Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 8
■éttir LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 Þjóðminjavörður hverfi úr brúnni eftir nær 40 ára starf: Þjóðminjasafn í þrot úr tengslum við lifandi menningu í landinu „Þór Magnússon er skipstjórinn og þaö er hans að axla ábyrgðina. Öll ágreiningsmál, sem hér hafa komið upp, hafa verið sama marki brennd og endað í þvi að traust starfsmanna á þjóðminja- verði hefur brostið. Ég hef vissu fyrir því að allir starfsmenn eru nú sammála um að Þór Magnússon verði að víkja,“ segir Ragnheiður Traustadóttir, formað- ur starfsmannafélags Þjóðminjasafns- ins, um ástandið sem upp er komið í safninu eftir að þjóðminjavörður rak ijármálastjóra sinn sem lið í aðgerð gegn hailarekstri safhsins sem mennta- málaráðuneytið hafði gert alvarlegar at- hugasemdir við. Hailinn nemur um 50 miiljónum króna og er að stórum hluta til kominn vegna flutnings safnsins vegna gagngerra breytinga sem unnið er að á sjáifu safnahúsinu. Sé flutnings- kostnaður dreginn frá er hallinn hins vegar ekki nema rúmar 12 milljónir að sögn starfsmanna. „Þetta snýst ailt um tilveru safnsins en ekki skitnar 12 millj- ónir króna,“ segir Ragnheiður Trausta- dóttir. í fótspor meistarans Þór Magnússon tók við staríi þjóð- minjavarðar fyrir tæpum 32 árum þegar Kristján Eldjám lét af störfum eftir að hafa verið kjörinn forseti íslands. Þá hafði Þór starfað á þjóðháttadeild safns- ins í nokkur ár þannig að starfsaldur hans í Þjóðminjasafninu er að nálgast 40 ár. Þór Magnússon tók við safni sem Kristjáni Eldjám hafði tekist að gera að lifandi hluta ís- lenskrar menning- ar með vel heppn- uðum ahnanna- tengslum. Kristján Eldjám samdi bæk- ur um fomleifa- fræði sem þóttu sjáifsögð eign á hverju heimili auk þess að stjóma vinsælum sjónvarpsþáttum þar sem hann sýndi og skýrði ýmsa muni í eigu Þjóðminasafhsins með eftir- minnilegum hætti. Ávann þáverandi þjóðminjavörður sér þvílíkar vinsældir fyrir bragðið að þjóðin gerði hann að forseta sínum í þakklætisskyni. Það var í fótspor þessa manns sem Þór Magnús- son þurfti að fara er hann tók við Þjóð- minjasafninu og árangurinn liggur nú fyrir: Þjóðminjasafhinu var lokað vegna breytinga um mitt ár 1998 og verður lik- lega ekki opnað fyrr en á 140 ára afmæli sínu árið 2003. Hurðum er læst svo árum skiptir i húsi sem verið hefur eitt af sameiningartáknum þjóðarinnar og landsmönnum virðist vera alveg sama. Enginn kvartar opinberlega þó Þjóð- minjafsafhiö loki í fimm ár á meðan gera mætti ráð fyrir uppþotum ef Skautahöflinni í Laugardal væri lokað í viku. Þjóöminjasafnið holt að innan og bíður þess aö umbreytast í nútímalegt minjasafn meö glæsilegum sýningum úr menningarsögu þjóðarinnar - eftir 3 ár. Þór Magnússon - góöur maður. Skemmtilegt hjá fjármálastjóranum Hrafn Sigurðsson, fiármálstjóri Þjóð- minjasafnsins, sem fómað var með brottrekstri til að mæta aðfmnslum ráðuneytismanna á hallarekstri safns- ins, hafði aðeins verið við störf i rúmt ár þegar hann var látinn fara. Sjálfur segir hann það hreint með ólíkindum ef honum einum hefði átt að takast að koma fiármálum Þjóðminjasafnsins í núverandi horf á svo stuttum tíma. Árið í Þjóðminja- safhinu hefði hins vegar verið mjög gott og skemmtfleg- asta vinna sem hann hefði unnið. Hrafn var á árum áður meðal annars ijármálastjóri Slát- urfélags Suður- lands, framkvæmdastjóri Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, svo og Sölufélags garðyrkjumanna. Hann er bamabam Hannesar Hafsteins ráðherra í móður- ætt. Bróöir Kára Fjármálastjórinn fyrrverandi átti sæti í framkvæmdaráði Þjóðminjasaihs- ins ásamt þeim Hjörleifi Stefánssyni, forstöðumanni útiminjasviðs, og Guð- nýju Gerði Gunnarsdóttur, forstöðu- manni safnasviðs. Hjörleifur er sá eini af stjómendum Þjóðminjasafnsins sem hefur lýst sig reiðubúinn til að axla ábyrgð á fjárhagsstöðunni og reyndar Hrafn Sigurðs- son - skemmti- leg vinna. Fréttaljós Eiríkur Jónsson boðist til að segja af sér ef framkvæmda- ráðið gerði það allt. Hjörleifur er bróðir Kára Stefánssonar i íslenskri erfða- greiningu. „Ég hef skilning á ákvörðun þjóð- minjavarðar að víkja fjármálastjóran- um úr starfi. Þó menn eigi að axla ábyrgð þá verða þeir að geta tekið ákvarðanir þegar eitthvað er bersýni- lega að,“ segir Gunnar Jóhann Birgis- son, formaður þjóðminjaráðs, sem jafn- framt er formaður byggingamefndar Þjóðminjasafnsins. „Við erum nú að kanna leiðir tfl að bjarga fjárhag safnsins og stönd- um frammi fyrir því að fá skýringar á 50 til 60 mifljón- um króna sem við vitum ekki í hvað hafa farið. í fjár- hagsáætlun fiár- málastjórans, sem hann lagði fram snemma á síðasta ári, var gert ráð fyrir rekstrarkostnaði upp á 142 mifljónir. Um mitt ár kemur hann með endurskoðaða fiárhagsáætlun upp á 170 mifljónir sem þremur mánuð- um síðar vai- orðin að 202 mifljónum. Þama er eitthvað mikið að,“ segir Gunnar Jóhann Birgisson sem er fyrr- um borgarfulltrúi sjálfstæðismanna i Reykjavík og sonur Birgis ísleifs Gunn- arssonar seðlabankastjóra. Öllum líður illa Þór Magnússon þjóðminjavörður hef- ur kosið að tjá sig ekki um erjumar á vinnustað sínum og mætir tfl vinnu eins og ekkert hafi í skorist; býður starfsmönnum góðan dag og hverfur til sinna starfa, þó svo að starfsmenn hafi svo til einróma hvatt hann til að hverfa af vettvangi: „Okkur líður öll- um óskaplega ifla út af þessu öllu. Þór Magnússon er góður maður og það er sárt að þmfa að horfa upp á þetta. En hann er með þykkan skráp og lætur á engu bera,“ segir Ragn- heiður Traustadótt- ir, formaður starfs- Ragnheiður Traustadóttir - okkur líöur öll- um ilia. Hjörleifur Stefánsson - bauöst til að fara. mannafélagsins. Undir orð hennar taka aðrir starfsmenn og bera þjóðminja- verði vel söguna, hann vilji aflt fyrir starfsfólkið gera en sé ekki góður stjóm- andi. „Hér er uppsöfnuð þreyta í garð hans og lengri saga en svo að hún verði sögð í stuttu máli. Ráðaleysi og stefnu- leysi hefúr einkennt stjóm Þórs á safn- inu og þó hann vilji aflt fyrir starfsfólk- ið gera lyppast hann alltaf niður þegar skipanimar koma ofan úr ráðuneyti. Hann vantar bein í nefið,“ eins og einn starfsmanna hans kýs að orða það. Draumur og martröö Gunnar Jóhann Birgisson leggur áherslu á að við endurreisn Þjóðminja- safnsins verði að gæta þess vel að rugla ekki saman fiármálum byggingame&d- arinnar og safnsins sjálfs. Aflt of mikið hafi verið um það að byggingarnefhdin hafi verið að greiða reikninga sem Þjóð- minjasafnið sjálft átti einfaldlega ekki fyrir. Framtíðarsýnin væri svo nýtt og glæsilegt safnahús þar sem Þjóðminja- safnið myndi endurheimta fyrri sess í hugum landsmanna. Safnahúsið við Hringbraut stendur nú holt að innan og bíður þess að umbreytast í nútimalegt minjasafn með sýningum á því helsta úr menningarsögu landsins. Opnað verður nýtt anddyri í átt að Suðurgötu þar sem verður móttaka og kaffistofa og allt ann- að rými hússins nýtt undir sýningar- hald. Engar geymslur verða í nýja safninu held- ur hefur munum verið komið fyrir i framtíðargeymsl- um í Kópavogi. Stefnt er að því að skrifstofur safhsins flytjist í hús jarð- fræðideildar Há- skóla íslands á Há- skólalóðinni þó starfsmenn telji það reyndar allt of litið. AUt þetta og fleira til er reyndar hluti af framtíðar- sýn Þórs Magnússonar sem hann hefur alið með sér öfl þau ár sem hann hefur verið í Þjóðminjasafiiinu. í raun er draumur hans að rætast og því hryggi- legra að hans verði ef til vill minnst sem þjóðminjavarðarsins sem þurfti að Imökkiast frá stofnun sem siglt hafði verið í strand. Lífsdraumur hans breyt- ist þá í martröð óvæntra starfsloka eftir áratugastarf í þágu þjóðminja. Ekki á förum „Allir hætta einhvem tíma. Sumir vegna aldurs, aðrir vegna einhvers ann- ars. Sjálfur er ég ekki á fórum,“ segir Þór Magnússon, staðráðinn að standa í brúnni þegar nýtt safnahús verður vígt eftir 2 til 3 ár. Eins og aðrir starfsmenn á símadaman á Þjóðminjasafhinu sér draum um opnunardag enda búin að vera lengi á vaktinni við Hringbraut: „Ég vil að Þjóðminjasafiiið verði opnað með glæsilegri sýningu í febrúar 2003 en þá á safnið einmitt afmæli og verður 140 ára.“ -EIR Gunnar Jóhann Birgisson - eitt- hvað mikiö að. Heilsudýnur Svefnherbergishúsgögn Járngaflar Heilsukoddar Hljðardýnur Rúmteppasett Hágæða bómullarlök Sœngur Sængurver Lampar Speglar TILB0Ð Queen 69,900.- King 89,900.- Queen 89,900.- King 119,900.- Verð miðasl við dýnu án rammt Ein mest selda heilsudýna á landinu Chiropmctic eru einu heilsudýnurnar sem eru þróaðar og viðurkenndar af amerísku og kanadísku kíró- praktorasamtökunum. Yfir 32 þúsund kírópraktorar mæla því með Chiwpmctic þar á meðal þeir íslensku. ^avík- akvjR^^ UsmúsffHí tauciðrftsl. fiSÍ 'úy*, • fösUttfS'ot t. AlfX'rrrýrt, sírm 461 1150 ♦ www <%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.