Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Qupperneq 48
> 60 matgæðingur vikunnar LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 2000 Fyrir 6 Botn 50 g möndlur 50 g marsipan 50 g nougat 50 g súkkulaði 50 g makkarónukökur Allt maukað saman í matvinnsluvél Sósa 6 stk. eggjarauður 50 g sykur 50 g púðursykur 1 tsk. nescafé 4 di rjómi 1/2 dl viski Klæðið botn á springformi með plasti. Smellið gjörðinni utan um botninn og dreifið maukinu jafnt á botn formsins. Þeytið saman eggjarauður, syk- ur og púðursykur. Þeytið rjómann og bætið i með sleikju. Leysið kaffiduftið upp í viskíinu. Gott er að hita viskíið örlitið til að kaffið leysist betur upp. Bætið út í rjómann, setjið i formiö og frystið. Berið fram með þeyttum rjóma og rifnu súkkulaði. Bántí Fljótleg og einfold, og ein- staklega bragðgóð 9 stk. eggjahvítur 400 g sykur 400 g kókosmjöl Krem 300 g suðusúkkulaði 100 g smjör 6 stk. eggjarauður 100 g flórsykur Þeytið eggjahvíturnar og blandið svo sykri saman við.Þeytið þar til sykurinn er al- veg uppleystur.Blandið kókos- mjöli saman við með sleikju. Bakið við 180" í tveimur form- um í ca 18-20 mín. í 26 cm formi. Krem Bræðið súkkulaði og smjör saman, þeytið eggjarauður og flórsykur vel saman þar til stíf- ur massi myndast. Blandið þá súkkulaðinu saman við með sleikju og setjið kremið strax á kalda botnana. Kælið tertuna og berið fram með þeyttum rjóma eða einhverjum góðum ís. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. „Ég er ekkert sérstaklega duglegur aö elda en þegar ég tek mig til er ég alveg ágætis kokkur,“ sagöi matgæöingur vikunnar, Hannes Ingvi Jónsson. Matgæðingurinn Hannes Ingvi: Fylltar paprikur og kjúklingur - svo er það Unda Punda í eftirrétt „Ég er ekkert sérstaklega dugleg- ur að elda en þegar ég tek mig til er ég alveg ágætis kokkur og er þá alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Gilli æskufélagi minn hefur alltaf eldað paprikuréttinn fyrir mig, það er einn af mínum uppáhaldsréttum og ég skora á alla að prófa hann,“ sagöi Hannes Ingvi Jónsson, mat- gæðingur vikunnar. „Kjúklingar eru með því betra sem ég fæ og með þessari einföldu uppskrift verður hann sérstaklega góður. Fyrir þá sem hræðast flókna matargerð get ég sagt að þessar uppskriftir eru hrein og bein snilld því þær eru ein- faldar og alveg sérstaklega góðar,“ sagði Hannes að lokum. Foiréttun Fyllt paprika Involtini di peperoni 250 g túnfiskur í ólífuolíu, úr dós 2 msk. piparrótarmauk 4 stórar rauðar paprikur Aðferð: Búið til mauk úr túnfisk- inum og piparrótarmaukinu. Hreinsið paprikuna að innan og glóðið í ofni þar til bólur myndast á hýðinu. Smyrjið þar næst maukinu inn í parikuna og velgið í ofni. Aðalréttur Frú Nixon Kjúklingaréttur 1 kjúklingur, steiktur eða soðinn 2 msk. sítrónusafl 3 msk. majones 1 bolli brytjað sellerí 1 bolli rauð paprika (sultuð í krukku) 1 msk. smátt saxaður laukur 1 dós cream of chicken súpa 1 tsk. salt 1 bolli rifinn ostur 11/2 bolli kartöfluflögur með paprikubragði 2/3 bolli möndluflögur Aðferð: Rjúklingurinn er skor- inn í bita og settur neðst í eldfast mót. Öllu hinu blandað saman og sett yflr kjötið. Ostinum stráð yfir. Síðast koma svo kartöfluflögurnar og möndlurnar. Bakað í 20-30 mín. við 200” C. Frá- bært með hrísgrjónum, brauði og hvitvíni. Eftirréttur Unda Punda 1 lítri Skafis, vanillu 1/2 lítri nýmjólk Aðferð: Vanilluísinn er settur í matvinnsluvél og hellt út á hann ný- mjólk. Svo er þetta allt hrært vel saman svo úr verði ágætlega þykk- ur mjólkurhristingur. Ég skora á Bjöm Jörund Frið- bjömsson. Ég hef alltaf kunnað að meta það sem hann hefur gert og er viss um að hann er ekki síðri í eldhúsinu. Nýkaup Þarsern ferskh'i kinn hýr Lambageirar með engifer og rósmarín Fyrir 6 1200 g lambageirar 2 msk. fint saxaður nýr engifer (eða engifermauk) 2 búnt ferskt rósmarín Kryddjurtasósa 7 dl lambasoð (eða volgt vatn og 3-4 teningar) 2 msk. blandaðar ferskar kryddjurtir, t.d. rósmarín, estragon, timian og mynta sósujafnari, kjötkraftur, salt og pipar Meðlæti 24-28 stk. kartöflur, soðnar 200 g belgbaunir, skomar í bita. Snyrtið mestu fituna af slögun- um og smyrjið þau að innan með engifer. Vefjið slaginu utan um vöðvann. Stingið í gegnum kjötið með stórri nál eða prjóni og sting- ið ferskum rósmarínkvistum í gegn. Brúnið á pönnu og steikið síðan við 180“ C í ofni í 10 mínút- ur eða eftir þykkt geiranna. Sósan Þykkið soðið með sósujafnara og bragðbætið með kjötkrafti, salti og pipar. Saxið jurtimar og bætið í sósuna, þó ekki meira en 2 msk. Meðlæti Sjóðið belgbaunimar í léttsöltu vatni í 3-5 mínútur. Hollráð Séu ferskar kryddjurnir af skomum skammti má einnig not- ast við þurrkaðar kryddjurta- blöndur. Fennikkulegnir lambastrimlar Fyrir 6 300 g snyrt lambafilet, fitulaust 1 msk. olía til steikingar fennikkulögur 2 stk. litlir sellerístilkar 1 msk. sinnepskom 1/2 dl ólífuolía 1 msk. Dijon-sinnep 1 tsk. þurrkað estragon 1/2 dl hvítvínsedik 1 tsk. fennikkuduft salt og pipar Meðlæti Fallegt salat til skreytingar, t.d. Lollo Rosso eða lambhagasalat. Steikið kjötið á pönnu í olí- unni, tvær mínútur á hvorri hlið. Kælið. Saxið selleríið og setjið ásamt kryddi og olíu í mat- vinnsluvél og maukið vel. Leggið nú kjötið í skál og hjúpið með maukinu. Látið síðan standa í kæli yfir nótt. Skeriö að lokum kjötið í þunnar sneiðar og leggið á fallegt salat. Setjið eina mat- skeið af maukinu ofan á. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.