Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2000, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000
27
Sport
Heil umferö fer fram í 1. deild
karla í handbolta í kvöld og fram
undan er spennandi lokaslagur.
Hér á eftir má sjá hvar liðin
standa í hinum ýmsu tölfræði-
þáttum í vetur. Staða liðanna i
deildinni er innan sviga.
Flest mörk skoruö aö meðaltali
1. KA(2.) .............. 28,9 (403/15)
2. Haukar (5.).......... 26,4 (396/15)
3. Fram (3.)............ 25,6 (384/15)
4. Afturelding (1.)..... 25,5 (383/15)
5. HK (7.) ............. 24,5 (367/15)
6. Víkingur (11.)....... 24,3 (365/15)
7. ÍR (8.).............. 24,1 (361/15)
8. Stjaman (4.) ........ 24,0 (360/15)
9. ÍBV (9.)............. 23,3 (350/15)
10. Valur (6.).......... 22,9 (344/15)
11. FH (10.)............ 22,7 (341/15)
12. Fylkir (12.)........21,3 (319/15)
Fæst mörk á sig að meðaltali
1. Valur (6.) .......... 22,7 (340/15)
2. KA (2.) ............. 22,9 (343/15)
3. FH (10.)............. 23,0 (345/15)
4. Stjaman (4.).........23,1 (347/15)
5. ÍBV (9.)............. 23,7 (355/15)
6. Afturelding (1.)..... 23,7 (356/15)
7. HK (7.) ............. 24,2 (363/15)
8. ÍR (8.)..............24,3(365/15)
9. Fram (3.)............24,8 (372/15)
10. Haukar (5.)......... 24,9 (373/15)
11. Víkingur (11.)...... 26,6 (399/15)
12. Fylkir (12.) .......27,6 (414/15)
Besta markvarslan
1. Stjaman (4.) . . . 42,5% (17,1 í leik)
2. Afturelding (1.) ....40,3% (16,0)
3. HK (7.)..............40,1% (16,2)
4. KA (2.)..............39,9% (15,2)
5. ÍR (8.) .............39,3% (15,7)
6. FH (10.).............38,5% (14,4)
7. Valur (6.)...........38,0% (13,9)
8. Haukar (5.) .........37,6% (15,0)
9. Víkingur (11.) ......37,4% (15,9)
10. Fram (3.)...........36,8% (14,5)
11. ÍBV (9.) ...........36,3% (13,5)
12. Fylkir (12.)........31,7% (12,8)
Besta vitamarkvarslan
1. Haukar (5.) . . 30,1% (22 víti varin)
2. Víkingur (11.).........29,9% (20)
3. FH (10.) ..............24,6% (17)
4. ÍBV (9.) ..............20,3% (12)
5. Fram (3.) .............19,6% (11)
6. KA (2.)................19,1% (13)
7. Afturelding (1.) ......18,6% (11)
8. HK (7.)................17,2% (10)
9. ÍR (8.)................16,7% (11)
10. Valur (6.)............16,4% (11)
11. Fylkir (12.)..........14,1% (10)
12. Stjarnan (4.)..........12,7% (7)
Prúðustu liðin (Brottvísanir)
1. Fram (3.) .... 7,73 mínútur í leik
I. Stjaman (4.) ................7,73
3. ÍR (8.) .....................8,00
4. HK (7.)......................8,13
5. Valur (6.)...................8,67
6. Afturelding (1.) ............8,80
7. KA (2.)......................8,93
7. Víkingur (11.) ................8,93
9. Fylkir (12.) ................9,07
9. ÍBV (9.).....................9,07
II. Haukar (5.).................9,20
12. FH (10.) ...................9,87
Besta vítanýting
1. Afturelding (1.) .... 86,6% (67/58)
2. FH (10.)............81,9% (72/59)
3. ÍBV (9.)............80,9% (68/55)
4. Haukar (5.) ........78,8% (80/63)
5. Stjaman (4.) .......77,5% (71/55)
6. KA (2.) ............75,5% (53/40)
7. Víkingur (11.)......75,0% (68/51)
8. ÍR (8.) ............72,1% (61/44)
9. Fylkir (12.) .......71,4% (70/50)
10. Fram (3.)..........68,4% (79/54)
11. HK (7.)............67,5% (80/54)
12. Valur (6.).........63,8% (47/30)
Besta skotnýting utan af velli
1. Haukar (5.) ................66,7%
2. Fram (3.) ..................64,6%
3. Afturelding (1.)............63,1%
4. KA (2.).....................63,0%
5. Víkingur (11.)..............60,1%
6. Valur (6.)..................59,4%
7. ÍR (8.).....................58,4%
8. HK (7.).....................57,1%
9. Stjaman (4.)................56,6%
10. Fylkir (12.) ..............56,3%
11. FH (10.)...................55,6%
12. ÍBV (9.)...................54,6%
-ÓÓJ
íþróttamynd
ársins
Mynd Einars Ólasonar, ljós-
myndara á DV, hér til hægri,
varð fyrir valinu sem besta
íþróttamynd ársins 1999 en úrslit-
in voru tilkynnt á hinni árlegu
sýningu Blaðaljósmyndarafélags
íslands sem opnuð var í Gerðar-
safni á laugardaginn.
Myndin sýnir KR-inga fagna
bikarmeistaratitli sínum í karla-
flokki síðastliðið sumar og á
henni eru frá vinstri: Einar Þór
Daníelsson, Guðmundur Hreið-
arsson, Guðmundur Benedikts-
son og Bjami Þorsteinsson.
íþróttadeild DV vill nota tæki-
færið til óska Einari til hamingju
með árangurinn.
-GH
Örn Arnarson byrjaður að æfa að nýju:
Hvíldin nauðsynleg
- annars hefði tímabilið orðið hátt í 14 mánuðir
örn Arnarson,
sundmaður úr SH
og íþróttamaður
ársins tvö ár í
röð, hóf í gær æf-
Igtíjk ■$£*. ingar að nýju eft-
ir þriggja vikna
hlé. Nú fer í hönd
hjá honum anna-
samt tímabil sem
nær hámarki með
þátttöku hans á
Ólympíuleikunum í Sydney á hausti
komanda. Tveir íslenskir sundmenn
hafa nú þegar náð lágmörkum fyrir
leikana, Örn sjálfur í 200 metra
baksundi og Jakob Sveinsson úr Ægi í
200 metra bringusundi. Vonir standa
til að þessi hópur verði enn stærri í
Sydney.
„Það var alveg bráðnauðsynlegt aö
fá þessa hvíld því annars hefði tíma-
bilið orðið hátt í 14 mánuðir og það
hefði bara hreinlega ekki gengið upp.
Þessi hvíld var inni í okkar áætlun
svo við vorum ekki að sveigja af
henni. Svona fyrstu dagana eftir hvíld-
ina læt ég mér nægja að synda 4 kíló-
metra á dag en álagið eykst eftir því
sem á líður. Mér hefur svo sem staöið
til boða að taka þátt í mótum erlendis
en næsta mót þar verður ekki fyrr en
í mai í Mónakó. Þá verð ég vonandi
kominn í gott form,“ sagði Örn Arnar-
son í samtali við DV í gær.
Níu náð lágmörkum fyrir EM í
Helsinki
Níu íslenskir sundmenn hafa náð
lágmörkunum fyrir Evrópumeistara-
mótið í 50 metra laug sem verður hald-
ið í Helsinki í Finnlandi í lok júní.
Vonir standa til að að þeim eigi eftir
að fjölga um tvo til viðbótar.
-JKS
Alan Hansen, fyrrum leikmaður Liverpool:
Eiður á heima
í úrvalsdeildinni
„Ég hef áhyggjur af því að misssa
Eið Smára ef einhver aðili kemur og
býður 10 milljónir punda í hann
(rúmur 1 milljarður íslenskra
króna),“ segir Sam Allardyce, knatt-
spymustjóri hjá Bolton, en Eiður
Smári hefur látið í veðri vaka að
hann sé ekki á forum í bráð frá
Bolton.
„Ég hef eins og
aðrir lesið um það
í blöðunum að ég
sé á fórum en ég
hef ekki heyrt að
neinn hafi haft
samband," segir
Eiður í samtali við
Bolton Evening
News.
„Það töluðu
sumir um að hann
ætti ekki aftur-
kvæmt eftir að
hafa ökklabrotnað
en það tók hann 10 mánuði að ná
sér og eftir það hefur hann ekki lit-
ið til baka. Þrátt fyrir að vera ekki
nema 22 ára gamall og að spila sitt
fyrsta tímabili sem atvinnumaður
er hann að verða klassaleikmaður
og ég get ekki séð betur en að hon-
um líki vistin vel hjá Bolton,“ segir
Allardyce.
Alan Curbishley, knattspyrnu-
stjóri Charlton sem tapaöi fyrir
Bolton í bikarleiknum, og Alan
Hansen, fyrrum leikmaður Liver-
pool, sem sér um knattspyrnulýs-
ingar á Sky-sjónvarpsstöðinni,
hrósuðu Eiði Smára í hásterkt fyrir
frammistöðuna í bikarleiknum.
„Hann er efni í frábæran leik-
mann og glæsilegt
mark hans gerði það
af verkum að við
töpuðum leiknum,"
sagði Curbishley.
Er meira en
góður leikmaður
„Guðjohnsen er
meira en góður leik-
maður og hann hef-
ur svo sannarlega
kveikt bál í liði
Bolton. Hann er
mjög sterkur bæði á
hægri fótinn og
þann vinstri og markið sem hann
skoraði í leiknum var þess virði að
vinna hvaða leik sem er. Þá tók ég
eftir 40 metra sendingu frá honum
sem var eins og David Beckham
hefði framkvæmt hana. Hann á
heima í úrvalsdeildinni enda oröinn
það góður leikmaður og ég vona að
Bolton komist upp,“ sagði Alan
Hansen. -GH
Róbert Sighvatsson, sem er hér ásamt Sigurði Bjarnasyni í leik með
íslenska landsliðinu, gæti verið á förum til eins af stóru klúbbunum í
Þýskalandi.
Auðun vill launahækkun
Auðun Helgason, landsliðsmaður í knattspymu sem leikur með norska A-
deildarliðinu Viking Stavanger, vill fá umtalsverða launahækkun ef hann á að
endumýja samning sinn við liðið.
Samningur hans rennur út í haust og getur hann þá farið frítt til annarra liða.
Auðun hefur í dag rúmar fjórar milljónir í árslaun og finnst það ekki mikið ef
tekið er mið af því að hann er fastamaður í liðinu og hefur leikið 16 A-landsleiki
fyrir ísland síðan hanri gekk til liðs við Viking. Auðun vill fá tvöfalt hærri árslaun
ef hann á að skrifa undir nýjan samning. -GH
Storu felogin
slást um Róbert
Landsliðsmaðurinn Róbert Sighvats-
son, sem leikur með Dormagen í þýsku
A-deildinni í handknattleik, er mjög eft-
irsóttur og samkvæmt heimildum DV
hafa nokkur af bestu félögum Þýskalands
borið víumar í hann.
Róbert á enn tvö ár eftir af samningi
sínum við Dormagen og því er það í
höndum félagsins hvort hann fer frá lið-
inu. Ekki er ósennilegt að ef Dormagen
ákveður að selja Róbert muni það vilja fá
á bilinu 10-15 milljónir króna fyrir hann
en fari svo aö liðið falli úr A-deildinni
getur hann farið frítt frá liðinu.
Róbert hefur leikið vel með Dormagen
á leiktíðinni og hann þótti standa upp úr
í íslenska landsliðinu á nýafstöðnu Evr-
ópumóti.
Héðinn og Daði á förum
Fyrirséð er að þónokkur uppstokkun
muni eiga sér stað á liði Dormagen eftir
tímabilið en sem kunnugt er þjálfar Guð-
mundur Guðmundsson liðið og gerir það
áfram. Þeir Héðinn Gilsson og Daði Haf-
þórsson em með lausa samninga í vor og
eru að þreifa fyrir sér í Þýskalandi en
fram kemur í Handball Woche í gær að
þeir fari frá Dormagen eftir tímabilið.
Hinn mjög svo reyndi markvörður,
Andreas Thiel, hefur ákveðið að leggja
skóna á hilluna og Daninn Rene Boreths
ætlar að snúa aftur heim og leika með
GOG.
Dormagen er í fjórða neðsta sæti í
þýsku A-deildinni með 11 stig og er einu
stigi á undan Wuppertal. Tvö neðstu lið-
in falla í B-deildina og liðið í þriðja sæti
þarf að spila um að halda sæti sínu svo
ljóst er að Dorgamen er í bullandi fall-
hættu en hðið mætir Frankfurt á heima-
velli í kvöld.
-GH
Sport
Bland i noka
Þýski knattspyrnumaöurinn Lothar
Mattháus setur nýtt heimsmet í
kvöld en þá leikur hann sinn 144.
landsleik þegar Þjóðverjar mæta Hol-
lendingum i vináttulandsleik.
Mattháus jafnaöi met sænska mark-
varðarins Thomas Ravelli i fyrra
þegar hann lék sinn 143. landsleik.
Kevin Keegan hefur tilkynnt byrjun-
arlið sitt sem mætir Argentínumönn-
um á Wembley í kvöld. Liðið er
þannig skipað: David Seaman - Gar-
eth Southgate, Sol Campbell, Martin
Keown - Kieron Dyer, Dennis Wise,
David Beckham, Paul Scholes, Jason
Wilcox - Emile Heskey, Alan Shear-
er.
íslenska landslidiö í borðtennis
sigraði í tveimur leikjum sínum á
heimsmeistaramótinu á Kuala Lump-
ur í gær. Fyrst lögðu íslensku strák-
amir lið FUippseyinga, 3-1, þar sem
Guömundur E. Stephensen vann tvo
leiki, og síðan vann íslenska liðið Uz-
beka, 3-1.
Guöjón Þóröarson,
knattspyrnustjóri hjá Stoke, leitar
þessa dagana logandi ljósi að
framherja tU að styrkja lið sitt fyrir
baráttuna sem fram undan er í C-
deUdinni. Stöð 2 greindi frá því í gær
að Guðjón hefði haft samband við
KR-inginn Andra Sigþórsson með
það fyrir augum að fá hann tU Stoke
en því heföi Andri hafnað.
Einn leikur var í ensku B-deUdinni í
knattspyrnu í gærkvöldi. Bolton
sigraði Portsmouth á heimaveUi, 3-0.
Eiður Smári Guðjohnsen og Guðnl
Bergsson léku báðir aUan leikinn en
náðu ekki að skora.
-GH
NBA-DEILDIN
Úrslitin í nótt:
Washington-Milwaukee . .126-101
Richmond 26, White 18, Murray 18 -
Allen 17, Robinson 15, CasseU 13.
NJ Nets-LA Lakers ........89-97
Marbury 33, GiU 18, Van Horn 10 -
O'Neal 35, Bryant 21, Rice 15.
Charlotte-Houston........102-97
Coleman 32, Wesley 21, CambeU 14 -
Fransis 24, Thomas 20, Mobley 15.
Minnesota-Golden State . .112-89
Szczerbiak 21, Brandon 21, Gamett 18-
Huges 14, Caffey 11, Jacobsen 11.
Chicago-Vancouver.........81-85
Brand 25, Starks 17, Brown 13 -
Dickerson 25, Reeves 15, Harrington 13.
Phoenix-Denver ...........86-67
Rogers 17, Robinson 12, Gugliotta 12 -
Posey 14, McDyess 12, Alexander 12.
Seattle-Orlando..........127-91
Lewis 21, Patterson 17, Payton 17 -
Atkins 21, Maggette 13, Armstrong 11.
Evrópukeppnin 1 körfubolta:
ísland mætir
Makedóníti I
Skopje í kvöld
íslenska landsliðið í körfuknattleik leikur
sinn íjórða leik í forkeppni Evrópumóts lands-
liða í kvöld þegar liðiö mætir Makedóníu í
Skopje. Áður hefur íslenska liðið tapað fyrir
Belgum, Slóvenum og Úkraínumönnum. Ljóst
er að leikurinn í Skopje verður íslenska lið-
inu erfiöur en Makedóníumenn eiga sterku
liði á að skipa enda mikil körfuboltahefð í
landinu.
Að sögn Péturs Hrafns Sigurðssonar, fram-
kvæmdastjóra KKÍ, láta menn vel af aðstöð-
unni. Liðið æfði í íþróttahöllinni sídegis í gær
og eru allir tilbúnir í slaginn í kvöld. Teitur
Örlygsson leikur sinn fyrsta leik með
landsliðinu í keppninni og mun endurkoma
hans eflaust styrkja liðið til muna.
Friðrik Ingi Rúnarsson og Falur Harðar-
son, sem leikur með finnska liðinu Honka
Tonka, mættu á blaðamannafund í gær og
svöruðu spumingum en á milli 30 og 40 íþrótt-
fréttamen sátu fundinn.
íslenska landsliðið kemur til landsins á
fimmtudag og þá hefst undirbúningurinn fyr-
ir leikinn gegn Portúgal sem verður í Laugar-
dalshöllinniu á laugardag. Þar ættu íslending-
ar að eiga raunhæfa möguleika á sigri.
-JKS
Michael Thomas í leik með Liverpool á meðan allt lék í lyndi. Thomas hefur mátt þola ótrúlega
framkomu hjá forráðamönnum Benfica og telur dagana þar til hann losnar frá portúgalska
félaginu.
„Sannkallað helvíti"
- Michael Thomas hefur mátt þola hreint ótrúlega framkomu hjá Benfica. Hann segist
lifa í sannkölluðu helvíti og telur dagana þar til hann kemst frá félaginu
Líf atvinnumanna í knattspyrnu er ekki alltaf
dans á rósum. Það hefúr Englendingurinn Michael
Thomas heldur betur fengið að reyna hjá portú-
galska liðinu Benfica.
Michael Thomas upplifði stærsta augnablik fer-
ilsins er hann skoraði sigurmark Arsenal gegn
Liverpool í síðasta úrvalsdeildarleik tímabilsins
1989. Þetta mark skoraði Thomas á síðustu mínútu
leiksins og það tryggði Arsenal enska meistaratit-
ilinn.
Thomas var slðar seldur til Liverpool frá
Arsenal og í júlí 1998 keypti Benfica hann frá
Liverpool. Þá virtust spennandi tfmar fram undan
hjá Thomas en fljótlega snerist hamingja hans upp
í hreint helvíti I Portúgal. Félagið hefur komið
fram við Thomas eins og skepnu og hann má kall-
ast góöur að halda geðheilsunni í sæmilegu lagi
eftir allt sem á undan er gengið.
„Eftir að Graeme Souness hætti sem þjálfari
hðsins var ég kallaður á teppið hjá forseta félags-
ins. Hann sagði mér einfaldlega að félagið hefði
ekki ráð á þvi að greiða mér laun lengur. Strax
hætti ég að fá launin mín greidd. Þeir hættu líka
að greiða fyrir mig húsaleigu og ég hafði ekki leng-
ur fast númer hjá félaginu. Það var komiö fram við
mig eins og ég væri ekki tiL í raun er eins og
samningur minn hafi verið felldur úr gildi þó mér
hafi ekki verið tilkynnt það formlega," segir Thom-
as og er allt annað en kátur með stöðu mála.
„Ég fæ ekki einu sinni aðgöngumiöa á leiki Ben-
fica. Þjálfarinn, Jupp Heynckes, talar ekki við mig.
Forsetinn yrðir ekki á mig og íætur sem ég sé ekki
til. Ég hef verið neyddur til að æfa með unglinga-
liðinu og b-liðinu en er ekki virtur viðlits á æfing-
unum.“
Thomas hefur gert sér grein fyrir því að ef hann
lætur sig hverfa og fer aftur til Englands hefur
hann tapað öllum þeim peningum sem Benfica
skuldar honum, samtals um 100 milljónum króna.
Hann er því staðráðinn í að þrauka þar til samn-
ingur hans rennur út í júlí í sumar.
„Ég veit að þeir eru að reyna að brjóta mig nið-
ur andlega og vona að ég gefist upp og hverfi á
braut. En trú mín á guð hefur hjálpað mér í gegn-
um þessa erfiðu tíma. Ég fer með bænir kvölds og
morgna og trúin færir mér styrk til að takast á við
þessa gífurlega erfiðleika, kraft til að viðhalda bar-
áttuþreki og vilja tO að viðhalda virðingu minni.
Þeir sem hafa komið svona svívirðOega fram við
mig munu þjást síðar meir. Ekki af mínum völdum
heldur réttum yfirvöldum,“ segir Thomas.
Að sögn Thomas er greinOegt að kynþáttahatur
ræður ferðinni í þessu máli og hann segir að þaö
sé engin nýlunda hjá Benflca. Meira að segja Eu-
sebio sjálfur hafi á sínum tíma orðið fyrir miklum
árásum vegna litarháttar sins.
Graeme Souness keypti Thomas tO Benfica á
sínum tíma og honum líður ekki vel: „Mér líður
hræðOega út af þessu og mér finnst ég vera hinn
seki í þessu máli að mOdu leyti. Mér fmnst það
mér að kenna að hann situr fastur í Lissabon og
komið er fram við hann á ótrúlegan hátt,“ segir
Souness og bætir við: „Thomas er ekki einungis
góður leikmaður heldur frábær persóna. Hann á
ekki skOið þá meðferð sem hann hefur mátt þola
hjá Benfica og það gerir mig reiðan að hugsa tO
þess hvemig farið er með hann.“
Það er ekki loku fyrir það skotið að mál Michael
Thomas komist i réttan farveg á næstunni en mál
hans verður sent FIFA. Hann bindur miklar vonir
við að ná þeim peningum sem Benfica skuldar
honum og þeir sem hafi komið Ola fram viö hann
undanfarið verði látnir súpa seyðið af framkomu
sinni.
„Ég er samningsbundinn Benfica þar til í júlí.
Ég hef lifað á aurum sem ég sparaði fyrr á ferlin-
um, peningum sem ég ætlaði bömum mínum í
framtíðinni. Þetta er sannkaOað helvíti sem ég
upplifi. Ég á þó trúna og hún mun hjálpa mér og
minni fjölskyldu að komast yfir þessa martröð.
Þetta er ekkert líf og ég get hvergi farið. Ég er svo
þakklátur fyrir að hafa haft trúna. Án hennar veit
ég ekki hvað hefði gerst og ég vO ekki hugsa það
tO enda,“ segir Michael Thomas. -SK