Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Page 34
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 x>v Það er ekkert eins leiðinlegt og þegar manni leiðist. Með því gerir hún sjúkdóm sinn svo- litið merkilegan og dularfullan og sjálfa sig um leið. Þessi kona get- ur kæft hvern meðalmann með endalausum frá- sögnum af hinum ýmsu lækninga- kúrum og með- ferðum sem hún hefur gengist und- ir. Hún segir þér frá nuddaranum sem hún fer til, frá nálastungulækn- ingum, leirböðun- um, jógaæfingun- um, að ógleymd- um öllum fæðu- bótarefnunum sem hún hefur sturtað i sig um dagana. Það er mjög líklegt að þegar samtal ykk- ar á sér stað sé hrollur i henni, hún sé með vægt nefrennsli, finni til í ennisholunum og sé sérlega slæm af vöðvabólgunni. Ef þú ert sérlega óheppinn þá fer hún gefa þér skýrslu um hægðir sínar í nútíð og fortíð. Reyndu ekki að taka þátt i leikn- um með því að tala um eigin veik- indi þvi hún mun alltaf annaðhvort hafa fengið verri útgáfu af viðkom- andi sjúkdómi sjálf eða einhver henni nákominn. Eina hugsanlega nauðvörnin í stöðunni er að segjast vera haldinn einhverjum sannan- lega banvænum sjúkdómi sem þú viljir þó ekki ræða nánar. Sá sem allt veit Þetta er gríðarlega leiðinleg manngerð. Þetta er fjölfróður mað- ur sem hefur víðtækari þekkingu en flestir aðrir og liggur ekki á henni. í hvert einasta skipti sem einhver í heymarfæri við hann segir eitthvað Aö hlusta á miöaldra reykjarskorpinn leigubílstjóra tala um íslenska erföagreiningu eins og hann sitji reglulega stjórnarfundi er ekki skemmtilegt. setur hann upp fyrirlitningarsvip eða rekur upp skellihlátur og leið- réttir síðan viðkomandi í löngu máli. Þetta er maður sem kann skil á öllu sem sem viðkemur tækni og vísindum og flytur þér óumbeðið fréttir af framþróun í þeim efnum. Þetta er maður sem leiðréttir ekki bara heldur fræðir líka. Ef enginn segir neitt sem þarf að leiðrétta þá brestur hann yfirleitt í sjálfsprottin ræðuhöld um eitthvað sem enginn annar en hann hefur áhuga á eða skilur. Þessi manngerð segir yfir- leitt frá kvikmyndum og fræðslu- myndum sem hún hefur séð í smá- atriðum. Ef þú hefur áhuga á tíma- tali Mayanna, samskiptamáta hvala eða því hvernig er gengið frá mæla- borðinu i nýja bílnum hans þá er þetta ágætt. Ekki mótmæla svona manni. Það ekki hvað þetta pakk er alltaf að trana sér fram. Þetta fólk þjáist ef það þarf að fara út í búð því einhver kaupmaður getur hagnast á því, hatar allar nýjungar eins og GSM- síma, tölvur og allt sem viðkemur Netinu og er í nöp við sína nánustu og vinnufélaga sína. Tilhugsunin um að einhver sé einhvers staðar að skemmta sér eða hafa það gott finnst því óbærileg. Það er verulega lýjandi að lenda í návígi við svona fólk og ef það ekki bugar mann algerlega af leiðindum og dregur mann niður í díkið til sín þá er skásta ráðið að stytta sér stundir við að vera óskaplega já- kvæður í návist þessa fólks. Því er ekki gert neitt verra. Veika konan Þetta er ótrúlega leiðinlegt fyrir- bæri. Þetta er kona á óræðum aldri, óræð í útliti sem situr með fangið fullt af óræðum sjúkdómum, sér- staklega þeim sem nútímalæknavís- indi eru dálítið í vandræðum með. „Þeim gengur ekki vel að finna hvað er að mér“ er setning sem má gjarnan heyra af vörum hennar. Margt fólk hefur leitaö skjóls í þeirri tryggu leiöindaafstööu aö vera á móti sem flestu og sjá helst aldrei neitt gott í neinu eöa neinum. „Leiöindin eru aflvaki jnannsins. “ Það var þýski heimspekingurinn og bölsýn- ismaðurinn Schopenhauer sem komst að þessari niður- stöðu. Það sem Schoppi meinti var að flóttinn frá leiðindum rœki manninn til framfara og uppfinninga og sé þetta rétt má áreiðanlega rekja ýmis merkustu fram- faraskref mannkyns, eins og hjólið og sjónvarpið, til leið- inda eða öllu heldur örvœnt- ingarfullra tilrauna manns- ins til að losna við leiðindi. Það er ekkert eins leiðinlegt og þegar manni leiðist. Þó að leiðindi séu fyrst og fremst huglægt ástand eða afstaða þá geta fylgt miklum og áköfum leiðindum líkamleg einkenni eins og höfuðverkur, svimi, ógleði og fíðringur í útlimum. Við viljum ekki að okkur leiðist og mjög margt sem við gerum hefur þann tilgang helstan að halda leið- indum frá okkur. En stundum lend- um við í návígi við óbærilega leiðin- " íegt fólk eða hrökkvum upp við að- stæður sem fela í sér leiðindi af þeirri stærðargráðu og brýnt er að gripa til björgunaraðgerða ef ekki á illa að fara. Lítum á nokkrar algeng- ar tegundir af leiðindapúkum og hvernig á að forðast þá. Málgefni leigubílstjórinn Leigubílstjórar eru sú stétt manna sem flestir komast í tæri við oftar en þeir kæra sig um. Sumir leigubílstjórar virðast helteknir þeirri hugmynd að þeim beri skylda til að spjalla látlaust við farþegann meðan hann situr i bílnum. Þetta er alger andstæða sannleikans. Mjög fáir farþegar hafa áhuga á að ræða við leigubílstjóra og eru sáttir við að horfa á hnakkann á þeim gegn- um höfuðpúðann. Þessir málgefnu leigubílstjórar eru orðnir málþola eftir að hafa húkt við staurinn daglangt og hell- ast yfir varnarlausan farþegann eins og aurskriða og masa við hann um umferðina, gatnakerfið eða ein- hver vinsæl gælumál sem eru efst á baugi. Þetta eru yfirleitt óbærilega fréttaskýringar. Að hlusta á mið- aldra reykskorpinn leigubílstjóra tala um íslenska erfðagreiningu eins og hann sitji reglulega stjómar- fundi er ekki skemmtilegt. Við þessu er ekki gott að gera. Maður getur látið sig síga niður í sætið og umlað áhugalaust í stað þess að svara og þá þagna sumir þeirra en aðrir eru ónæmir fyrir slíkum ábendingum. Þeir sem eru með vasadiskó meðferðis eða GSM- síma geta leitað skjóls í þessum tækjum en engum skal ráðlagt að reyna að tala leigubílstjóra i kaf eða rökræða við þá. í algerum neyðartil- fellum er rétt að biðja bílstjórann að stöðva bifreiðina, gera upp fargjald- ið og stíga út og biðja bílstjórann að hringja á annan bíl. Sá neikvæði Margt fólk hefur leitað skjóls í þeirri tryggu afstöðu að vera á móti sem flestu og sjá helst aldrei neitt gott í neinu eða neinum. Þetta fólk, bæði karlar og konur, getur reynt verulega á þanþol leiðindanna með sinni svörtu einsleitu afstöðu. Þessu fólki finnst aldrei neinn matur góð- ur, allar kvikmyndir leiðinlegar, fer aldrei í leikhús því þar er allt svo leiðinlegt, fer aldrei út að skemmta sér því bjórinn er svo ofboðslega dýr, hatar allt þekkt fólk og skilur afsláttur af ljósum Loftljós • Tekur 60 w peru • Má fara á baðlierbergi 995 kr. T69Q- HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.