Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Page 8
8 MÁNUDAGUR 6. MARS 2000 Fréttir _______________________________________________I>V Leikskólinn Mánabrekka á Seltjarnarnesi: Upphitaður sandkassi laðar að sér ketti - veldur ekki teljandi vandræðum, segir aðstoðarleikskólastjóri Flækingskattaátak Reykjavíkur- borgar hefur vart farið fram hjá Reykvíkingum undanfarnar vikur. Töluvert hefur verið skrifað um átakið og eru ekki allir á eitt sáttir um aðgerðirnar. Meindýraeyðar setja út búr á kvöldin á þá staði þar sem kvartað hefur verið, með mis- jöfnum árangri. í tengslum við vanda sem af kött- um hlýst hefur sandkassa leikskóla borið á góma en heilbrigðiseftirlitið gerði úttekt á katta- og hunda- sníkjudýrum í sandkössum leik- skólanna fyrir nokkrum árum. í út- tektinni kom fram að skítur fannst í 21 sandkassa og kattaspor í 20 sandkössum en grein um efnið birt- ist í Læknablaðinu fyrir fjórum árum. í samtali viö Guðbjart Sigfús- son, yfirverkfræðing hjá Gatna- málastjóra, sagði hann að skipt væri um sand a.m.k. árlega í leik- skólasandkössum borgarinnar en oftar í sumum. Aðspurður sagði hann mest vera kvartað undan kattaskít í sandkössum í gamla bænum en undantekningar væru á að net væri sett yfir kassana að næt- urlagi. Upphitað salerni DV hafði fregnir af því að í einum leikskólanum á Seltjamarnesi væri upphitaður sandkassi sem laðaði að sér kalda fætur katta og væri hann því tilvalið salerni fyrir kettina. „Jú, sandkassinn hjá okkur er upphitaður þannig að börnin geta notað hann hvernig sem viðrar,“ sagði Guðbjörg Jónsdóttir, aðstoðar- leikskólastjóri á Mánabrekku á Sel- tjarnarnesi. Á Seltjamarnesi er heita vatnið notað tii að hita upp kalda vatnið og væri afgangsvatn notað til að hita kassana upp. Guð- björg sagði heitan sandinn ekki valda þeim vandræðum vegna kattaskíts en krakkarnir kynnu sannarlega að meta hitann yfir vetr- artímann. Fylgst væri vel með kattaferðum og hafa ekki teljandi vandræði verið vegna þessa. Sam- kvæmt upplýsingum frá Gatnamála- stjóra þekkist það ekki í Reykjavík að sandkassar séu upphitaðir. -hól Veðurklúbburinn Dalbæ ekki bjartsýnn: Rysjótt veður og jarðhræringar DV, Dalvík: Félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ eru ekki bjartsýnir á veðr- ið í mars, og þá aðallega fram til 20. mars. Veðrið verður áfram óstöðugt og umhleypingasamt eins og verið hefur að undan- fórnu, og sist betra. Sifelldar breytingar og óróleiki í veðrinu, en samt er gert ráð fyrir þvi að hann verði meira á norðan. Ein- hverjir vildu kenna því um hvað sjórinn er heitur, þess vegna væri þessi órói i veðrinu. Sérlega eru menn svartsýnir ef veðrið verður slæmt mánudaginn 6. mars (bolludag) þegar nýtt tungl kviknar í austnorðaustri og miðvikudaginn 8. mars (öskudag) en þá er stórstreymi, því þá má búast við viðloðandi norðlægum áttum með snjókomu, - og lægð- irnar ganga yfir hver af annarri. Sumir töldu að veðrið yrði svona hvernig svo sem viðraði áð- urnefnda daga. í kringum 20. mars verða breytingar, en þær standa stutt yflr, og síðan tekur aftur við rysjótt tíð. Flestir voru sammála um að Hekla væri ekki hætt og það ætti meira eftir að gerast í gosmálun- um og þá á öðrum stað. Enn verð- ur óróleiki og óstöðugleiki í jörðu, og ekki ólíklegt að það geti skolfið eitthvað. Riddaradagurinn er 9. mars. Sé hann votviðrasamur má búast við góðu sumri, en leiðindatíð ef frost verður þann dag. Boðunardagur Mariu er 25. mars og talið að veðr- ið verði eins næstu 30 daga á eftir (sumir tala að vísu um næstu 14 daga). -hiá Bikarmót í snjókrossi DV, Dalvík: Bikarmótið í snjókrossi fór fram á Dalvík um síðustu helgi. 33 kepp- endur tóku þátt í mótinu, 14 vanir og 19 óvanir. Mótið gekk hið besta fyrir sig í blíðskaparveðri og eng- in teljandi óhöpp urðu. Keppendur voru víðs vegar af landinu og voru þeir hinir ánægðustu með allar að- stæður. Mótshaldari var Vélsleða- félag Ólafsfjarðar. Úrslit á mótinu urðu: Vanir: 1. Helgi Reynir Árnason, Ólafs- firði - AC 678 2. Arnþór Pálsson, Reykjavík - Pol. Edge 600 3. Árni Þór Bjarnason, Egilsstöð- um - Polaris Óvanir: 1. Reynir Stefánsson, Egilsstöðum - Pol. XCR 440 2. Halldór Óskarsson, Akureyri - Skidoo 440 3. Garðar Þorsteinsson, Reykjavík - Pol. XCR -hiá DV-MYND POK Sandkassinn á Mánabrekku á Seltjarnarnesi: Upphitaöur sandkassi laöar aö sér ketti í hverfinu en jöröin hefur víöast hvar veriö frosin undanfarnar vikur. iiii; Fyrrverandi bæjarstjóri stefnir gömlum samherjum - fengi tvöföld bæjarstjóralaun í rúmt ár ef málið vinnst DV, Borgarbyggð: Óli Jón Gunnarsson, sem sagt var upp bæjarstjóraembætti í Borgar- byggð en er nú bæjarstjóri í Stykkis- hólmi, hefur stefnt sínu gamla byggð- arlagi. Hann krefst fullra launa eftir uppsögnina fram í júní i ár - og fengi þannig tvöfóld bæjarstjóralaun í rúmt ár. Á síðasta fundi bæjarráðs Borgar- byggðar var lögð fram stefna á hend- ur Borgarbyggð frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni fyrir hönd Óla Jóns vegna meintra vangoldinna launa og tengdra gjalda. Kolfinna Þ. Jóhannes- dóttir, sem situr í bæjarráði fyrir Framsóknarflokkinn, lagði fram bók- Óli Jón Gunnarsson. Vill tvöföld bæjarstjóralaun í rúmt ár. un á fundinum og fór fram á að fá öll gögn i málinu er lúta að samskiptum Gestaboð í Dölum DV, Búðardal: Lífsleikni og heimilisfræði eru samþætt verkefni sem nemendur 10. bekkjar í Grunnskólanum i Búðardal og á Laugum í Sælingsdal unnu ný- verið undir stjórn kennara síns, Guðmundar Eyþórs- sonar. Þemaverkefnið unnu þau í 28 kennslu- stundum þar sem þau lærðu vinnuskipulag, matseld og síðast en ekki síst var lögð áhersla á að auka færni þeirra í mann- legum samskiptum. Loka- verkefnið og markmiðið með kennslunni var svo gestaboð, þar sem þau buðu foreldrum sinum til fínnar veislu þar sem borð og umgjörð voru fallega skreytt. Nem- endur sátu til borðs með gestunum milli þess sem þau þjónuðu þeim. Lögö var áhersla á spariklæðnað og voru nemendur og gestir prúðbúnir. Stúlkurnar í 10. bekk höfðu allar saumað sér síða kjóla fyrir þetta til- efni undir leiðsögn kennara síns, Guð- rúnar Ingvarsdóttur, og voru hinar glæsilegustu. Vöktu krakkarnir mikla athygli fyrir prúðmannlega fram- komu og glæsilegt útlit og maturinn í veislunni var prýðisgóður. Fylgir hér með matseðillinn, sem marga mun fýsa að sjá. Forréttur: Rjómalöguð sveppasúpa. Aðalréttur: Lambafilet með piparostasósu, brún- uðum kartöflum og grænmeti. Eftir- réttur: Heimalagaður is með heitri súkkulaðisósu. -MB Prúöbúnir krakkar efndu til gestaboös: Frá vinstri, Kristján, Níels, Hrafn, Auöur, Eva Dröfn, Eyrún, Eva Ósk, Ásdís, Birkir, Sæmundur, Víöir, Eyjólfur, Gísli og Kristján, nemendur í 10. bekk i Búöardal og á Laugum. bæjarfulltrúa Borgarbyggðarlistans við stefnanda. Bæjarráð staðfesti að fela Ástráði Haraldssyni hrl. að flytja málið fyrir hönd Borgarbyggðar. Eins og kunn- ugt er var Óla Jóni Gunnarssyni sagt upp sem bæjarstjóra í Borgarbyggð þann 15. apríl í fyrra, eftir að slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks. Óli Jón hefur alltaf haldið því fram að hann væri með ráðningarsamning til júní árið 2000 en fram hefur komið að bæjarstjórn hefur boðið honum laun til 1. október árið 1999. Þetta fellst ÓIi Jón ekki á og hefur falið Jóni Steinari að fylgja sínum málum eftir. Samkvæmt þeim samningi, sem DV hefur kynnt sér, er allt útlit fyrir að Óli Jón verði á tvöfóldum launum sem bæjarstjóri til júni árið 2000 en hann er, eins og kunnugt er, bæjar- stjóri í Stykkishólmi. -DVÓ 3.3.2000 kl. 16.38 KAUP SALA fFjýipoiiar 73,380 73,760 S?§Pund 115,790 116,380 I3]kan. dollar 50,560 50,870 Dönsk kr. 9,4820 9,5340 rMlNorsk kr 8,7370 8,7860 EHBsænsk kr. 8,3330 8,3780 ;3Hfl. mark 11,8746 11,9459 X Fra. franki 10,7634 10,8280 1 ÍBolg. franki 1,7502 1,7607 33 Sviss. franki 43,9400 44,1800 »2hoII. gyllini 32,0382 32,2308 ®Þýskt mark 36,0987 36,3157 3 Blh. lira 0,03646 0,0366 [ * Aust. sch. 5,1309 5,1618 Port. escudo 0,3522 0,3543 rczjlsné. peseti 0,4243 0,4269 :l ♦ jjap. yen 0,68130 0,68540 1 írskt pund 89,647 90,186 SDR 98,2300 98,8200 Becu 70,6030 71,0272

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.