Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 27
JO’V LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000
27
Ljósmynda-
sýning í
Gerðarsafni
Hin árlega samsýning Blaða-
ljósmyndarafélags íslands og Ljós-
myndarafélags íslands verður
opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi i
dag. Þar gefur að líta 128 myndir
eftir 29 ljósmyndara. Ljósmynd-
arafélagið sýnir stórar ljósmyndir
bæði af fólki og landslagi en
Blaðaljósmyndarafélagið sýnir
myndir sem er skipt í marga
flokka s.s. fréttir, íþróttir, fólk,
tíska, myndröð og fleira.
Að þessu sinni er haldin sér-
stök sýning á ljósmyndum eftir
Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndara
til að minnast aldarafmæli hans.
Ljósmyndir Vigfúsar eru
skemmtilegur aldarspegill og
varðveita horfinn tima. Það er því
ekki að efa að þessi ljósmyndasýn-
ing á eftir að vekja mikla athygli
eins og sýningar þessara lista-
manna hversdagslífsins jafnan
gera.
_________________________________________________Qstir
Þetta var ást við fyrstu sýn
- Þóra Kristín Johansen þenur sembaiinn með Kammersveitinni
Þóra Kristín Johansen leikur einleik á sembal meö
Kammersveit Reykjavíkur á sunnudag. Hún hefur
búið í Hollandi síðan 1971. DV-mynd Pjetur
Nk, sunnudag, þ. 20. febrúar kl. 20.30
heldur Kammersveit Reykjavíkur tón-
leika í Langholtskirkju, þar sem ein-
göngu verða leikin verk eftir Henryk
Mikolaj Górecki Á efhisskránni verða
fjögur verk:
Þijú lög í gömlum stfl fyrir strengja-
sveit (1963), Konsert op. 40 fyrir semb-
al og strengjasveit (1980), Góða nótt op.
63 fyrir altflautu, píanó, sópran og tam-
tam (1990) og Lítil sálumessa op. 66 fyr-
ir pianó og 13 hljóðfæri (1993).
Einleikari í sembalkonsertnum
verður Þóra Kristín Johansen sem bú-
sett er í Hoflandi og er komin tfl lands-
ins til að taka þátt í tónleikunum. Ein-
söngvari í Góða nótt er Marta Guðrún
Halldórsdóttir, en textinn er tekinn úr
Hamlet Shakespeares.
Stjómandi á tónleikunum er Bem-
harður Wilkinson Með þessum tónleik-
um sem helgaðir era verkum eftir H.
Górecki (f. 1933) vifl Kammersveit
Reykjavíkur gefa áheyrendum tæki-
færi til að kynnast verkum
þessa merka pólska tónskálds. H.
Górecki hefur um ævina haldið sig frá
sviðsljósinu, bæði vegna heilsufars og
mikillar þarfar fyrir einvem.
Verk hans vom því lítt þekkt nema
í þröngum hópi þar til 1993, þegar sin-
fónía hans nr. 3, Sorgarsinfónían,
skaust upp í efstu sæti vinsældarlista í
Bretlandi og seldist í hundmðum þús-
unda eintaka. Tónskáldið hafði þegið
boð Kammersveitarinnar um að vera
viðstaddur tónleikana en kemst því
miður ekki vegna veikinda.
„Þegar ég fór til
Hollands fyrir um
30 áram til náms
hafðiéglærtápíanó
en aldrei séð semb-
al. Ég féll fyrir hon-
um strax þegar ég
snerti hann og það
má segja að þetta
hafi verið ást við
fyrstu sýn,“ segir
Þóra Kristín Johan-
sen sembafleikari,
sem býr og starfar
sem sembafleikari í
Hollandi, mest með
dúói eða tríói sem
kaflar sig Semb-
aliplus og flytur nútímatónlist. Hún er
einnig kennari við tónlistarskóla í Ut-
recht.
Þóra kemur að þessu sinni til Is-
lands til að sinna tveim verkefnum.
Annað er einleikur með Kammersveit
Reykjavíkur en hitt er sérstæð listsýn-
ing sem verður opnuð í Nýlistasafninu
26. febrúar. Þar sýnir Þóra myndverk
níu listamanna við níu tónverk sem
hún hefur fengið listamennina til að
semja, Þetta em listamenn frá
Hollandi, Ítalíu og Frakklandi og sem-
ur hver tvö tónverk eitt stutt og annað
lengra. í hefld taka verkin um 70 min-
útur og mun ganga stöðugt meðan sýn-
ingin er opin.
„Ég hef alltaf hrifist mjög af nútíma-
list í hvaða formi sem hún birtist og
þetta samstarf við hina íjölmörgu lista-
menn sem komu að gerð disksins var
sérlega skemmtilegt og gefandi."
Þóra segir að hún hafi haft mjög
gaman af því að vinna að undirbún-
ingi tónleikanna með Kammersveit-
inni en tónskáldið var henni ekki
kunnt áður en hún tók þetta verkefni
að sér. Þetta er í fyrsta sinn sem Þóra
spilar með hljómsveitarstjóra þrátt fyr-
ir langan feril.
„Ég hef alltaf verið að starfa með svo
litlum hópum að við höfum ekki haft
stjórnanda," segir Þóra sem segist koma
heim til Islands með reglulegu mfllibili
og finnst íslenskt þjóðfélag alltaf eins en
loftið er alltaf jafh hreint. PÁÁ
GRAND VITARA
TEGUND: VERÐ:
1,6 GLX 4x4 4d 1.595.000 KR.
1,6 GLX WAGON 4x4 1.695.000 KR.
TEGUND:
GR.VITARA3 dvra
BALENO..
ÍBALENOi
Vissir þú að 80% þeirra Suzukibíla
sem keyptir eru í dag
eru fjórhjóladrifnir?
WAGONR+
TEGUND: VERÐ:
WAGONR+4X4 1.299.000 KR.
TEGUND: VERÐ:
Beinskiptur 1.459.000 KR.
Sjálfskipting 130.000 KR.
GUND: VERÐ:
:SE5d 1.840.000 KR
Sjálfskipting 150.000 KR.
SUZUKIBILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson,
Grænukinn 20, sími 555 15 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. Isafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, sími 456 30 95.
Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Brlasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, simi 482 37 00.