Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 24
FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 I>'V 28 Endurreisn bæja Málþing Háskóla íslands og Reykjavíkurborgar um endur- reisn bæja verður hald- ið í sam- vinnu við Samtök um betri byggð í Odda, stofu 101, á morg- un og hefst það með því að Páll Skúlason há- skólarektor setur mál- þingið og flytur ávarp. Meðal annarra ræðumanna eru arki- tektamir Pétur H. Ármannsson, Jórunn Ragnarsdóttir og Bjöm Ólafs. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri slítur málþinginu. Nýjar leiðir í sjávarútvegsmálum Kjördæmisfélag Samfylkingar- innar í Reykjavík verður með Laugardagskaffi á Sóloni ís- landusi við Ingólfsstræti í dag. Þar mun Jóhann Ársælsson al- þingismaður kynna nýjar hug- myndir sem þingflokkur Sam- fylkingarinnar hefur verið að vinna að til lausnar á þeim deil- um sem verið hafa um stjóm fiskveiða. Tillögurnar miða með- al annars að þvi að sameiginleg- ar auðlindir þjóðarinnar verði nýttar á skilvirkan hátt og að réttlæti ríki við úthlutun afla- heimilda, öllum landsmönnum til heilla. Fundurinn er öllum op- inn. Samkomur Aðalfundur FAASAN FAASAN, Félag áhugafólks og aðstandenda alzheimersjúklinga og heilabilaðra á Norðurlandi, heldur aðalfund sinn á morgun kl. 13 í salnum á Dvalarheimil- inu Hlíö. Á fundinum mun Bima Matthíasdóttir listmeðferðar- fræðingur fjalla um áhrif list- meðferðar á minnissjúka. Að umijöllun Bimu lokinni verður kaffihlé og síðan munu fara fram venjuleg aðalfundarstörf. Á skólinn að gera nemendur bæði góða og fróða Á morgun kl. 9 í Smáraskóla hefst ráðstefna undir yfirskrift- inni Á skólinn að gera nemendur bæði góða og fróða. Tilgangur ráðstefnunnar er annars vegar að skoða gildi siðfræðikennslu á grunnskólastigi frá sem flestum sjónarhornum og hins vegar að vekja athygli á kennslulíkani og aðferðafræði City Montessori skólans á Indlandi sem einkenn- ist af djarflegri námskrá í sið- fræði. Guðrún Helga Guðmundsdóttir nemi ræddi við Tony Blair: Spennan hvarf um leið og ég fór að tala við hann bjargaðist alveg,“ sagði Guðrún. Hún segist alveg vera til í að hitta Tony Blair í eigin persónu. „Þetta er einn vaidamesti maður heims og ég held að ----- hann sé bara mjög góður mað- ur.“ En hvað mundi hún ræða við Tony Blair? „Ég mundi spyrja hann hvernig honum liði og fjölskyldunni hans,“ sagði Guðrún Helga. Guðrún Helga býr á Stokkseyri og á fimm systkini á aldrinum þriggja til sext- án ára. Guðrún Helga segir að það sé gott fyrir unglinga að búa á Stokkseyri. „Við höfum félags- miðstöð héma sem er opin á miðvikudögum og föstudög- um, þar era oft diskótek á fostudögum, þannig að við höfum nóg að gera,“ sagði Guðrún. Hún segir að á sumrin sé hægt að fá vinnu í fiski eða hjá bænum í ung- lingavinnunni. Annars leit þessi unga stúlka, sem kom fram fyrir hönd landsins síns, framtíðina björtum augum og ;agði að hún og krakkarnir í hennar ætluðu halda áfram að kynn- ast jafnöldrum sínum um víða veröld með hjálp tækninnar i vetur. -NH. „Við höfðum þó kannski ekki get- að undirbúið okkur nógu vel því að Maður dagsins vegna veðurs var frí í skólanum fimmtudag og fóstudaginn áður en þetta „Ég var svolítið spent þegar Tony Blair birtist allt í einu fyrir framan mig á sjónvarpsskjánum en það hvarf um leið og ég fór að tala við hann. Við vorum á sameig- inlegum fundi með krökkum frá — mörgum löndum ásamt forsætisráð- herra Bretlands," sagði Guðrún Helga Guðmundsdóttir sem er 15 ára og er nemandi í barnaskólanum á Stokkseyri og Eyrarbakka. Það kom í hlut Guðrúnar að spyrja Tony Blair spurningu fyrir íslands hönd. „Við vorum búin í samein- ingu að ákveða spurninguna og hún var mn mengun frá Sellafield og hvaða áhrif hann teldi að hún hefði á ís- lenskan sjávarútveg. Hann sagði að þeir í Bretlandi væru búnir að herða mjög öryggisreglurnar í Sellafi- eld og þar ætti allt að vera orðið í lagi. Hann svaraði skýrt og greinilega og ég trúi hann hafi sagt inu. Ég held að ég fari ekkert efast um orð hans,“ Guðrún Helga. Guðrún Helga Guð- mundsdóttir, 15 ára Stokkseyringur. DV-mynd Njörður Keppnin Tískan 2000 verður haldin á sunnudaginn á Broadway kl. 9-23. Það er tímaritið Hár og fegurð sem heldur keppnina sem er sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Evrópu. Slagorö keppninnar að þessu sinni er Verndum kom- andi kynslóðir. Meö þessu slagorði vilja aðstandendur sýningarinnar minna okkur á að börnin okkar eru þaö mikil- vægasta sem við eigum. Málverkið í Slunkaríki. Sólris Slunkaríki á ísafirði tekur til sýningar málverk eftir Gunnar Karlsson í samstarfi við Sólrisu- hátíð. Gunnar stundaði nám við Myndlista- og handiðaskóla ís- lands og Konunglegu listaakadem- íuna í Stokkhólmi og hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga í gegnum árin. Gunnar mun sýna verkið Triplex, þrískipt málverk frá árinu 1997. Gunnar vakti athygli Kringlu- Sýningar gesta fyrir siðustu jól en verk hans, Kringlu-Kristur, hékk uppi um tima í „musterinu", eða þang- að til því var úthýst og það fékk húsaskjól í fjárhúsi Húsdýra- garðsins í Reykjavík. Sýningin hefst laugardaginn 4. mars, kl. 16, og henni lýkur 25. mars. Sýning í Hústöku- húsinu Nú stendur yfir sýning á verk- um Helgu Óskarsdóttur í Hús- tökuhúsinu á homi Frakkastígs og Lindargötu (litla gula húsinu). Sýningin er opin alla daga, kl. 15-18, og stendur til 11. mars. Bridge Hin árlega Bridgehátíð, Forbo Krommenie í Hollandi, fór fram um síðustu helgi. Að venju var íslensk sveit þar meðal þátttakenda en þarna voru saman komnir flestir af sterkustu spilurum heims. Sveit Is- lendinga var skipuð Birni Eysteins- syni, Aðalsteini Jörgensen, Sverri Ármannssyni og Sigurði Sverris- syni. Sveitinni gekk ekki of vel, hafnaði í 5. sæti af 8 í undankeppn- inni. Sigurvegarar á Forbo Krommenie urðu sveit Kanada- manna skipuð Erik Kokish, George Mittelman, John Carruthers og Drew Cannell. Mittelman og Carruthers nýkomnir frá Bridgehá- tíð á íslandi. Hér er eitt spil úr keppninni frá viðureign bandarískr- ar sveitar og pólskrar í úrslita- keppninni. í lokuðum sal höfnuðu Soloway og Wold í 4 hjörtum og Pól- verjarnir Gawrys og Pszczola (erfitt nafn!) áttu ekki í erfiðleikum með að taka 4 slagi í vöminni. Sami samningur var spilaður í opna saln- um og þar kom Seamon hinn banda- ríski út með tígulsjöuna: 45 11 1 ii 1 A fH A A a k W A A A Svartur á leik. Hvítt: V. Anand Svart: A. Shirov Aðeins ein vinningsskák varð á ofurmótinu í Linares í þriðju umferð. Anand hafði haft betri stöðu en var að enda við að leika af sér með 30. Ha2, betra var 30. Ha4. Shirov notfærði sér það og lék 30. - Bd4 31. Del Df3 32. Kh2 Dxd5 33. Bxd5 Hxel 34. Kg2 Bxf2 35. Hf7 Hxf7 36. Bxf7 Bc5 37. Bb3 Kg7 38. Hc2 Bd4 39. a6 KfB 40. Ha2 Ke5 41. h4 Ke4 0-1. Meistaramót Hellis 2000, 14. febrúar - 1. mars. Sævar Bjarnason vann öruggan sigur á mótinu. Sævar vann allar skákirnar sjö! Næstur kom Davíð Kjartansson með 5Qog varð hann því skákmeistari Hellis árið 2000. í 3.-6. sæti urðu Sigur- björn Bjömsson, Pétur Atli Lárusson, Björn Þorfinns- son og Baldur Möller með 5 vinninga. Klúbbakeppni Hellis hefst í Mjóddinni í kvöld, 4 manna sveitir tefla og mótið byrjar kl. 20. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Pokabuxur Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. * 874 V Á95 * KG963 * K9 * ÁDG * G3 * 74 * ÁG8654 * K5 * KD8762 * D108 * D3 Passell átti fyrsta slaginn á tígulásinn og þótt hann horfði á þrjá hunda í spaða í blindum gat hann ekki stillt sig um að reyna að gefa félaga sínum stungu í tígli. Meira þurfti sagnhafi ekki og henti báðum spöðum sínum heima niður í fríslagi í tígli. Banda- ríkjamenn sáu aldrei til sólar í leiknum og töpuðu honum stórt. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.