Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Side 9
9
MÁNUDAGUR 6. MARS 2000
Fréttir
Lífeyrissjóðir eiga 500 milljarða króna og fimm stærstu 261 milljarð:
150 milljarða króna
eign í hlutabréfum
í lok árs 1998 áttu íslenskir lífeyr-
issjóðir samtals 396 milljarða króna.
Þar af áttu fimm stærstu sjóðirnir
ríflega helming, eða 200,5 milljarða
króna.
Ekki liggur fyrir samantekt á
eignum allra lífeyrissjóða landsins
um síðustu áramót en heildareignir
fimm stærstu sjóðanna voru þá hins
vegar 30% meiri en í árslok 1998 og
námu samtals 261 milljarði króna.
75 milljarðar af þeirri upphæð voru
bundnir í hlutabréfum, innlendum
og erlendum. Yfirlit yfir stjórnar-
sæti sem þessi fimm sjóðir hafa
tryggt sér í krafti þessarar hluta-
bréfaeignar virðist sýna að þeir nýti
lítt eign sína í fyrirtækjunum til að
hafa bein áhrif á stjórn þeirra.
Núgildandi lög heimila lífeyris-
sjóðum aðeins að binda að hámarki
35% af eignum í hlutabréfum en
samkvæmt frumvarpi sem Geir
Haarde fjármálaráðherra hefur lagt
fram á Alþingi á hámarkið að
hækka í 50%. Séu 30% af heildar-
eign lífeyrissjóða í dag í hlutabréf-
um og heildareignir þeirra 500 millj-
arðar króna, sem varla er fjarri lagi,
verður sjóðunum samkvæmt frum-
varpinu heimilt að festa 100 millj-
arða króna í hlutabréfum til viðbót-
ar við þá 150 milljarða sem þar er
fyrir komið í dag.
Verslunarmenn vilja stjórna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna,
sem er stærsti lífeyrissjóður lands-
ins með 75,6 milljarða króna í heild-
areignir, á stjórnarmann í fjórum
þeirra fyrirtækja sem hann hefur
Qárfest í.
Tæplega 31% af eignum sjóðsins
eru bundin í hlutabréfum og mun
hann ekki hafa fullnýtt burði sína
til að eignast stjórnarmenn í fyrir-
tækjum fram th þessa.
Aðspurður segist Þorgeir Eyjólfs-
son, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlun-
armanna, ekki vilja úttala sig um
stefnu sjóðsins varðandi stjórnar-
setu í fyrirtækjum sem sjóðurinn á
hlut í en vísar þess í stað í hluthafa-
stefnu sjóðsins. í stefnunni segir
m.a. að sjóðurinn taki afstöðu til
mála á hluthafafundum með at-
kvæðum sínum og á hlutabréfa-
markaði með aðgerðum sínum og
enn fremur að sjóðurinn taki þátt í
stjórnum fyrirtækja kalli aðstæður
og stærð eignarhluta sjóðsins í þeim
fyrirtækjum eftir slíku.
Ekki reynt á hjá
ríkisstarfsmönnum
Næststærsti lifeyrissjóðurinn,
með 60,9 milljarða króna heildar-
eignir, er Lifeyrissjóður starfs-
manna ríkisins en hann á enga full-
trúa í stjórnum fyrirtækja sem
hann hefur ijárfest í.
Um 15% af eignum sjóðsins eru í
hlutabréfum en stefnt mun að því
að hlutfallið nái leyfilegu hámarki.
„Af hálfu Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins getur vel komið til
skoðunar að taka sæti í stjórnum
fyrirtækja sem sjóðurinn hefur fjár-
fest í en það er þó þannig að hvorki
stjórnarmenn í lífeyrissjóðnum né
starfsmenn sjóðsins mega sitja í
stjórnum atvinnufyrirtækja í um-
boði sjóðsins," segir Haukur Haf-
steinsson, framkvæmdastjóri sjóðs-
ins. Haukur segir sjóðinn ekki hafa
verið það stóran eignaraðila að ein-
stöku fyrirtæki hingað til að hann
ætti þar ávísun á stjómarsæti og að
það hefði þvi ekki komið til skoðun-
ar en að ekkert í reglum sjóðsins
kæmi í veg fyrir að hann skipaði
menn, aðra en áðurgreinda, í stjórn
fyrirtækja, gæfi eignarhlutdeildin
tilefni til slíks.
Stjórnendur stýri ekki öðrum
Lífeyrissjóðurinn Framsýn er
þriðji stærsti lífeyrissjóðurinn og
námu eignir hans um áramótin síð-
ustu 45,6 milljörðum króna. Helgi
Magnússon situr fyrir hönd Fram-
sýnar í stjórn íslandsbanka en
stjórnarmenn i öðrum fyrirtækjum
á sjóöurinn ekki. Framsýn hefur
nær fullnýtt heimild sína til hluta-
bréfakaupa en 34,5% af eignum sjóð-
ins eru í hlutabréfum. Ekki náðist
tal af Karli Benediktssyni, fram-
kvæmdastjóra Framsýnar.
Jóhannes Siggeirsson, fram-
kvæmdastjóri Sameinaða lífeyris-
sjóðsins, á sæti fyrir hönd sjóðsins í
stjórnum eignarhaldsfélagsins Al-
þýðubankans og Sameinaða líf-
tryggingafélagsins en Guðmundur
Hilmarsson er varamaður í stjórn
Framsýn
Heildareignir 45,6 milljarðar
Hlutabréf 34,5%
Framkvæmdast.
Karl Benediktsson
Tilnefndir af sjóönum
í stjórn annarra fyrirtækja
Helgi Magnússon
íslandsbanka
Formaöur
Þórarinn V. Þórarinsson
Stjórn:
Birgir Guöjónsson
Bjarni Lúövíksson
Helgi Magnússon
Halldór Björnsson
Guömundur Þ. Jónsson
Þórunn Sveinbjörnsdóttir
l Unnur Hauksdóttir
J
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
Heildareignir 60,7 milljarðar
Hlutabréf 15%
Framkvæmdast.
Haukur Hafsteinsson
Enginn stjórnarseta í
öörum félögum
Formaöur
Maríanna Jónsdóttir
Stjórn:
Gunnar Björnsson
Ingimundur Sigurpálsson
Sigrún Ásgeirsdóttir
Ögmundur Jónasson
Trausti Hermannsson
Páll Halldórsson
Eiríkur Jónsson
V ____________________________/
Þróunarfélagsins. Sameinaði lífeyr-
issjóðurinn er fjórði stærsti lífeyris-
sjóður landsins og námu heildar-
eignir hans 39,5 milljörðum um ára-
mótin síðustu.
Mikill ágóði af erlendum skulda-
bréfum í fyrra varð til þess að hluta-
fjáreign Sameinaða lifeyrissjóðsins
fór fram úr leyfllegum mörkum en
38% af eignum sjóðsins voru í hluta-
bréfum um síðustu áramót.
Jóhannes Siggeirsson vitnar í
reglur Sameinaða lífeyrissjóðsins
sem kveða á um að hvorki stjórnar-
formaður né framkvæmdastjóri
sjóðsins skulu sitja í stjórnum at-
vinnufyrirtækja í umboði hans.
Sjómenn taka kúrsinn
Lífeyrissjóður sjómanna er
fimmti sjóðurinn í þessari umfjöll-
un og nema heildareignir hans 38,9
milljörðum króna. Sjóðurinn á enga
stjórnarmenn í fyrirtækjum sem
hann hefur fjárfest í.
„Stefnan hefur verið sú að við
Sameinnaði lífeyrissjóöurinn
Heildareignir 75,6 milljarðar
Hlutabréf 38%
Framkvæmdast.
Jóhannes Siggeirrson
Tilnefndir af sjóönum
í stjórn annarra fyrirtækja
Jóhannes Siggeirrson
Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn
Sameinaða Irftryggingafélagið
Guömundur Hilmarsson
Varamaður Þróunarfélagið
Formaöur.
Hallgrímur Gunnarsson
Stjórn:
Guömundur Hilmarsson
Örn Kærnested
Ólafur H. Steingrímsson
Þorbjörn Guömundsson
V^Steindór Hálfdanarson
Jóhannes Siggeirrson
Guömundur
Hilmarsson
j
Lífeyrissjóöur verzlunarmanna '
Heildareignir 75,6 milljarðar
Hlutabréf 30,8%
Framkvæmdast.
Þorgeir Eyjólfsson
Tilnefndir af sjóönum
í stjórn annarra fyrirtækja
Guömundur H. Garöarsson
íslandsbanka
Pétur A. Maack
Pétur A. Maack
Aflvaka og Máttarstólpa
Þorgeir Eyjólfsson
Þróunarfélag Islands
Formaöur
Víglundur Þorstelnsson
Stjórn:
Magnús L. Sveinsson
Benedikt Kristjánsson
Birgir R. Jónasson
Kolbeinn Kristinsson
Guömundur H. Garöarsson
Ingibjörg R. Guömundsdóttir
Pétur A. Maack
Þorgeir Eyjólfsson
Guömundur H.
Garðarsson J
skiptum okkur ekki beint af stjórn-
um þeirra fyrirtækja sem við eigum
hlutabréf í. Lykilatriði hjá okkur er
Lífeyrissjóður sjómanna
Heildareignir 33,9 milljarðar
Hlutabréf 28%
Framkvæmdast.
Árnl Guðmundsson
Englnn stjórnarseta í
öörum félögum
Formaöur
Guömundur Ásgeirsson
Stjórn:
Ásgeir Valdimarsson
Gunnar I. Hafsteinsson
Þórhallur Helgason
Konráö Alfreösson
Benedikt Valsson
Jónas Garöarsson
Friörik Eggertsson
auðvitað að þessum fyrirtækjum sé
vel stjórnað og að þau skili hagnaði
fyrir sjóðinn. En við höfum ekki
talið ástæðu, fram að þessu að
minnsta kosti, til að koma okkar
mönnum að í stjórnum þessara fyr-
irtækja,“ segir Árni Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjó-
manna en 28% af eignum sjóðsins
um síðustu áramót voru bundin í
innlendum og erlendum hlutabréf-
um.
Árni segir ekki útilokað að þessi
stefna breytist í framtíðinni. „Það
er í sjálfu sér ekkert ákveðið í þeim
efnum en hins vegar er ekkert óeðli-
legt að miða við það að sjóðirnir eru
alltaf að stækka i þessum fyrirtækj-
um og það er kannski fyrst núna að
við erum orðnir það stórir að það sé
ástæða til að taka afstöðu til þess.
En það er ekkert í dag sem bendir
til þess að við munum breyta okkar
stefnu," segir hann.
-GAR
Síðasta útsöluvika
Úrval fermingargjafa
Handofin rúmteppi, fveir pú&ar fylgja.
Ekta síðir pelsar fró kr. 95.000
Síðir leðurfrakkar
Handunnin húsgögn, 20% afsl.
Arshótíðar- og fermingardress
Handunnar gjafavörur
Opið
virka daaa 11-18,
laugara. 11-15
Sigurstjarnan
í bláu húsi við Fákafen.
Sími 588 4545.
Nissan Terrano, dísil, f.skrd. 15.03.1999,
ssk., 5 dyra, ekinn 23 þ. km, grænn.
Verðkr. 2.750.000.
VW Transporter picup, dísil, f.skrd.
26.11.1997, bsk., 3 dyra, ekinn 58 þ. km,
blár.
Verðkr. 1.690.000.
VW Vento GL, f.skrd. 10.09.1997,
bsk., 4 dyra, ekinn 70 þ. km, blár.
Verðkr. 1.090.000.
Opel Astra Gl, f.skrd. 17.07.1997,
bsk., 5 dyra, ekinn 45 þ. km, rauður.
Verðkr. 1.040.000.
VW Bora, f.skrd. 16.07.1999, bsk., 4
dyra, ekinn 7 þ. km, grænn.
Verðkr. 1.540.000.
Nissan Trade 100, dísil, f.skrd. 26.11.
1998, bsk., 5 dyra, ekinn 24 þ. km, rauður.
Verðkr. 1.920.000.
VW Golf st. f.skrd. 22.06. 1995,
bsk., 5 dyra, ekinn 70 þ. km, blár.
Verðkr. 840.000.
MMC Galant V6, f.skrd. 17.03.1999,
ssk., 4 dyra, ekinn 10 þ. km, fjólublár.
Verð kr. 2.720.000.
Borgartúni 26, símar 561 7510 8c 561 7511
Urval no-fa&ra bíla af ö||u»h s+aer*u»n 03 3er*uw/
Margar bifreiðar á söiuskrá
okkar er hægt að greiða með
Visa eða Euro raðgreiðslum