Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 22
26
FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000
Afmæli
Hannes Sigurðsson
Hannes Sigurösson, forstöðumað-
ur Listasafnsins á Akureyri og for-
stjóri íslensku menningarsam-
steypunnar ART.IS, Skólavörðustíg
3A, Reykjavík, er fertugur í dag.
Starfsferill
Hannes fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann stundaði nám á
blokkílautu, píanó og síðan þver-
flautu um margra ára skeið við Tón-
listarskóla Sigursveins D. Kristins-
sonar, lauk stúdentsprófi frá MH
1979, stundaði nám við Tónlistar-
skólann í Reykjavík frá 1979 og lauk
þaðan lokaprófi i flautuleik, ásamt
prófum í hljómfræði, tónheym og
tónlistarsögu 1984, stundaði nám
við Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands frá 1980 og lauk þaðan prófum
1984, lauk BA-prófi í myndlist 20.
aldar frá listfræðideild Lundúnahá-
skóla 1988, og MA-prófi frá listfræði-
deild Kaliforníuháskóla í Berkley
1990.
Á unglingsárunum var Hannes
sendill og stundaði netavinnu hjá
Hampiðjunni, var við afgreiðslu-
störf hjá Nesti, var rafgreinir hjá
Álverinu og vann við garðyrkju.
Hann var blaðamaður við dagblaðið
Vísi 1984-85, var gestakennari við
Myndlistaskólann á Akureyri 1985
og kenndi flautuleik við Tón-
menntaskóla Reykjavíkur og Tón-
listarskóla Njarðvíkur 1984-85.
Að námi loknu stundaði Hannes
sýningastjórnun og skriftir um
myndlist í New York 1990-95. Eftir
heimkomuna starfrækti hann eigin
sýningarsal, Sjónarhól,
og var menningarfulltrúi
Menningarmiðstöðvar-
innar í Gerðubergi
1995-97. Hann stofnaði ís-
lensku menningarsam-
steypuna art.is í árslok
1997, hefur verið forstjóri
hennar síðan og er nú
forstöðumaður Lista-
safnsins á Akureyri frá
1999.
Hannes spilaði með
Sinfóníuhljómsveit ís-
lands 1984 og lék oftsinnis einleik á
flautu bæði í útvarpi og sjónvarpi.
Hann söng með kór Menntaskólans
við Hamrahlið og með Pólýfónkórn-
um.
Hannes skrifaði reglulega i Les-
bók Morgunblaðsins 1990-94, flutti
pistla í Ríkisútvarpið um myndlist í
New York 1993-94, var leiðsögumað-
ur fyrir Samvinnuferðir-Landsýn
1993 og 1996, og hafði umsjón með
myndlistarumfjöllun í menningar-
þætti ríkissjónvarpsins, Mósaík,
1998-99.
Hannes hefur m.a. gefið út eftir-
talin rit og bæklinga: Hefbundnar
japanskar tréristur á 19.-20. öld;
Eitt sinn skal hver deyja; Flögð og
fogur skinn; Lífæðar; ritið Heimur
kvikmyndanna, og Hláturgas. Hann
hefur skrifað fjölda greina fyrir blöð
og tímarit, þýddi bókina Harún og
sagnarhafið, eftir eftir Salman
Rushdie, útg. 1993 og 1995, og hefur
auk þess þýtt á annan tug fræði-
legra greina um myndlist, flestar
þeirra óbirtar.
Hannes átti sæti í starfs-
hópi um stefnumótun fyr-
ir Reykjavíkurborg 1997
um menningu, skemmt-
un, umhverfi og fræðslu
á komandi árum, sat í
launasjóði myndlistar-
manna, sat í úthlutunar-
nefnd starfslauna úr
Launasjóði myndlistar-
manna 1996, var fulltrúi
SÍM í fulltrúaráði Lista-
hátíðar í Reykjavík
1994-96, var listrænn skipuleggjandi
fyrir tímaritið Der Stem, og var
umboðsmaður listamannanna Jiri
Georg Dokoupil og Daryush Shokof,
stofnanda Maxímalismans. Hann
var útnefndur til menningarverð-
launa DV 1997 og 1998.
Fjölskylda
Hannes kvæntist 5.7. 1986 Sess-
elju Guðmundsdóttur, f. 29.9. 1961,
hjúkrunarframkvæmdastjóra Mið-
stöðvar ung- og smábarnaverndar,
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
Þau hófu sambúð 1980. Hún er dótt-
ir Guðmundar Baldvinssonar og
Guðnýjar Guðjónsdóttur sem hafa
rekið Mokka-kaffi í Reykjavík frá
upphafi.
Dætur Hannesar og Sesselju eru
Guðný Hannesdóttir, f. 14.9. 1994;
Hugrún Hannesdóttir, f. 26.3 1997.
Systkini Hannesar eru Jón Sig-
urðsson, f. 16.11. 1954, viðskipta-
fræðingur hjá Eignarhaldsfélagi Al-
þýðubankans; Albert Páll Sigurðs-
son, f. 17.10.1961, taugasérfræðingur
á Landspítalanum; Ólöf Guðrún Sig-
urðardóttir, f. 17.10. 1961, sjúkdóma-
meinafræðingur og dýralæknir við
Dýralæknaháskóla Noregs.
Foreldrar Hannesar: Sigurður
Jónsson, f. 4.1.1925, lyfjafræðingur í
Reykjavík, og Guðlaug Ágústa
Hannesdóttir, f. 4.3.1926, hjúkrunar-
fræðingur
Ætt
Sigurður er sonur Jóns, raffræð-
ings Sigurðssonar, prófasts í Flatey
á Breiðafirði, Jenssonar, rektors
Lærða skólans i Reykjavík, Sigurðs-
sonar, bróður Jóns forseta.
Stjúpfaðir Sigurðar Jónssonar
lyfjafræðings var Albert P. Good-
man, sendiráðsfulltrúi í Bandaríska
sendiráðinu, sonur Lárusar Guð-
mundssonar og Ingibjargar Guð-
mundsdóttur.
Móðir Sigurðar lyfjafræðings var
Ólöf Guðrún Sigurðardóttir, dóttir
Sigurður Bjamasonar sjómanns í
Reykjavík og Oddnýjar Sigríðar
Jónasdóttur.
Guðlaug Ágústa er dóttir Hannes-
ar, skipstjóra á Ingólfi Arnarsyni,
eins af stofnendum og síðar for-
stjóra Hampiðjunnar, sonar Páls,
skipstjóra í Reykjavík, Hafliðasonar
og Guðlaugar Ágústu Lúðvíksdótt-
ur.
Móður Guðlaugar var Ásdís, dótt-
ir Þorsteins Ólafssonar, b. í Innra-
Akraneshreppi, og Kristínar Eyj-
ólfsdóttur.
Hannes Sigurösson.
Hrefna Magnúsdóttir
lil hamingju
með afmælið
3. mars
85 ára
Guðbjörg Pálsdóttir,
Fannborg 8, Kópavogi.
Guðlaug Ingvarsdóttir,
Nesgötu 41, Neskaupsstað.
75 ara
Hafliði Ottósson,
Mýrum 1, Patreksfirði.
70 ára
Arnfríður Hermannsdóttir,
Engjavegi 25, ísafirði.
Bjarni Kristinn Andrésson,
Nýbýlavegi 76, Kópavogi.
Jón Magnússon,
Aðalstræti 124, Patreksfirði.
Ólafía Jóhannesdóttir,
Ölduslóð 46, Hafnarfirði.
Ólöf Helgadóttir,
Stafni, S-Þing.
Þuríður Erla Erlingsdóttir,
Lautasmára 1, Kópavogi.
60 ára
Erla Jóhannsdóttir,
Heiðarbraut 5, Sandgerði.
Guðmundur Jónsson,
Hraunbæ 2, Reykjavík.
Ríkharð S. Kristjánsson,
Tungubakka 16, Reykjavík.
Sólveig Guðbjartsdóttir,
Mánasundi 7, Grindavík.
50 ára___________________
Ásgeir Magnússon,
Stapasíðu 9, Akureyri.
Bima Sverrisdóttir,
Skútahrauni 4, Reykjahlíð.
Bjöm Sveinsson,
Svalbarði 3, Hafnarfíröi.
Frú Hrefna Magnúsdóttir,
Fremri-Hundadal, Dalasýslu, er átt-
ræð í dag.
Starfsferill
Hrefna fæddist í Litla-Dal í Saur-
bæjarhreppi í Eyjafirði. Hún gekk í
barnaskóla á Hrafnagili og stundaði
nám við húsmæðraskólann á Syðra-
Laugalandi veturinn 1937-38.
Hrefna og eiginmaður hennar
bjuggu á Mælifelii í Skagafirði hvar
maður hennar þjónaði sem sóknar-
prestur 1946-68, og voru þau hjón
einnig með búskap þar.
Þá bjuggu þau á Syðra-Lauga-
landi í Eyjafirði 1968-86 er maður
hennar lét af störfum sem sóknar-
prestur þar og prófastur Eyjafjarð-
arumdæmis. Síðan reistu þau sér
hús í Álfabrekku þar sem þau
bjuggu næstu árin. Hún bjó þar eft-
ir að hún varð ekkja til 1993 en
flutti siðar til Snæbjargar, dóttur
sinnar í Fremri-Hundadal.
Hrefna kenndi handavinnu við
Steinsstaðaskóla í Skagafirði og síð-
ar við bamaskólann á Syðra-Lauga-
landi. Hún var símstöðvarstjóri á
Mælifelli um árabil og var í stjórn
kvenfélags Lýtingsstaðahrepps og
formaður þess um skeið.
Jafnframt hefur Hrefna unnið
mikið starf í gegnum tíðina sem
prestsfrú og húsfreyja á gestkvæm-
um heimilum þeirra prestshjóna.
Hrefna er vel em, víðlesin, list-
feng og fæst við alls konar hand-
verk.
Fjölskylda
Hrefna giftist 9.10.1943 séra Bjart-
mari Kristjánssyni, f. 14.4. 1915, d.
20.9. 1990. Foreldrar hans voru
Kristján Helgi Benjamínsson, f.
24.10. 1866, d. 10.1. 1956, hreppstjóri
og bóndi á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði,
ogk.h., Fanney Friðriksdóttir, f. 6.1.
1881, d. 13.8. 1955, húsfreyja.
Böm Hrefnu og Bjartmars eru
Snæbjörg Rósa, f. 16.4. 1945, bóndi
og handverkskona í Fremri-Hunda-
dal í Dalasýslu, en hennar maður er
Ólafur Ragnarsson bóndi og eru
börn þeirra Málfríður Kristín, f.
25.12. 1974, og Ragnar Gísli, f. 6.12.
1976, en dætur Snæbjargar með
fyrri manni sínum, Gunnari Thor-
steinssyni strætisvagnsstjóra eru
Hrefna, f. 30.11.1968, hennar maður
er Pétur Viðarsson f. 8.12. 1967, og
eiga þau tvær dætur, Áslaugu f.
12.5. 1997, og Snæbjörgu, f. 1.9. 1999,
Sigríður Perla, f. 1.12.1970; Kristján
Helgi, f. 7.6. 1947, fjarskiptaverk-
fræðingur, búsettur á Seltjarnar-
nesi, kvæntur Halldóru Guðmunds-
dóttur sjúkraliða og eru synir
þeirra Bjartmar, f. 22.12. 1977, og
Grétar, f. 2.7. 1980, en unnusta hans
er Eva Björk Guðmundsdóttir; Jón-
ína Þórdis, f. 30.12. 1948, verktaki í
Kópavogi, gift Kjartani Heiðari
Margeirssyni, verktaka og leigubíl-
stjóra, og eru dætur Jóninu og
fyrrv. manns hennar, Jóhannesar
Jóhannssonar bónda á Silfrastöðum
í Skagafirði, Helga Fanney f. 21.1.
1970, og Hrefna f. 9.4.1975; Benjamín
Garðar, f. 2.9.1950, heimilislæknir í
Noregi, en hans kona er Ólöf Anna
Steingrímsdóttir sjúkraþjálfari og
doktorsnemi í vinnulífeölisfræði, og
eru dætur þeirra María, f. 26.7.1989,
og Sigrún, f. 18.9.1992; Fanney Hild-
ur, f. 1.4. 1953, geðsjúkraliði í Sví-
þjóö, en hennar maður er Bert
Yngve Sjögren háskólakennari og
em synir þeirra Benjamín Hrafn, f.
7.1. 1985, Símon Yngve, f. 19.1. 1986,
og Lúkas Fannar, f. 23.10. 1991, en
sonur Fanneyjar og fyrrv. manns
hennar, Steinólfs Amars Geirdal
málarameistara, er Bjartmar Freyr,
f. 7.2. 1973; Hrefna Sigríður, f. 2.4.
1958, þjóðfræðinemi, búsett á Kjal-
amesi, en hennar maður er Aðal-
steinn Jónsson kerfisfræðingur og
eru böm þeirra Magnús Jón, f. 31.3.
1984, Jökull Sindri, f. 15.8. 1988,
Sunnefa Hildur, f. 14.7. 1992, og Jón
Bjartmar, f. 18.7. 1994.
Alsystkini Hrefnu eru Þorgerður,
f. 4.3.1922; Guðný, f. 12.2.1923; Guð-
rún, f. 16.5.1924; Aðalmundur Jón, f.
23.3. 1925.
Hálfsystkini Hrefnu, samfeðra,
em Hildigunnur, f. 28.3. 1915, d.
1994; Ragnheiður, f. 18.12. 1917, d.
1941; Ámi, f. 24.3.1918, d. 1983; Aðal-
steinn, f. 6.2.1920, d. 1990; Freygerð-
ur, f. 9.11. 1933.
Hrefna er dóttir Magnúsar Jóns
Árnasonar, f. 18.6. 1891, d. 24.3. 1959,
járnsmíðameistara og
bónda í Litla-Dal, og Snæ-
bjargar Sigríðar Aðal-
mundardóttur, f. 26.4.
1896, d. 27.3 1989, hús-
freyju.
Ætt
Meðal systkina Magn-
úsar var Benedikt, faðir
Áma Elvars, myndlistar-
og tónlistarmanns. Magn-
ús var sonur Árna Stef-
ánssonar, hálfbróður Stef-
án Stefánssonar, foður Daviös,
skálds frá Fagraskógi. Foreldrar
Áma voru Stefán Ámason, pr. á
Kvíabekk í Ólafsfirði og síðast á
Hálsi í Fnjóskadal, og Guðrún
Rannveig Randversdóttir frá Vill-
ingadal, af svonefhdri Randversætt.
Faðir séra Stefáns var séra Árni
Halldórsson, pr. á Tjöm í
Svarfaðardal.
Móðir Magnúsar Jóns
var Ólöf Baldvinsdóttir,
skipasmiðs og b. á Siglu-
nesi, Magnússonar og
Guðrúnar Jónsdóttur frá
Brúnastöðum í Fljótum.
Guðrún var seinni kona
séra Stefáns, föður Áma,
því voru Ámi og Ólöf
kona hans stjúpsystkini.
Systir Snæbjargar var
Ása, móöir Jóhannesar
Arasonar útvarpsþular. Foreldrar
Snæbjargar vom Aðalmundur Jóns-
son og Hansína Guðrún Benjamíns-
dóttir er bjuggu á Eldjámsstöðum á
Langanesi. Foreldrar Aðalmundar
voru Jón Þorsteinsson og Ingibjörg
Jónsdóttir, ábúendur á Eldjáms-
stöðum. Foreldrar Hansínu Guðrún-
40 ára
Elín Guömundsdóttir,
Nesvegi 125, Seltjarnarnesi.
Guðný Björk Hauksdóttir,
Njálsgötu 15, Reykjavík.
Guimhildur Harpa
Hauksdóttir,
Fomhaga 26, Reykjavík.
Kristján G. Guðmundsson,
Flúðabakka 6, Blönduósi.
Valdís Inga Kristinsdóttir,
Heiðarhrauni 25, Grindavík.
ar voru Benjamín Ásmundsson frá
Halldórsstöðum í Laxárdal og Guð-
ný Eymundsdóttir frá Fagranesi á
Langanesi. Þau bjuggu á Brimnesi á
Langanesi.
Hrefna Magnúsdottir.