Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000
DV
Fréttir
Fjársterkir aðilar útfæra reynslu Norðmanna í fiskeldi til Norðurlands eystra:
Allt aö 8000 tonna fisk-
eldisstöð í Dalvíkurbyggö
- rosalega spennandi og gríðarlega stórt mál, segir sveitarstjóri Dalvíkur
íslenskir og norskir aðilar sem
hafa aðgang að 1-2 milljarða króna
fjármagni í Noregi og á íslandi eru
að vinna að þvi að setja upp aðstööu
fyrir allt að 8 þúsund tonna fiskeldi
í Dalvíkurbyggð og Hrísey þar sem
gert er ráð fyrir 40-50 föstum árs-
störfum, með ársveltu á þriðja millj-
arð króna. Hér er um að ræða
vítamínsprautu fyrir byggðarlagið.
Gengið hefur verið frá úthlutun á
lóð á Árskógsströnd, norðan Hauga-
Sölufélag garðyrkjumanna:
Skógarþröst-
ur reyndist
leðurblaka
- sem lét öllum
illum látum
„Hún var bara fljúgandi í móttök-
unni í morgun. Við héldum fyrst að
þetta væri skógarþröstur og ætluð-
um að hleypa honum út en þegar
nánar var að gáð kom í ljós að þetta
var leðurblaka," sagði Örvar Karls-
son, sölustjóri hjá Sölufélagi garð-
yrkjumanna, í samtali við DV í gær.
Talið er aö leðurblakan hafi kom-
ið með bananagámi sem fluttur var
frá Suður-Ameríku. „Viö vorum
sklthræddir við hana og hún hvæsti
og sýndi tennumar. Viö hlupum um
með pappakassa til að veiða hana og
náðum henni eftir 15 mínútur en
hún lét öllum illum látum,“ sagði
Örvar.
Leðurblakan var í gær á mörkum
lífs og dauða en henni var komið til
Náttúrufræðistofnunar þar sem
menn reyndu að halda í henni lífi.
„Hún er mjög döpur og er ábyggi-
lega orðin svöng. Ef hún er skor-
dýraæta hefur hún vafalaust verið
án matar í nokkurn tíma,“ sagði
Þorvaldur Þór Bjömsson hjá Nátt-
úrufræðistofnuninni. Ekki var búið
að greina hverrar tegundar leður-
blakan er en til þess þarf þekkingu
að utan. Ævar Petersen sagði að
mörg hundruð tegundir væru til af
leðurblökum. Sumar lifa á blóði,
aðrar á ávöxtum og enn aðrar á
skordýrum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
leðurblökur hafa viilst hingað til
lands en til er uppstoppuð leðurblaka
á Náttúrufræðistofnuninni. Óvíst er
hvort haldið verður lífi í henni en
kostnaðarsamt er að senda hana aft-
ur til sinna heimkynna. -hól
ness. Guðmundur Valur Stefánsson,
einn þriggja íslenskra og norskra
eigenda, segir að verið sé að leita að
hentugum stað fyrir laxeldiskviar í
Eyjafírðinum en vel komi til greina
að láta laxaslátrun fara fram í
frystihúsi Hríseyinga.
„Heimurinn hefur þörf fyrir 10-20
prósenta aukningu á fiskmeti á ári.
Við íslendingar höfum ekki efni á
að láta þetta fram hjá okkur fara
meðan aðrar þjóðir alls staðar í
heiminum eru að byggja upp fisk-
eldi,“ sagði Guðmundur Valur.
Rosaspennandi, segir bæjar-
stjóri
„Þetta er rosaspennandi og gríð-
arlega stórt mál,“ sagði Rögnvaldur
Skíði Friðbjömsson, bæjarstjóri á
Dalvík, við DV í gær. Hann segir
verkefnið ekki síst spennandi með
hliðsjón af landsvísu sé það haft í
huga að verðmæti eldisfisks í Nor-
egi er aö verða það sama og verð-
mæti veidds fisks í höfunum.
„Við höfum fullan hug á að
hrinda þessu í framkvæmd fyrir
norðan,“ sagði Guðmundur Valur
sem hefur starfað í um tvo áratugi
við fiskeldi í Noregi og á íslandi.
„Áform Norðmanna í fiskeldi eru
stórkostleg og spár gera ráð fyrir að
eldið fari fram úr olíuframleiðsl-
Guðmundur Valur Stefánsson.
„Áform Norömanna í fiskeldi eru
stórkostleg
unni eftir 18-20 ár. Þar byrjuðu
menn á fiskeldi í þröngum víkum
við suðvesturströndina en það er nú
komið líka í víkur og opna firði um
allan Noreg. Þróunin og stækkunin
er síðan sérstaklega í Finnmörku og
Tromso. Við hyggjumst nota sömu
aðferðir og menn gera við fiskeldi í
norðurfylkjum Noregs - munum
nota sömu tækin, aðbúnaðinn og
fiskinn og planta þessu niður í Eyja-
firði,“ sagði Guðmundur Valur.
Framkvæmdir hefjast á árinu
„Ef okkur tekst að hrinda þessu í
framkvæmd munum við hefjast lít-
illega handa á þessu ári og fram-
kvæmdir fara svo í fullan gang vor-
ið 2001. Þetta er að fara í gegnum
þröngan umsóknarferil og við erum
að kynna málið fyrir stjórnmála-
mönnum. Allt verður að gerast í
sátt við alla aðila.“
Guðmundur Valur sagði að fyrir-
tækið mundi fara á íslenskan verð-
bréfamarkað og komast á þann hátt
nálægt því að verða almennings-
eign.
Anna Katrín Ámadóttir, eigin-
kona Guðmundar Vals, og Arne
Geirulv eru með honum í verkefn-
inu. Arne er framkvæmdastjóri
nyrstu laxeldisstöðvar Noregs, rétt
við landamæri Rússlands, á svip-
aðri breiddargráðu og Jan Mayen.
Eins og fyrr segir er gert ráð fyr-
ir að 40-50 heilsársstörf verði til í
Eyjafirði ef fiskeldisframkvæmdirn-
ar komast í gang. Guðmundur Val-
ur segir að í Noregi margfaldi menn
gjaman þá tölu með 3-4 þegar þjón-
usta og annað sem fylgir er reiknað
með. -Ótt
Leöurblaka í grænmetinu:
Starfsmönnum Sölufélags garöyrkjumanna brá heldur í brún þegar fljúgandi leöurblaka sveifyfir þeim í gærmorgun.
DV-mynd ÞÖK
Um 75% sjúkraliða hafa sagt upp störfum á Ríkisspítölunum:
Sjúkraliðar ekki metnir að verðleikum
- starfsemin lamast 1. júní. Margir stefna á að flytjast út til Skandinavíu
„Við erum búin að vera í viðræðum
við stjórn spítalans um bætt kjör, að
þeir nýttu betur þær heimildir sem
em inni í okkar samningum. Þetta er
búið að taka langan tíma en þegar það
komu engin bein svör um að eitthvað
myndi gerast þá var þetta orðin spum-
ing um hvað maður væri tilbúinn að
leggja á sig. Hvað mig varðar var það
engin spumihg að ef til uppsagnar
kæmi myndi ég ekki koma aftur,“ seg-
ir Hulda Ragnarsdóttir, sjúkraliði á
Borgarspítalanum, sem er ein fjöl-
margra sem sagði upp störfum fyrir
mánaðarmót. Samkvæmt heimildum
DV hafa hátt i 75% af 313 sjúkraliöum
á Ríkisspítölunum sagt upp störfúm en
ekki er vitað hve margir hafa sagt upp
á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þar sem 252
sjúkraliðar starfa. Fastlega
má þó gera ráð fyrir því að
þar sé ástandið svipað. „Ég
hef haft gaman af að vera
sjúkraliði og heföi viljað vera
það áfram en ég vil fá rétt
laun fyrir það. Okkar starf er
ekki rétt metið og við erum
ekki nýttar eins og hægt
væri. Við viljum taka ábyrgð
á okkar starfi og vera metnar
að verðleikum," segir Hulda.
Kristín Guðmundsdóttir,
formaður Sjúkraliðafélagsins,
segir að upphaflega hafi
nokkrir sjúkraliðar farið í
það óska eftir því að stofnun-
in skoðaði það betur hvemig ffam- til að
kvæmdin væri innan gildandi kjara- Sjúkraliöafélagið tók svo þátt í þessu
GuömuncÍsdóttir
Félagiö frétti
ekkert fyrr en
uppsagnirnar
komu fram
samnings því þeir töldu að
það væri ekki farið eftir hon-
um að öllu leyti. „Það var tek-
ið vel í það að skoða þau mál
með bréfi til þeirra. Þetta
gerðist síðastliðið vor. Síðan
gerðist ekkert þangað til hug-
mynd kom frá stjóm sjúkra-
hússins sem sjúkraliðum lík-
aði ekki því það var ekkert
rætt við þá. Þetta olli nokk-
urri reiði og var fundað á báð-
um sjúkrahúsum í kjölfarið og
ályktað að sjúkraliðafélagið
færi í málið. Það var sjálfsagt
því á samningstímabilinu er
alltaf samstarfsnefnd í gangi
úrskurða um ágreiningsmál.
nefhdarstarfi allt þar til á þriðjudaginn
var að því var skilað inn til sjúkraliða
hvað lægi á borðinu, þ.e.a.s. hvað
mætti og ætti að laga innan kjara-
samningsins. Síðan ffétti félagið ekk-
ert fyrr en þessar uppsagnir komu
ffam,“ segir Kristín. Uppsagnir sjúkra-
liðanna taka gildi 1. júní og má búast
við að starfsemin á spítölunum lamist
þá því margir hyggjast ekki snúa aftur
og fyrir vantar um 1000 sjúkraliða á
vinnumarkaðinn eftir þvi sem heim-
ildir DV herma. Auk þess sögðu við-
mælendur blaðsins að nýliðun i faginu
væri engin um þessar mundir og því
ekki von á nýju blóði inn á næstunni.
Fjölmargir sjúkraliðar hyggjast leita
út til Skandinavíu eftir atvinnu.
-hdm
Víkur sæti
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra hefur ákveðið að vikja sæti þeg-
ar að því kemur að
úrskurða um upp-
sögn fjármálastjóra
Þjóðminjasafns. Ráð-
herra telur að fjár-
málastjórinn gæti
dregið óhlutdrægni
sína í efa vegna
bréfs um fjármála-
stjórn safnsins sem hann sendi fjár-
málastjóranum en ekki þjóðminja-
verði. Hann tekur þó fram að hann
hafi ekki haft afskipti af uppsögn fjár-
málastjórans.
Tugir milljóna
Loðnusjómenn segja að bræðslu-
verksmiðjumar hafi haft af þeim tugi
milljóna króna í laun með rangindum
og samráði um verðlagningu. Bylgjan
greindi frá.
Boðssýningar á Englana
Vinsældir Engla alheimsins virð-
ast engan endi ætla að taka. DV held-
ur áfram að bjóða áskrifendum sínum
á myndina og nú hefur verið ákveðið
að myndin verði sýnd fyrir áskrifend-
ur, á kjörunum 2 fyrir 1, á Sauðár-
króki 9. og 12. mars, og 3. og 4. mars
kl. 21.00 á Ólafsvík.
Kæra Íslandssíma
Frjáls fjarskipti
hafa kært íslands-
síma til Samkeppn-
isstofnunar vegna
rangfærslna, sem
einvörðungu séu 'til
þess fallnar að kasta
ryki í augu fólks.
Skottulækningar
Hæstiréttur sýknaði í gær mann
fyrir að stunda skottulækningar og
fyrir brot á læknalögum. Heilbrigðis-
yfirvöld munu hafa dregið að setja
reglur um óhefðbundnar lækningar
hér á landi.
Skipulagt vændi
Yfir 30 einstaklingar, sem stundað
hafa vændi, hafa leitað til Stígamóta
og hafa viðtöl við þá leitt í ljós að á ís-
landi fyrirfmnst skipulegt vændi,
sem er m.a. stjómað frá sérstökum
vændishúsum, auk þess sem eigend-
ur og rekstraraðilar ákveðinna veit-
ingahúsa voru nefndir sem milliliðir
milli vændiskvenna og viðskiptavina.
Þetta kom fram í grein Ásthildar
Bragadóttur stjórnmálafræðings í
Veru.
Helmingur fylgjandi
í nýrri könnun Gallups kemur
fram að helmingur landsmanna sé
samþykkur því að samkynhneigðir
fái að ættleiða böm.
Verðlagsaðhald
Neytendasamtök-
in og nokkur félög
VMSÍ utan höfuð-
borgarsvæðisins
hafa gert með sér
samning sem gerir
ráð fyrir að stórefla
aðhald með verðlagi
á landsbyggðinni.
Töskum stolið á ný
Aftur er farið að bera á því að tösk-
um sé stolið úr innkaupakerrum. í
fyrradag tapaði kona tösku með tölu-
verðum verðmætum úr innkaupa-
kerru sinni.
Engir farmiðar
Flugfélag íslands ætlar að hætta út-
gáfu farmiða á næstunni. í stað miða-
bókunnar verður hægt að bóka sig á
Netinu og í gegnum síma. Þannig
hyggst félagið spara 50 milljónir
króna. RÚV greindi frá.
40 milljóna styrkur
Fyrirtækið Stoðtækni Gísli Ferdin-
andsson hefur fengið 40 milljóna
króna styrk frá Evrópusambandinu
til að þróa nýja tækni til smíði á
bæklunarskóm. -hdm