Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 15
14 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: Þverholti IX, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Grnn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar Ijölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk„ Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Leikur að eldi Sjúkraliðar beita þekktri en varasamri aðferð í kjara- baráttu sinni, hópuppsögnum, aðferð sem heilbrigðisstétt- ir hafa meðal annars notað undanfarin ár. Um 200 af rúm- lega 560 sjúkraliðum sem eru í starfi hjá Ríkisspítölunum og á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sögðu upp fyrir mánaðamót- in. Uppsagnimar eru með þriggja mánaða fyrirvara og taka gildi 1. júní hafi þær ekki verið dregnar til baka fyr- ir þann tima. Kjarasamningur Sjúkraliðafélags íslands og ríkisins gildir til 1. nóvember. Fram liefur komið hjá Kristínu Guðmundsdóttur, for- manni Sjúkraliðafélags íslands, að sjúkraliðar séu ósáttir við laun sín, auk þess sem álag á sjúkrastofnunum aukist sífellt. Vafalaust er það rétt en sjúkraliðar verða eins og aðrir að virða gerða kjarasamninga. Samningar eru laus- ir í haust og þá er rétti tíminn til að ná málrnn sínum fram í viðræðum við viðsemjendur. Augljóslega er um samantekin ráð að ræða, hópaðgerð, þótt formaðurinn haldi því fram að um einstaklingsaðgerðir sé að ræða. Sjúkraliðar hafa áður beitt hópuppsögnum í baráttu fyr- ir bættum kjörum. Hið sama hafa hjúkrunarfræðingar til dæmis gert og raunar fleiri opinberir starfsmenn eins og kennarar og leikskólakennarar. Hópuppsagnir heilbrigðis- stétta eru alvarlegt mál á svo viðkvæmum stofmmum sem sjúkrahúsin eru. Þær bitna á þeim sem síst skyldi, sjúk- lingunum. Magnús Pétursson, forstjóri sjúkrahúsanna, segir málið að vonum grafalvarlegt. Sjúkrahúsin verði að hugsa sinn gang um það hvemig bregðast beri við. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í gær að hópuppsagnir sjúkraliða til þess að knýja fram kjarabæt- ur væru varasamar og hættulegar. í grein sem Ari skrif- aði í júní í fyrra benti hann á að uppsagnir sem vopn í kjarabaráttu væm ólögmætar samkvæmt vinnulöggjöf- inni. Hann segir með réttu að hópurinn komi fram sem einn, eigi sér talsmenn og fulltrúa sem sendir eru til við- ræðna við vinnuveitandann. Hópuppsagnir sem vopn í kjarabaráttu beinast yfirleitt að hinu opinbera, ríkisvaldinu og sveitarfélögum. Undan- farin ár hafa opinberir aðilar látið undan þeim þrýstingi sem aðgerðirnar valda. Sú undanlátssemi hefur leyst vanda til skamms tíma en um leið orðið til þess að beina íleiri stéttum inn á þessa braut. Menn hafa séð að fanta- brögð af þessu tagi hafa skilað árangri. Ari Skúlason minnir á að ráðningarverndin sé meðal fjöreggja launafólks og léttúð i tengslum við hana sé stór- hættuleg. Hann, sem fulltrúi launafólks, veit að hljóð heyrðist úr horni ef vinnuveitendm: beittu aðgerðum af svipuöu tagi sem varnarbaráttu. Þeir gætu með sama hætti beitt hópuppsögnum sem sínu tæki í kjarabaráttu. Ráðningarvemdin og uppsagnarrétturinn eru, segir fram- kvæmdastjóri ASÍ, yfir það hafln að vera notuð sem þrýstitæki í sambandi við kjarabaráttu. Þar hafa menn leikið sér að eldinum. Verkalýðshreyfing og vinnuveitendur verða að virða réttindi og skyldur og fara eftir þeim reglum sem settar eru. Það gildir um sjúkraliða nú líkt og aðrar stéttir sem áður hafa beitt hópuppsögnum sem vopni i kjarabaráttu. Friðarskyldan hefur verið brotin. Aðgerðir þessara hópa opinberra starfsmanna undan- farin misseri og ár hafa kallað á viðbrögð. Því er nýtt frumvarp til laga um breytingar á lögum um opinbera starfsmenn i smíðum. Þar verður sérstaklega tekið á hóp- uppsögnum einstakra starfsstétta. Reynslan sýnir að það er timabært. Jónas Haraldsson # FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000________________________________ DV Niðurrif í nafni uppbyggingar „...nú er svo komið að mérfinnst ég ekki lengur geta orða bundist enda finnst mér ég... bera nokkra ábyrgð á þeirri ómaklegu útreið sem einn af okkar bestu myndlistarmönnum, Magnús Pálsson, hlýtur þar. “ Stundum er fólk að fárast yfir því að engar safaríkar deilur rísi lengur innan list- heimsins og er helst að skiija að það stafi af því að listamenn í dag séu minni menn en þeir voru áður. Þeir séu skaplausar lyddur sem standi á sama um allt. Svo er talað fjálglega og af eftirsjá um þá dýrlegu daga þegar allt logaði í illdeilum út af einstökum sýningum. Ég hef reyndar ákveðnar efasemdir um þá goðsögn, bæði um það að deilur um list hafi verið jafn útbreiddar um samfélagið og gefið er í skyn, sem og um það að stöðugt rifr- ildi sé ákjósanlegt ástand. Ekki svo að skilja að mér sé í nöp við faglega um- ræðu en ég tel að æsingakennt fjöl- miðlaslúður skili listinni engu. Piltur og stúlka í krossferð Ekki eru þó allir alveg sammála mér í þessum efnum, t.d. gerir „pilt- urinn" sem ritstýrir timaritinu Listapóstinum ítrekaðar tilraunir til að kasta stríðshanskanum í mál- gagni sínu. Svo virðist sem hann og „stúlkan" sem með honum starfar álíti inntak krossferðar sinnar bæði göfugt og við- feðmt en þau telja sig aug- ljóslega vera að útbreiða fagnaðarerindi fagurra lista meðal fólksins með því að „uppfræða" fávísa alþýð- ima. Jafnframt virðast þau líta svo á að þau tali fyrir munn sömu alþýðu þegar þau láta listamenn, gagn- rýnendur, listfræðinga og listasöfh - í stuttu máli flestallt fagfólk sem starfar innan listheimsins svokallaða - hafa það óþvegið í pistlum sínum. Af skiljanlegum ástæðum hafa þau sjaldan erindi sem erfiði því málflutn- ingur þeirra er af því tagi sem ekki er svara verður. Sjálf hef ég aðeins bros- að út í annað þegar mér hafa verið sendar glósur vegna skrifa minna um myndlist en þær hafa helst einkennst af kjánalegri kvenfyrirlitningu. Ég býst við aö flestir bregðist við með svipuðum hætti, brosi og hristi höfuð- ið í forundran. Gallsúrir fordómar Síðasta tölublað tók þó út yfir allan þjófabálk og er nú svo komið að mér finnst ég ekki lengur geta orða bund- ist enda finnst mér ég, vegna þátttöku minnar í úthlutun Menningarverð- launa DV, bera nokkra ábyrgð á þeirri ómaklegu útreið sem eirrn af okkar bestu myndlistcirmönnum, Magnús Umhverfismat Úrskurður umhverfisráðherra sem féll 25. febrúar sl. mun hafa komiö mörgum i opna skjöldu. Það á ekki síst við um iðnaðarráðherra og starfsmenn hans í NORAL-verk- efninu, sem voru hönnuðir að mats- ferlinu á umhverfisáhrifum álverk- smiðju við Reyðarfjörð. Iðnaðar- ráðuneytið hefur þegar kostað háum fjárhæðum til viö undirbún- ing að verksmiðjuhugmyndinni og ekkert verið til sparað. Úrskurðarorð umhverfisráðherra fela í sér að ..meðferð málsins, sem hófst með tilkynningu fram- kvæmdaraðilans, Eignarhaldsfé- lagsins Hrauns ehf., um umrædda framkvæmd 12. október 1999, er ómerkt í heild sinni.“ Öllu harðari gat dómurinn ekki verið yfir mála- tilbúnaði álmanna, sem með þessu eru settir á byrjunarreit. Hraun ehf , sem að formi til átti að heita „framkvæmdaraðili", var hins veg- ar aðeins peð í leiknum og er nú trúlega úr sögunni. Allt úr skoröum Menn velta því eölilega fyrir sér, hvers vegna Siv umhverfisráð- herra, sem ekki hefur setið sig úr færi að votta stóriðjustefnu ríkis- stjórnarinnar hollustu, skuli kom- ast að þessari niðurstöðu. Við því „Menn velta því eðlilega fyrir sér, hvers vegna Siv umhverfisráðherra, sem ekki hefur setið sig úr fœri að votta stóriðjustefnu ríkisstjómarinnar hollustu, skuli komast að þessari niðurstöðu. “ Meöogámóti Hefur skaðað árnar á byrjunarreit fást svör ef menn kynna sér skriflegan rökstuðning fyrir úrskurðinum. Ráð- herrann taldi sig í raun að- eins eiga tvo kosti í stöð- unni og hvorugan góðan frá sjónarhóli ríkisstjóm- arinnar: Annar var sá að fallast á úrskurð skipulags- stjóra frá 10. desember sl. um „frekara mat“, hinn sá að ónýta alla málsmeðferð- ina. Augljósar lagahindranir stóðu í vegi þess að hægt væri að fallast á kröfu „fram- kvæmdaraðila" um grænt ljós fyrir 1. áfanga verksmiðjunnar, auk þess sem margir meinbugir hefðu verið á slíkri afgreiðslu. Þetta var þó sú leið sem Framsóknarforystan gerði kröfu um strax í desember eftir að skipulagsstjóri kom með sína nið- urstöðu um frekara mat á 480 þús- und tonna álveri. Eftir að úrskurður ráðherra lá fyrir á dögunum var forstjóri Landsvirkjunar fljótur að kveða upp úr um það, að ekki þýddi að hugsa til að hefja virkjunarfram- kvæmdir í Fljótsdal á árinu 2000. Samkvæmt NÖRAL-verkefninu var hins vegar gert ráð fyrir að úrslit réðust, af eða á um verksmiöjuna, ekki seinna en 1. júní næsta sumar. Sú tímasetning var meðal annars notuð sem svipa á alþingismenn þegar fjallaö var um málin á Al- þingi fyrir jól. Nú er þetta allt úr skorðum og mikil óvissa um fram- haldið. Kröfur NAUST í sviðsljosiö Náttúruvemdarsamtök Austur- lands - NAUST - lýstu stuðningi við meginniðurstöðu skipulagsstjóra um frekara mat, en samtökin vildu með kæm sinni freista þess að tryggja að skýr heildarmynd fáist af áhrifum allra stóriðju- framkvæmdanna samtím- is. Það á meðal annars við um virkjanir og raflínur og losun gróðurhúsaloft- tegunda frá verksmiðj- unni. Þessar kröfur mimu nú fá byr undir vængi og tímarökin gegn mati á Fljótsdalsvirkjun eru jafnframt fokin út í veður og vind. Krafan um að allt verði undir í nýju mati, einnig tillagan um Snæfellsþjóð- garð, mun verða mjög almenn og að fómarkostnaður vegna áform- aðra framkvæmda fáist metinn. Loks er nú komið fram stjómar- frumvarp til nýrra laga um mat á umhverfisáhrifum og er stefnt að lögfestingu þess fyrir vorið. Mat á umhverfisáhrifum, hvaða nafni sem nefnist, hlýtur héðan í frá að fara eftir forskrift nýrra laga. Framkvæmdaaðilar þurfa að vanda sig áður þeir leggja fram nýja frummatsskýrslu, því að ella eiga þeh á hættu að allt reki í strand á nýjan leik. Hugmyndir sem gera ráð fyrir að fá aðeins 1. áfanga verksmiðjunnar metinn í upphafi, eru líklegar til aö steyta á skeri og hugnast varla þeim sem ætlað er að leggja fé í verksmiðj- una. Landsmenn eiga kröfu á að málið sé metið í heild sinni og standi eða falli á slíku prófi. Allt annað væru svik við framtíðina. Hjörleifur Guttormsson \ hœtta raforkufiramleidslu í Elliðaám? Bakari fyrir smið J ' „Ég held að allh jpL Reykvíkingar séu sammála um að Elliðaámar eru ein mesta náttúruperla borg- arinnar og ámar voru á árum áður góðar til laxveiöi. Ára- tugum saman, og sérstaklega síðustu tíu árin, höfum við horft upp á hvemig ánum hef- ur hrakað og ein helsta ástæð- an fyrh því er raforkufram- leiðslan sem þar fer fram. Undanfarin ár hefur skaðsemi raf- orkuframleiðslunnar verið könnuð og Guðlaugtir Þór Þóröarson borgarfulltrúi Sjálf- stædisflokks. menn mennt í kjölfarið hafa menn þurft að leggja í kostnaðarsamar fram- kvæmdir, meðal annars í þeim tilgangi að draga úr skaðanum af hennar völdum. Bara á þessu ári verður tekju- tap orkuveitunnar vegna slikra framkvæmda fimm milljónh og miðað við þær tölur sem hafa heyrst af tekj- um orkuveitunnar af þessari framleiðslu þá hlýtur að vera komið að þeim tímapunkti að skoði hvort það borgi sig al- að standa í þessu.“ jtggrnmm „Elliöaámar og I umhverfi þeirra eru einhver dýr- r mætasta eign Reykvíkinga. Það er því miklu fómandi til að tryggja vöxt og viðgang þessarar ómetanlegu náttúruperlu. Á undanfömum árum hefur Reykjavíkurborg staðið fyrh viðamiklum rannsóknum á lífríki svæðisins og í fram- haldi af þeim gripið til ým- issa aðgerða sem vemda svæöið og stuðla að bættum hag laxa í ánum. Hrannar Björn Arnarsson formaöur Umhverf- is- og heilbrigöis- nefndar. bóta.“ Enn sem komið er bendh fátt til þess að orsaka minnkandi laxgengdar síðustu ára megi rekja til raforkuframleiðslu í dalnum, enda væri í því til- felli sjálfhætt að mínu mati. Með brottnámi þeirra mann- vhkja sem raforkuframleiðsl- unni fylgja er því allt eins lík- legt að við værum að hengja bakara fyrh smið og afleið- eingarnar gætu oröið stórfellt umhverfisslys í stað betmm- Fyrir Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar liggja nú tillögur Guðlaugs Þórs Þóröarsonar um hvort ekki beri að rannsaka mikilvægi orkuveit- unnar í Elliðaám. + Pálsson, hlýtur þar. Ekki er nóg með að DV fái óbótaskammir fyrh mynd- listarumfjöllun sína, Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur fær einnig per- sónulega sendingu þar sem gefið er í skyn að klíkuskapur sé hans helsta leiðarljós við störf sín. Og ekki má gleyma grein um umdeilda myndlist- cirsýningu í Kolding í Danmörku en í henni njóta fordómar „piltsins" sin til hins ýtrasta. Á nýafstöðnum fundi um stöðu myndlistar við aldahvörf tók „piltur- inn“ reyndar til máls og sagði að það sem stæði listinni fyrir þrifum væri að myndlistarmennimir næðu ekki til þjóðarinnar (og talaði þar þjóðin). Ég held að hann mætti líta sem snöggvast í eigin barm en það helsta sem hann sjálfur hefur haft fram að færa með þátttöku sinni í umræðunni er lág- kúrulegt slúður sem gerh ekki annað en að treysta gamalgróna, gallsúra fordóma í sessi, auk hins grófa at- vinnurógs um áðurnefndar starfsstétt- h. Listamenn með sjálfsvhðingu hljóta að fara að hugsa sig rækilega um áður en þeh ákveða að ganga til samstarfs við þau „pilt og stúlku" í Gallerí Fold. Áslaug Thorlacius Ummæli Mikið ljósritað „Launakjör sjúkraliða í landinu eru mjög mismun- andi. Við fáum líka erlend blöð, m.a. frá Noregi og öðrum Norðurlöndunum, þar sem eru fleiri síður af auglýsingum eftir sjúkralið- um. Og þar eru launin ekkert í sam- ræmi við það sem þau eru hér. Þessi blöð eru mikið ljósrituð héma. Fólk er að skoða málin.“ Kristín Guömundsdóttir, form. Sjúkra- liöafélags íslands, í Degi 2. mars. Glötuð tækifæri? „Ég hef um nokk- urt árabil fylgst vel með starfi Klúbbs matreiðslumeistara og gert það sem í mínu valdi stendur til þess að styðja vð þeirra mikilvæga starf... Við höfum verið einstaklega óheppnh og klaufalegh við að koma þessu heilnæma hráefni á erlenda markaði þrátt fyrh tugi milljarða sem við höfum varið til þess.“ ísólfur Gylfi Pálmason alþm., I Mbl.- grein 2. mars. 4ra daga vinnuvika „Rannsóknir hafa leitt í ljós að það svigrúm sem vinnan veith fólki til að sinna einkalífi sínu er nátengt almennri starfsánægju þess. Ánægja í starfi eykur vinnuafköstin og um leið arðsemi fyr- irtækisins, sem gerh því kleift að greiða hærri laun. Laun eiga því ekki að lækka þótt vinnutíminn styttist.." Magnús L. Sveinsson, form. Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, í 2. tbi. VR-blaösins. Fáir formælendur „Ég trúi því ekki enn að um hundrað börnum og ung- mennum, sem eru fotluð en ekki hreyfihömluð, verði úthýst i sumar..: Reykjadalur er eina sumardvölin sem flestum þeirra hef- ur staðið til boða. í reynd er málið svo einfalt úrlausnar en svo mikil- vægt fyrh marga að það þolir enga bið. Verði það ekki leyst er fullljóst að fatlaðir eiga sér formælendur fáa meðal ráðamanna þessarar þjóðar." Geröur Steinþórsdóttir, varaform. Landssamtakanna Þroskahjálpar, í Mbl. 2. mars. ______19 Skoðun Er hugarfar að breytast? Sérkennileg manneldisstefna Halda mætti að yfirvöld á íslandi rækju hér sérstaklega neikvæða manneldisstefnu þar sem markmið- ið er að stuðla að vaxandi sjúkdóm- um meðal þjóðarinnar. Áfengi og tó- bak hækkar nefnilega minnst af öllu í þessum samanburði. Tóbak hefur lítið hækkað hér allt síðasta ár og sama má segja um sterka drykki meðan tóbak hækkar um 5% í EES- löndunum. Hér hefur hins vegar bjórinn hækkað um 5% meðan verð- ið er óbreytt í nálægum löndum. Fólk getur svo spurt sig hvaða vit sé í þessari verðstefnu sem yfirvöld geta haft mikil áhrif á ef þau svo kjósa. Ekki eru þaö launin Það hefur verið klassískt svar þeirra sem fara með verðlagningu á vöru og þjónustu að verðhækkanh byggist jafnan á kostnaðarhækkun- Margt bendh til að hugar- far þehra sem hafa áhrif á verðstefnu fyrhtækja og stofhana sé að breytast. Á undanfomum mánuðum höfum við séð verðhækkun- artölur á vöm og þjónustu sem hafa ekki sést í mörg ár hér á landi. Nái þessi hugs- unarháttur að festa rætur að nýju getur hann auðveldlega grafið undan stöðugleika verðlags og kaupmáttar. Margfaldur verðmunur Þær verðhækkanir sem verið hafa allt undanfarið ár á mat- og drykkjarvörum eru dæmi um breytt hugarfar. Að minnsta kosti er alveg ljóst að engar viðhlítandi skýr- ingar eru á því hvers vegna verðlag hér á landi á matar- og drykkjarvör- um hefur hækkað langt umfram sam- bærilegar vörur í EES-löndunum. Fram hefur komið í samanburði á verðbreytingum í einstökum EES- löndum og á íslandi að matar- og drykkjarvörur hafa hækkað marg- falt hér á landi á tímabilinu frá des- ember 1998-desember 1999. Algengt er að fjórfaldur, fimmfaldur og sexfaldur munur sé á verðhækkun- um á þessu tímabili. Dæmi um þessar verðhækkanh eru algeng neysluvara s.s. brauð en hér á landi hafa brauð og komvörur hækkað um 8% meðan hækkunin á EES-svæðinu er 0.1%. Ávextir hafa hækkað um 10,6% hér heima meðan Evrópubúar búa við lækkandi ávaxtaverð um 0,7%. - Svipuð hækk- un er hér á ávaxtadrykkjum, sem hafa verið á óbreyttu verði í EES- löndunum í heilt ár. Þráinn Hallgrímsson stjómarmaöur í Neytendasamtökunum og skrifststj. Efiingar um og eru þá launamálin efst á baugi hjá þeim. Nú er það svo aö launa- og kostnaðarhækkanh á ár- inu 1999 skýra engan veg- inn þennan mun enda hef- ur ekki einu sinni verið reyrit að þessu sinni að kasta ábyrgðinni á launin. Ekki er heldur skýring- anna að leita í gengismun. Hver eru viðbrögðin? Það er í reynd óhúlegt þegar allt þetta liggur fyrh ' og hefur legið fyrir vikum saman hver viðbrögð þeirra sem bera ábyrgð í þessu efni eru. Heildsalar saka stórmarkaðina og keðjur þehra um að hækka álagn- ingu. Stórmarkaðhnir hvetja til þess að álagning heildsala og innflytjenda verði skoðuð. Forsætisráðherra hef- ur beint spjótum sínum aö vaxandi hringamyndun og fákeppni á mat- vörumarkaði, sem hann telur að eigi sök á allt of miklum verðhækkunum á matvöru og neysluvöru. Stjómvöld hafa ekki haft uppi nein viðbrögð til að grafast fyrir um það hveijar or- sakir þessara verðhækkana í raun og veru eru. Neytendasamtökin hafa nú skorað á viðskiptaráðherra að rannsaka þessar miklu verðhækkanir og leita að skýringum á því hvers vegna verðhækkanir og verölag hér á landi er langt umfram þaö sem gerist í ná- lægum löndum. Samtökin hafa lýst því yfh að þau eru reiðubúin til að taka þátt í slíkri athugun í samvinnu við stjómvöld og aðra sem hlut eiga að máli. Brýnt að vinna hratt í málinu Mikilvægt er að stjómvöld taki til hendinni og bregðist hratt við þessu erindi Neytendasamtakanna. Það verður að koma í ljós á næstunni hvaða orsakir eru fyrir þessum verð- hækkunum og hvernig eigi að taka á málinu. íslenskir neytendur geta ekki unað því að búa við miklu hærra verð á nauðsynjavörum en fólk í nágrannalöndum okkar. Að öðrum kosti getur það orðið hlut- skipti okkar að nýtt verðbólguhugar- far nái að grípa um sig. Það má ekki gerast. Þráinn Hallgrímsson „Neytendasamtökin hafa nú skorað á viðskipta- ráðherra að rannsaka þessar miklu verðhœkkanir og leita að skýringum á því hvers vegna verðhœkkanir og verðlag hér á landi er langt umfram það sem gerist í nálœgum löndum. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.