Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 25
DV FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 29 Arnar Jónsson leikur titilhlutverk- iö Abel Snorko. Abel Snorko býr einn Á morgun verður 80. sýning á franska leikritinu Abel Snorko býr einn á stóra sviði Þjóðleik- hússins. Vegna gífurlegrar að- sóknar hefur verið ákveðin síð- degissýning þann sama dag, kl. 15. Leikritið Abel Snorko býr einn eftir Eric-Emmanuel Schmitt, sem sýnt var á litla sviði Þjóðleikhúss- ins vel á annað ár, hefur nú verið leikið nokkrum sinnum á stóra sviðinu fyrir troðfullu húsi. Að- eins örfáar sýningar eru eftir. Leikhús Höfundur leikritsins er eitt vin- sælasta leikskáld Frakka um þess- ar mundir og hafa verk hans ver- ið sýnd víða um heim. Abel Snor- ko býr einn er heimspekilegt leik- rit um ástina þar sem gaman og alvara fléttast listilega saman. Abel Snorko, heimsfrægur nóbels- verðlaunahafi í bókmenntum, ákveður að veita blaðamanni við- tal á eyjunni þar sem hann býr einn, fjarri heimsins glaumi. Fundur þessara bláókunnugu manna verður upphafið að óvæntu og mögnuðu uppgjöri. Með hlutverk nóbelsverðlauna- höfundarins Abels Snorko fer Arnar Jónsson en Jóhann Sigurð- arson leikur blaðamanninn Erik Larsen. Þeir Arnar og Jóhann hafa hlotið einróma lof fyrir leik sinn í sýningunni og verkið sjálft hefur vakið mikla athygli. Krossgátan Domenico Codispoti, 24 ára gam- all píanisti frá Ítalíu, heldur tón- leika í Salnum, Tónlistarhúsi Kópa- vogs á morgun kl. 16.00. Á tónleika- skránni eru Davidsbúndlertánze op. 6 eftir Schumann, Sónata 1.10.1905 - Á götunni, eftir Janácek og Sónata op. 58 í h-moll eftir Chopin. Tónleik- arnir eru í Tíbrá tónleikaröð Kópa- vogs og haldnir í samvinnu við Stofnun Dante Alighieri á íslandi (sem er menningarstofnun sem á rætur á Ítalíu) og Tónlistarfélag ísa- fjarðar. Domenico Codispoti er margverð- launaður og eftirsóttur konsertpí- anisti í Evrópu og á Ítalíu. Hann vann 10 ára gamall fyrstu verðlaun í píanókeppni í sínum aldursflokki og hefur síðan ekki látið deigan síga. Tónleikar Undanfarið hefur hann verið mjög virkur í tónleikahaldi á Ítalíu og í Evrópu. Hann fær jafnan góða dóma gagnrýnenda og ekki síður áheyrenda. Síðasta ár hefur verið annasamt og spennandi. Hann sat þá í dóm- nefnd hinnar virtu píanókeppni Domenico Codispoti leikur í Tónlistarhúsi Kópavogs í kvöld. Bjargræðistríóið í Kaffileikhúsinu: Söngtextar Jónasar Árnasonar Karen Jacobsen Litla telpan sem er á milli systra sinna heitir Karen Jacobsen. Hún fæddist 24. september síð- astliðinn. Við fæðingu Barn dagsins var hún 3270 grömm og 50 sentímetrar. Systur henn- ar heita Eva, sjö ára og íris, fimm ára. Foreldrar systranna eru Elísabet Gestsdóttir og Hilmar Jacobsen. Salurinn: Margverðlaun- aður píanisti Brandon, Lana og Michelle á góöri stund. Sagan af Brandon Teena Háskólabíó sýnir Brandon Teena Story, athyglisverða heim- ildamynd eftir Gretu Ólafsdóttur og Susan Muska, og er hún marg- verðlaunuð í bak og fyrir. Skyldi engan undra því hún er vel upp- byggð og viðfangsefnið óhugnan- legt, spennandi og heldur manni hugfóngnum. Teena Brandon á í vandræðum með að ákveða hvors kyns hún er, tekur upp nafniö Brandon Teena og gerist drengur um tíma. Um tvítugsaldurinn dúkkar Brandon upp í bænum Falls City í Nebraska þar sem hann eignast kærustu og vini. Upp kemst um raunverulegt kyn Brandons og tveir „vina“ hans nauðga honum/henni og berja. Brandon kærir árásina en lög- reglustjóri staðarins lætur sér fátt um fmnast, kippir „vinunum" < ; Kvikmyndir inn til málamyndayfir- heyrslu en sleppir þeim síðan. Viku síðar gera þeir sér lítið fyrir og myrða Brandon/Teenu með köldu blóði ásamt vinkonu hennar. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Three Kings Saga-bíó: Bringing out the Dead Bióborgin: Breakfast of Champions Háskólabíó: Drop Dead Gorgeous Háskólabíó: Anna and the King Kringlubíó: Toy Story 2 Laugarásbíó: Magnolia Regnboginn: The Talented Mr. Ripley Stjörnubíó: Bicentennial Man Rennismiðir - Plötusmiðir Viljum ráða rennismið og menn vana vinnu við ryðfrítt stál. Á M Sigurðsson ehf., Hvaleyrarbraut 2, Hafnarfirði. Sími 565 2546. Skemmtanir Brltax Bama- Mstólar Fyrir alla aldurshópa í miklu úrvali HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Premio Rendano í Róm þar sem hann hafði sigrað þrem árum fyrr. Hann var fenginn til að halda Mast- er Class fyrir píanóleikara í tækni og túlkun í Konservatoríinu í La Coruna á Spáni. í tengslum við námskeiðið hélt hann tónleika og var sagður hafa fáheyrða listræna tilfmninganæmi og að töfrar píanó- leiksins væru áberandi. Codispoti hefur aðeins leikið inn á einn geisladisk, enda er hann píanóleik- ari tónleikasalarins þar sem hann nær góðu sambandi við áheyrendur „nánast eintali“ eins og segir í ein- um dómanna um hann. Dagskráin með söngtextum Jónasar Árnasonar úr leikritum Jónasar Árnasonar verður flutt í fimmta sinn í Kaffileikhúsinu kl. 21 um Jónasar, Þiö munið hann Jör- und, Delerium Bubonis, Allra meina bót og Jámhausnum. Mörg þessara laga voru geysivinsæl í flutningi sönghópsins Þrjú á palli en í kvöld er það hóp- ur sem kallar sig Bjargræð- istríóið sem flytur lögin. Hópinn skipa Aðalheiður Lárétt: 1 kona, 8 strýta, 9 mynni, 10 söngrödd, 11 áflog, 12 blístrir, 14 saur, 16 stara, 18 hugarburðurinn , 20 klettasprunga, 21 angri. Lóðrétt: 1 handfang, 2 silkiefni, 3 skrifaði, 4 rúlluðum, 5 tarfur, 6 doll- una, 7 beiðni, 13 trjóna, 15 ónæði, 17 spýja, 18 gelt, 19 ásaka. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 óhulta, 8 lúni, 9 em, 10 æsa, 11 niðs, 12 tíðindi, 15 sigu, 17 ræ, 19 nagi, 21 mót, 22 skálks. Lóðrétt: 1 ólætin, 2 hús, 3 unaði, 4 lini, 5 teinum, 6 arö, 7 ansi, 13 ísak, 14'drós, 16 gil, 18 æti, 20 gá. Þorsteinsdóttir, píanó, Anna Sigríöur Helgadóttir, söngur, og Örn Arnarson, gítar. Enn fremur mun heyrast í ýmsum öðrum hljóðfærum og söngröddum og þá mun Bjargræðistríóið fylgja eftir húmor og gleði laganna. Bjargræöistríóiö flytur texta Jónasar Árna- sonar i Kaffileikhúsinu í kvöld. í kvöld. Er þessi dagskrá í tónleika- röðinni Óskalög landans. Flutt verða lög úr hiniun þekktu leikrit- Fegurðardrottn- ing Suðurlands Hljómsveitin Á móti sól leikur fyrir dansi á Fegurðarsam- keppni Suðurlands sem fer fram á Hótel Selfossi annað kvöld. 1 2 3 4 5 6 7 8 3 10 11 12 13 14 16 U 19 ?0 ?1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.