Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Qupperneq 30
42 MÁNUDAGUR 6. MARS 2000 Afmæli____________________ Haukur Hjaltason Haukur Hjaltason forstjóri, Reykjahlíð 12, Reykjavik, er sextug- ur í dag. Starfsferill Haukur fæddist í Reykjavík og ólst upp á Eiöstöðum við Bræðra- borgarstíg. Haukur lærði matreiðslu á Hót- el Sögu, stundaði nám við Hótel- og veitingaskóla íslands, útskrif- aðist sem matreiðslumaður 1964 og öðlaðist meistararéttindi 1967. Haukur var yfirmatreiðslumað- ur á Hótel KEA á Akureyri og í Tjarnarbúð 1964-65, aðstoðaryfir- matreiðslumeistari á Hótel Loft- leiðum 1965-66 en stofnaði og rak síðan eigin veitingarekstur 1966-74, Sælkerann í Hafnarstræti, Óðal við Austurvöll og Nautið í Austurstræti 12a. Haukur hefur starfrækt inn- flutningsfyrirtæki frá 1969. Hann var meðeigandi veitingahúsa Asks 1979-82 og stjórnarformaður þeirra. Þá starfrækti hann til- raunabú í nautgriparækt 1982-85. Haukur sat í stjórn Hafskips 1979-83, er stjórnarformaður Birgðaverzlunar Gripið & greitt frá 1993, sat í stjórn Junior Cham- ber i Reykjavík 1974-75 og var út- nefndur senator Junior Chamber og forseti Senatsins 1986-87. Haukur sat í stjórn knattspyrnudeildar KR 1978-82, sat í stjórn Heimdallar 1971-73 og í stjórn SUS 1973-75. Haukur hefur skrifað greinar í blöð og tímarit um efnahagsmál, stjórn- mál og fagleg málefni. Fjölskylda Haukur kvæntist 6.3.1971 Þórdísi Jónsdóttur, f. 11.12. 1938, skrifstofu- stjóra. Hún er dóttir Sigurlaugar Davíðsdóttur, verslunarkonu og síldarsöltunarstúlku, og Jóns Þor- kelssonar, skipstjóra og síldarmats- manns, en þau bjuggu á Siglufirði til 1956 er fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Dóttir Hauks og Þórdísar er Charlotta María Hauksdóttir, f. 31.5. 1972, nemi í VÍ. Sonur Þórdísar er Jón Daði Ólafs- son, f. 20.4. 1964, stundar masters- nám í viðskiptafræðum og tölvunar- fræðum í Kaliforníu. Börn Hauks eru Guðjón Heiðar Hauksson, f. 30.7. 1969, kvikmynda- gerðarmaður; María R. Hauksdóttir, f. 21.8. 1958, starfsmaður hjá Landsbanka íslands. Systkini Hauks: Char- lotta María Hjaltadóttir, f. 24.8. 1953, sendiráðsritari í París; Hafsteinn Hjaltason, f. 28.1. 1935, en kona hans var Guðrún Björnsdóttur og eiga þau þrjú böm; Jón Hjaltason, f. 2.5.1941, forstjóri Öskjuhlíðar hf., kvæntur Guðnýju Guð- jónsdóttur en hann á fimm börn. Foreldrar Hauks: Hjalti Jónsson, f. 30.8.1903, d. 18.5.1971, verksmiðju- stjóri Ó. Johnson & Kaaber, og k.h., Jóhanna Baldvinsdóttir, f. 19.11. 1911, húsmóðir. Ætt Systir Hjalta var Ásta, móðir Garðars Þorsteinssonar hjá Sjó- mannadagsráði og amma Þorsteins Pálssonar sendiherra. Hjalti var sonur Jóns, sjómanns á Eiðsstöðum, Guðmundssonar, b. í Ánanaustum, Gíslasonar, b. í Ánanaustum, Guð- mundssonar, b. i Ánanaustum, Gíslasonar, í Breiðholti við Öskju- hlíð. Móðir Gísla í Ánanaustum var Hólmfríður Eyleifsdóttir, b. í Skild- inganeskoti. Móðir Jóns var Mar- grét Ásmundsdóttir, b. á Bjargi á Kjalarnesi, Gissurarsonar. Móðir Margrétar var Guðrún Þórðardótt- ir, systir Runólfs, afa Bjöm Þórðar- sonar forsætisráðherra. Móðir Guð- rúnar var Sigríður Þórólfsdóttir, b. í Engey, Þorbjarnarsonar, bróður Guðlaugar, langömmu Guðrúnar, langömmu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, föður Björns menntamálaráðherra. Móðir Hjalta var Þórunn, systir Guðmundar, kirkjugarðsvarðar í Skólabæ, afa Ágústs Einarssonar, fyrrv. forstjóra Stálsmiðjunnar. Þór- unn var Einarsdóttir, frá Skólabæ á Hólavöllum í Reykjavík. Jóhanna er dóttir Baldvins, sjó- manns í Færeyjum, bróður Margrét- ar, kaupkonu í Reykjavík og í New York. Baldvin var sonur Einars, skipasmiðs á Eyrarbakka. Móðir Jóhönnu var Lilja, dóttir Guðmundar, skipstjóra i Stykkis- hólmi, Halldórssonar, og Charlottu Maríu Jónsdóttur. Haukur verður að heiman á af- mælisdaginn en þau hjónin taka á móti gestum í samkomusal Ferðafé- lags íslands, Mörkinni 6, Reykjavík, þann 31.3. milli kl. 17.00 og 20.00. Haukur Hjaltason. Paul Ragnar Smith Paul Ragnar Smith, yfirkerfis- fræðingur og innkaupastjóri hjá Landssíma íslands, Heiðvangi 5, Hafnarfirði, er sextugur í dag. Starfsferill Paul er fæddist á Víðimelnum í Reykjavík og ólst upp í vesturbæn- um. Hann lauk landsprófl frá Gagn- fræðaskólanum við Vonarstræti 1956, atvinnuflugmannsprófi frá Flugskólanum Þyt 1960 og loftsigl- ingafræðinámi 1961. Á unglingsárunum var hann m.a. við uppskipun hjá Eimskip, af- greiðslustörf hjá Verslun O. Elling- sen, háseti á togara og handfærabát ásamt störfum við byggingu Stein- grímsstöðvar við Sogið. Paul var flugmaður hjá Flugfélagi íslands 1962, loftsiglingafræðingur hjá Loftleiðum 1964-71, microfllmu- sérfræðingur og ljósmyndari hjá verkfræðistofu Varnaliðsins á KeflavíkurflugveUi 1971-81 og hefur síðan stundað margs konar tölvu- störf, m.a. verið deildarstjóri tölvu- deildar Ríkismats sjávarafurða og sl. fjórtán ár hjá tölvudeild Lands- síma íslands. Fjölskylda Paul kvæntist 22.4. 1962 írisi Bryndísi Guðnadóttur, f. 7.11. 1943, húsmóður. Hún er dóttir Guðna Guðbjartssonar, f. 29.6. 1916, stöðv- arstjóra á Ljósafossi, og Ragnheiðar Guðmundsdóttur, f. 10.6. 1913. Paul og íris skildu 1971. Börn Pauls og Irisar eru Guðni Ragnar, f. 3.2. 1961, dýralæknir í Noregi, kvæntur Britt Louisu Did- riksen, f. 25.5. 1965, lækni, í Drammen í Noregi og eru börn þeirra tvíburarnir Björn Ragnar, og Anne Bryndís, f. 10.8. 1987, og Hilde Bjerk, f. 12.5. 1994; Erling, f. 2.5. 1964, kvæntur Guðrúnu Jónu Braga- dóttur, f. 10.6. 1965, en dóttir þeirra er íris Una, f. 21.5.1996. Sambýliskona Pauls frá 1976 er Guðný Valtýsdóttir, f. 1.9. 1945, tækniteiknari hjá Ráðgarði Skipa- ráðgjöf ehf. Foreldrar hennar eru Guðmundur Valtýr Guðmundsson, f. 4.7. 1912, bifreiðarstjóri, og Val- gerður Jónsdóttir, f. 15.11.1924, hús- móðir. Börn Guðnýjar og stjúpbörn Pauls eru Þór Eiríksson, f. 9.12. 1965, rafmagnsverkfræðingur hjá Landssímanum, kvæntur Huldu Guðmundsdóttur, f. 12.5. 1969, og eru börn þeirra Sunna Maren, f. 11.3. 1994, og Harpa Mjöll, f. 12.4. 1999; Valgerður Eiríksdóttir, f. 2.4. 1971, nemi í innanhússhönnun í Flórída, gift Tómasi Erlingssyni, f. 11.2.1970, tölvunarfræðingi, en börn þeirra eru Tara Líf, f. 8.6. 1992, og Tinna, f. 21.4. 1995. Bróðir Pauls: Othar Smith, f. 31.3. 1937, búsettur í Seattle i Bandaríkj- unum. Hálfsystir Pauls, sammæðra, er María Jóhanna Lárusdóttir, f. 14.10. 1946, kennari. Hálfsystir Pauls, samfeðra, er Elsa Smith, f. 24.11. 1945, húsmóðir Foreldrar Pauls voru Erling Smith, f. 22.2. 1910, d. 11.9. 1985, skrifstofustjóri í Reykjavík, og Mat- hilde Marie Ellingsen, f. 11.7. 1912, d. 1.8. 1980, húsmóðir. Þau skildu. Seinni eiginmaður Mathilde og stjúpfaðir Pauls var Lárus Pálsson leikari, f. 12.2. 1914 d. 12.3. 1968. Marie var dóttir Othars Petters Jægers Ellingsens, skipasmiðs og verslunarmanns, og Marie Elling- sen frá Kristiansund í Noregi. Erling var bróðir Thorolfs blaðamanns og sonur Pauls Smiths, verkfræðings frá Þrándheimi, og Oktavíu Grönvold. Andlát Heiðar Guðbrandsson Valsteinn Heiðar Guð- brandsson, Ámesi, Súða- vík, lést af slysförum mánudaginn 28.2. sl. Hann verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju í dag, mánudaginn 6.3., kl. 15.00. Starfsferill Heiðar fæddist 12. apríl 1947 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann sótti nám- skeið hjá Hótel- og veit- ingaskóla íslands, lauk þaðan prófi með matsveinaréttindi og stundaði nám við Félagsmála- skóla alþýðu í Ölfusborgum. Heiðar stundaði verslunar- og verkamannastörf á unglingsárum, fór til sjós um tvítugt og vann að mestu sem kokkur á togurum og bátum fram til 1987. Heiðar vann einnig hjá Frosta hf. í Súðavík, m.a. sem verkstjóri, var bryti við Hérað- skólann í Reykjanesi 1987-89 og stundaði einnig hótelrekstur þar aö sumarlagi. Að auki starfaði Heiðar hjá Súðavíkurhreppi og stundaði byggingavinnu. Þá var hann fréttaritari DV í Súðavík. Heiðar var formaður Verkalýðs- og sjómanna- félagsins í Súðavík 1973-78, sat í sambands- stjóm Sjómannasam- bands ísland, sat í stjóm Matsveinafélags íslands, sat í hreppsnefnd Súða- vikur 1982-85 og frá 1990 til dauðadags. Heiðar sat einnig í skólanefnd Grunnskóla Súðavíkur, var formaður hennar 1982-86, var formaður fræðslunefndar Súðavík- ur, sat í barnaverndarnefnd Súða- víkur og formaður hennar 1982-86. Heiðar átti sæti i almannavarnar- nefnd Súðavíkur, hafnarnefnd Súða- víkur, byggingarnefnd Súðavíkur og skipulagsnefnd fyrir nýja Súða- vík. Hann veitti Björgunarsveit Súðavíkur formennsku um skeið, sat í stjórn Kaupfélags ísfirðinga og stjórn Steiniðjunnar hf. Þá sat Heiðar í stjóm Sambands ungra framsókanrmanna, í miðstjórn Framsóknarflokksinns, í stjórn kjördæmasambands Framsóknar- flokksins á Vestfjöröum og var for- maður Framsóknarfélagsins í Súða- vík. Fjölskylda Heiðar kvæntist 10.8.1968 Maríu Kristófersdóttir, f. 13.11. 1947, hús- móður og verkakonu. Hún er dótt- ir Kristófers Ingimarssonar á Graf- arbakka og k.h., Kristinar Jóns- dóttir húsfreyju. Sonur Heiðars frá því fyrir hjónaband er Guðmundur Birgir, f. 22.5. 1966, sem nú stundar fram- haldsnám í Bandaríkjunum, kvæntur Heiðveigu Jóhannsdótt- ur, f. 27.10. 1969, og er sonur Guð- mundar Dagur Freyr, f. 3.4. 1995, sem nú er látinn. Synir Heiðars og Maríu eru Kristófer, f. 31.1. 1969, sjómaður í Súðavik, í sambúð meö Ragnheiði Jóhannesdóttur, f. 14.10. 1966, en dóttir þeirra er Brimrún Irma, f. 11.11. 1998; Albert, f. 6.4. 1970, verkamaður í Reykjavík, í sambúð með Guðnýju Hönnu Jónasdóttur en dóttir þeirra er María Kristín, f. 16.9.1999; Ármann, f. 19.2.1976, sjó- maöur í Grindavík Systkini Heiðars eru Vigdís Alda, f. 14.5. 1949, húsmóðir á Breiðavaði, gift Magnúsi Jóhanns- syni verkstjóra; Albert Ómar, f. 6.7. 1951, bátasmiður í Njarðvík, en sambýliskona hans er Guðríður Jónasdóttir húsmóðir; Sævar, f. 5.1. 1954, útgerðarmaður á Húsa- vík, kvæntur Svölu Björgvinsdótt- ur húsmóður; Steinunn, f. 3.10. 1956, skrifstofumaður, búsett í Hafnarfirði, gift Hallbergi Svavars- syni, tannsmið og tónlistarmanni; Haraldur Halldór, f. 29.9. 1965, framkvæmdastjóri í Borgamesi, en sambýliskona hans er Svanhildur Ólafsdóttir; Rögnvaldur f. 16.12. 1967, matreiðslumeistari í Reykja- vík. Foreldrar Heiðars eru Guð- brandur Rögnvaldsson, f. 29.10. 1926, fyrrv. bílamálarameistari í Reykjavík og síöar starfsmaður hjá Securitas, og k.h., Bjarndis Inga Albertsdóttir, f. 18.8. 1926, húsmóð- ir. Valsteinn Heiðar Guðbrandsson. DV Tii hamingju með afmælið 6. mars 90 ára Jóhann S. Þorsteinsson, Sæviðarsundi 31, Reykjavík. 85 ára Kristjana Sigurðardóttir, Arahólum 4, Reykjavík. 80 ára Guðrún Þorkelsdóttir, Leifsgötu 7, Reykjavik. Jón A. Gestsson, Hrafnistu, Hafnarfirði. Jónmundur Jónsson, Hringbraut 50, Reykjavík. Kristín Karlsdóttir, Sléttuvegi 17, Reykjavík. 75 ára Jóhannes Guxmar Hermimdsson, Gránufélagsgötu 23, Akureyri. Haraldur Ámason, Sjávarborg 2, Sauðárkróki. Herdís Sigurjónsdóttir, Teigagerði 1, Reykjavík. 70 ára Erna Gunnarsdóttir, Logafold 21, Reykjavík. Hjördís U. Guðlaugsdóttir, Háaleitisbraut 111, Reykjavik. Lillý Erla Guðjónsdóttir, Vesturbergi 10, Reykjavík. Sigfriður Hermannsdóttir, Hjarðarhaga 33, Reykjavík. Valgarður Frímann, Álftamýri 40, Reykjavík. 60 ára Bjarni Jón O. Ágústsson, Þykkvabæ 19, Reykjavík. Guðbjörg S. Runólfsdóttir, Geitlandi 11, Reykjavík. Sigríður H. Óskarsdóttir, Nónvörðu 12a, Keflavík. Sigríður Jónsdóttir, Grýtubakka 28, Reykjavík. Snæbjöm Árnason, Dalbraut 24, Bíldudal. Valur Guðmundsson, Klapparstig 10, Njarðvík. 50 ára Ari Einarsson, Hæli II, Gnúpverjahreppi. Hanna Fjóla Eiríksdóttir, Breiðvangi 36, Hafnarfirði. Hulda Guðmundsdóttir, Vatnsholti 9d, Keflavík. Ragnheiður Jónsdóttir, Vallholti 30, Selfossi. Samer Thailuenam, Ægisíðu 121, Reykjavík. Sigríður Herbertsdóttir, Engihjalla 3, Kópavogi. Þóra Bjarnveig Jónsdóttir, Jófríðarstvegi 10, Hafnarfirði. 40 ára Anna Sigurrós össurardóttir, Bústaðavegi 103, Reykjavik. Ásdís Þórðardóttir, Bárðarási 17, Hellissandi. Benedikt Ó. Benediktsson, Hvanneyrarbraut 48, Siglufirði. Berglind Eiríksdóttir, Bleiksárhlíð 22, Eskiflrði. Eyjólfur Sigurðsson, Suðurmýri 34, Seltjarnarnesi. Guðrún B. Valgeirsdóttir, Hlíðarvegi 28, Njarðvík. Hallgrímur Arthúrsson, Hlíðargötu 30, Sandgerði. Helga Gisladóttir, Guttormshaga, Rangaárvallas. Kristján Arinbjamar, Hvammsgerði 14, Reykjavík. Magnús Gunnar Sigurðsson, Garðsstöðum 14, Reykjavík. María Sigurbjörnsdóttir, Stekkjarholti 7, Akranesi. Páll Rúnar Guðjónsson, Rauðagerði 18, Reykjavík. Rannveig Lilja Helgadóttir, Hólatúni 2, Sauðárkróki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.