Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000
11
DV
Útlönd
Flóðin í Mósambík hin verstu í manna minnum:
Umheimurinn loks-
ins að taka við sér
Þjóðir heims virðast loksins vera
famar að ranka við sér og átta sig á
þeim gífurlegu hörmungum sem
flóðin í Mósambík hafa haft í fór
með sér.
Ríkar Vesturlandaþjóðir og fá-
tækustu löndin í Afríku hafa snúið
bökum saman og hafa sent aðstoð til
fómarlamba flóðanna, þeirra mestu
í manna minnum í Mósambík.
Lesótó og Sambía, sem eru meðal
fátækustu Afríkuríkjanna, hafa sent
allar flutningaflugvélar sínar með
matvæli og lyf til flóðasvæðanna.
Talið er að ein miUjón manna hafi
þurft að yfirgefa heimili sín vegna
hörmunganna.
Evrópulönd og Bandaríkin eru
einnig hrokkin í gang.
„Við höfum sett kerfi Sameinuðu
þjóðanna af stað og erum einnig
byrjaðir að safna fé fyrir alvöru.
Við höfum fengið einhverja svörun
en betur má ef duga skal,“ sagði
Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ,
í New York í gær.
Ráðherrar frá nokkrum ríkjum í
Hörmungar á flóðasvæðunum í Mósambík
Suður-afrískur herflugmaður teyglr sig eftir fjölskyldu sem leitaði skjóls und-
an flóðunum i Mósambík uppi á þaki húss síns noröur af höfuðborginni.
sunnanverðri Afríku koma til Suð- halda neyðarfund um ástandið á
ur-Afriku í dag þar sem þeir ætla að flóðasvæðunum. Þjóðir heims hafa
einmitt verið gagnrýndar fyrir
seinaganginn.
Björgunarsveitir frá Suður-Afr-
íku hafa bjargað um tíu þúsund
manns úr sjálfheldu síðan á sunnu-
dag. Mörg þúsund til viðbótar eru í
hættu.
Rúmlega 350 manns hafa þegar
týnt lifi í náttúruhamfórunum í
sunnanverðri Afríku til þessa en
búist er við að tala látinna eigi eftir
að hækka.
„Ég er glaður yfir þvi að það sem
okkur var gefið var gefið af heilum
hug. En það er rétt að aðstoðin var
lengi að berast og var lítil," sagði
Joaquim Chissano, forseti Mósam-
bíks, í sjónvarpsviðtali í gær. „Það
gleður mig að þessi aðstoð skyldi
koma en ég myndi segja að hún hafi
ekki verið næg.“
Von er á miklum tækjabúnaði frá
Vesturlöndum til björgunarstarfs-
ins í dag og um helgina. Búist er við
flutningaflugvélum með þyrlur,
báta og annan sérhæfðan búnað
innan borðs.
Hillary Rodham Cllnton
Forsetafrúin bandaríska má herða
sig ef hún ætlar sér á þing.
Hillary dregst
aftur úr Rudy
Rudolph Giuliani, borgarstjóri
New York, hefur aukið forskot
sitt á Hillary Rodham Clinton for-
setafrú í kapphlaupinu um öld-
ungadeildarsæti fyrir New York
ríki. Samkvæmt skoðanakönnun
sem birtist i gær nýtur Giuliani
stuðnings 48 prósenta kjósenda
en Hillary 41 prósents.
Umdeildur sýknudómur yfir
fjórum hvítum lögregluþjónum
sem skutu óvopnaðan afriskan
innflytjanda til bana virðist ekki
hafa komið niður á Giuliani.
Þvert á móti hefur forskot hans á
forsetafrúna aldrei verið meira.
Hiilary nýtur almennt meiri
stuðnings meðal kvenna þótt mun
fleiri hvítar konur ætli að kjósa
Giuliani, eða 51 prósent gegn 37.
\r '' 1 ■ *v 1
F; ‘ •*
L AL
Simamynd Reuter
Frægir gestir á Vínaróperuballinu.
Austurríski fasteignabraskarinn Richard Lugner kom að vanda meö fallegar fylgdarkonur á árlega óperuballið í VIn
sem haldið var í gærkvöld. Með honum á myndinni eru Nadja Abdel Farraf, þýsk sjónvarpskona, breska leikkonan
Jacqueline Bisset og eiginkona hans, Christine. Um 10 þúsund manns mótmæltu fyrir utan óperuhúsið i gærkvöld og
hrópuðu slagorð gegn nýrri stjórn Austurríkis. Maður í Hitlersbúningi var handtekinn þegar hann reyndi að lauma sér
inn meöal gestanna. Margir frægir höfðu afþakkað boð á dansleikinn.
Eftirlýstur.
Slobodan Milosevic
Júgóslavíuforseti.
5 milljónir doll-
ara til höfuðs
Milosevic
Bandarísk yfirvöld hyggjast setja
upp 10 þúsund veggspjöid um Bosn-
íu með boði um allt að 5 milljónir
dollara fyrir upplýsingar sem leiða
til handtöku þriggja þekktustu
stríðsglæpamannanna á Balkan-
skaga, þar á meðal forseta
Júgóslavíu, Slobodans Milosevics.
Hinir tveir stríðsglæpamennirn-
ir, sem eru eftirlýstir, eru Bosníu-
Serbinn Radovan Kardzic, og yfir-
maður herafla hans, Ratko Mladic.
Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn hef-
ur sakað þá um þjóðarmorð í Bosn-
íustríðinu.
Veggspjöldunum verður komið
fyrir á opinberum stöðum eins og
flugvöllum og pósthúsum. Hingað
til hafa 20 manns verið greiddar 6
milljónir dollara vegna svipaðra
herferða.
Danska Noröur-
pólskonan skaut
ísbjörn í gær
Danska tveggja barna móðirin,
Bettina Aller, sem er á leiðinni á
Norðurpólinn skaut i gær ísbjörn í
sjálfsvörn. Þegar Bettina var að
taka saman fóggur sínar snemma í
gærmorgun á fimmta degi ferðar
sinnar kom skyndilega ísbjörn í átt-
ina að henni. Bettina reyndi að
hrekja björninn burt með ópum,
gráti og viövörunarskotum en hann
kom bara nær. Þegar hann var í um
4 metra fjarlægð frá henni skaut
hún. Bjöminn féll við annað skotið.
„Þetta var atvik sem enginn
pólfari vill að gerist. Ég er í ókunnu
landi, í landi ísbjarnanna. Ég virði
ekki bara þetta gríðarlega stóra dýr,
ég virði það og dái einnig. Það var
ekki auðvelt að skjóta ísbjöminn og
drepa hann.
Bettina er ein á ferð en var í fylgd
tveggja Svía, Görans Kropps og Ola
Skinnarmos, fyrsta dag ferðarinnar.
Svíarnir sáu sig neydda til að skjóta
ísbjörn síðastliðinn mánudag. Þeir
voru varla búnir að jafna sig eftir
það áfall þegar þeir urðu fyrir nýju
áfalli í gær. Gat hefur komið á hlið-
ar sleða þeirra af völdum hins
harða íss. Dagurinn í dag fer þvi í
viðgerðir hjá Svíunum sem segja að
ferðin á Suðurpólinn hafi verið eins
og að vera á hvíldarheimili miðað
við þessa ferð.
MÆ
BOS
Verslun full af
nýium vörum!
BOSCH
Albarkar.
Bensíndælur.
Bensínlok.
Bensínslöngur.
Hjólalegur.
Hosuklemmur.
Kúplingar,
Kúplingsbarkar og
undirvagnsgormar.
Rafmagnsvarahlutir.
Topa vökvafleygar
vigfabúnaður.
Tímareimar.
Vatnshosur
og strekkjarar.
Þurrkublöð.
B<
i
OSCH
ÆB
varahlutír
...í miklu úrvali
Þjónustumiðstöð í hjarta borgarinnar
BRÆÐURNIR
Lágmúla 9 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2820
BOSCH verkstæöið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut I