Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 13 Menning I>V E/'tt verka Svövu Björnsdóttur. Svava, Nína og Svavar Á morgun kl. 15 veröa opnaðar þrjár mynd- listarsýningar í Listasafni íslands. í sal 1 verð- ur úrval verka Svövu Björnsdóttur og er sú sýning liður í þeirri stefnu safnsins að kynna listrænan feril starfandi íslenskra listamanna. Svava hefur verið í fararbroddi róttækrar endumýjunar í höggmyndalist hér á landi. í byrjun ferils síns í upphafi 9. áratugarins vann hún með þrivíddarform sem höfðu áleitna skirskotun til lifrænna forma náttúr- unnar og dýraríkisins og leiddu líka hugann að ýmsum nútíma iðnvamingi. Formin hafa enga beina skírskotun til hlutveruleikans og eru ekki líkingar eða tákn fyrir eitthvað ann- að en það sem áhorfandinn skynjar. Form- gerðin einkennist af strangri geómetríu, end- urtekningu grunnforma. Með áherslunni á hreinræktun forms og litar má tengja list hennar í senn við naumhyggju og formalisma módernismans. Sýningin á verkum Svövu stendur til 2. apr- fl. í sal 3 og 4 verða opnaðar sýningar á mynd- um úr eigu safnsins eftir Nínu Tryggvadóttur og Svavar Guðnason. Bæði eru þau meðal allra fremstu fulltrúa okkar í abstraktlist, enda munu þau (samkvæmt grein Halldórs Björns Runólfssonar í nýju Tímariti Máls og menningar) koma talsvert við sögu stóra fóls- unarmálsins. Sýningar þeirra standa til 26. mars. 1 sal 2 er svo ennþá uppi sýningin á sér- stæðum og áhrifaríkum ljósmyndum Roni Hom. Ungur píanisti Domenico Codispoti, 24 ára gamall píanisti frá Ítalíu, heldur tónleika í Salnum í Kópavogi á morgun kl. 16 og í Hömram á ísafirði á sunnudaginn kl. 17. Á tónleikaskránni eru Dav- idsbúndlertanze op. 6 eftir Schumann, Sónata 1.10.1905, „Á götunni“, eftir Janácek og Sónata op. 58 í H-mofl eftir Chopin. Codispoti er þegar marg- verðlaunaður og eftirsóttúr konsertpíanisti í Evrópu og á Ítalíu. Hann vann 10 ára gamafl fyrstu verðlaun í píanókeppni Cittá di Catanz- aro í sinum aldursflokki og hefur slðan ekki látið deigan síga. Kópía með Caput Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 verða haldnir CAPUT-tónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem meðal annars verða frumflutt ný íslensk tónverk. Camifla Söderberg blokkflautuleik- ari frumflytur Sononymus H eftir Hilmar Þórðarson sem samið var að beiðni hennar og CAPUT-hópurinn frumflytur Kópíu eftir Hauk Tómasson, verk í sex köflmn sem var samið að beiðni hópsins. Menn eru beðnir að athuga að þetta verður eint flutningur þessa verks því að tónleikunum loknum verður Kopíu eytt að beiðni tónskáldsins. Auk þess flytur Tatu Kantomaa harmoníku- leikari Wood-Spirit eftir Staffan Mossenmark og nokkur stutt tón-/myndverk eftir hoflenska listamenn verða flutt af DVD-diskum. Verkin eru úr svokölluðu Flash margmiðlunarverk- efni Bifrons-stofnunarinnar sem Þóra Kristín Johansen sembalfleikari veitir forstöðu og var frumsýnt í Stejdelijk-listasafninu í Amster- dam. Þar koma fyrir ýmis sérkennileg atriði, til dæmis syngur kona á hafsbotni og ein upp- takan var gerð á heimili fyrir geðveik dýr. Stjórnandi er Guðni Franzson. Próf hjá Alliance Mánudaginn 3. apríi kl. 9 fara fram DALF- próf í frönsku í AUiance Frangaise, stig B1 og B2, en stig B3 og B4 verða tekin daginn eftir kl. 10. Innritun fer fram virka daga kl. 11-18. Þetta er alþjóðlegt próf í frönsku sem franska menntamálaráðuneytið hefur yflr- umsjón með og jafngfldir það inntökuprófi í frönsku við franska háskóla. Til að fá að taka DALF-prófið þarf nemandi að hafa staðist DELF-próf; þeir sem ekki hafa tekið það geta tekið stöðupróf 29. mars. Sameiginlegur andardráttur Fimmtu og næstsíðustu tónleikarnfl- f gulri áskriftaröð Sinfóníuhljómsveitar ís- lands fóru fram í gærkvöldi í Háskólabíói fyrir þéttsetnum sal áheyrenda. Á efnisskrá voru þrjú verk, Rauður þráður, baUetttónlist fyrir litla hljómsveit eftir Hjálmar H. Ragn- arsson, SeUókonsert nr. 1 ópus 107 eftir Shostakovitsj og Sinfónia nr. 2 í c moU ópus 17 eftir Tsjajkovskíj. Hið fyrsta var samið að beiðni íslenska dansflokksins fyrir sýningu hans í Þjóðleik- húsinu árið 1989. í efnisskrá gaf að lita heil- langa ritgerð þar sem tónskáldið leiðir mann í gegnum nýja sýn á verkið sem hann segist hafa fengið þegar hann skoðaði það nú tíu árum síðar. Þar verður það saga lífs frá vöggu tfl grafar. Það virkaði afar vel á mig að fá þessa leiðsögn í gegnum verkið. Svo fylgdist maður með músíkinni, leitandi og óöruggri í byrjun, færast smám saman í auk- ana, umbreytast og þróast þar til hún tekur á sig skýra og markvissa mynd sem nær há- punkti í klarinettusólóinu um miðbik verks- ins sem er öUu innhverfara og dýpra en það sem á undan er komið. Kannski má túlka það sem manneskjuna sem hefur öðlast þroska til að vera ein með sjálfri sér. Þetta er myndræn tónlist eða öllu heldur dansræn (minn hægri fótur er óbrigðuU um slikt), rytmísk og heldur manni við efnið aUan tím- ann þó svo að ögn hafi hún dregist á langinn í þriðja hlutanum rétt fyrir klarinettusólóið þar sem ég var næstum búin að missa áhug- ann. Anne Manson var mætt enn og aftur og stjórnaði sveitinni af röggsemi og var flutn- ingur verksins öUum þeim sem að stóðu til mikfls sóma. Sérstaklega verður þó á minn- ast á frábæran leik Önnu Guðnýjar Guð- í kadensunni var líkt og Bryndís Halla Gylfa- dóttiryröi eitt meö hljóöfærinu. DV-mynd E.ÓI. mundsdóttur á píanó, Eggerts Pálssonar á pákur, Sigurðar Snorrasonar á klarinett og David Bobroffs básúmfleikara. íslenskir einleikarar hafa verið áberandi á seinni hluta starfsársins og svo var einnig um tónleikana i gærkvöldi þar sem Bryndís HaUa Gylfadóttir lék einleik í seUókonsert Shostakovitsj sem var tileinkaður og frum- fluttur af Rostropovitsj árið 1959. Á tónleik- unum var Bryndís að vigja nýtt hljóðfæri í einleikshlutverkinu sem var sérstaklega smíðað fyrir hana af Hansi Jóhannssyni. Þetta er fallegt og hljómmikið hljóðfæri eins og það leikur í höndum Bryndísar og virðist passa henni einstaklega vel. Leikur hennar var líka framúrskarandi góður og öruggur í verkinu út í gegn og hljómsveitin vel með á nótunum undir handleiðslu Mansons. Ákafi og kraftur fyrsta og síðasta þáttar skilaði sér fullkomlega, hlýr tónninn í öðrum þætti þar sem hver hending var mótuð af einskæru músikaliteti, og í kadensunni var likt og hún yrði eitt með hljóðfærinu og dásamleg tón- listin sameiginlegur andardráttur þeirra beggja. Síðasta verkið á tónleikunum var svo sin- fónía Tsjajkovskíjs nr. 2 eða Sinfónía Litla Rússlands eins og hún hefur oft verið köfluð þar sem tónskáldið notfærir sér óspart úkra- ínsk þjóðlög sem efnivið. Flutningur hennar var i stuttu máli sagt mjög góður, rómantík- inni haldiö innan hæfllegra marka og túlk- unin hnitmiðuð og heilsteypt. Anne Manson tekst með látlausri og tilgerðarlausri fram- komu en þó af krafti og festu að laða fram það besta í hljómsveitinni ávaUt með músík- ina í forgrunni þannig að útkoman var afar ánægjuleg áheymar. Arndís Björk Ásgeirsdóttir Myndlist Kristur á Selfossi „Þótt Lúther hafi lagt þunga áherslu á orð- ið, lærast frásagnir BibUunnar ennþá fyrst og fremst gegnum myndir," segir Hildur Hákon- ardóttir, forstöðumaður Listasafns Ámesinga á Selfossi. Þar verður opnuð á laugardaginn kl. 16 sýning sem ber heitið Kristur - mynda- saga. Uppistaðan eru glæsUeg litljósrit af Kristsmyndum fengin frá Listasafni Akureyr- ar, nokkur frumverk úr Þjóðminjasafni ís- lands og lítið mósaikverk eftir Erró úr eigu Listasafns Ámesinga. Elsta verkið er frá 12. öld úr dómkirkju Normanna á SikUey og sést þar Kristur alvaldur. Yngsta verkið er eftir Magnús Kjartansson, það er aðeins funrn ára og er óhefðbundin túlkun listamannsins á þvi þegar Kristur var tekinn af krossinum. Myndir af Jesú hafa frá öndverðu endur- speglað afstöðu og aðstæður þeirra sem gerðu þær. Hvaða boðskap þarf að fela og fyrir hveiju er barist, hvað á að kenna og hvaða áróður þarf að reka. Myndimar sýna alþekkt atriði úr lífl Jesú, þegar hann var færður i musterið, skímina, brottrekstur fjármangar- anna úr musterinu og gönguna á vatninu. Kvöldmáltíðin, krossfestingin og Kristur upp- risinn em þeir atburðir, sem fangað hafa huga myndlistarmanna síðari tíma hvað sterkast og um þá fjaUa margar myndanna. Sýningin er jafnframt vörðuð leið gegnum vestræna stílsögu, frá býsönsku mósaíki, gegnum rómanska og gotneska list, yflr í barokk, raunsæi og póstmódemisma. Umdeild Jesúmynd Á hverjum tíma hafa menn gjarnan litið á ævi Jesú sem fyrirmynd eða viðmiðun við eigið líf. En ef listamaður víkur út frá hefðbundinni túlk- un vekur það sterk viðbrögð hjá áhorfendum. Árið 1850 hengdi málarinn John Everett Mflla- is mynd sína „Jesú í húsi foreldranna" upp á sýn- ingu í London. Miklar og heitar umræður áttu sér stað í Englandi á þessum tíma, iðnvæðingin var að gjörbylta þjóðfélaginu og gömul gfldi að hverfa samfara margvíslegum handiðnaði sem vélamar leystu af hólmi. MiUais fór fyrir hópi 7 |- :'i Asm&kk-ZW* **** f| w. Mamma huggar drenginn sinn. Hin umdeilda Jesúmynd John Everett Millais frá 1850. Eftirprentun af henni er á sýningunni Krist- ur - myndasaga á Selfossi. Pre-Rafaelíta, sem vildu afturhvarf til tima há- endurreisnarinnar. Myndin sýnir foreldra Jesú sem fátækt hand- verksfólk með vinnulúnar hendur og skít undir nöglum. María er að hughreysta Jesú eftir að hann hefúr blóðgað sig á nagla. Á hefilbekknum er naglbítur tUbúinn tU að draga út stóran drjóla og annar strákur, Jóhannes frændi Jesú, horfir hugsandi á vatnsskál með skinn bundið um lend- arnar meðan kindur bíða þolinmóðar úti eftir að þeim sé sinnt. Sagnaskáldið Charles Dickens fordæmdi mál- arann fyrir hroka og sagði að María væri svo ljót að hún gæti leikið skrímsli í frönskum kabarett en sósíalistinn Ruskin varði listamanninn ötul- lega. Það var upp úr þessum átökum sem Viktor- ía drottning lét kaUa á hestvagn sinn til að flytja myndina tU Buckingham-haUarinnar svo hún gæti sjálf skorið úr um hvort hún væri hneyksl- anlegt verk eða ekki. Um þetta geta gestir Listasafns Ámesinga dæmt fyrir sitt leyti næstu vikur því sýningin stendur til 19. mars. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup opnar sýn- inguna á morgun og Voces Thules syngja lög frá tíð Hjalta Þorsteinssonar í Vatnsfirði en hann gerði eitt verkið á sýningunni. Myndlistarkonan Þóra Þórisdóttir flytur gjöming við opnun þar sem hún veltir fyrir sér skilyrðunum sem íslend- ingar settu fyrir þvi að þeir tækju kristna trú fyr- ir 1000 árum. Sýningartíma safnsins hefúr verið breytt og er nú opið aUa daga nema mánudaga frá 2-5 en frá 1-6 um helgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.