Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000 11 Utlönd I.AN DSBKÍ moður Landsbankans Arið 2030 munt þú geta gert ^ ótrúlegustu Vertu viss um aö þú hafir efni á því framtíðin bíður eftir þér Fjölbreytt val í lífeyrissparnaði: Lífeyrisbók Landsbankans: 2,2°/o viöbótarlifeyrissparnaöur Fjárvörslureikningar Landsbréfa: 2,2°/o viöbótarlífeyrissparnaöur Islenski lífeyrissjóöurinn: 2,2°/o viðbótariífeyrissparnaður íslenski lífeyrissjóðurinn: 10°/o lögbundiö lágrrtarksiögjald Lífís lífeyrissöfnun: 2,2°/b viðbótarlífeyrissparnaður Landsbankinn Betri banki Ungur piltur heldur á mótmæla- spjaldi á Manhattan um helgina. Fjölmenn mót- mæli vegna sýknudóms Á laugardag gengu tvö þúsund manns fylktu liði um Manhattan og mótmæltu sýknudómi yfir fjórum lögreglumönnum sem skutu blökku- manninn Amadou Diallo til bana fyrir einu ári. Á líki Diallos fundust 19 skotsár en hann stóð óvopnaður fyrir utan heimili sitt þegar lög- reglumenn hófu skothríðina. Diallo hafði sett aðra hönd í vasann til að ná í peningaveski sitt og töldu lög- reglumennimir að hann væri að seilast eftir skotvopni. Kviðdómur komst að þeirri nið- urstöðu að lögregumennimir hefðu skotið Diallo í sjálfsvörn. Mótmælendur sem komu saman í New York og víðar fullyrða margir að hvítir lögreglumenn séu oft haldnir kynþáttahatri og þess vegna eigi voveiflegir atburðir sem þessi sér stað. G RAHAM WE B E : Rakarastofan KJapparstíg Bandaríkjamenn gruna Kúbverja um njósnir: Sendimanni vísað úr landi Livingstone eignaðist son í Afríku Bandarísk stjórnvöld ráku á laug- ardag kúbverskan sendimann, Jose Imperatori, úr landi. Það var banda- ríska alríkislögreglan, FBI, sem krafðist brottvísunarinnar en þar á bæ telja menn víst að Imperatori hafi stundað njósnir í þágu Kúbu- manna á meðan hann hefur dvalið í Bandaríkjunum. Imperatori er tal- inn hafa starfað með njósnahring sem tengdis bandarísku innflytj- endastofnuninni. Sá njósnahringur hefur nú verið upprættur. Imperatori var í fyrstu gert að yf- irgefa landið af fúsum og frjálsum vilja en hann hafnaði því. Þá svipti bandaríska utanríkisráðuneytið hann friðhelgi og var hann settur um borð í flugvél á Reagan-flugvelli í Maryland í gær. Flugvélin flutti Imperatori til Kanada en í gærkvöld var búist við því að hann héldi til Kúbu. Imperatori, sem hefur haldið fram sakleysi sínu, sagði í gær að brottvísun sin tengdist kúbanska drengum Elians Gonzales sem var bjargað undan ströndum Flórída i nóvember sl. Bandarísk stjórnvöld hafa hingað til hafnað beiðni fjöl- skyldu Elians um að hann verði fluttur aftur til Kúbu. Imperatori hóf í gær hungurverkfall sem hann kvaðst myndu halda til streitu þar til nafn hans hefði verið hreinsað. Kúbverski sendimaðurinn Jose Imperatori ásamt lögmanni sínum skömmu áöur en hann yfirgaf Bandaríkin í gær. Símamynd Reuter Breski landkönnuðurinn David Livingstone, sem árið 1855 varð fyrstur hvítra manna til að sjá Viktoríufossa á landamærum Zimbabve og Zambíu, eignaðist son með innfæddri konu. Breska dagblaðið Sunday Tel- egraph greindi frá þessu í gær og sagði skjöl sem fundust nýverið á Englandi renna stoðum undir málið. ískjölunum kemur fram vitnisburður innfæddra um að landkönnuðurinn hafl ferðast í fylgd svarts sonar síns. Afkomendur Livingstone eru lítt hrifnir af fréttinni og segja hana líklega ekki á rökum reista.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.