Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Síða 10
10
Útlönd
MÁNUDAGUR 6. MARS 2000
I>V
Flóðin í Mósambík eru í rénun:
Matvæli og lyf til
fórnarlambanna
Erlendir hermenn og starfsmenn
hjálparstofnana unnu höröum
höndum að því í gær aö koma mat-
vælum og lyfjum til tugþúsunda
manna sem eiga um sárt að binda
eftir flóðin miklu í Afríkuríkinu
Mósambík. Flóðin voru í rénun í
gær.
Breskar, franskar og þýskar her-
þyrlur komu í gær til aðstoðar þyrl-
um frá Suður-Afríku og Malaví sem
hafa borið hitann og þungann af
björgunaraðgerðunum á flóðasvæð-
unum frá því um miðjan febrúar Þá
komu tvö frönsk herskip og sjö
bandarískar flutningavélar einnig
til Mósambiík.
Þyrluflugmenn hafa bjargað um
þrettán þúsund manns af húsþökum
og úr trjám undanfama daga en í
gær voru fáir sem þurfti að bjarga.
Þyrlurnar héldu þó áfram að flytja
fólk sem ekki hafði aðgang að mat
og hreinu vatni til búða þar sem séð
Pinochet hvílist:
Hafði víst ekki
hugmynd um
voðaverkin á
stjórnarárunum
Augusto Pin-
ochet, fyrrum ein-
ræðisherra f Chile
sem nú hvílist á
heimili sínu í Santi-
ago, hafði víst ekki
hugmynd um að
fólk hefði horfið í
stórum stíl á sautján ára valdaferli
hans, frá 1973 til 1990.
„Það kom honum mjög á óvart að
slík grimmdarverk skyldu hafa ver-
ið framin," sagði sonur einræðis-
herrans fyrrverandi og alnafni við
fréttamenn í gær.
Þúsundir manna voru ýmist
drepnar eða hurfu sporlaust í
stjórnartíð Pinochets sem komst til
valda í blóðugri byltingu hersins
1973. Þá var réttkjörnum forseta
lqndsins, sósíalistanum Salvador
Allende, steypt af stóli. Allende var
drepinn í valdaráninu.
Pinochet kom heim til Chile á
fostudag eftir rúmlega árs stofufang-
elsisvist í Bretlandi. Breski innan-
ríkisráöherrann hafnaði því að
framselja Pinochet til Spánar eða
annarra landa svo hægt væri að
rétta yfir honum fyrir glæpi í
stjórnartíð hans á þeirri forsendu
að hann væri of sjúkur. Mörgum
þótti hins vegar Pinochet ansi hress
að sjá þegar hann kom heim.
Björgunarstörf í Mósambík
Unniö var höröum höndum aö því í gær aö koma matvælum og lyfjum til
þeirra sem eiga um sár aö binda eftir flóöin í Mósambiík síöustu vikurnar.
er fyrir lágmarksþægindum og
heilsugæslu.
„Við höfum góð tök á ástandinu í
Limpopo-dalnum. Núna snýst þetta
um matvæli og læknisþjónustu,"
sagði Jaco Klopper, foringi í suður-
afríska hernum, á fundi með frétta-
mönnum.
í gær hafði mjög dregið úr vind-
hraða í fellibylnum Gloríu sem ótt-
ast var aö myndi gera mikinn usla
og var hann orðinn aö hitabeltis-
lægð.
Meira annríki var á flugvellinum
í höfuðborginni Maputo en nokkru
sinni fyrr. Undir kvöld í gær voru
þar rúmlega þrjátiu flugvélar og
tugir gáma voru á flugbrautunum.
Kössum með ferskum eggjum frá
Suður-Afríku var staflað upp á sjóð-
heitu malbikinu við hlið lyfjakassa.
Forseti Mósambík sagöi á laugardag
að þörf væri á 250 milljóna dollara
aðstoð.
Bill Clinton minnist mannréttindagöngunnar í Selma
Bill Clinton Bandaríkjaforseti og blökkumannaleiötoginn Jesse Jackson voru í Selma í Alabama í gær til aö minnast
þess aö 35 áreru liöin frá því aö blökkumenn fóru í kröfugöngu til aö krefjast kosningaréttar. Gengiö var út úr Selmu
til brúar í nágrenni bæjarins. Lögreglan réöst til atlögu viö mótmælendurna á sínum tíma og biöu nokkrir bana.
Gott gengi í Færeyjum
Anfinn Kalls-
berg, lögmaður
Færyja, getur verið
ánægður með gott
gengi í færeyskum
efnahagsmálum um
þessar mundir. Er-
lendar skuldir Fær-
eyinga hafa lækkað
úr 44 milljörðum íslenskra króna í
um tiu milljarða frá árinu 1993.
Bosníu-Serbi handtekinn
Friðargæsluliðar NATO í Bosníu
hafa handtekið Serba sem grunaður
er um stríðsglæpi í fangabúðum í
stríðinu 1992 til 1995.
Varð fyrir sleða og lést
Einn maður lét lífið þegar heima-
gerður sleði rann á smákofa neðst í
skíðabrekku í sunnanverðu Þýska-
landi í gær. Sleðaferðin var liður í
þorpshátíð.
Albright heimsækir Havel
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, heimsótti
Vaclav Havel Tékklandsforseta í
gær. Fjölmargir Tékkar vilja að hún
taki við forsetaembættinu af Havel,
enda fædd í Tékkóslóvakiu. Al-
bright hefur hins vegar lýst yfir að
hún ætli ekki að bjóöa sig fram.
ísraelar burt úr Líbanon
tsraelska ríkisstjórnin ákvað í
gær að ljúka heimkvaðningu allra
ísraelskra hermanna í Líbanon í
júli, jafnvel þótt ekki hefðu náðst
friðarsamningar við Sýrlendinga.
Hellakonu bjargað
Franskri hellarannsóknarkonu
var bjargað í gær eftir átta daga vist
í helli í suðausturhluta Frakklands.
Konan var meðal annars handleggs-
brotin.
Aftur í skólann
Skólasystkin hinnar 6 ára gömlu
Kaylu Rolland, sem var myrt af
skólafélaga sínum í síðustu viku,
snúa aftur í skólann í dag.
Vildi friðmælast við Hitler
Breska drottning-
armóðirin var
hlynnt því að Bret-
ar friðmæltust við
Adolf Hitler í síðari
heimsstyrjöldinni,
að því er breska
blaðið Independent
on Sunday greindi
frá í gær. Þetta kemur fram í
leyniskjölum sem komið var í veg
fyrir að yrðu birt í síðustu viku.
Rússland kannski í NATO
Vladímir Pútín, starfandi forseti
Rússlands, sagði í gær að Rússar
gætu hugsanlega gengið í NATO en
þó aðeins að komið verði fram við
þá sem jafnoka aðildarlandanna.
AEG R/KSUGUR Á T
Pakki af
v' ryksugupokum
. fylgir með í kaupbæti
jp VamperinoSX
1.300 W
Fimmfalt filterkerfi
Tveir fylgihlutir
^ Pakkiaf
' ryksugupokum
Pakkiaf
ryksugupokum
.. fylgir með í kaupbæti
,, it. Pakkiaf
‘ ryksugupokum
_ fylgir með í kaupbæti
fylgir með í kaupbæti
Vamperino 920« 1.300 W
Lengjanlegt sogrör
Fimmfalt filterkerfi
Þrir fylgihlutir
CE-P0WER • Ný, kraftmikil
ryksuga í sportlegri tösku
Sogkraftur 1.600 W» Lengjanlegt sogrör
Rmmfalt filterkerfi • Tveir fylgihlutir
Vampyr 5020
Ný, orkusparandi vél
Sogkraftur 1.300 W
Fimmfalt filterkerfi
Tveirfylgihlutir
tgS>
BRÆÐURNIR
UMBOÐSMENN
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð, Búðardal. Vestflrðir: Geirseyrarbúðin,
--------------------------— Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Pokahomið, Tálknafirði. Norðurland: Radionaust, Akureyri. Kf. Steingrímsfjarðar; Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga.
Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúö, Sauðárkróki. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Vík,
Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þoríákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes:
Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík.