Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 25
JLlV LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 25 veiðivon Árshátíð Stangaveiðifálagsins: Gull- og silfurflugan fyrir 10 kg lax Hún var fjörleg og fjölmenn árshá- tíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur um síðustu helgi og voru þar veitt verð- laun fyrir stærstu laxana síðasta sum- ar í veiðiám félagsins. Við skulum kíkja aðeins á hverjir fengu verðlaun- in. Afreksbikar kvenna er til eignar og er gefinn af Prentsmiðjunni Litrófi, út- gefanda Stangaveiðiárbókarinnar, og er veittur þeirri konu sem veiðir stærsta laxinn á flugu. Bikarinn fékk María Anna Clausen fyrir 7,4 kg hæng sem hún veiddi á fluguna Maríu á Stokkhylsbrotinu í Norðurá í júní. En flugu þessa hnýtti Kristján Guðjóns- son, formaður Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Skóstofubikarinn er gefmn af Skó- stofunni Dunhaga og er veittur þeirri konu sem veiðir stærsta laxinn. Odd- ný Elín Magnadóttir fékk þennan bik- ar fyrir 9 kg hæng sem hún veiddi á iðunni í Stóru Laxá á svæði þrjú á maðk í júlí. Útilifsbikarinn er gefinn af versluninni Útilifi og veittur þeim veiðimanni sem veiðir stærsta laxinn á flugu í Elliðaánum. Ásmundur Krist- insson fékk þennan bikar fyrir 4,2 kg hæng sem hann veiddi í teljarastreng, á eðal-flugna-Monicu í ágúst. Norðurárbikarinn er gefinn af kaffi- húsinu Mílanó og er veittur þeim sem veiðir stærsta laxinn á flugu í Norð- urá. En Viðar Daníelsson veiddi i júlí 8,7 kg hæng á bryggjunum í Norðurá á svarta franses. Ron Thompson-styttan er gefm af versluninni Veiðihominu og er það í fyrsta sinn. Hún er veitt þeim veiðimanni sem veiðir stærsta laxinn á flugu i Stóru-Laxá í Hreppum. En í júlí veiddi Hlöðver Már Brynjars- son 10 kg hæng á Hólmabreiðu á svæði fjögur á fluguna Mary Mary númer 8. En fyrir þennan lax hlaut Hlöðver líka Gull- og silfurfluguna, sem núna var afhent í 19. sinn. „Þetta var í 19. skipti sem við afhentum Gull- og silfurfluguna, ég er viku að vinna svona flugu og manni finnst vera kom- in hefð fyrir henni,“ sagði Sigurður G. Steinþórsson gullsmiður rétt eftir að hann afhenti Hlöðver fluguna. Gull- og silfmflugan er metin á um 200 þúsund og alls ekki fluga sem nokkur maður myndi kasta fyrir laxa í veiðiánum. Veiðivonarbikarinn er gefinn af versluninni Veiðivon og er veittur þeim sem veiðir stærsta laxinn á flugu í Soginu. Runólfur Maack veiddi I ágúst 9 kg hrygnu á Landaklöpp fyrir landi Syðri-Brúar á rauða franses. Cortlandsbikarinn er gefinn af Sport- vörugerðinni þeim sem veiðir stærsta laxinn á flugu í Hítará á Mýrum. Stór- laxbaninn Viðar Daníelsson veiddi 7,5 kg hæng á svarta franses í Kverkinni í júlí. Viðar fékk því tvo bikara á þess- ari árshátíð. ABU-CARCIA-bikarinn er gefinn af ABU-umboðinu og er veittur þeim sem veiðir stærsta fiskinn á leyfilegt agn í Tungufljóti. Ingibjörg Hafsteinsdóttir veiddi í september 7,5 kg sjóbirting i Festarfor í Tungufljóti á fluguna Snældu. Vesturrastarbikarinn er gefinn af versluninni Vesturröst og er veittur þeim sem veiðir stærsta laxinn á veiðisvæðum Stangaveiðifélagsins. Halldór Ólafsson hlaut þennan bikar fyrir 10 kg hæng sem hann veiddi í Ósatanga í Stóru-Laxá á svæði eitt og tvö á maðk í september. Hlööver Már Brynjarsson tekur við Ron Thompson-styttunni en hann hlaut líka Gull- og silfurfluguna fyrir 10 kg lax í Stóru-Laxá í Hreppum. Verölaunahafar meö verölaunin sem veitt voru fyrir stærstu laxana í veiðiám Stangaveiöifélagsins. DV-myndir Hari Vandaðar, fallegar. Ótrúlega hagstætt verð. -MIKIÐÚRVAL- PFAFF cHemiilisUekjaierslim Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 omba Evrópu: | www.evropa.is [ Ford Ranger crew cab. XL.skr. 10/99, ek. 3 þús. km. Vel búinn bill m/plasthúsi Verð kr. 2.490.000, áhvílandi hagstætt bílalán. Toyota Landcruiser VXdísil turbo.skr. 12/98, ek. 9 þús. km.rafdr. + leður. Verð kr. 3.580.000. Nissan Patrol GRdísil turbo, skr. ‘98, ek. 41 þús. km.allt rafdr., leður o.m.fl. Verð kr. 3.790.000, skipti möguleg á ódýrari. Subaru LegacyGL 2,0 Wagon, skr. 10/99, ek. 6 þús. km. Verð kr. 2.250.000, áhvílandi hagstætt bílalán. Mætum snjó og ófærð með sölusýningu á nýjum og notuðum fjórhjóladrifsbílum. EVRÓPA ,TÁKN UM TRAUST ' Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.