Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 9 DV Fréttir Ef Björk fengi Elliðaey: Þyrfti að búa við drauga- gang í eynni DV, Akranesi: Ef svo færi að Björk Guðmunds- dóttir þægi boð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, sem hefur lýst því yfir að ekkert sé sjálfsagðara en að láta henni eftir EÚiðaey til afnota, þá gæti það orðið bjamargreiði við söngkonuna að mati þeirra sem vel þekkja til í eynni. Þó svo að Elliðaey sé fögur eyja þá hafa gerst þar voveiflegir atburð- ir og fullyrt er að reimt sé i eynni. Haft er eftir þeim sem hafa búið í Elliðaey að ung stúlka sem þar bjó hafi orðið ástfangin og orðið ófrísk. Þar sem hún vildi ekki að fjölskylda lagtesa. Elliöaey er eftirsótt: En voveiflegir atburöir hafa átt sér staö og fullyrt er aö reimt sé þar. Söngkonan Björk. — Mun hún dvelja langdvölum í Elliðaey? hennar yrði fyrir skömm mun hún hafa flúið í helli í Elliðaey, alið þar barn sitt og deytt það í mikilli sorg og angist. Sumir þeirra sem hafa verið i El- liðaey segja að það sé allt í lagi að Björk fái Elliðaey. Þeir fullyrða hins vegar að hún verði þá að búa við draugagang og grát bamsins sem unga stúlkan átti á Elliðaey og deyddi á sínum tíma í angist sinni. -DVÓ BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Klettasvæöi, athafnasvæði Reykjavíkurhafnar Borgarráö Reykjavíkur samþykkti þann 26. október 1999 deiliskipulag Klettasvæöis, athafnasvæöis Reykjavíkurhafnar. Skipulagstillagan var auglýst þann 25. ágúst 1999 og stóð kynningin til 22. september. Athugasemdafrestur var til 6. október og bárust nokkrar athugasemdir. Borgarráð Reykjavíkur hefur afgreitt athugasemdirnar og hefur þeim aðilum sem þær gerðu verið sendar umsagnir. Kirkjusandur - Laugarnesvegur Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 11. janúar 2000 breytingu á deiliskipulagi reits sem markast af Sæbraut, Laugarnesvegi og Kirkjusandi. Tillagan var auglýst þann 25. ágúst 1999 og stóð kynningin til 22. september. Athugasemdafrestur var til 6. október og bárust nokkrar athugasemdir. Borgarráð Reykjavíkur hefur afgreitt athugasemdirnar og hefur þeim aðilum sem þær gerðu verið sendar umsagnir. Áland, umferðartakmarkanir Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti þann 17. febrúar 2000 breytingu á deiliskipulagi í Fossvogi vegna umferðartakmarkana um Áland. Breytingin verði endurskoðuð að ári liðnu. Tillagan var auglýst þann 29. október 1999 og stóð kynningin til 26. nóvember. Athugasemdafrestur var til 10. desember og bárust nokkrar athugasemdir. Borgarráð Reykjavíkur hefur afgreitt athugasemdirnar og hefur þeim aðilum sem þær gerðu verið sendar umsagnir. Brautarholt, Kjalarnesi Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 11. janúar 2000 deiliskipulag norðurhluta jarðarinnar Brautarholts á Kjalarnesi. Skipulagstillagan var auglýst þann 29. október 1999 og stóð kynningin til 26. nóvember. Athugasemdafrestur var til 10. desember og barst eitt athugasemdabréf. Borgarráð Reykjavíkur hefur afgreitt athugasemdirnar og hefur þeim aðilum sem þær gerðu verið sendar umsagnir. Ofangreind skipulög hafa verið send Skipulagsstofnun til yfirferðar og hljóta gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda 10. mars 2000. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Borgarskipulags Reykjavíkur. HlustwicJeavwölöun Stærsta hlustenda- verdlaunahátíd -------- sem hefur verid haldin á íslandi fór fram í Bíóborginni þann 17. febrúar. Þid heyrdud þad í beinni útsendingu á FM957. Fylgist nú med hápunktum ------ kvöldsins í klukku- stundar löngum þætti í Sjónvarpinu þann 3. mars kl. 23:00 SJÓNVARPIÐ 3.MARS KL. 23:00 FM957

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.