Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 19 - lærði að synda í rólu og köldum sjó Það má með sanni segja um Ólaf Gunnarsson að hann sé ekki af baki dottinn þrátt fyrir háan aldur. Ólafur býr í húsnæði á vegum Hrafnistu við Jökulgrunn en á degi hveijum gengur hann til laugar í sundlauginni á Hrafnistu og syndir vasklega. „Það er afbragðsgóð sundlaug hér, 17 metra löng og mjög góð aðstaða. Ég fer i laugina alla virka daga yfir vet- urinn en á sumrin rölti ég oft héma niður í Laugardalinn svo ég geti tekið mér sólbað auk þess að synda,“ segir Ólafur. Ólafur er vel hraustur þrátt fyrir háan aldur og synti nýlega 800 metra í lauginni á Hrafnistu til þess að minnast síns gamla sundkennara Viggós Nathanaelssonar sem kenndi honum sundtökin fyrir næstum 70 árum. Viggó lést 1. febrúar 1998, tæp- lega 95 ára gamall, vantaði reyndar aðeins einn dag upp á það. „Viggó var minn fyrsti sundkenn- ari og ég hafði alla ævi miklar mætur á honum,“ segir Ólafur sem lærði sundtökin við heldur erfiðari aðstæð- ur en nútímabörn eiga að venjast. Hann lærði aö synda 12 ára gamall í isköldum sjónum vestur í Dýrafirði. Fyrst í rólunni en síðan í sjónum „Hann byrjaði á því að koma sér upp aðstöðu í kjall- ara skólans á Þingeyri. Þar festi hann upp rólur sem hann saumaði úr digru boldangi. Ein rólan var undir brjóst- kassann en tvær voru settar upp á lærin.“ Þannig rólaði nemandi í lausu lofti og gat æft rétt sund- tök undir leiðsögn kennarans. Þegar allir höfðu náð lág- marksfæmi í sundtökum í lausu lofti var haldið út í svo- kallaða Skjólvík, rétt við þorp- ið. „Þetta var nú ekki merkileg búningsaðstaða því það var sett upp tjald á fjörukambin- um og þar höfðum við fata- skipti. Þetta voru aðeins strák- ar sem tóku þátt i þessu. Það þótti ekki stúlkum bjóðandi að synda í köldum sjó. Síðan stóð Viggó í litlum pramma sem hann hafði fest skammt undan landi og hélt á rólu i langri stöng og einn nemandi í einu var látinn taka sundtökin í sjónurn." Tók sundtökin á hundaþúfu Ólafur ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Hvammi í Dýrafirði, um fimm kílómetra innan við þorpið á Þingeyri. Hann sýndi sundnáminu mikinn áhuga en það gáfust ekki mörg tækifæri til æfinga. „Ég hafði nú það embætti að reka kýrnar í haga eftir mjaltir. Ég man eftir því að skömmu eftir að sundnám- ið hófst var ég að reka kýrnar og varð starsýnt á mjög vöxtulega hundaþúfu rétt við slóðina. Ég notaði tækifærið og skellti mér á magann á þúfuna og tók sundtökin. Þá gelti tikin Tóta og Búkolla baulaði því aðrar eins aðfarir höfðu þær ekki séð.“ Ólafur varð flugsyndur og synti alltaf í sjónum meðan hann bjó á Þingeyri því engin sundlaug var þar þá. Hann lærði málmsteypu í hinni sögufrægu vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri sem nú hefur verið friðlýst en þar voru forn vinnu- brögð við málmsteypu varðveitt leng- ur en annars staðar. Um þveran fjörð Þegar Ólafur var 19 ára málm- smíðanemi á Þingeyri vann hann það afrek að synda yfir Dýrafjörð og hefur það ekki verið leikið eftir síðan. „Viggó var að kenna á Núpi og ég mælti mér mót við hann við ósa Gemlufallsár sem fellur til sjávar beint á móti Þingeyri. Félagar mínir úr smiðjunni reru með mig yfir fjörð- inn og þar tók hann á móti mér. Viggó hafði verið svo hugulsamur að panta sérstaklega svínafeiti frá Reykjavík til þess að smyrja á mig fyrir sundið. Hann smurði mig samt ekki allan heldur aðeins liðamótin á hnjám og öxlum og ég er viss um að það kom í veg fyrir að mér yrði eins kalt og ann- ars hefði orðið.“ Sundið heldur mér liðugum Þetta var i júnl árið 1939 og sundið tók rúmar 60 mínútur i 8 gráða köldum sjónum. Vega- lengdin mun vera kringum kílómetri og Ólafur minntist þessa athurðar réttum sextiu árum síðar, þá næstum átt- ræður, með því að synda sömu vegalengd í Sundlaug Seltjarnarness. Það var löng- um hans uppáhaldssundlaug en sundiðkun hefur fylgt hon- um alla ævi í mismiklum mæli en Ólafur stundaði sjó í 20 ár og vann í málmsteypu önnur 20 ár. Ólafur segist þakka reglu- legu sundi og æfingum heilsu- hreysti sína. Orðum sínum til áréttingar stekkur hann fram á gólf og snertir gólfið með fingrunum án þess að beygja hnén. Svona heldur sundið honum mjúkum. En hefur hann ástundað reglusemi að öðru leyti? „Ég smakka stöku sinnum vín í góðra vina hópi en þetta er ekkert sem ég þoli orðið, þetta er varla nema nafnið," segir Ólafur sundkappi að lok- um. -PÁÁ T.v. Viggó Nathanaelsson, sundkennari Ólafs, og Ólaf- ur stendur til hægri á myndinni sem var tekin fyrir 10 árum. JB b | ' i V -I V Læknaregla heilagrar Margrétar Maríu Alacoque Kynningar- og fræðslukvöld með framliðnum sem ræða af reynslu. 23. febr. Meistari meistaranna á öldinni Umdeildur en svarar fyrir sig. Hefúr sína skoðun á myndlist, litum, penslum, áritun málverka sinna og fölsunum. Reyndu að kenna honum. Fólk má koma með hluti og fá álit meistarans, liti, pensla, pappír. 24. febr. Umdeildur í pistlum og stjómmálum. Fjallar um og svarar fyrirspumum varðandi fjölmiðla og stjómmál, óupplýst mál, en samt búið að dæma. 29. febr. Umdeildur alla tíð á sínu sviði. Svarar fyrir um leiklist, eigin verk og skrif á leikritum og hvemig. 1. mars. Virtur af þjóðinni í stjómmálum, Ræðir og svarar um stjómmál og stjómkerfið og dregur ekkert af. 2. mars. 5 læknar draga ekkert undan. Svara um lækningar að handan, smitsjúk- dóma, lyf, veirasýkningar, alnæmi, sykursýki, krabbamein og uppskurði án þess að sjúklingur sé meðvitaður um það og fleira. 7. mars. Heilög Margrét Maria Alacoque. Svarar fyrir „Hvað er að trúa á Jesú Krist“ og líf eftir þetta líf. Á að óttast dauðann? Hvers vegna? 8. mars. Guðmunda Alfreð og bömin svara. Ræða um umferðar- og slysagildrur á tveim mest eknu vegum landsins. Þau hafa reynslu og hafa horft á mörg dauðsföll og fólk limlest á þessum stöðum. Hvað þarf mörg dauðsföll áður en eyra og augu þeirra sem ráða opnast? Bömin vilja líka svör vegna barnanna sem en lifa. 9. mars. 16 aðilar og heilög Margrét María. “ Að taka sitt eigið líf eða annarra.“ Svara fyrir um hvemig „heilagur faðir, Jesú Kristur", tekur á þeim málum ásamt öðrum málum sem verða fólki ljósar í umræðunni. 14. mars. Gegnumdrvkkja og eiturlvf. Hver ert þú og hvað er sjálfsagt? 25 aðilar svara fullum hálsi um stöðuna í þessum málaflokki á íslandi í dag og framtíðarhorfur. Sá sem var dáðasti iþróttamaður Islands ræðir um heilsurækt og átaksíþróttir og afleiðingar þess af eigin reynslu. 15. mars. Virtor af þióðinni fvrir sérsvið sitt. Hvað era gersemar, hvað á að varðveita og kalla þjóðminjar? Era þjóðgarðar og landið okkar og minjar þess virði sem af er látið. Má ekki sökkva því sem sökkva þarf? “Heilög Margrét María Alacooque er postuli alhelga hjarta Jesú Krists og hans hægri hönd.“ Hún var tekin í tölu heilagra 1920. Ásamt henni koma á umræðukvöldum yfir 65 sem látist hafa af ýmsum ástæðum. Það kemur ffam öll kvöldin. Hvað er tímabær og ótímabær dauði? Takmarkaður fjöldi fólks kemst að á hvert umræðukvöld sem haldið er. Því er nauðsynlegt að panta miða og sækja degi fyrir auglýsta dagskrá. Öll kvöldin hefst dagskrá kl. 20 að Skúlagötu 61, aðsetri reglunnar. Miðaverð er 1.200 kr. fyrir hvert kvöld. Reglumiðill: Haukur Dalmar Reglumiðill: Auður Þorkelsdóttir Læknaregla heilagrar Margrétar Maríu Alacoque, Skúlagötu 61. Sími 561 9191. Fax 551 2595.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.