Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Side 17
17 MÁNUDAGUR 6. MARS 2000 Platarinn Franska leikskáldið Moliére vissi vel og nýtti sér í verkum sínum hvað heimska mannanna er hlægileg en hann vissi líka að hún er ekkert grín heldur stórskaðleg. Þetta kemur vel fram í leikritinu Tartuffe þar sem auðmaðurinn Orgon verður svo yfir sig heill- aður af hræsnaranum Tartuffe að hann tekur hann sér í sonar stað og flæmir sinn einkason burtu frá sér. Tartuffe er dásamlegt leikrit - hryllilega fyndið um leið og það er átakanlegt. Því er á það minnst nú að Stúdentaleikhúsið hefur ris- ið úr dauðadái fyrir atbeina Torfhildar, félags bókmenntafræðinema, til að flytja okkur það undir stjórn Ólafs Egils Egilssonar, og sýning- in er ótrúlega vel heppnuö. Þar er ungæðislegt sprell í fyrirrúmi, ýkjur og öfgar í búningum og leik sem rima fullkomlega við ærslin í Moliére, en þegar mikið liggur við - til dæm- is örlög ungra elskenda eða æra heiðvirðrar konu - þá tekur einlægnin yfirhöndina eins og hjá þaulvönu fólki, þannig að um leið og maður hlær er manni alvara málsins fullljós. Krakkarnir standa sig svo vel í glímunni við textann og efnið að aðdáun vekur, einkum er frammistaða Bjartmars Þórðarsonar í titil- hlutverkinu svo mögnuð að maður á eiginlega ekki orð. Slepjulegri karakter hefur sjaldan sést á sviði eða utan! Félagi hans í hlutverki Orgons, Hlynur P. Pálsson, er jafneinfeldn- ingslegur að sjá og Bjartmar er tvöfaldur í roðinu (myndin er af þeim) og saman eru þeir óborganlegir. Rödd skynseminnar i verkinu er vinnukonunnar Dorine sem Anna Svava Knútsdóttir lék af aðdáunarverðri innlifun og dugnaði en sú sem snertir hjartað er Þóra Árnadóttir í hlutverki Mariane sem á að borga aðdáun föður síns á Tartuffe með lík- ama sínum og sál. Krakkarnir sýna í Kaffileikhúsinu. Siðasta sýningin átti að vera í kvöld en þeim verður fjölgað vegna mikillar aðsóknar og verða sýn- ingar næstu þrjá fimmtudaga. Á sama stað. Bunuel aldargamall í febrúar voru liöin hundrað ár síðan kvik- myndaskáldið Luis Bunuel fæddist í Calanda á Spáni. Hann fluttist til Frakklands 25 ára gamall og frumsýndi sína fyrstu bíómynd, Hundinn frá Andalúsíu, 1928. Þeir gerðu hana saman æskuvin- irnir Bunuel og Salvador Dali og svo sem aldarand- inn bauð ungu listafólki á þeim tíma var hún und- ir merkjum súrr- ealismans. En þó að aldarandinn breyttist hélt Bunuel áfram að vera trúr sínum þjóðfélagsgagnrýna súrreal- isma eins og sjá má á myndum hans allt til hinnar síðustu, Cet obscur objet du desir (Girndarinnar leynda takmark) frá 1977. Hann tók ungur tryggð við draumakenningar Freuds og reyndi allt sitt líf að ná tökum á undirvitundinni í list sinni. Kannski tókst honum það að lokum. Bunuel var landflótta frá sínu heimalandi af pólitískum orsökum - yfirvöld þar drápu m.a. æskuvin hans Federico Garcia Lorca - og hann flúði líka undan Þjóðverjum í Frakk- landi til Bandaríkjanna og þaðan til Mexíkó 1946. Þar fékk snillingurinn í honum loks að brjótast fram með fullum þunga - í kvikmynd- inni um Víridíönu sem fékk Guilpálmann í Cannes 1961 þegar Bunuel var 61 árs. Það varð talsverður skandall þvi myndin keppti fyrir Spán en var síðan bönnuð þar í landi! Á sjöunda áratugnum fluttist Bunuel aftur til Frakklands þar sem hann gerði sínar stóru og ógleymanlegu kvikmyndir, Belle de Jour (Gyðja dagsins, 1967) með ungri og töfrandi Catherine Deneuve, Le charme discret de la bourgeoisie (Hógvær þokki borgarastéttarinn- ar, 1972) og Le fantöme de la liberté (Vofa frelsisins, 1974). Bunuel dó 1983 en árið áður hafði hann gefið út sjálfsævisögu sína. ________________________________________Menning Umsjón: Silja Aðalsieinsdóttir Louisa Matthíasdóttir - í djúpri þögn _______________ Loisa Matthíasdóttir: Ægisgata (1980). „Þrátt fyrir næstum sextíu ára búsetu í New York var eins og Louisa væri í stööugu viöræöusambandi viö sjávarþorpin á Islandi, náttúruna í Borgarfiröi og miöbæinn í Reykjavík. “ ■ Louisa Matthíasdóttir listmál- ari yflrgaf þennan heim eins hljóðlega og látlaust og hún lifði. Eftir þriggja ára heilsuleysi var hún lögð inn á sjúkrahús I New York til venjulegrar rannsóknar. Og hefur sjálfri örugglega þótt það óþarfa umstang út af gamalli konu. Þar gaf hún upp andann föstudaginn 25. febrúar, óforvar- andis og meðan enginn sá til, ný- búin að halda upp á 83 ára af- mæli sitt. Með henni er genginn einn sið- asti fulltrúi þeirrar merkilegu kynslóðar myndlistarmanna sem ruddu nýstefnum leið inn í ís- lenska myndlist á árunum um og eftir síðara stríð. Miðað við það fálæti sem hér rikti gagnvart myndlist Louisu á sjötta og sjö- unda áratugnum er fróðlegt að lesa það sem Erlendur Guð- mundsson í Unuhúsi sagði í bréfi um íslenska myndlist árið 1942. Hann var ekki i vafa um að fram- tíð myndlistarinnar í landinu, já „vonir heillar kynslóðar“, væru reistar á þremur listamönnum, Nínu Tryggvadóttur, Svavari Guðnasyni og Louisu. En því verður ekki neitað að þátttaka Louisu í því brautryðjendastarfi er um margt sérstæð, ekki síst vegna þess að það var að mestu unnið fjarri heimahögum. Og hafi einhver haldið fram að með því væri þetta starf hennar okkur að einhverju leyti óviðkomandi, angi af amerískri málaralist eða einhverju sýnu fjarlægara, eru verkin sjálf til vitnis um órofa tengsl listakonunnar við heimalandið. Viðræðusamband við fósturjörðina Það tungumál pentskúfsins sem Louisa þró- aði með sér á sér rætur bæði í íslenskri og skandinavískri myndlist millistríðsáranna, ef til vill rennur þar saman myndrænn agi Jóns Stefánssonar og áferðarmikið og fjörugt litróf Skandinava á borð við Isakson og Olaf Rude. Tær sýn Louisu á veruleikann og skilvirk kraftbirting hans í verkunum ber þess sömu- leiðis merki að þar véli um manneskja sem tók út listrænan þroska í einum besta hönn- unarskóla sem fyrirfannst í Evrópu á fjórða áratugnum, Listiðnaðarskólanum í Kaup- mannahöfn. Berum til dæmis saman auglýs- ingaverkefni um leirtau sem Louisa geröi í þessum skóla og síðari uppstillingar hennar af leirtaui og ávöxtum. Þrátt fyrir næstum sextíu ára búsetu i New York var sömuleiðis eins og Louisa væri í stöðugu viðræðusambandi við sjávarþorpin á íslandi, náttúruna i Borgarfirði og Snæfells- nesi og miðbæinn i Reykjavík. Þessir staðir, ásamt einkalegu rými hennar sjálfrar, fjöl- skyldunni og fjölskylduvinum, hundinum, kettinum og ávöxtum á eldhúsborðinu, voru myndefni hennar. Þetta var myndefnið sem söfn og stofnanir í Bandaríkjunum sóttust eft- ir. Sem er kannski staðfesting þess að myndefnið eitt sker ekki úr um áhrifamátt listarinnar og alþjóðlegt aðdráttarafl hennar. Hlutlægt og óhlutlægt Og nú þegar ljóst er að hve miklu leyti íslensk arfleifð Louisu endur- speglast í myndlist henn- ar, er einnig mál að slá á þá lífseigu skoðim að með „hlutlægri" myndlist sinni hafi listakonan að einhverju leyti sett sig upp á móti óhlutbundnu listinni. Sem hafi svo orð- ið til þess að hún „missti af lestinni“ listsögulega séð, a.m.k. þegar íslensk list er annars vegar. Ein- hver slíkur misskilningur varð sennilega til að teíja fyrir viðurkenningu á seinni verkum hennar hér heima. Þann misskilning tók Louisa sjálf ekki vit- und nærri sér. Hann er nefnilega svo heimskulegur að varla tekur því að hafa af hon- um áhyggjur. Því þegar myndir Louisu eru gaum- gæfðar út frá forsendum hlutveruleikans, kemur í ljós að þær ganga hreint ekki upp. Hlutföllin í þeim eru einhvern veginn „röng“, litirnir í þeim eiga sér ekki beinar hliðstæður í veruleikan- um, „venjulegri" fjarvídd hefur verið aflýst | og öll atburðarásin er með meiri ólíkindum ‘ en okkur hefði órað fyrir. Sem segir okkur að þrátt fyrir hlutlæga beinagrind þessara verka eru þær í eðli sínu eins mikil „afleið- ing“ - ab-straktion - veruleikans og feming- ar Karls Kvarans eða „fleygar" Þorvalds Skúlasonar. Þau eru nánast skólabókar- dæmi um hve varasamt er að draga afger- andi markalínu milli hlutlægrar og óhlut- lægrar myndlistar. Kannski er þögnin samt aðalsmerki þess- arar merku listakonu, þögnin í myndum hennar og margumtöluð þögn hennar sjálfr- ar. En þetta var djúp þögn og uppfull með vísdóm. Aðalsteinn Ingólfsson Tónlist Úr líkamanum DV-MYND ÞOK Domenico Codispoti. Túlkun hans var afar fjölbreytileg, ýmist innhverf og Ijóöræn eöa ungæöisleg og kraftmikil. Robert Schumann var ekki bara Robert Schumann heldur nokkrar persónur að auki. Þetta voru hinn ástríðufulli Florestan, ljúfi hugsuðurinn Eusebius og hinn andlega upp- hafni meistari Raro sem lagði stund á hugleiðslu. Schumann skrifaði gjarnan greinar undir einhverjum þessara nafna i tónlistartímarit sem hann stofnaði og barðist þannig margfaldur gegn lágkúru og meðalmennsku í tónlistar- heiminum. Og ekki nóg með það, hann stofnaði líka félag þessa ímynduðu persóna og gaf því nafnið Bræðraband Davíðs. Þannig varð til píanó- verk, Davidsbúndlertánze opus 6, dansar bræðrabands- ins, átján að tölu. Þeir eru ým- ist merktir með stafnum F fyr- ir Florestan eða E fyrir Eu- sebius, og má þvi hugsa sér dansana sem nokkurs konar tónræna tjáningu þessara per- sóna. Dansamir eru yfirleitt spilaðir sem ein heild og er tónlistin bæði litrík og skemmti- leg, og gerir þar að áuki töluverðar kröfur til píanóleikarans. ítalskur píanóleikari að nafni Domenico Codispoti flutti dansana í Salnum i Kópavogi síðastliðinn laugardag og var túlkun hans afar fjölbreytileg, ýmist innhverf og ljóöræn eða ungæðisleg og kraftmikil. Codispoti hef- ur mikla tækni og lék sér að tónlistinni, hún flæddi áreynslulaust áfram, létt og fjörleg en líka skáldleg og djúp. Minntist maður þá orða Schumanns: „Sá sem ekki leikur við pí- anóið, leikur heldur ekki á það.“ Var þetta áhrifamikill flutningur og manni leiddist ekki eitt augnablik. Næst á dagskrá var sónata eftir Janácek sem ber undirtitilinn „Á götunni". Hún á sér dálitið sérstæða sögu; tónskáldið henti henni eftir frumflutninginn en flytjandinn hafði tek- ið afrit af henni og gat bjargað henni. Síðasti kaflinn var samt aldrei spilaður því Janácek kippti honum út rétt fyrir frumflutninginn og kveikti í honum. Sónatan er samin í minn- ingu tékknesks verkamanns sem lést í óeirð- um og bera kaflarnir tveir titlana „Hugboöið" og „Dauðinn". Þetta er átakamikil tónlist, fal- lega ljóðræn á köílum en alltaf mjög þungbú- in. Túlkun Codispotis var að sumu leyti áhrifamikil, fyrri kafl- inn var kraftmikill með dramatískum há- punktum en seinni kaflinn var helst til lit- laus. Þessi þáttur sónötunnar er um dauðann, samt er óþarfl að hann sé doð- inn og leiðinlegur. Hér var leikur Codispotis svo daufur að maður bjóst við að heyra ná- gól á hverri stundu og var heildarútkoman ekki sannfærandi. Öllu meira lífsmark var á síðasta verki efn- isskrárinnar, sónötu nr. 3 í h-moll opus 58 eftir Chopin. Þetta er eitt fegursta verk meistarans, laglínurn- ar himneskar og stemningin oft svo annarsheimsleg að áheyrandinn þarf að hafa sig allan við að fara ekki út úr líkamanum. Túlkun Codispotis var tilþrifamikil, fyrstu tveir kaflarnir ásamt þeim síðasta voru bæði tæknilega fullkomnir og faUega ljóðrænir, hins vegar var hægur þriðji þátturinn dálítið flatneskjulegur. Diskantinn í flyglinum í Saln- um er fremur mattur og hljómlítUl og hefði Codispoti átt að leika ögn sterkar og með meiri tón til að stórkostleg tónlistin nyti sín til fuUs. Að öðru leyti var þetta frábær spila- mennska og var síðasti kafli sónötunnar með því glæsUegasta sem hér hefur heyrst. Jónas Sen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.