Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Side 28
28 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 XJ>'V sakamál Anne Ngor, frænka góöa læknisins, viö kistu hans í Los Angeles. Símamyndir Reuter Prír ungir menn voru handteknir vegna morðsins. Þeir kváöust hafa veriö aö kaupa fíkniefni nálægt morö- staönum vafa þegar Ngor var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Chinatown Los Angeles í febrúar 1996. Víst þótti að um pólítískt morð hefði ver- ið að ræða, framið af stuðnings- mönnum rauðu khmeranna. Atvinnumenn að verki Morðið var grimmilegt og hand- bragðið þótti benda til að atvinnu- menn hefðu verið að verki. Rann- sóknarlögreglumaðurinn Dan Sawyer þóttist geta fullyrt það. Hleypt hafði verið af tveimur skot- um og síðan höfðu morðingjarnir flúið á stolnum bU. BíUinn fannst skömmu eftir morðið en búið var að afmá öU fingarfor í honum. Bundinn hafði verið endi á ör- lagaríkan lífsferil. Fyrir borgara- stríðið í Kambódíu hafði Ngor lækn- ir rekið læknastofu í heimalandi sínu. Eftir skelfilega lífs- rejmslu á stjórnartíma rauðu khmeranna og flóttann til Bandaríkj- anna hóf Ngor læknis- störf á ný, að mestu fyr- ir nauðstadda landa sína í hinu ókunna landi. Líf læknisins tók óvænta stefnu þegar hann var uppgötvaður af starfsmanni í kvik- myndabransanum sem leitaði að leikurum. Ngor fékk hlutverk ljósmyndarans Diths Prans, sem aðstoðar banda- rískan Ijósmyndara, leikinn af John Malkovich, í borgarastriðinu. Leik- ur Ngors var frábær og hann fékk óskarsverðlaunin 1984 fyrir besta leik í aukahlutverki. Frægðin bætti ekki sáran missi En viðurkenning og frægð bætti lækninum ekki þann missi sem hann hafði orðið fyrir í Kambódíu. Hann sagði oft að eina ósk sín væri að fá að halda sínum nánu og kæru ef líf væri eftir þetta líf. Morðið á lækninum vakti skelf- ingu í Hollywood. Hans var minnst sem mæts manns. Leikstjóri The Killing Fields, Roland Joffe, sagði meðal annars: „Hann var gæddur miklum hæfileikum og virðuleika. Læknirinn Ngor frá Kambódíu fékk óskarsverölaun fyrir aukahlutverk í myndinni The Killing Fields. Sjálfur haföi læknirinn misst sína nánustu í blóðbaöinu í Kambódíu Dauði hans er mikið áfall, bæði fyr- ir Hollywood og mannkynið." Við rannsókn á morðinu komst lögreglan að því að læknirinn hafði ekki verið rændur. Hann var með Rolex-úrið sitt á handleggnum og 3 þúsund dollara í reiðufé þegar hann fannst. Frændi Ngors, Pich Dom, sem var með honum síðasta daginn sem hann lifði, sagði að læknirinn hefði verið ofarlega á dauðalista rauðu khmeranna. „Þeir bíða árum saman eftir rétta tækifærinu,“ sagði hann. „Frændi minn bjóst í raun við að gerð yrði tilraun til að taka hann af lífi. Hann hafði búið sig undir það andlega. Hann kvaðst vera reiðubúinn ef svo færi. Íapríl, tveimur mánuðum eftir morðið, handtók lögreglan þrjá unga Kambódíumenn vegna gruns um morðið á Haing Ngor. Doktor Haing S. Ngor varð heimsfrægur fyrir að leika ljós- myndarann Dith Pran í stórmynd- inni The Killing Fields. Læknirinn byggði í raun leik sinn á þeirri sáru reynslu sem hann varð sjálfur fyrir undir blóðugri stjórn rauðu khmer- anna sem kostaði 2 milljónir Kam- bódíumanna lífið á árunum 1975 til 1979. Meðal fórnarlambanna voru ástkær eiginkona læknisins og flest- ir aðrir meðlimir fjölskyldu hans. Það var því ekki óeðlilegt að læknirinn tæki þátt í andspyrnu- hreyfingunni í heimalandi sínu. Þátttakan varð honum hins vegar dýrkeypt. Hann hjálpaði hundruð- um landsmanna sinna á flótta en var sjálfur fangelsaður. Böðlar hans létu hann hanga uppi í tré í fimm daga með bálköst undir fótunum. í annað sinn er hann sætti pynting- um hjuggu rauðu khmerarnir af tvo flngur hans. Ngor tókst þó þrátt fyrir allt að flýja að lokum. Eftir innrás Ví- etnama í Kambódíu 1979 flúði Ngor til Bandaríkjanna. Hann kom til Los Angeles með einungis 4 dollara f vasanum. Játuðu að hafa verið nálægt heimili læknisins Langur skuggi hryðjuverkanna í Bandaríkjunum hóf Ngor að starfa fyrir ofsótta landa sína. Hann barðist fyrir því aö pólitískir fangar yrðu látnir lausir í Kambódíu. í samfélagi Kambódíumanna i Kali- fomíu var læknirinn hylltur fyrir hjálparstörf sín og baráttu. Leikur Ngors í kvikmyndinni The Killing Fields hafði gert hann að auðugum manni og hann gaf hjálparþurfi löndum sinum mikið af fé sínu. Hann átti einungis vini og aðdáend- ur, að minnsta kosti í Bandaríkjun- um. Rauðu khmerarnir litu málið öðr- um augum. Samkvæmt áróðri þeirra var læknirinn svikari sem þyrfti að fjarlægja. Stuðningsmenn rauðu khmeranna í Bandaríkjun- um, sem voru reyndar þó nokkrir, vom hvattir til að láta til skarar skríða. Lögreglan var því ekki í neinum Mennirnir, sem allir voru 19 ára, játuðu að hafa verið nálægt heimili Ngors morðkvöldið. En þeir kváðust ekkert vita um skotárásina. Lögreglan fullyrti að hinir hand- * teknu væru félagar í hinu alræmda götugengi Oriental Lazyboys sem var þekkt fyrir rán og ofbeldi. Lög- reglan taldi sig geta sannað að einn hinna handteknu, Indra Lim, hefði verið í sambandi við fulltrúa rauðu khmeranna. En þegar málið kom fyrir rétt hálfu ári seinna var staða ákæru- valdsins veik. Enn hafði ekkert morðvopn fundist. Og vitni, sem kvaðst hafa séð mennina þrjá hlaupa frá morðstaðnum, var allt f einu ekki visst. Lögreglan taldi víst að þrýst hefði verið á vitnið og krafðist meiri tíma til rannsóknar- innar. Hinir þrír ákærðu viðurke.nndu að hafa verið nálægt heimili Ngors f Chinatown í Los Angeles. En þeir kváðust komið þangað til fundar við fikniefnasala sem ætlaði að selja þeim kókaín. Talsmaður þeirra, Jason Chan, ítrekaði að þeir vissu ekkert um morðið og að þeir hefðu alls ekki framið morð til að afla sér fjár. „Við höfum engan áhuga á stjórnmálum og þekkjum ekkert til rauðu khmeranna,“ sagði hann. Síðan hefur málið velst í kerfinu og enginn hefur verið gerður ábyrg- ur fyrir morðinu. Frændi Ngors, Pich Dom, sagði nýlega: „Nú eru bráðum fjögur ár frá því að frændi minn var myrtur og enn hefur eng- um veriö refsað. Þetta er hræði- legt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.