Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 36
Opel Zafira FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað f DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000 Snjóflóðahætta: Hundrað manns að heiman Sjötíu og níu íbúar í 16 húsum á Sigluflrði þurftu að yfirgefa hús sín í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu. Einnig voru hús rýmd í Bolungar- vík og á ísafirði. Að sögn sýslumanns á Siglufirði voru snjóalög ofan við rýmingar- svæðin mjög ótraust og áfram spáð norðan og norðvestanátt með 20-25 metra vindhraða á sekúndu. Ofan- koma var mikil á Siglufirði í gær og leiðir út úr bænum orðnar ófærar eftir hádegi í gær. Húsin sem nú voru rýmd voru flest norðan Hvann- eyrarskálar en nýju snjóflóðavam- argarðarnir eru í hlíðinni í sunnan- verðum bænum. í Bolungarvik var ákveðið að rýma 6 hús undir Traðarhyrnu um kl. 20.20 í gærkvöldi. Um er að ræða hluta af Traðarlandi og hús við Dís- arland. Þannig þurftu 24 íbúar að yf- ~ irgefa hús sín í Bolungarvik. Hvasst var af norðvestri í Bolungarvík sem er versta átt varðandi snjóflóða- hættu í bænum. Spáin var slæm fyr- ir nóttina en ófært var orðið um Ós- hlíð í gær. Allar leiðir út frá ísafirði voru orðnar ófærar á tólfta tímanum í gærkvöldi. Lokað var út í Hnífsdal og Bolungarvík og snjóflóð lokaði Súðavikurhlíð fyrr um daginn. Eins var lokað við gangarmunna í Breiðadal í Önundarfirði og Botns- dal í Súgandafirði. Ákveðið var að 'rýma húsið Seljaland en mikil ofan- koma var í bænum að sögn lög- reglu. -HKr. Öskufall til suðausturs Búast má við að aska úr Heklu berist til suðausturs af eldfjallinu í dag en spáð er hvössum norðvestan- vindi. Aska féll víða á Norðurlandi í upphafi gossins sem hófst klukkan 18.17 á laugardag en í fyrrinótt sner- ist vindur og hefur öskufailið verið sunnanlands síðan. Samkvæmt upp- lýsingum frá Veðurstofu íslands í gær hafði henni borist tilkynningar um öskufall á Norðurlandi frá Reyk- hólum við Breiðafjörð í vestri til Húsavíkur i austri og langt norður fyrir Grímsey þar sem áhöfii skips varð vör við ösku. Sunnanlands lágu fyrir upplýsingar um öskufall í Álftaveri í Þykkvabæ í vestri til Snæbýlis i Skaftártungum í austri. Gosvirknin var í gærkvöldi marg- falt minni en á upphafsklukkutím- um þess. Gosmökkurinn frá Heklu var langmestur fyrstu tvo tíma goss- ins en þá er talið að hann hafi náð 12 tU 13 kUómetra hæð. Þegar starfs- menn Veðurstofunnar höfðu síðast spurnir af gosmekkinum, um klukk- an níu í gærmorgun, var hæð hans talin vera um 7 kUómetrar. -GAR Svona leit gosmökkurinn úr Heklu út í gær séður frá Rangárvöllum. DV-mynd Njörður H. Tryggvi Baldursson varö vitni að upphafi Heklugossins: Viö sáum strax fyrsta glampann Þessa mynd tók Óskar Freyr Ericsson örskömmu eftir að gosið hófst. Tryggvi Baldursson flugmaður varð ásamt félögum sínum vitni að því þeg- ar gosið í Heklu hófst siðdegis á laug- ardag. „Ég sá gosið byija en þá vorum við fjórir saman á sleðum að koma innan úr Landmannalaugum. Við vorum við EskUUíðarvatn og Loðmundarvatn við LandmannaheUi. Við sáum strax fyrsta glampann um 20 mínútur yfir sex. Við héldum þá áfram og keyrðum að Krakatindi og vorum vestan við hann um sjö leytið. Þá fikruðum við okkur yfir hraunið að Heklu austan- megin. Við vorum komnir upp í neðstu hlíðar Heklu rétt fyrir átta. Þá voru þrír meginhraunstraumar úr fjaUinu. í fyrstu sprengingunni hafa hraun- molar á stærð við fótbolta þeyst 5-6 kUómetra í norðnorðaustur. Þetta merktum við inn á GPS-tæki. Minni molar voru í um 9-10 kUómetra fjar- lægð frá fjallinu. Það voru þokkalegir molar og fyrst hélt maður að þetta vænt bæli eftir ijúpur. Ég flaug á Fokker í kringum gosið 1980. Mér fannst gosið nú virka síst minna en þá. Nú var sterk sunnanátt og maður sá gjóskuna stíga upp og ber- ast á miklum hraða tU norðurs. Það var mikið af eldingum í þeim ösku- bakka. Þetta var alveg stórkostlegt. Við vor- um sammála um að það væri ekki nema einu sinni sem maður hefði þetta svona beint fyrir framan sig ffá fyrstu mínútu. Við vorum á dálítUIi hæð og hraunstraumurinn rann um 200 metrum fyrir neðan okkur. Þegar við vorum að leggja af stað tU baka opnaðist gat í hraunið fyrir framan einn vélsleðann. Félagi minn þurfti að keyra dálítið harkalega yfir þetta og það skemmdist annað skíðið á sleðan- um. Það var mjög gott skyggni þama austur af fjaUinu alveg tU miðnættis en þá fór það að versna mikið,“ sagði Tryggvi. -HKr. Veðriö á morgun: Snjókoma eoa él norðaustan til Norðan 10-15 m/s, hvassast austanlands, en lægir er líður á daginn. Snjókoma eða él norðaustantU, él norðvestanlands en annars skýjað með köflum eða léttskýjað. Frost 1 tU 10 stig, kaldast inn tU landsins. Veðrið í dag er á bls. 45. Þrengslavegur: Björgunar- sveitir kall- aðar út Óttast var um þrjá vél-sleðamenn- sem lögðu upp frá Litlu kaffistofunni eftir hádegi í gær. Björgunarsveitir voru kaUaðar út seint í gærkvöld tU leitar. Veður og færð fóru að versna mikið um sunnanvert landið síðdegis í gær og lenti fiöldi fólks í erfiðleik- um. MUúð lið björgunarsveitar- manna var kaUað tU að aðstoða fólk á Þrengslavegi í gærkvöld. Visa varð fólki sem var ýmist á leið tU eða frá Reykjavík vegna Heklu- gossins frá Hellisheiði sem varð ófær á fiórða tímanum i gær. BUastraum- urinn lá því um Þrengslin sem lokuð- ust líka fljótt eftir að vanbúnir bUar festust í snjónum. Glórulaust veður var á Þrengslavegi um kl. 20 í gær- kvöldi og vindhraðinn um 22 metrar á sekúndu. KaUað var út mikið lið tU að reyna að losa bíia úr prísundinni en skyggni var nær ekkert. Fólk var selflutt á snjóbílum á Litlu kaffistofuna og þaðan tU Reykjavíkur. -HKr. Samninganefnd Flóabandalagsins á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. DV-mynd S SA og Flóabandalagið: Lokasprettur á miðvikudag „Menn eru ekki famir að skella hurðum," sagði HaUdór Bjömsson, for- maður Eflingar en samninganefndir Flóabandalagsins og Samtaka atvinnu- lifsins funduðu í sex klukktutíma í gær hjá ríkissáttasemjara. Ákveðið var að vinnuhópar ræði á næstu tveimur dögum ófrágengin atriði, önn- ur en launamálin, svo sem trygginga- mál, sérsamninga, veikindamál og fræðslusjóð. Launakröfur Flóbanda- lagsins, upp á 90 þúsund króna lág- markslaun og 5% almenna hækkun, á að ræða þegar samninganefndimar koma sama að nýju á miðvikudag. „Við reynum að leysa öU mál sem við getum áður en við forum í aðalmál- ið á miðvikudag en þá kemur í ljós næsta sólarhringinn hvort við erum að ná saman eða ekki,“ segir HaUdór sem segir talsvert bera á mUl hugmynda aðUa í launamálunum. -GAR L J Ó S A P E R U R SYLVANIA Cirnilegur 115 g Áningarborgari, franskar, súperdós, Piramidelle-súkkul., kr. 590. Bæjarlind 18 - 200 Kópavogi sími 564 2100 Netfang: midjan@mmedia.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.