Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 18
18 31 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjölfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjölfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjori: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Grnn númer. Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjðlmiölunar: http://www.visir.is Rltsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Sotning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerb: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Herrar í krafti annarra íslendingum hefur tekist að byggja upp öflugt og traust lífeyrissjóðakerfi. íslenskir lífeyrissjóðir standast ekki að- eins alþjóðlegan samanburð heldur eru fyrirmynd ann- arra þjóða. Lífeyriskerfið sem tekist hefur að byggja upp er að langmestu leyti traust og fái skynsemi að ráða í fjár- festingum lífeyrissjóðanna þurfa flestir ekki að hafa of miklar áhyggjur af framtíðinni. En þrátt fyrir árangurinn er nauðsynlegt að gera rót- tækar breytingar á skipulagi sjóðanna og þeim reglum sem unnið er eftir. Fæstir lífeyrissjóðanna eru byggðir upp eftir reglum lýðræðis þar sem sjóðfélagar hafa bein áhrif á störf og stefnu sjóðanna. Eigendur fjármuna sem liggja í lífeyris- sjóðunum eiga fæstir kost á því að velja þá sem þar sitja í stjóm - fámennir hópar atvinnurekenda og launamanna skipta stjórnarsetu að því er virðist bróðurlega á milli sin. Stjórnendur lífeyrissjóðanna eru fulltrúar eigenda sjóð- anna, launþega sem eiga allt sitt undir því að vel takist til við rekstur og fjárfestingu þeirra fjármuna, sem þeir og aðeins þeir eiga. Eina skylda stjórnenda lífeyrissjóðanna er að tryggja hæstu mögulegu ávöxtun á lífeyri launa- manna með lágmarksáhættu. Eigendur lífeyrissjóðanna - launafólk - gerir enga aðra kröfu. Fyrir venjulegan launa- mann skiptir engu hvort fulltrúi lífeyrissjóðs situr í stjórn Flugleiða, Eimskips, Fjárfestingarbankans, Granda eða Búnaðarbankans. Mestu skiptir að þeir fjármunir sem eru launamannsins og hann stólar á þegar árin færast yfir séu ávaxtaðir af skynsemi og af fyrirhyggju. Launafólk gerir þá kröfu að þeir fjármunir sem það leggur fyrir séu ekki misnotaðir í tilgangslausri valdabaráttu örfárra manna. Launafólk sem þarf að spá í hverja krónu skilur ekki og á ekki að skilja flókna valdabaráttu á fínum aðalfundum. Herrar í krafti annarra hafa aldrei verið íslensku launa- fólki að skapi. Griðarlegir fjármunir liggja í lífeyrissjóðunum og þeir eru orðnir stærstu fjárfestar á almennum fjármálamark- aði. í krafti fjárhagslegra yfirburða geta lífeyrissjóðirnir lagt undir sig stærstu fyrirtæki landsins. Þar með kæmust fyrirtæki raunverulega undir stjórn fárra manna sem ekki hafa fengið umboð eigenda fjármunanna til að ráð- stafa þeim að vild. Á komandi árum verður nauðsynlegt að setja skorður við þátttöku lífeyrissjóðanna í íslensku atvinnulífi, ekki síst á meðan uppbygging sjóðanna er þannig að sjóðfélag- ar eiga enga möguleika á að hafa bein áhrif á stjóm þeirra. Til greina kemur að setja sérstakt hámark á eign- arhluti lífeyrissjóða í almenningshlutafélögum, jafnt hvað varðar hlut hvers og eins sjóðs og samanlagðan eignarhlut lífeyrissjóðanna. Með svipuðum hætti er nauðsynlegt að huga að því að takmarka atkvæðisrétt lífeyrissjóðanna jafnt á aðalfundum og i stjómum félaga. Raunar er full- komlega vafasamt að lífeyrissjóðir eigi fulltrúa í stjóm fyrirtækja í krafti hlutaíjáreignar. Með því að taka þátt í stjómum félaga kann það mikilvægasta - arðsemi fjárfest- ingarinnar - að falla í skuggann fyrir öðrum sjónarmiðum sem hafa ekkert með framtíð sjóðfélaga að gera. Tilgangur lífeyrissjóðanna með kaupum á hlutabréfum er ekki annar en sá að ávaxta fjármuni sjóðfélaga. Sé ávöxtun ekki ásættanleg ber sjóðnum skylda til að þess að leita á aðrar slóðir. Kaup og sala á hlutabréfum er sá at- kvæðisréttur sem lífeyrissjóðimir eins og aðrir fjárfestar eiga. Og þann rétt eiga þeir að nýta oftar en gert er og láta drauma og metnað einstakra manna um hugguleg stjórn- arsæti lönd og leið. Óli Björn Kárason MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000 H>"V Skoðun Meira og minna Ríkið, það er að segja við, er notað til að skapa fáeinum ofurauð á meðan stofnanir sem lúta að al- mannaheill eru látnar éta það sem úti fiýs. Ríkið, það er ég, sagði sólkonungurinn Lúðvik 14. Og það var gott hjá honum. En hvað skyldi Ríkið þá vera á okkar dög- um? Það fer eftir því hverjir fara með völd. Út- ausandi og verðbólgin alls- herjarmamma þegar vinstrimenn komast að en þegar hægrimenn ráða ferðinni breytist ríkið í elli- æra en forríka kerlingu sem vald- hafinn hefur af reytumar og deilir út meðal lagsbræðra sinna. Glóbalísasjón skal það heita Já, ég held þvi fram að það sem frjálshyggjan stendur fyrir sé þeg- ar upp er staðið rán. Valdaaðstaða í stjómmálum er notuð annars veg- ar til að deOa út eigum ríkisins og hins vegar nota ríkið td að skapa arð sem síðan er afhentur auð- Pétur Gunnarsson rithöfundur mönnum. í ríkjum sem búa við frumstætt stjóm- arfar (Rússlandi og ein- hverjum fleiri löndum líka) fer þetta nánast fram fyrir opnum tjöldum. Helstu auðlindir eru af- hentar fáeinum auðmönn- um á silfurfati. Viðkvæðið er jafnan að Ríkið sé að létta af sér byrðum og hagnast í leiðinni en menn sjá nú síðast í Fjár- festingarbanka atvinnu- lífsins hvemig kaupin gerast á eyr- inni: rikið skapar auð sem það síö- an afhendir útvöldum á verði sem örfáum mánuðum síðar kemur í ljós að var helmingi of lágt. Ríkið, það er að segja við, er not- að td að skapa fáeinum ofurauð á meðan stofnanir sem lúta að al- mannahedl eru látnar éta það sem úti frýs. Hvemig getur þetta við- gengist? Svarið felst í einni töfraformúlu: veraldarvæðing (globalisation). Ofurgróðafiknin hefur rifið sig lausa frá þjóðríkjun- um og gert aUan hnöttinn að vett- „...menn sjá nú síðast í Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins hvemig kaupin gerast á eyrinni: ríkið skapar auð sem það síðan afhendir útvöldum á verði sem örfáum mánuðum síðar kemur í Ijós að var helmingi of lágt. “ vangi sínum. Fyrirtæki sem að því var ástatt um með tilheyrandi upp- er virtist stóðu í blóma renna sam- sögnum starfsfólks. Þar með kem- an við önnur fyrirtæki sem eins ur meira í hlut hluthafanna. En gróðafíkn er of gildishlaðið orð. Glóbalísasjón skal það heita. Þegar stjómendur fyrirtækja eru komnir með tvöföld árslaun venjulegs fólks í mánaðarlaun slá þeir upp hönd- um í uppgjöf og segja: Þetta er ver- aldarvæðingin, við erum á heims- markaði. Samheitiö yflr framför En hver er þá valkosturinn? Sú stefna sem þarf að taka er svo þvert á ríkjandi hugsunarhátt að hún verður væntanlega ekki tekin fyrr en heljarþröminni er náð og krakkið mikla ríður yfír. ÖO þessi öld hefur beinst í eina átt: meira. Það er bókstaflega samheiti yfir framfor. En sú eina stefna sem er fær td lengdar er mirma. Og að þetta „minna“ sé jafnframt meira. Ekki í skilningnum meiri bíla, meiri mat, meiri græjur - heldur betra, innihaldsríkara, uppbyggi- legra. En td þess þurfum við fyrst að segja: ríkið það erum við. Og hrinda því í framkvæmd. Pétur Gunnarsson Ég heiti Valdimar og er ljón! Hver ber mestan skaðann við dlt umtal? Er það sá sá sem mælir hin ljótu orð eða hinn sem verður skot- spónn þeirra? Ég tel tjónið mest hjá þeim sem lætur orðin fáda. Með 01- mælginni lýsir hann aðeins eigin innræti. Skotspónninn hefur ekkert breyst, hann er eins góður eða slæmur og hann var áður en orðin fédu. Hann skaðast yfirleitt minna en hrakyrðingurinn. Þetta gddir þó aðeins ef hrakyrðingurinn kemur fram undir nafni. Á ferli úlfur og refur Kára Stefánssyni, forstjóra ís- lenskrar erfðagreiningar, var ekki td mikOs sóma að bera Olmennsku á mig, Jón Magnússon hrl. og jafn- vel forystumenn Mannvemdar. Ekki heldur að likja okkur við hý- enur og hælbíta þó að við séum ósammála því hvemig þjóðin hefur verið sett að henni forspurðri inn í miðlægan gagnagrunn á heObrigð- issviði í trássi við adar siðferðdeg- ar viðmiðanir og Evrópulögin sem við höfum skuldbundið okkur td að hlita. Vegna áhuga Kára á dýra- fræði er sjálfsagt að upplýsa hann um að mínir nánustu segja mig dæmigert ljón enda fæddur í því merki. Ef menn vdja halda umræðunni „Ef menn vilja halda umrœðunni á plani Kára mcetti segja að dýrafrœðilega séu í Kára á ferli úlfur og refur í einum og sama manninum.“ á plani Kára mætti segja að dýrafræðdega séu í Kára á ferli úlfur og refur í einum og sama mannin- um. Þjóðfélagslegar um- ræður á þessu plani em auðvitað td vansa og ekki líklegar td þess að leiða td skynsamlegrar niðurstöðu. Enda eru viðbrögð hrak- yrðingsins ekki td þess ætluð heldur td hins að hræða og ógna þeim sem hann telur að standi í vegi hans. Eigum við ekki að reyna að halda okkur við málefnin og að virða skoðanir manna jafnvel þó að við séum þeim ósam- mála? Siðleg frúin sagði mér Út yfir adan þjófabálk tek- ur þó lesendabréf Helgu Guð- rúnar Eiríksdóttur hér í DV sl. mánudag. Hún lýsir yfir skömm sinni á nýjustu td- raun minni td þess að verða mér úti um fjármagn! - Hverjar voru hinar tilraun- irnar? Þessi elskulega frú segir fáum dyljast „að þarna syngja ágirnd, græðgi og öf- und þrísöng við fjörugan undirleik „skítlegs eðlis““. Hún segir: „Lágkúran er svo takmarkalaus að maður stendur kjafOoppinn (með tveimur n-um) af undrun.“ „Hann (þ.e. ég ) hugsar bara eins og skækjan sem „vid ekki að þú fáir það frítt“.“ Bréfið er fudt af fúkyrðum í minn garð, en þetta læt ég duga frá hinni siðlegu frú. Valdimar Jóhannesson talsmaöur Réttlátrar gjaldtöku Kjaftloppinn með 2 n-um Við lestur bréfsins fór ég ósjálfrátt að hugsa um sjón- varpsauglýsingu um kvik- myndina Stigmata, sem nú er verið að sýna í kvik- myndahúsum. I auglýsing- unni er sýnd drungaleg kona og stendur út úr henni hrakyrðaflaumur ógnvekjandi karlmanns úr grárri fomeskju. - Ég þótt- ist viss um að svona texta skrifar engin kona, a.m.k. ekki eðldeg kona. Þegar ég tók svo eftir því að hún stóð „kjaftloppinn“ með tveimur n-um varð ég alveg sannfærður um að Helga Guðrún er ekki höfundur bréfsins þó að hún láti kenna sig við þaö. Höfundur bréfsins er karlmaður. Honum láðist að setja sig í kvenlegar stedingar. - Athuga það betur áður en næsta les- endabréf er skrifað í nafni konu, senndega að Lynghálsi 1 (húsakynni ÍE). Passa sig líka á því að láta ekki stOinn benda á höfundinn! Vanda betur smáatriðin! Norðurmýrskur hreimur Það er varla „nokkur skapaður hlutur við það að athuga“, svo not- að sé orðfæri níðbréfsins, þó að mér finnist einhver norðurmýrsk- ur hreimur af þessu „lesenda- bréfi“. Bréfritari sýnir tvímæla- lausa hæfileika sem dugandi mannorðsþjófur. Ætti jafnvel að fara að yrkja níðvísur. Það er alt- énd betra að vera kadaöur hagyrð- ingur en hrakyrðingur þó að td- gangurinn væri sá sami. Valdimar Jóhannesson Með og á móti IIC/ Uf JL&LiJJUt Ul4.t UlAZt o LLliJIU ðíg gagnvart Flateyri og Suðureyri: Faglegar forsendur Fara fram hjá leikreglum „Menn hafa reynt í þessu sam- einaða sveitarfé- lagi að samræma skólastarfið. Nú erum við að stofna nýjan skóla og fjölskylduskrifstofu sem bætir enn frekar þjón- ustuna við skólann. Fræðslu- nefnd hefur lagt fram tidögu byggða á faglegum forsend- um um að flytja 9. og 10. bekki á Flateyri og Suðureyri í skóla á Isafiröi. Þar eru rökin þau að núverandi aðstæður í þessum byggðakjörnum eru þannig að betra er talið fyrir nemendur að fara td ísafjarðar gagnvart faglegum ástæðum. Skóla- stjórarnir í umræddum skól- um lögðu fram greinargerð þar sem segir að börnunum sé betur borgið í betra um- hverfi á ísafirði og gott er að komast í stærri skóla sem er betri undirbúningur fyrir frámhaldsskólastigið. En bömin verða ekki keyrð gegn vdja foreldra. Ef meirihluti þeirra er á móti þessu mun fræðslunefnd hugsa aðra leið.“ „Ég tel að ekki hafi verið staðið rétt að því hvem- ig fræðslunefnd og bæjarstjórn ísafjarðarbæjar stóö að því að afgreiða erindi um að 9. og 10. bekkir yrðu sendir tO ísafjarðar. Mál þetta virðist ekki hafa verið tekið tO neinnar umræðu í fræðslunefnd heldur tekið td afgreiðslu án umræðu - án þess að það væri skoðað á neinn hátt. Þetta hefði getað gert það að verkum að fólk hefði einfaldlega ekki tekið eftir hvað var að gerast - að ákveðið hefði verið að böm í 9. og 10. bekk skyldu flutt yfir á ísafjörð. Þama var farið framhjá ödum leikregl- um sem settar eru. Þama átti fyrst og fremst aö kynna mál- ið fyrir foreldraráði sem er tengdiður midi gmnnskólá og foreldra. Mér finnst ekki vel komið fram við skólafólk af hálfu ísafjarðarbæjar að vinna þetta mál svona. Ég reikna með að með erindi sínu hafi stjóm Grunnskólans á Flat- eyri verið að benda á skoðun í tæka tíö.“ Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísa- fjaröarbæjar. Magnea Guö- mundsdóttir, foreldri og fv. odd- viti Fiateyrar. Tillaga hefur komiö fram um aö 9. og 10. bekkingum á Rateyrl og Suöureyri veröi ekiö í skóla á Isafiröi. Þessi hugmynd er talin hafa komiö snöggt fram og „hljóölega". Best aö selja á toppnum „í svona mark- aðsbúskap eins og við búum við er mjög erfitt að spá fyrir um hvenær toppnum sé náð í góðærinu. Senni- lega er best að selja þegar menn eru á toppnum, því þá fæst best verð fyrir eignina. Ég tel mest um vert að það mark- mið sem menn settu sér um dreifða eignaraðild hefur að verulegu leyti náðst.“ Inniegg Hjálmars Árnasonar alþm. í viötali viö Dag 25. febrúar um vöxt og viögang FBA síöan rikiö seldi 51% hlut sinn í bankanum. Margföld notkun á geðdeyfðarlyfjum „Þessi aukning er veruleg. Það er engin góð skýring á því hvernig á þessu stendur. Við notum klárlega meira af þessum lyfjum heldur en nálægar þjóðir. Það er athyglivert í þessu að það eru eitthvað á bdinu 6-7 prósent þjóðarinnar á hverjum tíma sem eru á þunglyndislyfjum eða geðdeyfðarlyfjum ... Við erum að fara af stað með vinnuhóp sem á að leggja upp klínískar leiðbeining- ar um „bestu notkun“ lyfja i þessum flokki." Siguröur Guömundsson landlæknir í Fréttaviötali Dags 25. febrúar. Evrópuumræðan er hafin „Evrópuumræð- an er hafin, bæði innan og utan Samfylkingarinn- ar ... í henni mun fólk líklega skipt- ast í tvo hópa; þá sem vdja að stjómvöld setjist að samningaborði og láti reyna á það hvaða niður- staða fengist í aðddarviðræðum viö ESB, og þá sem telja það ekki flug- miðans virði að ganga til aðddarvið- ræðna við ESB vegna þess að niður- staðan sé gefin fyrirfram. Ég tel það líka skyldu mína sem þingmanns Samfylkingarinnar að stuðla að al- mennri umræðu um stöðu okkar í Evrópu." Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona í Mbl-pistli sínum 25. febrúar. Sagan endur- tekur sig ekki Nóg er af skringdegum þverstæðum í sögunni. Þetta gddir einnig um starf þeirra sem framleiða sagn- fræði og söguefnivið fyrir skólanemendur. Talsverðar umræður hafa verið um nýja námskrá i sögu og þykist Gunnar Karlsson (DV, 11.2.) sjá þar hliðstæð- ur við fræga námskrá í samfélagsfræði sem kennd er við Wolfgang Edelstein og odi miklu írafári og upp- hlaupi í þjóðfélaginu Þorsteinn Helgason sagnfræöingur 1983-84. Hinn nýi boðskap- ur sé í rauninni trójuhestur sem undirritaður hafi smíðaö en inni í honum leynist gamli Edelstein. Það hlálega sé að maðurinn, sem smygli Edelsteinhestinum inn fyrir múra skólanna, heiti Bjöm Bjamason. Þverstæða sögunnar Á hverju má nú marka að nýju sögufræðin séu í rauninni Edelstein endurborinn? Af því að hún byggir á ósamfeddri sögu, segir Gunnar, enn fremur að hún sé félagsfræðdeg og fjadi um óþekkta einstaklinga en ekki eingöngu um viðurkenndar per- sónur sem séu hluti af viðurkennd- um menningararfi. Þess konar sögu stöðvaði Ragnhddur Helgadóttir á sínum tíma. Hver kom þá td bjargar og skrifaði samfedda sögu sem gerði viðurkenndum menningararfi skd? Það var Gunnar Karlsson með kennslubókum sínum sem heita Sjálfstæði íslendinga. Þetta em vandaðar bækur. En þama liggur ein skringdeg þverstæða sögunnar. Samfedda sagan er ekki ófrávíkjan- lega tengd Sjálfstæðisflokknum. Heldur nýja sögunámskráin fram ósamfeddri sögu, félagsfræði og óþekktum almúgapersónum? Já, en þar er líka samfeda, menning og þekktar persónur. Fjadað er um vítt svið, breiða sögu, og þá er næsta vonlaust að láta söguna streyma áfram sem samfedt stórfljót þar sem aldrei rofnar straumurinn. Menning í víðum skilningi Samfedan, sem Gunnar rakti í sín- um bókum, náði enda nær eingöngu til stjómmála, bækumar heita „stjómmálasaga handa ungu fólki“. Nýja sagan tekur vissulega lit af fé- lagsfræði en hadar sér þó í meira mæli að menningu í víðum skdningi. Listir fá þar tals- vert rými. Nýlega var stað- fest á ráðstefnu listgreina- kennara i framhaldsskólum að ákveðnir áfangar list- greina og sögu væru svo keimlíkir að ástæða væri td samvinnu um þá. Þar lýsti listgreinakennari hvemig hann kenndi einn slíkan áfanga. Vísvitandi hafði hann stokkið með nemend- ur sína fram og aftur í tíma í sögulegri umfjödun, bein- línis til að koma í veg fyrir trú á línulega þróun. Svo róttæk var sögunámskráin ekki. Var samfélagsfræði Edelsteins svo slæm þegar öllu er á botninn hvolft? Ads ekki. Gunnar Karlsson er svo sem á því líka. Hún var mjög faglega unnin, frumleg og vönduð. Kannski ekki raunsæ. Ástæður þess að hún gekk ekki upp eru margar og flókn- ar. I lærðum ritgerðum hafa þessar ástæður verið krufnar án afgerandi svara. í grein í tímariti Kennarahá- skólans, Uppeldi og menntun (1998), lagöi ég lóö á vogarskálina og reyndi að skdgreina og gagnrýna inntak hennar og fleiri námskráa. Þá stækkar verkefnið Sagan endurtekur sig ekki. En þeir sem semja námskrá árið 1999 hafa fordæmi Edelsteins frá 1977 og sögubækur Gunnars Karlssonar til að byggja á og læra af. Það má kada forréttindi. Þessa afmörkuðu „innri" sögu námskráa og kennslubóka má reyna að rekja í samfedu. En hún hefur að sjálfsögðu mótast af ytri öfl- um af margvíslegu tagi og þá þarf að bæta við sögu stjórnmála, menning- ar, hugarfars, efnahagslífs, skóla- kerfls, persóna þeirra sem að verki stóðu o.s.frv. Þá stækkar verkefnið. Sagan verður aldrei nema ljósbrot. Þorsteinn Helgason „Af því að hún byggir á ósamfelldri sögu, segir Gunnar, enn fremur að hún sé félagsfrœðileg og fjalli um óþekkta einstaklinga en ekki eingöngu um viðurkenndar persónur sem séu hluti af viðurkenndum menningararfi. Þess konar sögu stöðvaði Ragnhildur Helgadóttir á sínum tíma. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.