Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 Skoðun J>\r Grænmeti rætaö í íslensku gróöurhúsi. „Eftirlit meö hollustu og gæöum er ekki minna á meginlandi Evrópu en á íslandi. Lífrænar varnir eru þróaöri þar en á íslandi. En ræktunaraöferöin er sú sama." Grænmeti og frjáls innflutningur Sefur þú í náttfötum? Auður Vilhjálmsdóttir nemi: Já, þaö er svo kósí. Jón Einarsson, fyrrverandi málari: Nei, ekki aö staöaldri. Hrefna Kristjánsdóttir nemi: Já, þaö er hlýrra. Birkir Helgason nemi: Nei, ég nenni ekki aö klæöa mig í þau. Auöur Aöalsteinsdóttir blaöamaður: Nei, ég á ekki náttföt. Vilhelm Guömundsson, vinnur í fatahreinsun: Nei, aldrei. Einar Arnason skrífar: Nú er sól farin að hækka á lofti og von er á íslensku grænmeti innan tíð- ar. Tómatar, agúrkur og salat er ræktað næstum allt árið innanlands í steinull og undir rafmagnsljósum. Flestir hlakkar til, a.m.k. þeir sem telja að innflutt grænmeti sé bæði mengað og vont. Er það kannski orð- um aukið að innflutt grænmeti sé verra að gæðum og hollustu en ís- lenskt grænmeti? Eftirlit með holl- ustu og gæðum er ekki minna á meg- inlandi Evrópu en á íslandi. Lífrænar vamir eru þróaðri þar en á íslandi. En ræktunaraöferðin er sú sama. - Agúrkur sem ræktaðar eru undir raf- magnsljósi og í steinull geta varla verið mikið öðruvísi á íslandi en í Hollandi, sér í lagi, þar sem bæði steinullin og áburðurinn kemur frá Hollandi. Hákon skrífar: Við kveðjum nú brátt íslandsflug innanlands eins og fram kom í frétt- um fyrir skömmu og þykir mér af- leitt að samkeppninni í innanlands- fluginu skuli lokið. Kannski er þetta okkur (fólkinu öllu) að kenna því það voru þeir (íslandsflug) sem lækkuðu fargjöldin um meira en helming. Við hefðum átt að versla meira við íslandsflug. En nýtingin var ekki nógu góð hjá félaginu og þetta skilaði ekki nægum hagnaði þannig að þeir leita nú á önnur mið „Agúrkur sem rœktaðar eru undir rafmagnsljósi og í steinull geta varla verið mikið öðruvísi á íslandi en í Hollandi. “ Mikil umræða hefur verið um þann mun sem orðinn er á hækkun- um innlends verðlags og verðlags á meginlandi Evrópu - rúmlega 10%. Gæði grænmetis ráðast nokkuð af innkaupunum og það besta er ávallt dýrara en það sem lakara er og þar getur verið freisting fyrir innflytj- anda að flytja inn aðeins lakari vöru og nota hátt endursöluverð tO að fá þokkalega álagningu. Gatt-samningurinn hefur verið í gOdi i fimm ár og var sá tími hugsað- ur tO aðlögunar að samkeppni við frjálsan markað. En hver hefur ár- „Nú er tími fyrir Flugfélag íslands að gera skipulags- breytingar sem hafa ekki hœkkun á fargjöldunum í för með sér heldur lœkkun.“ þar sem hagnaður er meiri. Þessar línur eru hugsaðar sem áskorun á Flugfélag íslands að hækka ekki fargjöldin heldur lækka þau þar sem nýtingin ætti að vera mjög góð. Nú er Flugfélagið eina angurinn verið? Svínakjöt, kjúkling- ar, lax og fleiri matvörur eru á helm- ingsverði miðað t.d. við íslenska tómata. f dag eru vemdartoOar aOt að 600 kr. á hvert kOó grænmetis og inn- flutningur og dreifing eru öO á einni hendi svo ekki er nein samkeppni á þessum markaði lengur. Sést það best á því að ekki em nein tOboð í gangi á grænmeti í verslunum enda ekki samkeppni á miOi þeirra heldur. Hvað er til ráða? Lausnarorðið er að láta garðyrkjuna hafa orku á sam- bærOegu verði og garðyrkjubændur í Evrópu fá, að teknu tiditi tO heita vatnsins einnig. Líklegt er að heita vatnið sé ódýrara en olía og gas sem keppinautar íslensku garðyrkjunnar þurfa að keppa við. Búið er að feda niður öll aðflutningsgjöld á búnaði tO lýsingar í gróðurhúsum. Á móti komi frjáls innflutningur adt árið á græn- meti. flugfélagið á markaðnum og hagræð- ingin ætti að geta orðið mikO. Mig minnir nefnOega að ástæða síðustu fargjaldahækkunar hafi verið vegna þess hve nýtingin var léleg þegar tvö félög fóru á sömu staðina mörgum sinnum á dag með hálftómar vélcU-. Nú er tími fyrir Flugfélag fslands aö gera skipulagsbreytingar sem hafa ekki hækkun á fargjöldunum í for með sér. Það verður fróðlegt og gaman að fylgjast með þróun mála hjá Flugfélagi íslands og sjá hvort þeir lækka ekki aftur verð sitt um einhver prósent, þótt ekki sé meira. Ökufantar í hrossahópi Kristinn Sigurösson skrifar: Ökufantar sem gera sig bera að því að keyra inn í hrossahóp, jafn- vel þótt hópurinn sé á miðjum vegi, ættu að missa ökuleyflð strax. Það hlýtur að vera sjónlaus ökumaður sem keyrir á fullu inn í hóp hrossa á þjóövegi eða annars staðar. Yfir- leitt eru þama að verki taugaveikl- aðir menn við stýrið og aka adt of hratt. Afleiðingamar láta aldrei á sér standa, hvorki við svona að- stæður né annars staðar. Furðu vekur að lögreglan skuli ekki vera vel á varðbergi gagnvart svona öku- mönnum, því þeir eru jafn hættu- legir mönnum og dýrum. Sjónvarpshúsið við Laugaveg: Er eitthvert vit í því aö kosta upp 'é flutning Sjónvarpsins fyrir einn milljarö? Flutt fyrir einn milljarð! Árni Einarsson skrifar: Ég las um að Sjónvarpið væri að flytja sig af Laugaveginum upp í Efstaleiti. Flutningurinn kostaði um einn midjarð króna. Nú er það að færast í vöxt aö þetta eða hitt kosti mdljarð, en ekki midjónir. En er samt ekki ótrúlegt að flutningur Sjónvarpsins, þótt með tækjakosti sé, kosti einn midjarð króna? Er eitthvert vit i því yfirleitt að kosta upp á flutning Sjónvarpsins, stofn- unar sem er metnaðarlaus með ödu og flestir veigra sér við að horfa á? Hvað er menntamálaráðherra að hugsa með þessari óráðsíu? Hér verður að spyma við fæti. Fagnað í lok prófkjörs: Sætta allaballar í Samfylkingunni sig ekki viö hvern sem er fyrir for- mann? Allaballar bíða Þorbjörn skrifar: Nú er loks búið að ákveða dag- setningu fyrir stofnun nýs flókks úr Samfylkingunni og þá for- mannskosningu um leið. Ekki seinna vænna. En við sem kusum Samfylkinguna og komum úr Al- þýðubandalaginu erum eins og í lausu lofti hvað þetta varðar. Það fóru nú ekki adir yfir tO vinstri- grænna og vOdu heldur fylgja öfga- lausri Samfylkingunni. En við bíð- um enn eftir að heyra hvert for- mannsefnið verður. Við getum ekki sætt okkur við að einungis al- þýöuflokksmenn séu nefndir til sögunnar. Jafnvel Össur er ekki hreinn sveinn í þessum efnum þótt hann hafi gist báða A-flokkana og veriö í forsvari Þjóðviljans um sinn. Já, við bíðum enn, adaballar, og er ekki rótt þessa dagana. pv Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is. Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama.póstfang. Dagfari Hin merkasta niðurstaða Loks er komið að því. Flokkurinn sem um fjórðungur kjósenda taldi sig vera að kjósa síðastliðið vor er að verða flokkur. Það gerist 6. maí, réttu ári eftir alþingis- kosningarnar þegar fjórðungur kjósenda merkti við S-ið í þeirri trú að hann væri að kjósa flokk en ekki fylkingu um sam- starf þriggja flokka sem lagðir höfðu verið ofan í skúffu. Aðdragandinn að formlegri stofnun Samfylkingarinnar er draumur íhaldsins og Vinstri-grænna. Meðan Sam- fylkingin hefur ítrekað frestað því að verða flokkur og einungis getað flaggað talsmanni og meintum formannskandídöt- um sem gera munu upp hug sinn tO fram- boðs á næstu dögum og tala í véfréttastíl hafa Vinstri-grænir og íhaldið sankað aö sér fylgi - á kostnað Samfylkingarinnar. Meöan Vinstri-grænir og íhaldið hafa styrkt imynd sína hafa þær raddir heyrst innan Samfylkingarinnar að réttast væri að skipta um nafn tO að styrkja ímynd stjórnar- andstöðuflokks sem ekki hefur staðist stjórn- arandstöðuprófið fyrsta vetur sinn á þingi. Það eru að sönnu merk tíðindi að Samfylk- ingin skuli nú vera að klára það verkefni sem ýmsir aðilar á undan höfðu gert ítrekað- En þá verður veturinn á enda runninn og tœkifœri til sanna sig á þingi munu renna mönnum úr greipum í formannsátökum tveggja eða fleiri krata. Nema Ingibjörg Sól- rún snúi við blaðinu - svona óvænt. ar tOraunir tO að klára. Og það er svo sannarlega ein merkasta niðurstaða sem náðst hefur í íslenskum stjómmálum um áratugaskeið aö ári eftir að kosiö var skuli flokkurinn sem fjórðungur kjósenda kaus verða að flokki. Og árangurinn verður ekki aðeins mældur í flokksstofnun held- ur fylgi sem mælst hefur í skoðanakönnun frá því kjósendur gengu að kjörborðhiu. En kjósendum, sem hafa verið að átta sig á því í vetur að þeir kusu ekki flokk held- ur samtök um samstarf þriggja skúffu- flokka, er vorkunn. Með stofnun flokks og kjöri formanns gefst reyndar tækifæri tO að snúa blaðinu við. En þá verður vetur- inn á enda runninn og tækfæri tO sanna sig á þingi munu renna mönnum úr greip- um í formannsátökum tveggja eða fleiri krata. Nema Ingibjörg Sólrún snúi við blaðinu - svona óvænt. En hvað um það. Kjósendur verða hvort eð er orðnir leiðir á pólitík og vetrinum og hugsa með sælusvip tO sæOa sumardaga. Nýr flokkur og nýr for- maður verða að bíða tO haustsins þegar tækifæri gefst tO að taka upp stjórnarand- stöðuprófið. xa. Áskorun til Flugfélags íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.