Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000
25
Sem yfirmaður gúmmiekiunnar og fiein
stæíri verkefna hefur hann lítíd annaó
Myndasögur
Bg hef heyrt getiö um þennan Jack O'Hare
og hann er sagður haröur I horn að taka.
,Svo þú ættir að skilja m»g. Tarzan £g er_«.
syolítið taugaóstyrkur!
'ú ert alii of góður
starfsmaður til að
vera óstyrkur. Toml'
Taktu nú símann og
hríngdu!
Þessi fjölskylda
þarf nauðsynlega
anaað
baðherbergil
" ^ jai
MMWW
(Komdu »nn. séra minn. Tsl m
skai athuga hvad ég gel geni
' ö
Nei, við þurfum ekkert að óttast.
Það eru mörg ár síðan það hefur verið
_hægt að skjóta úr henni.
rA
, |'“'4 -'vy ft' A~"
Það verður erfín að koma \
honum inn I fömnarflu-
þegar það er næstum j
ómogulegt að koma __
honum á faeturl! J
Fréttir
Rækjan í Húnaflóa:
Algiört hrun
DV, Hólmavik:
Að venju var farið 1 rannsóknar-
leiðangur á vegum Hafrannsókna-
stofnunar fyrri hluta febrúarmán-
aðar og kannað magn rækju í
Húnaflóa. Niðurstöður liggja nú
fyrir og eru í líkingu við það sem
vænta mátti. Farið var um allt
svæðið, þó ekki inn á Ingólfsfjörð.
Aðallega varð vart við rækju innst
í Miðfirði þar sem hún stendur
mjög þétt. Þar fengust mest 2,5
tonn í 40 mínútna togi og voru um
350 stykki í kílóinu. Engar veiðar
verða heimilaðar og er þetta fyrsti
veturinn frá því veiðar hófust árið
1965 sem það gerist. Að sögn Unn-
ar Skúladóttur fiskifræðings eru
horfurnar ekki bjartar hvað
rækjuveiðar snertir allra næstu
missiri. Mikil fiskgengd hefur ver-
ið og er á þessum slóðum sem að
meginhluta til skýrir hrun rækju-
stofnsins.
-Guðfinnur
Frá æfingu leikara á Dalvík á BarPari.
DV-mynd Halldór Ingi
Leikfélag Dalvíkur:
BarPar frumsýnt
DV, Dalvík:
Leikfélag Dalvíkur frumsýnir
leikritið BarPar eftir breska leik-
skáldið Jim Cartwright á laugar-
daginn. Verkið gerist á lítilli krá,
og Qallar um eigendur hennar og
ýmsa gesti. Líf hjónanna sem eiga
krána snýst nær eingöngu um
reksturinn, svona á yfirborðinu að
minnsta kosti, en undir niðri
krauma ýmis óuppgerð mál sem
þau eiga erfitt með að takast á við.
Inn á þessa krá slæðast síðan gest-
ir af ýmsu sauðahúsi, bæði fasta-
gestir og aðrir sem leið eiga um af
tilviljun, og áhorfendur fá að
skyggnast aðeins inn í líf þessara
persóna, gleði þeirra, sorgir,
drauma og væntingar.
Leikstjóri og hönnuður sviðs-
myndar er Guðrún Alfreðsdóttir,
og er þetta I þriðja skipti sem hún
stýrir sýningu hjá Leikfélagi Dal-
víkur. Lýsing er í höndum Péturs
Skarphéðinssonar.
Ríflega tuttugu manns vinna að
sýningunni á einn eða annan hátt,
þar af 11 leikarar í 13 hlutverkum,
þau: Sæunn Guðmundsdóttir,
Friðrik Gígja, Kristinn Sigurjóns-
son, Eyrún Rafnsdóttir, Sigur-
björn Hjörleifsson, Arnheiður
Hallgrímsdóttir, Guðbjörg Lára
Ingimarsdóttir, Lárus Sveinsson,
Sólveig Rögnvaldsdóttir, Olga
Guðlaug Albertsdóttir og Björn
Már Bjömsson.
Næstu sýningar verða fimmtu-
daginn 9. mars og föstudaginn 10.
mars kl. 21 og laugardaginn 11.
mars kl.17. hiá
Blaðbera vantar
í Reykjavík
Kópavogi
og Hafnarfiröi
bæði í afleysingar og föst hverfi.
Upplýsingar í síma 800 7020.
hjá fjölmiðlafyrirtæki
Viltu starfa í spennandi og
síbreytilegu nútímaumhverfi?
Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf á
auglýsingadeild, vaktavinna.
Umsækjendur þurfa að hafa til að bera gott vald á
íslensku, einhveija tölvukunnáttu og góða þjónustulund.
Áhugasamir sendi umsóknir ásamt mynd til DV,
merkt „Auglýsingar", fyrir 8. mars.