Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2000, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2000, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 13 Útfærsla eftir aðstæðum Sem sýnishorn má nefna aö nemandi á aö kunna aö búa til og nota möpp- ur í tölvum, hafa tileinkað sér blindskrift og kunna meðferö myndlesara (skanna), segir m.a. í greininni. Síðastliðið sumar tók gildi ný aðalnámskrá grunnskóla sem Björn Bjarnason mennta- málaráðherra gaf út. Aðalnámskrá þessi snertir flest heimili í landinu, því að hún gengur út frá þvi að for- eldrar taki mun virkari þátt í námi bama sinna og ákvarðanatöku um framtíð þeirra. Mjög lit- ið hefur samt verið rætt um þessa aðal- námskrá meðal for- eldra og að manni læð- ist sá grunur að flestir „óbreyttir" foreldrar hafi aldrei hugleitt hana, hugsanlega ekki einu sinni heyrt um hana. Nýja aðalnámskráin er frá- brugðin fyrri námskrá að því leyti, að mjög skýr markmið eru sett fyrir nám og skólastarf, bæði lokamarkmið og áfangamarkmið, en náminu milli þeirra er skipt í þrep. Flestum sem rýnt hafa í þessa nýju aðalnámskrá þykir hún góð og metnaðarfull. „Grunnskólum er skylt að mennta öll börn á árang- ursríkan hátt“ segir í henni. Skól- inn verður „að bjóða fram metnað- arfull námstæki- færi við hæfi allra nemenda1'. Auk bóklegs náms á grunnskólinn einnig að stuðla að góðu siðferði eða honum „ber að efla heilbrigða dóm- greind, umburðar- lyndi, náungakær- leik og verðmæta- mat“. Háleit markmiö Lestur námskrár- innar um einstaka námsgreinar er á margan hátt fróðlegur. Um þrepa- markmið tónlistar 7. bekkjar grunnskóla er meðal annars sagt: „Nemandi semji, spinni og útsetji fjölbreytt tónverk fyrir mismun- andi hljóðfæri, raddir og aðra hljóðgjafa..., öðlist vaxandi fæmi í flutningi tónlistar, laga og stefja eftir minni, ...endurmeti og endurskoði tón- sköpun sina...“ Um dansnám nemenda 7. bekkjar er talað um; „að kunna grunnspor og einfaldar sam- setningar grunnspora, þ.e. í hin- um tíu viðurkenndu samkvæmis- dönsum (keppnisdönsum): ensk- um vals, „kvikk stepp“, foxtrott, tangói, Vínarvalsi, rúmbu (amer- ískri, kúbverskri), „Cha-cha-cha“, ,,djæv“, „Paso doble“ og sömbu...“ Áfangamarkmið 7. bekkjar í upp- lýsingamennt em mun víðtækari. Sem sýnishorn má nefna að nemandi á að kunna að búa til og nota möppur i tölvum, hafa til- einkað sér blindskrift, kunna með- ferð myndlesara (skanna), geta skeytt saman texta, mynd og hljóð á tölvutæku formi, geta nýtt sér glærugerðarforrit, geta búið til einfaldan heimasiðuvef og flutt út á net, geta notað og viðhaldið not- endahugbúnaði. Kostnaöarlítll endurmenntun Aðalnámskráin áðurnefnda tók gildi 1. júní síðastliðinn, en skól- unum er gefinn þriggja ára aðlög- unartími. Á kynningarfundi, sem ætlaður var sveitarstjómarmönn- um, sagði deildarstjóri mennta- málaráðuneytisins að útfærslan yrði eftir aðstæðum. Þessi spá- mannlegu orð má líklega túlka á marga vegu, eins og orð Vestu- meyja forðum í Grikklandi. Að- spurður sagði deildarstjórinn að 36 milljónir hefðu verið settar í endurmenntun kennara en einn þriðjungur þess fjár hefði farið beint til Kennaraháskólans. Þetta þýðir að eftir verða rétt rúmlega 6000 krónur á kennara til endurmenntunar eins og einn fundarmanna var fljótur að reikna út. Reynslan segir að minnihluti kennara í grunnskólum hafi vald á paso doble, kúbverskri rúmbu eða heimasíðuforritum, því síður geta þeir leikið á hljóðfæri. En til að hægt sé að hrinda þessari metn- aðarfullu stefnu í framkvæmd þarf væntanlega að vera einhver í skól- unum sem geti leiðbeint nemend- unum og metið frammistöðu þeirra, hvort þeir taka sporin rétt. - Litlar 6000 krónur á mann nægja varla til þess eins og verðlagið er í landinu. Marjatta ísberg Kjallarinn Marjatta ísberg fil.mag. og kennari „Nýja adalnámskráin er frábrugö- in fyrri námskrá að því leyti að mjög skýr markmið eru sett fyrir nám og skólastarf, bæði loka- markmið og áfangamarkmið, en náminu milli þeirra er skipt í þrep. Flestum sem rýnt hafa í þessa nýju aðalnámskrá þykir hún góð og metnaðarfull.u Flækingskettir og förumenn Ný uppákoma hefur litið dags- ins ljós, líklega aðeins til að krydda tilveruna í svartasta skammdeginu. Borgaryfirvöld hafa skorið upp herör gegn lausa- göngu katta í höfuðborginni. Ekki eru allir sammála um ágæti þess- arar herferðar gegn köttunum. Embættismenn borgarinnar telja sig þó hafa rökstuddan grun um að fjöldi heimilislausra flæk- ingskatta sé mikill. Þeir hafi lítið sér til framfæris annað en smá- fugla og matarleifar úr sorptunn- um. Ömurlegt líf þó frelsið hljóti að vera mikils virði. í góðu skyni gerð Embættismennirnir hafa vafa- laust vitað að um slíka kattarher- ferð yrði deilt og skoðanir yrðu skiptar um þessa afskiptasemi af lífi frjálsra katta. Veiðitæknin var því kynnt sérstaklega í sjónvarpi enda byggist hún ,á matarpólitík eins og flest annað í lífl manna og dýra. Hungraðir kettir skulu narraðir með gimilegum matcir- bita inn í eins konar felligildru. Sársaukalaus veiðiaðferð í góðu skyni gerð þvi að koma átti kött- unum fyrir á vel reknu kattaheim- ili í umsjá góðra kvenna. Þegar þetta er ritað hafði fyrsta nóttin þegar gefið góðan feng. Hins vegar kom í ljós að margir meðal kattanna voru merktir heimiliskettir sem af óskiljanlegum ástæðum höfðu útivistarleyfí frá heimilum sínum eða þá höfðu ekki hirt um að mæta heima á tilsettum tíma frekar en unglingamir sem háðir eru ströng- um útivistarregl- um. Auðvitað verður merktum flækingum kom- ið til síns heima með ströngum fyrirmælum um bætta hegðan í framtíðinni. Ómerktir flækingar verða hins vegar að dvelja á upp- tökuheimili katta um einhvern tíma þar til þeim hafa verið útveg- aðir nýir stjúpforeldrar og nýtt heimili. Um framtíð þeirra sem enginn vill fóstra vil ég ekki ræða. Spólormar í sandkassa Nauðsynlegt er að hafa í huga að þeir sem kannski upphafinu valda í þessari uppákomu eru þeir sem kvartað hafa yfir frjálsræði kattanna í húsagörð- um jafnvel þar sem smáfuglum er gefíð daglega. Jafnframt eru þeir þekktir fyrir að sækja í sandkassa á leikvöllum og skilja þar við sig afganginn af framfærslu undan- genginna daga. Dæmi munu um að spólorm- ar hafi fundist í saur katta og er það að sjálfsögðu ekki talið hollvænlegt fyrir ung- börnin sem brugðið hafa á leik i sandin- um, allra sist þegar það er haft í huga að dæmi eru að böm hafi brugðið upp í mimn- inn til að tyggja eitthvert lostæti sem þau vissu ekki hvað var. En auðvitað heyrir þetta til undan- tekninga. Auk þess sem nefnt hef- ur verið þá eru kettir þekktir fyr- ir sinn miðnætursöng þegar nátt- úran kallar. Það er auðvitað ekki vinsælt fyrir utan glugga kvöld- svæfra borgarbúa sem þurfa að mæta tímanlega til vinnu sinnar næsta morgun. Kisur og hundar eru ómetanleg- ur félagsskapur fyrir þá einmana einstaklinga sem þurfa á félags- skap að halda og jafnvel gott upp- eldisatriði fyrir ung börn að um- gangast dýrin og skilja þarfir þeirra. En þegar svo er komið að kettirnir eru meira á flækingi ut- andyra en í félagsskap þeirra sem vilja ala önn fyrir þeim innan dyra þá er nauðsyn til að grípa i taumana. Fleiri á flækingi Þegar þessi uppá- koma er skoðuð í heild verður að líta á þessa framtakssemi embættismanna heldur jákvæðum augum. Vafalaust munu kettirnir búa við betra atlæti í nýj- um heimkynnum í stað þess að vera á flækingi í matarleit. Borgaryfirvöld eiga því þakkir skildar fyrir að koma þess- um flækingum til hjálpar. En það eru fleiri á flækingi í höfuðborginni en kettir því þeir munu ófáir ógæfumennimir sem hvergi eiga höfði sínu að að halla, svefnstaður er ótryggur, matar- björg óviss og lítið um nauðsynleg- an þrifnað. Hvemig væri að embættismenn borgarinnar beittu áhrifum sínum að næstu herferð til að koma mannlegum flækingum i skjólshús og þrifabað við ekki lakari kost en kettirnir eiga kost á? Vonandi stendur til boða ekki lakari húsa- kostur en Kattholt þar sem góðar konur munu opnum örmum veita hrakfallamönnum nauðsynlegustu umönnun. Jón Kr. Gunnarsson „Þegar þessi uppákoma er skoð- uð í heild verður að líta þessa framtakssemi embættismanna heldur jákvæðum augum. Vafa- laust munu kettirnir búa við betra atlæti i nýjum heimkynnum í stað þess að vera á flækingi í matarleit.“ Kjallarinn Jón Kr. Gunnarsson rithöfundur Með og á móti Á að lögbinda lágmarkslaun? Neyðarlínu- viðmiðun „Rökin fyrir lögbindingu lág- markslauna eru mjög einfóld. Þegar í ljós kemur að laun eru alltof lág, miðað við framfærslu- grann, byggjast rökin á því að einstaklingur- inn þurfi ekki að þiggja frá samfélaginu. Þegar sjónar- miði er fram- fylgt milli vinnuveit- anda og laun- þega þarf ekki að lögbinda lágmarkslaun en meðan ástandið er eins og hefur verið a.m.k. undanfarin tólf ár hefur einstaklingurinn ekki getað framfleytt sér á lág- markslaunum. Þegar er búið að taka upp lögbindingu lágmarks- launa í 34 löndum og lögleiðing- in byggist á ofangreindu sjónar- miði. Viðmiðunin er 112.000 sem byggist á því að meðaltalslauna- hækkun hefur verið um 33% eins og t.d. hjá alþingismönnum og heilbrigðisstéttum. Reiknuð lág- marksiaun heföu átt að vera 86.000 krónur og launahækkunin gerir 112.000 krónur. Talan 112 er sú sama og númer neyðarlínunn- ar, sem á ágætlega við, en tölur sýna að allt að 25-30.000 manns eru undir fátæktarmörkum. 112 er neyðarlínuviðmiðunin." Aukið at- vinnuleysi „Það er ljóst að það er beint samhengi milli atvinnuleysis og lögbindingu lágmarkslauna. Það sést best á því að ef lágmarks- launin yrðu ein milljón á mán- uði yrði af- skaplega mik- ið um at- vinnuleysi. Eftir því sem lágmarkslaun- in eru lægri þeim minna er um at- vinnuleysi. Um leið og menn hækka lágmarkslaunin gæti það hugs- anlega komið í bakið á þeim sem menn vilja vemda, t.d. þeim sem hafa litla menntun eða era ekki gjaldgengir á markaði vegna lágs aldurs. Þeir fengju ekki vinnu því að launin sem ætti að borga fyrir þá væru of há en þannig kæmí fram atvinnuleysi. Þróunin i Evrópusambandinu hefur sýnt að há lágmarkslaun valda atvinnuleysi, sérstaklega meðal ungs fólks. Launin eru yf- irleitt markaðstengd og 70.000 króna lágmarkslaun eru tiltölu- lega há. Mér hugnast það mikið betur að lágmarkslaunin séu ákveðið kjarasamkomulag sem er óháð lögurn." -hól Kjallara- höfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær berist í stafrænu formi, þ.e. á tölvudiski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönkum. Netfang umsjónarmanns er: gra@ff.is Pótur Blönda, al- þingismaður. Gísli S. Einarsson alþingismaöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.