Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 30
30 helgarviðtalið LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 DV Stendurá krossgötum - Jakob Frímann Magnússon talar um náttúruvernd, fjölskyldumálin, Stuðmenn og bananalýðveldið ísland Ragnhildur Gísladóttir og Jakob hafa staðið í framlínu Stuðmanna 117 ár. Nú skilja leiðir þeirra utan sviðs en Jakob segir að Stuðmenn séu eilífir. Mynd Kjartan Már Magnússon Jakob Frímann Magnússon er áber- andi maöur þótt hann aki á bíl í felulitum, merktum Græna hernum meö búning Fjallkonunnar ífram- sætinu. Hann er nýkominn frá Nor- egi þar sem hann, ásamt öörum full- trúum samtaka umhverfisvina leit- uöu fulltingis þarlendra náttúru- verndarsamtaka í baráttunni fyrir því aö Fljótsdalsvirkjun fari í lög- formlegt umhverfismat. að var Ásdís María Franklín sem í gervi Fjallkonunnar afhenti fulltrúum Norsk Hydro áskorun um að fyrirtækið haldi ekki áfram aðgerðum nema mat hafi farið fram. Jakob Frímann hefur farið fyrir þessum samtök- um í undirskriftasöfnun sem stóð í rúmar átta vikur og niðurstaðan varð sú að rúmlega 45 þús- und undirskriftir söfnuðust. Með Noregsfórinni má segja að baráttan hafi verið flutt út fyrir landsteinana enda skilaboð ís- lenskra stjórnvalda skýr í þá veru að haldið skuli áfram undirbúningi að þessum umsvifamestu virkjanaframkvæmdum íslenskrar atvinnusögu. Því var lýst yfir að stefnt skyldi að því að ná fleiri undirskriftum en þegar Varið land safnaði 55 þúsund nöfnum fyrir tæpum 30 árum til að tryggja landvist hers og veru íslands í Nató. Þetta tókst ekki. Var þetta tap? „Alls ekki,“ segir Jakob. „Við gerðum okkur fulla grein fyrir því að rétt væri að setja markið hátt og gerðum það. Hvort undirskriftimar eru 5 eða 10 þúsundum fleiri eða færri skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að stjómvöld fari að lögum." En er þetta ekki töpuð barátta í ljósi þess hvemig Alþingi greiddi atkvæði um áframhald- andi aðgerðir skömmu fyrir jól? „Við spyrjum að leikslokum. Við teljum að með því að leita á náðir Norðmanna náum við eyrum fólks sem er vant að beijast og hefur skiln- ing á baráttu eins og þessari. Það er augljóst að stjómvöld hér ætla að vaða áfram í blindni og þrjósku í þessu máli en ytra mætir þetta meiri skilningi. Þversögn málsins er sú að Norsk Hydro er að biðja um skuldbindingu frá íslenskum stjómvöld- um um að þeir megi reisa hér allt að 480 þúsund tonna álver. Fljótsdalsvirkjun ein og sér dugar ekki einu sinni fyrir 120 þúsund tonna álveri. Það er augljóst að seinni virkjanir verða því að fara í umhverfismat eins og álverið sjálft, samkvæmt lögum. Þess vegna em engin rök fyrir því að láta ekki þessa framkvæmd fara í sams konar lög- formlegt umhverfismat. Það er það eina sem Um- hverfisvinir vilja.“ Það er verið að efna 230 milljarða kosn- ingaloforð sem Framsóknarflokkurinn gaf Austfirðingum. Vissulega glæsilegt loforð en mig rekur ekki minni til að neinn flokkur hafi minnst á þetta mál fyrir kosningar nema Framsókn og þá hvergi nema á Austfjörðum. Þar kusu síðan um 2.775 manns Framsóknar- flokkinn í síðustu kosningum en það eru um 1% íslensku þjóðarinnar. Mér finnst þetta ekki merkilegt lýðræði þegar jafn stórt og mikilvægt mál er annars vegar. Fleiri vopn í búrínu Það má skilja það svo að nú sé hlaupin meiri harka í þessa baráttu en áður var. Er það rétt? „Það má líta á undirskriftasöfnun sem eitt af mörgu sem þarf til þess að beijast gegn þessu. En það þarf fleira til og við njótum nú fullting- is a.m.k. fjögurra mjög öflugra samtaka í Nor- egi sem telja tugi þúsunda einstaklinga. Flest þessara samtaka hafa mikla reynslu af því að glíma við stórfyrirtæki og hafa í mjög mörgum tilfellum haft betur þegar baráttan hef- ur snúist um það að misbjóða ekki móður nátt- úru.“ Finnst þér líklegt að komi til raunverulegra átaka ef stjórnvöld halda sínu striki? „Það finnst mér ekki sennilegt og við sem að þessu stöndum munum ekki hvetja til þess. Við vilj- um að þessi stóra ákvörðun verði tekin á rétt- an og lögformlegan hátt með umhverfismati og ég fyrir mína parta mun sætta mig við niður- stöðu þess á hvem veg sem hún verður." 230 milljarða kosningaloforð fyrír 1% þjóðarínnar Nú munu margir halda því fram að verið sé að framkvæma yfirlýstan vilja þar til bærra stjóm- valda og lýðræðislega sé að þessu öllu staðið. Hvert er þitt mat á því? „Það er verið að efna 230 milljarða kosningalof- orð sem Framsóknarflokkurinn gaf Austfirðing- um. Vissulega glæsilegt loforð en mig rekur ekki minni til að neinn flokkur hafi minnst á þetta mál fyrir kosningar nema Framsókn og þá hvergi nemá á Austfjörðum. Þar kusu síðan um 2.775 manns Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum en það em um 1% íslensku þjóðarinnar. Mér finnst þetta ekki merkilegt lýðræði þegar jafn stórt og mikilvægt mál er annars vegar.“ Hópurinn sem stendur að baki undirskrifta- söfnuninni hefur þrjá formlega bakhjarla sem era Ólafur K. Magnússon læknir og Sveinn og Stefán Aðalsteinssynir en verkefninu barst margvísleg- ur stuðningur úr ýmsum áttum, aðallega í formi sjálfboðavinnu og þjónustu. Jakob segir að kostn- aður hafi ekki verið ýkja mikill og nú standi 4 milljónir eftir í skuld að verki loknu. Persónulegar árasir Á Austfjörðum era til samtök sem kalla sig Afl fyrir Austurland. Þegar fylkingum þessum laust saman vakti það oft athygli hve málflutningur varð persónulegur. Kom þetta Jakobi á óvart? „Ég varð fyrir ákveðnum vonbrigðum. Okkar málflutningi var aldrei svarað með vitsmunaleg- um rökum af hálfu heimamanna heldur var beitt útúrsnúningum, mjög persónulegum og rætnum málflutningi. Þetta birtist ekki síst í gestabók Um- hverfisvina á Netinu og á heimasíðunni star.is og gerir að mínu viti ekki annað en að senda þau skilaboð út í samfélagið að atgervisflótti að aust- an hafi verið mun meiri en hingað til hefur verið haldið. Ég veit auðvitað betur og hef í raun alla tíð ver- ið afar hlýtt til Austfirðinga og Austurlands, en það er alveg sama hvort það var Ómar Ragnars- son, frú Vigdís Finnbogadóttir, Björk Guðmunds- dóttir eða ég. Allir sem stigu fram í sviðsljósið urðu fyrir árásum. Ég get að sumu leyti skilið menn eins og Einar Má Sigurðsson, þingmann að austan sem styður þetta mál, og Smára Geirsson, bæjarstjóra í Nes- kaupstað. Þeir era að beijast fyrir atvinnu í sín- um byggðarlögum. En þegar ég hlusta á rök hag- fræðinga sem hver um annan þveran sjá enga skynsemi í þessu og þegar ég hlusta á tölur um 1500 kflóa álryksmengun á dag og 30 tonna dag- lega mengun aðra þá setur að mér ugg. Ef ég væri að biðja um 230 milljarða framkvæmd heim í mitt kjördæmi þá vfldi ég að þjóðin væri sátt við hana.“ Þórður Breiðfjörð situr á klettínum í hafinu Hvemig hafa þér þótt viðbrögð íslenskra stjómvalda við þeim 45 þúsund undirskriftum sem þið leggið nú fram? „Það er ekki von á góðu þegar Þórður Breið- fjörð situr uppi á „klettinum í hafinu". Þá er lítil von um landtöku. Davið Oddsson sagði við af- hendingu undirskriftanna tvær setningar um málið af sínum alkunna hrokagikkshætti og þar mátti heyra fjórar rangfærslur um málið. Hann hefur einstakt lag á að tala niður til fólks sem er ekki sammála honum, öfugt við fyrirrennarann, Steingrím Hermannsson, sem var mun meiri landsfaðir. Við höfum horft upp á þingmenn, sem sam- kvæmt stjómarskrá eiga að greiða atkvæði eftir sannfæringu sinni, snúast heila hringi í málinu. Þar nægir að nefna Siv Friðleifsdóttur umhverfis- ráðherra sem augljóslega seldi sannfæringu sína fyrir ráðherrastól og Kristján Pálsson sem barðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.