Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Síða 25
JLlV LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 25 veiðivon Árshátíð Stangaveiðifálagsins: Gull- og silfurflugan fyrir 10 kg lax Hún var fjörleg og fjölmenn árshá- tíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur um síðustu helgi og voru þar veitt verð- laun fyrir stærstu laxana síðasta sum- ar í veiðiám félagsins. Við skulum kíkja aðeins á hverjir fengu verðlaun- in. Afreksbikar kvenna er til eignar og er gefinn af Prentsmiðjunni Litrófi, út- gefanda Stangaveiðiárbókarinnar, og er veittur þeirri konu sem veiðir stærsta laxinn á flugu. Bikarinn fékk María Anna Clausen fyrir 7,4 kg hæng sem hún veiddi á fluguna Maríu á Stokkhylsbrotinu í Norðurá í júní. En flugu þessa hnýtti Kristján Guðjóns- son, formaður Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Skóstofubikarinn er gefmn af Skó- stofunni Dunhaga og er veittur þeirri konu sem veiðir stærsta laxinn. Odd- ný Elín Magnadóttir fékk þennan bik- ar fyrir 9 kg hæng sem hún veiddi á iðunni í Stóru Laxá á svæði þrjú á maðk í júlí. Útilifsbikarinn er gefinn af versluninni Útilifi og veittur þeim veiðimanni sem veiðir stærsta laxinn á flugu í Elliðaánum. Ásmundur Krist- insson fékk þennan bikar fyrir 4,2 kg hæng sem hann veiddi í teljarastreng, á eðal-flugna-Monicu í ágúst. Norðurárbikarinn er gefinn af kaffi- húsinu Mílanó og er veittur þeim sem veiðir stærsta laxinn á flugu í Norð- urá. En Viðar Daníelsson veiddi i júlí 8,7 kg hæng á bryggjunum í Norðurá á svarta franses. Ron Thompson-styttan er gefm af versluninni Veiðihominu og er það í fyrsta sinn. Hún er veitt þeim veiðimanni sem veiðir stærsta laxinn á flugu i Stóru-Laxá í Hreppum. En í júlí veiddi Hlöðver Már Brynjars- son 10 kg hæng á Hólmabreiðu á svæði fjögur á fluguna Mary Mary númer 8. En fyrir þennan lax hlaut Hlöðver líka Gull- og silfurfluguna, sem núna var afhent í 19. sinn. „Þetta var í 19. skipti sem við afhentum Gull- og silfurfluguna, ég er viku að vinna svona flugu og manni finnst vera kom- in hefð fyrir henni,“ sagði Sigurður G. Steinþórsson gullsmiður rétt eftir að hann afhenti Hlöðver fluguna. Gull- og silfmflugan er metin á um 200 þúsund og alls ekki fluga sem nokkur maður myndi kasta fyrir laxa í veiðiánum. Veiðivonarbikarinn er gefinn af versluninni Veiðivon og er veittur þeim sem veiðir stærsta laxinn á flugu í Soginu. Runólfur Maack veiddi I ágúst 9 kg hrygnu á Landaklöpp fyrir landi Syðri-Brúar á rauða franses. Cortlandsbikarinn er gefinn af Sport- vörugerðinni þeim sem veiðir stærsta laxinn á flugu í Hítará á Mýrum. Stór- laxbaninn Viðar Daníelsson veiddi 7,5 kg hæng á svarta franses í Kverkinni í júlí. Viðar fékk því tvo bikara á þess- ari árshátíð. ABU-CARCIA-bikarinn er gefinn af ABU-umboðinu og er veittur þeim sem veiðir stærsta fiskinn á leyfilegt agn í Tungufljóti. Ingibjörg Hafsteinsdóttir veiddi í september 7,5 kg sjóbirting i Festarfor í Tungufljóti á fluguna Snældu. Vesturrastarbikarinn er gefinn af versluninni Vesturröst og er veittur þeim sem veiðir stærsta laxinn á veiðisvæðum Stangaveiðifélagsins. Halldór Ólafsson hlaut þennan bikar fyrir 10 kg hæng sem hann veiddi í Ósatanga í Stóru-Laxá á svæði eitt og tvö á maðk í september. Hlööver Már Brynjarsson tekur við Ron Thompson-styttunni en hann hlaut líka Gull- og silfurfluguna fyrir 10 kg lax í Stóru-Laxá í Hreppum. Verölaunahafar meö verölaunin sem veitt voru fyrir stærstu laxana í veiðiám Stangaveiöifélagsins. DV-myndir Hari Vandaðar, fallegar. Ótrúlega hagstætt verð. -MIKIÐÚRVAL- PFAFF cHemiilisUekjaierslim Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 omba Evrópu: | www.evropa.is [ Ford Ranger crew cab. XL.skr. 10/99, ek. 3 þús. km. Vel búinn bill m/plasthúsi Verð kr. 2.490.000, áhvílandi hagstætt bílalán. Toyota Landcruiser VXdísil turbo.skr. 12/98, ek. 9 þús. km.rafdr. + leður. Verð kr. 3.580.000. Nissan Patrol GRdísil turbo, skr. ‘98, ek. 41 þús. km.allt rafdr., leður o.m.fl. Verð kr. 3.790.000, skipti möguleg á ódýrari. Subaru LegacyGL 2,0 Wagon, skr. 10/99, ek. 6 þús. km. Verð kr. 2.250.000, áhvílandi hagstætt bílalán. Mætum snjó og ófærð með sölusýningu á nýjum og notuðum fjórhjóladrifsbílum. EVRÓPA ,TÁKN UM TRAUST ' Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.