Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 20
24 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 * Sviðsljós DV r-hr V Fjölförnustu gatnamótin! visir.is Notaðu visifingurinn! Hjónalífið í Hollywood: Whoopi skilin við Frank Skötuhjúin og leikararnir Whoopi Goldberg og Frank Langella hafa ákveöið að skilja að skiptum. Já, það fór ekki mikið fyrir þeim í slúðurdálkum blaöanna en engu að síður voru þau nú búin að vera saman í fimm ár. Whoopi og Frank kynntust við grð myndarinnar Eddie árið 1994. Sambúðarslitin fóru fram í mikilli vinsemd og þau ætla að vera góðir vinir áfram og jafnvel vinna saman. Hewitt vill láta gera kvikmynd um Díönubókina Kvikmyndafyrirtæki i Hollywood hafa hafnað leynilegum tilraunum James Hewitt um að koma bók sinni um ástarsambandið við Díönu prinsessu á hvíta tjaldið. Þrátt fyrir fimm mánaða samningaviðræður við kvikmyndajöfrana vestra hefur Hewitt eingöngu tekist að tryggja sér lága fjárupphæð fyrir kvikmyndaréttinn að bókinni Love and War. Útgefandi Hewitts viðurkennir að enn hafi þeir engan samning í höndunum. „Okkur hefur ekki verið boðin nógu há fjárhæð. Menn hafa áhuga en við viljum betri samning," segir útgefandinn, John Blake, í viðtali við bresk blöð. Blake sagði að viðræðurnar hafi farið fram með leynd til þess að bróðir Díönu, Spencer jarl, myndi ekki reyna að koma í veg fyrir að samningar tækjust. Þess vegna yrði ekki gefið upp við hvaða fyrirtæki hefði verið rætt. Elísabet drottning óánægð með frammistöðu yngsta sonarins: Breski tískuhönnuðurinn John Galliano kemur okkur stööugt á óvart meö fatnaöi sínum, eins og þessum næfurþunna blúndukvöldkjól sem veröur væntanlega kominn í betri tískuverslanir ytra fyrir haustiö. Játvarður sviptur vasapeningnum Elísabet Englandsdrottning hef- ur svipt Játvarð son sinn 17 millj- óna króna vasapeningnum sem hann fær á ári vegna þess hversu fáum konunglegum skyldum hann gegnir. Nú getur prinsinn sem sagt ekki lengur hlaupið til mömmu þegar hann þarf fé fyrir lúxuslifnað sinn. Hann verður að reiða sig á eigin tekjur. Það er mat almennings að Ját- varður sé ofdekraður og verkfæl- inn. Talið er að drottningin vilji ekki að sú skoðun komi niður á allri fjölskyldunni. Það er reyndar haft eftir vini konungsfjölskyld- unnar að drottningunni þyki afar vænt um Játvarð. Hins vegar hafi henni þótt nóg komið. Játvarður og eiginkona hans, Sophie, reki bæði fyrirtæki og fái þess vegna Játvarður og Sophie verða nú aö lifa af eigin tekjum. Símamynd Reuter bæði laun. Þau verði að læra að bjarga sér á því sem þau afla sjálf. Játvarður hefur reitt sig á vasa- pening frá mömmu árum saman. En hann hefur verið latur við að koma fram fyrir hönd fjölskyld- unnar. I fyrra var hann viðstaddur 107 athafnir. Anna prinsessa tók þátt í 683, Karl prins 557 og Fil- ippus prins, sem er 78 ára, 541. Játvarður hefur verið sakaður um að hafa eytt um efni fram við endurbætur á nýju heimili sínu og Sophie í Surrey samtímis því sem rekstur kvikmyndafyrirtækis hans hefur gengið illa. Að sögn breska blaðsins News of the world hefur talsmaður kon- ungsfjölskyldunnar staðfest að fjármál fjölskyldunnar séu i end- urskoðun. Bróðirinn í fíkniefnum Sean Penn átti þátt í því að leikarinn Robert Downey yngri leitaði sér meðferöar við fikni- efnaneyslu. Nú hefur Penn þurft að hjálpa sínum eigin bróður. Fyrir nokkrum vikum var Chris Penn lagður inn á meö- ferðarstofnun í Malibu í Kali- fomíu vegna neyslu á áfengi, krakki og kókaíni. „Loksins fær Chris þá hjálp sem hann þarfn- ast,“ sögðu vinir hans. Stutt í grátinn hjá Rachel Vinir Rachel Hunter segja að umgangast þurfi hana með var- kámi þessa dagana. Ekki er vit- að hvað amar að konunni en vin- imir giska á að vanlíðan hennar tengist skilnaðinum við Rod Stewart. Talið er að hún eigi ef til vill erfitt með að sætta sig við að hann fari úr einum konu- faöminum í annan. Það getur grætt hverja konu að komast aö því að hún sé bara ein af mörgum í óendanlegri röð. Halle Berry flýr af slysstaðnum Leikkonan geðþekka og snoppufríða Halle Berry er held- ur betur í klípu heima í Banda- ríkjunum. Stúlkan lenti í árekstri á dögunum og meiddist eitthvað, svo og hinn bílstjórinn, en flúði síðan af hólmi. í gögnum lögreglunnar í Los Angeles kem- ur fram að Halle hafi ekið yfir á rauðu ljósi. Löggan hefur kvart- að undan framferði leikkonunn- ar en saksóknari hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort ákæra verður gefin út á hendur henni. Áfengi og fíkniefni voru víst ekki með í spili, að sögn. Céline heimtar stórfé af blaði Kanadíska poppgyðjan Céline Dion lætur óprúttna blaðasnápa á erlendum slúðurblöðum ekki komast upp með hvaða vitleysu sem er. Hún hefur nú krafist andvirðis 1400 milljóna króna í skaðabætur af götublaðinu National Enquirer fyrir að slá því upp að söngkonan gengi með tvíbura. Það mun víst ekki vera tilfellið. Céline tók sér hins veg- ar fri frá söngnum á dögunum til þess einmitt að reyna að verða ólétt og til að annast sjúkan eig- inmann sinn. Karl heimsækir ekkju Marleys Karl Bretaprins varð hálf- vandræðalegur á Jamaíku um daginn þegar hann reyndi að setja upp reggaehatt sem ekkja reggaekóngsins Bob Marleys gaf honum. Og tókst ekki betur til en svo að hatturinn sneri vit- laust á hinu konunglega höfði þannig að hárlokkarnir sem saumaðir voru á höfuðfatið fóru yfir augun á honum. Karl hitti Ritu Marley, ekkju Bobs, í félags- miðstöð fátækrahverfisins sem reggaekóngurinn gerði frægt með lögum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.