástæður, afleiðingar og hvemig stöðva mætti einelti. Að svo stöddu, og eins og fjárhagsstaðan er í dag, höfum við hins vegar ekkert bol- magn til að ýta slíku forvarnarstarfi úr vör. Þó er ljóst að ábyrgðin er fyrst og fremst kennaranna, enda ekki hægt að kenna bömunum ein- um um. Þau eru óvitar og apa vit- leysuna upp eftir skólafélögunum. Það þarf að kenna þeim betri hugs- unarhátt. Samt sem áður höfum við enn sem komið er ekki einbeitt okk- ur að bömum, enda er tilgangur þessara samtaka ekki að koma í veg fyrir einelti heldur sá að vinna að af- leiðingunum." Við einbeitum okkur að fullorðna fólkinu sem finnur að það sem hét saklaus stríðni í bama- skóla er alvarlegur þrándur í götu þegar út í lífið er komið. Það þarf ekki svo mikinn kjark til að koma fram og tala um þessi mál þegar við vitum að við eram ekki ein í sök- inni,“ segir Margrét að lokum og bendir á að þegar á brattann sé sótt geti leiðin samt sem áður bara legið upp á við og sjálf sé hún allt önnur manneskja nú en fyrir rúmu ári, þökk sé samtökum þolenda eineltis. „Ljótasta gerpi hefur verio" sem uppi Blaðamaður ræddi viö Jóhann Inga Sigurðsson, tvítugan Kópavogsbúa og nem- anda í húsgagnasmíði við Iðnskólann í Hafn- arfirði. Hann er fómarlamb emeltis og hefur sótt fjölmarga fundi hjá samtök- um þolenda eineltis. Jóhann féllst á að segja frá reynslu sinni en vildi ekki að mynd af honum yrði sett við textann og bar við óöryggi, enda hefur reynsla hans fengið gríðarlega á hann. Karatespark í kviðinn „Þetta byijaði þegar ég flutti ásamt fiölskyldu minni í Kópavoginn frá Búðardal, átta ára gamall. Ég hafði alla tíð verið einrænn og átt erfitt með að eign- ast vini. Iðulega var það svo að vinir bróður míns, sem er tveimur árum yngri en ég, vora jafnframt vinir mín- ir. Ég minnist þess þegar við vorum nýflutt í hverfið. Við bróðir minn vor- um sendir út í búð að kaupa mjólk og á bakaleiðinni ráðast á mig tveir eldri drengir að ástæðulausu og kýla mig í magann. Ég man að við bræðumir veltum okkur mikið upp úr því eftir á hvers vegna þeir hefðu lamið mig og hvort það tengdist kannski því að bróðir minn hélt á mjólkinni en ekki ég,“ segir Jóhann og kímir. Jóhann Ingi byijaði i Kársnesskóla þá um haustið og segist strax frá upp- hafi hafa verið utanveltu í skólanum. „Þetta var nú kannski vægt í fyrstu, svona eitt og eitt skot frá nemendum, en ágerðist eftir því sem leið á vetur- inn. Bekkjarfélagar mínir héldu sig venjulega utan við þetta enda skiptu þeir sér ekki af mér á neinn hátt. Áreitið kom hins vegar frá öðrum bekkjum og sérstaklega eldri nemend- um. Ég var lítið fyrir íþróttir og því lá ég vel við höggi. Þetta var bæði stríðni en stundum var líka gengið í skrokk á mér. Ég man eftir einu atviki: Ég var á gangi og allt í einu veitast að mér eldri nemendur. Einn hrindir mér í jörðina en í því sem ég stend upp fæ ég karatespark í kviðinn frá öðrum sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.