Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 60
Opel Zafira Nýr 7 manna bíll FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö f DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 /fÚOUUHAV! Burnham í Íslandssíma: Ætla á far- símamark- aðinn Íslandssími hf. hefur samið við Bumham Intemational á íslandi um kaup Biumham á 9,5 prósentum hluta- bréfa í Íslandssíma. Kaupin era liður i hlutafjáraukningu Íslandssíma sem nú er lokið. Mikil eftirspum hefur verið eftir hlutafé í Íslandssíma og ætlar Bumham bréfin til endursölu handa stofnanafjárfestum og öðrum fagfjár- festum. Tilgangurinn með hlutafjárútboðinu i Íslandssíma er m.a. sagður hafa ver- ið sá að afla fjár til kaupa á fjarskipta- fyrirtækjum, svo sem Intís .sem Is- landssími keypti nýlega. En hlutafjár- aukningin er jafnframt ætluð til að undirbúa farsímaþjónustu sem byggj- ^ast mun á þráðlausri intemet- og WAP-tækni. „Starfsemi á þeim vett- vangi er í takt við þá trú alþjóðlegra fjarskiptafyrirtækja að í náinni fram- tíð munu samskipti jöfnum höndum vera á fjarskipta- og tölvusviði. Fjár- festingar Islandssíma að undanfómu og framtíðaráform tryggja þannig fyr- irtækinu öragga stöðu á fjarskipta- markaðnum," segir í frétt frá Bum- ham. -GAR Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Íslandssíma, og Sigrún Eysteins- dóttir, framkvæmdastjóri Burnham, handsala hlutfjárviðskiptin í gær. „Íslandssími er meö framsæknustu áformin á innlendum fjarskipta- markaöi og rís undir væntingum og rúmlega þaö,“ segir Sigrún. Girnilegur 115 g Áningarborgari, franskar, súperdós, Piramidelle-súkkul., kr. 590. Bæjarlind 18 - 200 Kópavogi simi 564 2100 Netfang: midjan@mmedia.is Mikil snjófjöll hafa myndast eftir ruöning gatna og bílastæða og sums staðar er enn erfitt yfirferðar eftir áhlaup síðustu helgar. En stanslaus vinna er að bera árangur. Veghefill greiðir hér leið bíla í nágrenni Vesturbæjarskóla. DV-mynd Hilmar Pór Eggert Haukdal ákærður ffyrir fjárdrátt Eggert Haukdal, fyrrum alþingismaður og oddviti Vestur-Land- eyjahrepps, mun á fimmtudag mæta fyrir Héraðsdóm Suðurlands og gera dómara grein fyrir afstöðu sinni til fjársvika og umboðssvikaákæra sem ríkissaksóknari hefúr gefið út á hend- ur honum. Rikissaksóknari ákærir Eggert fyrir liðlega milljónar króna fjársvik og rúmlega milljónar króna umboðssvik í starfi hans sem oddviti hreppsins á nokkurra missera tima- bili. Málið verður þingfest á fimmtu- dag. Þá mætir Eggert fyrir dóm og seg- ir hvort hann telur ákæruna rétta eða ranga. -Ótt Ömurleg uppákoma í Flugleiðavél á leiðinni til Frankfurt: Ölóður farþegi olli skelfingu - var með ólæti og gekk í skrokk á konu sinni Mikill ótti greip um sig meðal nokk- urra farþega í Flugleiðavél á leið til Frankfúrt sl. fimmtudagsmorgun vegna ölvunarláta og ofbeldistilhneig- inga íslensks farþega. Áhöfnin gat með lagni haft hemil á manninum þar til lent var í Frankfúrt. Þar tók þýska lög- reglan við honum og flutti hann á brott. Skýrsla var tekin af honum og honum síðan sleppt. Framhald málsins er í höndum þýskra yfirvalda. Flugvélin var fúll af farþegum, sem margir hveijir vora á leið á heimilis- vörusýningu í Frankfúrt. Maðurinn sat, ásamt konu sinni í fremsta sæti í almennu farrými. Þegar u.þ.b. klukku- stund var eftir af fluginu tóku þeir far- þegar sem næst þeim sátu eftir að mik- ill órói var í fremsta sætinu. Þegar að var gáð kom í ljós að maðurinn var orðinn kófdrukkinn, farinn að vera með ólæti og ganga í skrokk á eigin- konu sinni. Hann reif t.d. tvisvar nið- ur tjald milli farrrýmisins og Saga Class. Þá tóku farþegar eftir þvl að hann var með kveikt á GSM-síma sín- um og létu þeir flugfreyjur tafarlaust vita. Þær lempuðu manninn og slökktu á símanum. Eins buðu þær konunni að skipta um sæti eða aðstoða hana á aðra lund, en hún kaus að láta kyrrt liggja. Flugstjóri ræddi einnig við manninn en hann lét ekki segjast. „Þetta var ömurleg uppákoma og þeir sem sátu næst manninum vora al- gjörlega miður sín þegar þeir komu út úr vélinni," sagði farþegi, sem var um borð í vélinni, við DV. „Maðurinn var með dónaskap við flugfreyjumar, skeytti skapi sínu á konunni, valsaði um flugvélina og olli fólki óþægindum. Tveir rannsóknarlögreglumenn komu heim til íslands frá Danmörku í gær eftir tveggja vikna útivera þar sem þeir rannsökuðu hluta af mjög umfangsmiklu málverkafólsunarmáli tengdu Gallerí Borg. Að sögn Jóns Snorrasonar hjá efriahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra beinist rannsókn málsins að um 150 málverkum hér heima og í Danmörku. „Það á eftir að yfirheyra menn hér heima og framkvæma ýmsar aðrar Flugfreyjumar stóðu sig aðdáanlega vel. Þær héldu manninum í skefjum, þannig að hann náði ekki að verða end- anlega vitlaus. Ég flýg mikið, en þetta er í fyrsta skipti sem mér hefúr liðið illa í flugi, enda fannst mér öryggi mínu ógnað þar sem ég var innilokað- ur með ölóðum manni í háloftunum." rannsóknir,“ sagði Jón. Hann segir að rannsóknin hafi beinst að því að graf- ast fýrir um uppruna málverka og „ætlaða eigendasögu". Jón sagði að upphaf rannsóknarinn- ar hefði komið til vegna þess að farið hefði verið fram á opinbera rannsókn af hálfú ýmissa aðila vegna rökstudds gruns um að allar framangreindar myndir hefðu ekki verið þau verk sem þau vora sögð vera. „Það liggur fyrir í kærum að þessar Margrét Hauksdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar Flugleiða, sagði að umræddur farþegi hefði verið verulega ölvaður og talinn geta stefnt öryggi i hættu. Á leiðinni hefði hann drukkið af eigin áfengisbirgðum. Mat starfs- manna hefði verið að láta löggæslu á áfangastað vita. -JSS myndir vora nær undantekningar- laust keyptar í Gallerí Borg,“ sagði Jón. Þar var Pétur Þór Gunnarsson galleríseigandi. Hæstiréttur dæmdi hann á síðasta ári í 6 mánaða óskil- orðsbundið fangelsi í öðra og mun minna málverkafólsunarmáli. Málið sem nú er rannsakað hér heima og erlendis er margfalt stærra en eldra málið. „Þetta er mjög umfangsmikið mál,“ sagði Jón Snorrason. -Ótt Tveir rannsóknarlögreglumenn komu frá Danmörku í gær eftir 2ja vikna dvöl: 150 seld málverk frá Gallerí Borg rannsökuð - mjög umfangsmikið dómsmál í uppsiglingu, segir lögfræðingur Ríkislögreglusljóra Veðurhorfur á sunnudag: Snjókoma norðaustanlands Suðvestan 5-10 m/s, slydduél sunnan- og vestanlands, en suöaustan 10-15 og snjókoma norðaustanlands í fyrstu en léttir til. Hiti nálægt frostmarki en vægt frost norðaustanlands. Veðurhorfur á mánudag: Bjart veður norðaustan til Suðvestan 8-13 m/s, él sunnan- og vestanlands, en suðaustan 10-15 og bjart veður norðaustan til. Hiti víða í kringum frostmarki en frost 1 til 5 stig norðaustan til. Veðrið á laugardag er á bls. 65.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.